Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Side 8
VESTFIRSKA 8 Fimmtudagur 15. október 1992 Skrifaði afsökunarbréf til Guðmundar Ingólfssonar og fékk byggingarleyfið aftur... Sjálfstæðismenn og kratar verstir „Svona geta öfund og skilningsleysi leitt af sér hin leiðinlegustu mál. Þeir sem voru mér erfiðastir í þessum málum varðandi byggingu hússins við Aðalstræti 20 voru sjálfstæðis- mennirnir í bæjarstjórninni og kratar. Ágætir vinir mínir í Reykjavík, sem aðstoðuðu mig á þessum tíma, þar á meðal lögfræðingur sem annaðist fyrir mig samningagerð við ríkið og fjármálaráðuneytið, þeir undruðust hvernig bæjaryfirvöld hér reyndu að koma í veg fyrir að áform mín gengju fram. Það var alveg með ólíkindum hvernig bæjaryfirvöld reyndu að hefta mínar framkvæmdir, eins og líka kom í Ijós þegar þau sviptu mig leyfi til að standa fyrir byggingum hér á ísafirði, vegna þess að ég hafði steypt þessar frægu svalir nokkrum klukkutímum áður en átti að sam- þykkja þær endanlega í bæjarstjórn, en þær höfðu áður verið samþykktar í byggingar- nefndinni." Steypti nokkrum klukku- tímum of snemma „Ég treysti því að samþykkt byggingar- nefndar stæði og það væri einungis formsatriði að leggja hana fyrir bæjarstjórn. Enda hefur slíkt alltaf tíðkast hér og ekki þótt tiltökumál. Ég var kominn í mikla tímapressu með að steypa, enda komið fram á haust og dagsektir yfirvofandi. Þegar samþykki byggingamefndar- innar lá fyrir á mánudagskvöldi gekk ég í það að gera klárt og gat steypt á fimmtudeginum, en bæjarstjórnarfundurinn var þá um kvöldið. En ég hefði eins getað skvett bensíni á eld, eins og að steypa áður en formlegt samþykki bæjar- stjórnar lá fyrir. Guðmundur Ingólfsson og fleiri öskruðu og létu ölium illum látum út af lög- brotum mínum. Bæjarfulltrúi nokkur, sem sjálf- ur lenti nú í miklu klandri litlu seinna, sagði á fundinum að ég væri þarna í hinum verstu mál- um að gera þetta án samþykktar bæjarstjómar- innar. Svo mikið gekk á, að sumir vildu senda mér hraðskeyti strax um nóttina, þegar bæjar- stjórnarfundinum lauk, og tilkynna mér að ég væri sviptur réttindum og yrði að taka svalirnar niður í hvelli. I þessum hremmingum kom sú hugsun upp hjá mér í fyrsta sinn, að réttast væri að gefast upp við þetta, skilja tóttina eftir eins og hún var og hverfa í burtu. En það var svo spennandi að sjá til þess að Áfengis- og tóbaksverslunin kæmist inn á réttum tíma, og þetta var svo stórt verkefni og í svo mikið ráðist með þetta hús, að ég barðist fyrir því að fá þetta leiðrétt. Og það var líklega þá sem ég átti í fyrsta sinn einhver samskipti sem heitið gátu við Harald L. Haraldsson þáverandi bæjarstjóra. Og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Hann hafði staðið að því nokkru áður að samþykkja þetta í byggingarnefndinni, sem var svo aftur fellt í bæjarstjórninni, og síðan var mér gert skyit að senda inn nýjar teikningar að inndregnum svölum, eins og þær eru núna.“ Barátta við kerfiskalla „Áður en ég fór að byggja í Aðalstræti 20 var ég búinn að komast að samkomulagi við Albertu heitina Albertsdóttur um að kaupa þarna lóð sem dánarbú Marsellíusar Bern- harðssonar átti, einnig við G. E. Sæmundsson og þá fjölskyldu um lóð í þeirra eigu. Eigendur þessara lóða hefðu aldrei viljað ganga til sam- komulags um lóðirnar við forystumenn bæjar- stjórnar á þeim tíma. Aftur á móti tók afar langan tíma og mikið þref að fá til viðbótar smáskika af landi bæjarsjóðs til að geta byggt þetta hús, enda var unnið markvisst gegn því að þetta gæti gengið fram.