Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAPIÐ Fimmtudagur 24. september 1992 svoleiðis, hvað innan í öðru, og svo vildum við hafa eitthvað óvænt sem enginn gæti stjórnað. Pizzumaðurinn gat komið hvar sem var og hvenær sem var inn í verkið. Við vissum bara að það var von á honum einhvern tíma í sýning- unni, og við urðum alltaf að vera tilbúin að bregðast við því þegar hann kæmi. Ég varð að vera við því búin að stoppa sýninguna, stoppa leikinn og tæknimennina á meðan maðurinn afhenti pizzuna og fékk hana borgaða og tók við lófaklappi áhorfenda... Vestfirska: Þctta hefur verið svona uppá- koma inni í leikritinu... Vigdís: Já, akkúrat. Það má segja að mörg af þessum spunaleikritum séu ekkert annað en gjörningar. Tengslin við aðrar listgreinar eru líka sterkari, eins og við dans, eða myndlist, eða tónlist. Maður er ekki takmarkaður af fyrirfram skrifuðu leikriti. Þú getur gert hvað sem þú vilt, kannski byrjað með tónlistina og unnið út frá henni, eða byrjað með málverk, eða sviðsmynd. Ég veit um sýningar þar sem eru búnar til flóknar sviðsmyndir, margra vikna vinna, og svo eru tvær vikur til að vinna leikritið út frá sviðsmyndinni. Vestfirska: Er þessi leiklistarskóli deild inn- an háskólans? Vigdís: Já, hann er innan háskólans, deild sem í rauninni einn maður skapaði á sínum tíma. Petta er maður af 68-kyr.slóðinni og var mikið í þessu gerningaleikhúsi á sínum tíma. þegar það átti sinn hápunkt á hippatímanum - hann gerði ýmislegt snarklikkað á sínum yngri árum - en hann er orðinn mjög fastheldinn leikstjóri í dag og stýrir nú leikstjórnardcild- inni. Vestfirska: Hvernig finnst ykkur ísafjörður þegar þið eruð svona lengi í útlöndum? Hvern- iger að koma heim? Hverniger að hugsa heim? Að hvaða leyti hefur heimabyggðin breyst við dvöl ykkar í útlandinu? Eða ykkar viðhorf til hennar? Jakob Falur: Mér finnst að ísafjörður hafi ekki breyst neitt. Bærinn hefur alltaf verið eins í mínum augum. Þetta er ekkert eins og fólk var alltaf að tala um, að fara í nám út í hinn stóra heim. Þetta er bara eins og að fara hérna í næsta fjörð! Maður veit ekki af fyrr en maður er stiginn út úr flugvél og kominn til Kantara- borgar. Þetta er eins og hendi sé veifað, eins og að skreppa til Reykjavíkur. Auðvitað andar maður að sér annarri menningu og öðru and- rúmslofti, en svo kemur maður aftur hingað heim, æ, ég veit það ekki... Vigdís: Mér finnst allt merkilegra hérna eftir að ég fór að vera úti. Ég hélt að allt myndi verða minna, en í staðinn finnst mér allt verða merkilegra. Mér finnast fjöllin miklu athygl- isverðari en þau voru. Áður horfði ég aldrei upp í fjöllin, en nú geri ég það. Núna finnst mér höfnin alveg frábær. Ég spáði aldrei í hana áður. Þetta er allt miklu merkilegra núna. Ástæðan? Maður sér þetta ekki fyrr en maður fer að reyna að lýsa því fyrir vinum sínum úti, ekki fyrr en þeir fara að spyrja hvernig sé heima. Þeim finnst nógu merkilegt að vera frá íslandi. En að vera frá ísafirði, einhverjum afskekktasta stað á íslandi! Þeim finnst það furðulegt að við skulum hafa gengið í skóla og lært ensku... Jakob Falur: Já. Það er auðvitað rétt. Hérna heima áttar maður sig ekkert á því hvað það eru mikil forréttindi að geta gengið í vinnu þegar manni sýnist. Það er ekki eins einfalt þarna úti. Þar fá krakkamir yfirleitt ekkert að gera, en hérna er verið að tala um að krakkarn- ir séu látnir byrja að vinna allt of ungir! Þetta er alveg út í hött. Auðvitað eiga krakkarnir bara að fara að vinna þegar þeir vilja, ef þeir eiga kost á því. Það eru forréttindi. Það skilur maður fyrst þegar maður kynnist atvinnuleys- inu í Englandi. Vigdís: Annað sem maður áttar sig fyrst á úr fjarlægð, er þetta æðruleysi í fólkinu hérna heima, eða hvað á að kalla það. Veðurfarið hérna er alveg svakalegt á veturna, allur þessi snjór og kuldi og ófærð. Fólk tekur þessu alls ekki eins og þetta séu neinar hörmungar eða neitt slíkt, það tekur því einfaldlega eins og hluta af lífinu. Þetta er ekkert til að væla yfir, það er bara svona. Og þó að fólk segi