Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 5 Fimmtudagur 24. september 1992 ^ - fFRÉTTABI AÐIfí | Yigdís og Jakob Falur Viðtal og myndir: Hlynur Þór Magnússon Vigdís Jakobsdóttir, Jakob Falur Garðarsson. ísfirðingar bæði. Hafa dvalist í tvo vetur í Kantaraborg á Englandi. Eru á förum þangað þriðja sinni til vetursetu. Hún er dóttir Eyglóar og Jakobs í Frábæ. Hann er sonur Jónínu og Garðars í Björnsbúð. Ogift, en ákaflega trúlofuð, búin að vera það nokkuð lengi. Kynntust í Litla leikklúbbnum á Isafirði. Hann lék m. a. sjálfan sveitapiltinn í Sveitapiltsins draumi hér um árið. Hún er að læra leikhúsfræði. Hann hefur minni áhuga á leiklist en áður. Hefur meiri áhuga á hinu leikhúsinu. Stundar því nám í stjórnmálafræði. Jafnvel farinn að lesa Reykjavíkurbréf og forystugreinar Morgunblaðsins reglu- lega. Svona geta menn breyst. Rosalegt. Þau eru í senn mjög lík og mjög ólík, að eigin mati. Ekki síst Jakob... Við hittumst á Hótel ísafirði á sunnudaginn var. Veðrið var blítt og fagurt og þó með haustsvip, sólin lágt á lofti og eins og hélulykt í loftinu. Þetta var eiginlega sumardagurinn fyrsti á Isafirði þetta árið, eða því sem næst, þó að kominn væri 20. september, og við ákváðum að rölta út á Austurvöll og setjast þar á bekk eins og gömlu kallarnir. Nýfallin æla og glerbrot hér og hvar í miðbænum, eins og jafnan um helgar. Síðbúin blóm á Austurvelli. Þau eru að fara aítur út eftir rúma viku. Skólinn byrjar fyrstu helgina í október. „Þá erum við strax meira en hálfnuð með námið. “ Jakob Falur útskrifaðist úr MÍ vorið 1986, Vigdís byrjaði þar í fyrsta bekk þá um haustið og útskrifaðist vorið 1990. Jakob ætlaði að taka sér ársfrí frá námi, en það varð fjögurra ára frí. „Við hlökkum til að koma heim á vorin og til að fara út aftur á haustin. Við eigum auðvit- að okkar heimili úti þessi árin, en foreldrarnir og gömlu heimilin eru hér.“ Félagslífið úti er mjög tengt daglegu starfi í skólanum, sérstaklega hjá Vigdísi; naumast verður greint þar á milli. Kantaraborg má heita dauður bær á kvöldin og nóttunni, fornir borg- armúrar utan um miðbæinn, svipmót frá tím- um Hróa Hattar. Það er gömul hefð, og styðst við reglugerð, að innan múranna skal vera al- ger kyrrð eftir klukkan ellefu á kvöldin; þá er hreinlega ekkert um að vera. Jakob Falur: Hérna heima er siður að hafa ljós í búðargluggum, svo fólk geti skoðað í gluggana, en þarna úti er allt slökkt, bara myrkur! Hér heima dettur okkur aldrei í hug að spara eitt eða neitt, hvorki rafmagn né vatn. Landlordinn okkar furðaði sig á því hvað við kyntum mikið. Svo síast þetta inn í mann smátt og smátt. Maður semur sig að siðum þeirra sem fyrir eru í landinu. Við erum farin að kynda minna... Vigdís: í fyrstu miðar maður allt við sjálfan sig, metur allt út frá því sem er venjan heima. Svo förum við að skilja annað fólk og virða hvern hlut og hvern stað og hvern mann eins og hann er. Jakob Falur: Heimurinn væri betri ef fólk skildi að það eru ekki allir eins. Heimurinn væri betri ef við reyndum að skilja annað fólk og sjónarmið þess. Og það er líka mergurinn málsins í alþjóðastjórnmálum og samskiptum þjóða: Að vinna saman, tala saman... Vestfirska: Hvað eruð þið að gera þarna úti? Jakob Falur: Ég er að læra stjórnmálafræði, alþjóðastjórnmál. Ég var nú ekki með þetta alveg á hreinu þegar ég fór, hvað ég væri að fara að gera, en nú er það alltaf að koma betur