“ - Með hverjum hefur þér þótt best op .nest gaman að vinna hér í bænum? Hugsjónir Sjálfstæðis- flokksins í framkvæmd... „Það eru nú margir sem ég hef haft gaman af að vinna með, það er alltaf gaman að vinna með fólki sem hefur áhuga á því að takast á við vandamálin. Ég hef held ég oft á tíðum náð betri samstöðu við menn í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum, enda var nú Sjálfstæði- sflokkurinn hér lengi undir forystu Guðmund- ar Ingólfssonar. Það voru ekki margir sem náðu hreinu og góðu sambandi við hann, og mætti kannski margt um það segja. En ég held nú að almennt hafi verið ágætt að vinna með mörgu af þessu fólki. Mér finnst nú samt að það hafi orðið mér til trafala að þurfa að sækja öll mín mál undir bæjaryfirvöld á ísafirði á liðnum árum. Þar hafa mér oft fundist mínir flokksmenn ansi langt frá þeim hugsjónum sem þeir þykjast vera að berjast fyrir, frelsi ein- staklingsins og jafnræði manna.“ - En þið Haraldur bæjarstjóri voruð búnir að ná ansi vel saman í lokin... „Já, ég er nú fljótur að gleyma því þó að einhvern tímann slettist uppá vinskapinn. Þeg- ar Haraldur var látinn tilkynna mér að ég væri sviptur byggingarleyfinu, þá man ég að hann var nú heldur niðurlútur, og Bjarni byggingaf- ulltrúi líka... “ Afsökunarbeiðni og byggingarleyfí endurheimt - Hvað var það lengi sem þú misstir byg- gingarleyfið? „Það var nú stutt, nokkrar vikur, minnir mig. Ég var látinn skrifa bréf til forseta bæjar- stjórnar, Guðmundar Ingólfssonar, og biðjast afsökunar á frumhlaupi mínu, og í staðinn fékk ég byggingarleyfið aftur.“ Framboð Haraldar L. „En aftur varðandi Harald L. Haraldsson, síðustu árin var hann að öllum líkindum sá maður sem hafði víðtækasta þekkingu og reyn- slu í málefnum ísafjarðar. Og reynslan er að mínum dómi það sem mestu skiptir. Þegar ég vissi að Haraldur hafði áhuga á því að taka þátt í bæjarmálum á flokkspólitískum grundvelii, þá spurði ég hann hvort það mætti stinga upp á honum til að vera á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórnarkosningunum. Og hann neitaði því ekki. Ég vildi nýta krafta og reynslu Haraldar, alveg eins og reynslu og þekkingu Ólafs Helga Kjartanssonar og fleiri þáverandi forystumanna flokksins á Isafirði. Þessu var Ólafur algjörlega mótfallinn, og sagði að það kæmi ekki til greina að hann yrði á sama lista og Haraldur. Þetta fannst mér óbilgirni, og eftir þetta fannst mér gleikka mjög bilið á milli mín og þeirra sem voru í forystu íbæjarmálumfyrirSjálfstæðisflokkinn, jafnframt því sem í mér var nokkur beiskleiki gagnvart vissum mönnum í forystusveit Full- trúaráðsins vegna framkvæmdanna í Hafnar- stræti 12 á sínum tíma. Þar fannst mér mjög ómaklega að mér vegið af manni sem þar hefur ráðið öllu nokkuð lengi.“ Aö selja húsið í Sunnuholti 1 - Varla hefur það verið fyrirætlun þín og fjölskyldu þinnar að flytjast frá ísafirði, ekki hafið þið byggt húsið í Sunnuholtinu upp á það að selja það og fara til Reykjavíkur. Hvernig tilfinning er það að vera á miðjum aldri að yfirgefa allt og byrja upp á nýtt á nýjum stað? „Það er rétt sem þú segir. Það var aldrei ætlunin að flytjast héðan. Við hefðum aldrei farið út í það að byggja svona persónulegt hús, svona mikið öðruvísi en venjulegt er, hús al- gerlega eftir eigin hugmyndum, í þeim tilgangi að selja það nokkurn tíma. En aðstæðurnar hafa einfaldlega orðið þannig, að ég hef lent upp á kant við forystumenn bæjarfélagsins. Ég