kannski: Mikið væri gott að búa á Mæjorka, þá lætur það ekki verða af því! Ef menn hafa efni á því, þá fá þeir sér bara fínni jeppa og einangra húsið sitt betur! f Englandi má ekki koma snjóföl, þá verður allt vitlaust, allt fer í hönk og ekkert nema vandræði. Síðasta vetur snjó- aði ekkert, það snjóaði hins vegar pfnulítið í hitteðfyrra, og þá lamaðist lestakerfið, skóla- num var lokað, og það festi ekki einu sinni snjó á götunum! Jakob Falur: Mergurinn málsins hlýtur alltaf að vera þessi: Dvölin úti opnar augu okkar fyrir því hvað við eigum það ofsalega gott hérna heima. Eins og bara þetta: Að geta feng- ið vinnu, það er ekki neinn sjálfsagður hlutur. Að geta búið í vel byggðum og hlýjurp og góð- um húsum, á meðan gamalt fólk er í hópum að krókna úr kulda suður á Englandi ef hitinn kemst niður í frostmark. Maður hafði ein- hverja hugmynd um þetta áður, en hafði samt ekki áttað sig neitt á því í raun og veru. Mér hefur liðið ákaflega vel í Englandi, og ég hef þá trú að skólinn sé mjög góður, en ég er að öðru leyti ekkert of hrifinn af þessu landi. Mór- allinn í fólkinu erekki góður. Þarna erstórfellt atvinnuleysi og því fylgja glæpir. Atvinnuleys- inu fylgir vonleysi. Þarna er allt upp í 20% atvinnuleysi hjá ungu fólki. Einhvern veginn virðast Englendingar vera að dragast aftur úr, t.d. Þjóðverjum. Bretland er ekki lengur heimsveldi, og það fer í taugarnar á Englend- ingum. Þeir virðast eiga erfitt með að kyngja því, margir hverjir. Vestfirska: Hvað hafið þið verið að fást við hérna heima í sumar? Jakob Falur: Ég er nú búinn að vera í átta störfum í sumar, en það er persónulegt met. Ég hef yfirleitt unnið í Björnsbúð á sumrin, en við pabbi vorum löngu búnir að tala um að ég fengi mér eitthvað annað að gera, við höfum ekkert að gera þar í einu allir feðgarnir. Hann var búinn að hringja fyrir mig í Vesturís og athuga með vinnu við jarðgangagerðina. Jú, þeir ætluðu að athuga málið, ég átti bara að koma og tala við þá þegar ég kæmi heim. Fyrstu dagana var ég eitthvað að dunda í búð- inni. Svo fór ég í byggingarvinnu, að hjálpa tengdapabba í bílskúrsgrunninum. Ég tók nokkrar landanir úr togurum með Magga Hauks. Ég var næturvörður hjá Ásgeiri Þór í Gestahúsinu í Bolungarvík. Ég var að mála hjá Bjarndísi Friðriks. Ég hef unnið sem bar- þjónn í Frábæ. Síðan fékk ég loksins vinnu við jarðgangagerðina og fór þangað. Þá kom kallið og ég var búinn að fá pláss á Skutli, þannig að ég fór á sjó í rækjutúr. Og nú er ég aftur kom- inn í Björnsbúð! Ég hef aldrei upplifað annað eins sumar! Ég var búinn að lofa pabba því að leysa af í búðinni. Björn bróðir þurfti að fá frí til að gifta sig og svoleiðis. Vigdís (hlær): Ja, ég er nú búin að vera blaðamaður í sumar, eða blaðakona. Og svo hef ég verið að hjálpa mömmu og pabba á Frábæ náttúrlega. Þessa dagana er ég með leiklistarnámskeið í Menntaskólanum, eða Framhaldsskólanum, eins og hann heitir núna. Vestfirska: Hvernig er það, ég man það ekki, eruð þið gift? Jakob Falur: Nei, en við erum búin að lofa að vera hvort öðru trú. Við settum upp þar til gerða hringa. Vestfirska: Hvað eruð þið búin að vera sam- an lengi? Vigdís (skríkir): Heilmörg ár! Jakob Falur (ráðsettari): Fimm ár. Svo trú- lofuðum við okkur 12. nóvember 1988. Vestfirska: Eruð þið bjartsýn á framtíðina, ykkar framtíð, ísafjarðar? Bæði: Já! - Tjaldið. - \ } j j 11 VÖRUKYNNING á morgun föstudag 20% AFSLÁTTUR af NIKE íþróttaskóm Svanhildur Krístjónsdóttir íþróttafræðingur, kemur frá NIKE umboðinu og verður í versluninni til skrafs og ráðagerða TILBOÐ Á NIKE íþróttagöllum Verð frá kr. 5.000,- fc SPORJHLAÐAN SILFURTORGI 1 == 400 ÍSAFIRÐI ^ SÍMI4123 H.F. Litli leikklúbburinn auglýsir: Söngvarar óskast tll að syngja með stórsveit á „músikksjói" sem fyrirhugað er að halda í nóvembermánuði. Þeir sem áhuga hafa mega hringja í Baldur, s. 4124, Mar- gréti, s. 3030, eða Guðjón, s. 4737, fyrir laugardaginn 26. september. Ábendingar um góða söngvara eru vel þegnar. Litli leikklúbburinn, ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.