og betur í ljós. Þetta er mjögskemmtilegt nám. Ég kann vel við skólann, hann er góður og vel búinn. Gott starfsfólk og góðar aðstæður. Það eru hreinlega forréttindi að fá að vera náms- maður erlendis, þó að allir séu að tala um hvað þetta sé dýrt. Vestfirska: Hvað er þetta langt nám, hvenær klárarðu, hvað ætlarðu svo að gera? Jakob Falur: Þetta er þriggja ára BA-nám. Ég verð fjögur ár vegna þess að fyrsta árið var ég í fornámi, eins konar núll-áfanga, ensku fyrir útlendinga og breskri stjórnmálasögu. Það var skárra en fara tvisvar í fyrsta bekk og falla í fyrra skiptið. - Þegar ég er búinn, aftur á móti, maður getur nú aldrei fullyrt um fram- tíðina - en það eru allir að segja að maður eigi að koma aftur í bæinn. Það er kannski aldrei að vita nema maður geti skapað sér einhver tækifæri hér. Það er allt hægt hér eins og annars staðar. En maður veit það aldrei - ég hef nú prófað ýmislegt. Ég hef t.d. prófað blaða- mennskuna. Hún heillar mig alltaf. Hún er góður undirbúningur fyrir mitt nám. Ætli ég verði ekki með tímanum eins konar Magnús Torfi Ólafsson! Vestfirska: Og hvar eruð þið? Jakob Falur: Við erum á suðausturhorni Englands, skammt frá Ermarsundi, í Kantara- borg, Canterbury, en þar situr erkibiskup ensku biskupakirkjunnar, sjálfur erkibiskup- inn af Kantaraborg... Vestfirska: Hafið þið hitt'ann? Vigdís: Nei, en við höfum séð'ann! Jakob Falur: Núverandi erkibiskup var sett- ur inn í embætti í fyrravor. Það var ótrúlegur viðbúnaður og bein útsending á BBC 2 allan daginn. Alveg rosaleg athöfn. Lávarðadeildin kom eins og hún lagði sig. Og Díana. Herinn passaði að enginn kæmist nálægt henni. Við náðum nú samt að sjá hana læf! Anna var þarna líka. Anna er skilin. Díana fer að skilja (andvarp). Kantaraborg er tæplega 40 þúsund manna bær - bær fremur en borg. Þetta er eiginlega Selfoss þeirra Englendinga, þjónustumiðstöð- in í Kent, verslunarmiðstöð og þjónusta fyrir sýsluna. Lífið snýst mikið um þjónustu við ferðamenn sem koma mjög margir í hálfgerðar pílagrímsferðir í dómkirkjuna. Á hverjum morgni kemur floti af rútum með túrista frá meginlandinu og er svo farinn aftur að kvöldi. Bærinn er alltaf fullur af ferðafólki. Svo er það háskólinn. Þetta er fremur lítill skóli, en hann er stór miðað við stærð bæjarins, langstærsti vinnustaðurinn í sýslunni, um sex þúsund nem- endur og fjögur þúsund kennarar og aðrir starfsmenn, alls tíu þúsund manna vinnustað- ur. Vestfirska: Vigdís, hvað ert þú að gera þarna úti? Vigdís: Ég er að læra leikhúsfræði og leiklist með „hálfgerðri“ leikstjórn. Þetta spannar flest það sem viðkemur leikhúsvinnu, einnig framkvæmdahliðina á leikhúsinu, fram- kvæmdastjórn sýninga og rekstur leikhúsa. Þarna eru settar upp milli tuttugu og þrjátíu sýningar á ári á vegum nemenda. Deildin er mjög lítil, það eru milli fimmtíu og sextíu nemendur í deildinni allri á öllum árunum fjórum. Á fjórða árinu getum við valið um þrennt: í fyrsta lagi er það almenn leikstjórn, sem ég er ekki mjög spennt fyrir - ég var ákveðin að fara í hana þegar ég fór út, ég fór beinlínis út til þess að leggja stund á leikstjórn - en nú þegar ég er búin að vera þarna í tvö ár, þá sýnist mér að þetta sé ekki alveg það sem ég hef áhuga á. Þetta byggist svo mikið á því að taka stór klassísk verk og greina þau niður í minnstu smáatriði og skipuleggja hverja hreyf- ingu, A gengur frá X til Z, eins og - eins og - eins