hef verið hér með nokkuð umsvifamikinn rek- stur og drift og verktakastarfsemi, og slíkt er því marki brennt að maður þarf að hugsa hlut- ina með miklum fyrirvara og gera plön langt fram í tímann. Og þegar ég rak mig alltaf á þröskulda og veggi hjá bæjarstjórnarmönnum, eins og til dæmis varðandi hugmyndir mínar um húsbyggingar úti í Krók fremur en inni í Seljalandshverfi, þá kom það smátt og smátt í ljós að ég átti enga samleið með þessum mönnum. Eins með það þegar ég lét gera til- lögu að stórhýsi þar sem áhaldahúsið er nú og hefði nýtt þá skemmtilegu lóð betur en nú er gert. Það var sama þó að hluti af bæjarkerfinu væri mér sammála, þá voru mennirnir sem raunverulega réðu ferðinni alls ekki í takt við það.“ Hugmyndir um húsbyggingar úti í Krók „Á sínum tíma var ég alls ekki sammála því að ráðist yrði í framkvæmdir í Seljalandshverf- inu og inni í Múlalandi. Ég þóttist sjá fyrir að byggingaframkvæmdir myndu heldur dragast saman á ísafirði og ekki yrði almennur áhugi fyrir því að byggja þar eins glæsileg hús og risu á sínum tíma hér í Holtahverfinu. Þetta hefur allt komið á daginn. Fyrst var mikil eftirspurn eftir lóðum í þessu nýja hverfi, en allir sjá núna hvernig það hefur svo farið. Ég vildi heldur að byggt yrði úti á Eyrinni, frekar litlar og ódýrar íbúðir sem fólk ætti auðvelt með að kaupa. Ég lét í samráði við Harald bæjarstjóra teikna og hanna hugmynd að fjórum blokkum úti í Krók, með alls 36 fbúðum. Þetta áttu að vera einföld hús og allt miðað við að kostnaður yrði sem minnstur, og íbúðunum átti að skila tilbúnum undir tréverk svo að fólk gæti gert sem mest sjálft. Þetta var lagt fyrir bæjarráð, en eina svarið þaðan var að þetta væri alveg út úr kortinu og ekkert hægt fyrir mig að gera. Þetta varum 1986 eða 1987. Daginn eftir þenn- an bæjarráðsfund sveif þáverandi bæjarritari á mig frammi á gangi, tók utan um mig og bauð mér lóðina við Pollgötuna. Þannig fékk ég hana.“ Ágreiningur við Daða út af Pollgötuhúsinu - Varð ekki einhver ágreiningur út af lóðar- réttindum þess húss? „Jú, Daði Hinriksson taldi að faðir hans ætti þar lóðarréttindi vegna Aðalstrætis 13. Þarna var búið að fylla langt fram í sjó og hann átti ekkert tilkall til þeirrar uppfyllingar. Daði var mér óskaplega erfiður og leiðinlegur í þessu máli. Ég reyndi að leiða þetta hjá mér alla tíð á meðan framkvæmdir stóðu yfir, enda var þetta í rauninni mál bæjarsjóðs en ekki mitt.“ - Þú varst í hafnarnefnd ísafjarðar... Alltaf varamaður... „Já, og þó eiginlega ekki. Ég var sat í henni í nokkur ár, en ávallt sem varamaður. Mér var aldrei treyst til að vera aðalmaður í neinni nefnd á vegum flokksins. Ég kom inn í hafnar- nefnd sem varamaður fyrir Guðmund Ingólfs- Svalamálið við Aðalstræti 20 með því erfiðara sem ég hef lent í um dagana... Ifréttablaðip |--------------- r- son þegar hann hætti að mæta. Þá voru mikið til umræðu kaup bæjarsjóðs á slippnum marg- fræga, og þá komu nú aftur fram þessi viðhorf sjálfstæðismannanna, að reyna að koma í veg fyrir að fjölskylda Marsellíusar heitins fengi nokkuð út úr lífsstarfi gamla mannsins. Og þeim tókst það nokkuð vel. Athyglisvert er það líka, að það skortir ekki í stefnuræður og kosningaloforð flokksins að byggja skuli upp og veita atvinnufyrirtækj um í bænum stuðning. Til dæmis er búið að lofa því í tuttugu ár að koma upp aðstöðu fyrir skipaviðgerðir niðri í Neðsta. En efndirnar eru aldrei neinar, þrátt fyrir brýna þörf á slíku vegna hinnar miklu bátaútgerðar hér á ísafirði." Þorsteinn og Davíð - Hvort hefur þú verið stuðningsmaður Þor- steins eða Davíðs? „Ég studdi Þorstein á sínum tíma. Aftur á móti hef ég alltaf haft það fyrir reglu að styðja þann mann sem er formaður flokksins hverju sinni.“ Klofningur í- og D-Iista - Verða ísfirskirsjálfstæðismenn grónirsára sinna og óklofnir við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar eða verður gjáin milli D- og í-lista enn til staðar? „Það er ekkert sem bendir til þess að sættir séu á næsta leiti, ef marka má nýafstaðna aðal- fundi Sjálfstæðisfélags ísafjarðar og Fulltrúar- áðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði. Auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að svo skuli vera komið fyrir sjálfstæðismönnum á {safirði, að þeir skuli vera klofnir nánast í tvær fylkingar. Mér kæmi ekki á óvart þótt fram kæmu tvö framboð ísfirskra sjálfstæðismanna við næstu kosningar. Fámenn klíka öfgamanna hefur völdin hjá D-listanum. Það er ekkert nema sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vest- fjörðum sem gæti hindrað klofning í næstu kosningum. Með því að láta sleggjudóma um einstaka menn ráða ferðinni þegar samstarfið rofnaði og koma fram við þá sjálfstæðismenn sem studdu f- listann eins og gert var, hafa D-lista- menn komið því til leiðar að það mun taka langan tíma að ná flokknum saman aftur. Með öflugum sameinuðum lista hefði þetta allt get- að farið vel, en með framkomu þeirra í félögu- num nú undanfarið, þar sem í-listamönnum er sparkað við öll tækifæri, tel ég að líða muni langur tími þar til menn ná saman á ný. Ég óska þess að þeir sem standa að í-listanum eflist og vinni enn stærri sigur næst og verði hinn raunverulegi burðarás Sjálfstæðisflokks- ins í málefnum bæjarfélagsins, ísafjarðar- kaupstað til heilla.“ Einar Oddur og Einar Kristinn - Nú má telja líklegt að Matthías dragi sig í hlé frá þingstörfum við næstu kosningar. Verð- ur Einar Kristinn þá ótvíræður leiðtogi vestfir- skra sjálfstæðismanna eða sérðu fyrir þér ein- hvern nýjan leiðtoga? „Ég held að næsti forystumaður sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum sé Einar Oddur Kris- tjánsson á Flateyri. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Einar Oddur myndi setjast í sæti Matthí- asar í næstu kosningum. Varðandi Einar Krist- in má kannski segja það, að það sem háir hon- um þrátt fyrir að hann sé bæði ungur maður og ákaflega duglegur og skeleggur, er að hann var allt of lengi varamaður, allt of lengi í biðstöðu, það tók allt of langan tíma fyrir hann að komast í valdastöðu.“ Fiskurinn er undirstaðan - Heldur þú að það verði byggð á ísafirði, á Vestfjörðum, um aldamótin? „Já, ég held það nú. Reyndar fer það alveg eftir því hvað gerist í fiskveiðimálum, ísfirð- ingar og aðrir Vestfirðingar eru algerlega háðir því að það veiðist fiskur. Ef þorskveiðar halda áfram að fara niður á við, þá eiga þessi byggð- arlög enga framtíð fyrir sér. Fiskveiðarnar eru undirstaðan." - Ertu beiskur, ertu bitur yfir því að neyðast til að fara héðan frá ísafirði? Hlakka tU að takast á við ný viðfangsefni „Nei, ég er alls ekki beiskur. Ég hlakka til að takast á við nýjan stað, nýtt umhverfi, nýja möguleika. Við erum búin að ákveða það að láta það sem liðið er liggja milli hluta. Sjálfsagt hef ég átt töluverðan þátt í því sjálfur að svona er komið, þó að sjálfsagt sé alltaf hægt að kenna öðrum um að einhverju leyti.“ Hlynur Þór Magnússon.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.