og flóasirkus. Maður þarf að skrá allt niður, allt er ákveðið fyrirfram og leikararnir gera bara það sem maður er búinn að skipu- leggja. Þetta er ekki beint það sem ég hef áhuga á. í öðru Iagi er á fjórða árinu hægt að velja sér leikhússtjórn, ef maður ætlar t.d. að verða leikhússtjóri eða reka leikhóp. Þá er líka farið út í viðskiptafræði og svoleiðis. Það höfðar eiginlega ekki til mín heldur. Þegar maður er búinn að eyða þremur árum í listrænt nám, að fara svo fjórða árið f einhverja framkvæmda- stjórn... í þriðja lagi er svo það sem ég hef áhuga á - það hefur auðvitað sína galla og sína kosti: Spunaleikhús. Við erum nú ekki nema ellefu eftir af mínum árgangi, við vorum sextán þegar við byrjuðum. Þetta er mikið hópvinna, en ein önnin snýst meira um einstaklingsverkefni, og það heillar mig. Þá er maður svona hálfgerður stjórnandi, án þess að vera að stjórna! Maður velur sína leikara úr hópi nemenda, vinnur með þeim, og byrjar frá grunni án þess að hafa nokkurt leikrit eða nokkra sýningu í höndun- um. Maður hugsar sig um, og segir kannski sem svo: Nú ætla ég að búa til sýningu um ísafjörð! Sýningu þar sem ég reyni að draga fram tengslin við sjóinn og sjávarútveginn. Líka ætla ég að taka svolitla heimspólitík inn í sýninguna. Og skófatnað. Skófatnað gegnum aldirnar. Maður fléttar kannski gjörólíka hluti saman í eina heild, og sýningin verður bæði margbrotnari, og það sem mér finnst aðalkost- urinn við svona vinnubrögð, hún kemur beint frá hjartanu á öllum leikurunum, vegna þess að allir taka þátt í að skapa hana frá grunni. Mér finnst þetta eiga betur heima í nútíman- um en kannski Shakespeare eða Kafka, eða jafnvel Stoppard eða einhverjir af þessum nýrri leikritahöfundum. Ég er orðin svolítið leið á þessum skrifuðu leikritum. Leikararnir leggja alltaf sitt af mörkum til innihaldsins í sýning- unni, og þess vegna verður þetta meira þeirra sýning. Þetta er það sem mér finnst vanta svo- lítið hérna á fslandi. Þetta er vissulega til, það eru leikhópar sem gera þetta, einhverjir af litlu atvinnuleikhópunum í Reykjavík, en mér finnst samt eins og ég hafi varla vitað af þessu áður en ég fór út. Hér er ekki um það að ræða hvernig sýningin sjálf verður á endanum, hvort lokaniðurstaðan verður eitthvað öðruvísi en með öðrum aðferðum, heldur er þetta spurn- ing um það hvar er byrjað. Annars vegar er byrjað með ákveðinn texta, sem er sundur- greindur og túlkaður eftir bestu getu, og hins vegar er byrjað með ekki neitt, maður byggir verkið smám saman upp og textinn er það síð- asta sem verður til í endanlegri mynd. Hugsan- legt er að hann verði alveg eins og einhver hefði getað skrifað, þetta getur litið út alveg eins og skrifuð sýning í lokin. Svo eru auðvitað líka til sýningar sem eru spunnar í hvert skipti og alltaf búinn til nýr og nýr texti... Jakob Falur: Ég má til með að segja frá einni sýningu sem þau bjuggu til í vor. Þá var meðal annars pöntuð pizza, hringt í veitingahús úti í bæ, og manngreyið sem kom með pizzuna var látinn koma með hana labbandi inn á sviðið í miðri sýningu, og hann vissi ekkert um neina sýningu eða að hann væri sjálfur þátttakandi í henni (hlær stórkarlalega) og það klöppuðu allir fyrir honum... Vigdís: Við vorum að reyna að blanda saman mörgum ólíkum þáttum í sýningunni, þetta var mjög flókið, erfðafræði og ástarsamband og

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.