Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Síða 4

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Síða 4
VESTFIRSKA 4 Fimmtudagur 10. desember 1992 Hættir póstflritningum eftir 20 ár - spjallað við Halldór Jónsson, sjópóst á Bíldudal Halldór Jónsson, sjópóstur á Bíldudal, hefur hætt póst- flutningum um Arnarfjörð eftir 20 ára starf. Sonur hans, Jón Halldórsson rækjusjómaður, hefur tekið við af föður sínum og siglir framvegis með póst og nauðsynjavörur til bænda við Arnarfjörð og starfsmanna Mjólkárvirkjunar. Jón tók við póstflutningunum 1. nóvember. Halldór, eða Dóri á Hóli eins og hann er kallaður, er fæddur á Litlu-Eyri 13. september 1920. Rúmlega tvítugur hóf hann kúabúskap frammi á Hóli, skammt frá Bíldudalsþorpi. Það var svo árið 1974 að Dóri keypti trillu frá Súgandafirði og hóf á henni póstferðir um Amarfjörð, en áður hafði hann verið í tvö ár á minni bát sem illa dugði í póstferðimar. Famar voru tvær ferðir í viku frá Bíldudal um Arnarfjörð og vom viðkomu- staðirnir Laugaból, Os, Mjólká, Hjallkárseyri, Hrafnseyri og Auðkúla. Yfir sumartímann keyrði Dóri með póstinn á við- komustaðina. Hann tók við póstferðunum af Þórði heitnum Olafssyni, sem hafði þá starfað Texti og myndir: Róbert Schmidt um 20 ár við póstflutninga, en leiðin sem hann fór var mun styttri en sú sem farin er í dag. Tómleikatilfínning að vera hættur „Jú, ég neita því ekki að það fer um mann tómleikatilfinning að vera hættur“, segir Dóri. „Þó svo ég sé hálfpartinn feginn í aðra röndina eins og veðrið er í dag“, bætir hann við og skellihlær, því úti er vitlaust veður, ofankoma og hvassviðri. „En ég hef nú trú á því að maður eigi eftir að sakna starfsins, því tengslin við fólkið í firðinum rofna með tímanum. En ég hætti líka vegna þess að kransæðin þolir þetta ekki á veturna, svo í lagi sé. Manni líður betur með því að gera ekki neitt, en ef að bílfært væri árið um kring, þá hefði ég haldið þessu áfram, blessaður vertu.“ Dóri sjópóstur rær í land meö pósttöskuna. verið boðnir og búnir til þess að liðsinna mér.“ Hrafn BA 110 Póstleiðin sem Dóri fór er sú næstlengsta á Vestfjörðum. Sú lengsta er í ísafjarðardjúpi. Póstbáturinn hans heitir Hrafn og er nefndur eftir Hrafni Sveinbjarnarsyni sem hélt úti fyrstu ferjunni í firðinum, eins og greint er frá í Sturlungu. Hrafn BA er nú mældur 3,5 tonn eftir nýju reglunum. Hann var smíðaður 1961 í Reykjavík og er því orðinn rúmlega þrí- tugur. En hvað hyggst Dóri gera í framtíðinni, skyldi hann setjast við skriftir? „Onei, maður er nú óttalegur apaköttur þannig og ég hef lítið vit á því. En með vorinu dytta ég að bátnum, klíni á hann og svoleiðis nokkuð. Eg set hann kannski á flot næsta sumar til að komast út á fjörð í góðu veðri, og hver veit nema ég heilsi upp á fólkið í firðinum. Nú, ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fólki sem ég hef kynnst frá því ég byrjaði, og sérstaklega öllum sem hafa Dóri hugar aö jullunni sinni, en Hrafn BA110 liggur viö stjóra fyrir utan. verið á Mjólká. Þeir hafa alltaf Það kom ein og ein skvetta En er eitthvað sem stendur upp úr eftir þessi tuttugu ár í starfinu? „Onei, það held ég ekki. Það kom stundum kaldi og maður fékk eina og eina skvettu, annað var það nú ekki.“ Undirritaður þykist nú vita að Dóri hafi lent í honum kröppum í gegnum tíðina, en hann vill ekki blása upp neinar sögur og berja sér á brjóst. Hann skilur sáttur við starfs- lokin og framundan er hvíld. Hann ætlar að safna kröftum fyrir vorið, því þá ætlar hann að dytta að trillunni sinni og jafn- vel sigla um fjörðinn sér til gamans. Dóri hefur lengst af unnið einn og kann vel við það. En ný kynslóð tekur við. Halldór er orðinn 72ja ára og Jón sonur hans tekur við af föður sínum á stærri og öflugri bát, sem á eftir að rista öldur Arnarfjarðar á komandi árum. Sýslumaðurinn í Bolungarvík Lausafjáruppboð Laugardaginn 12. desember 1992 kl. 14.00 verður boðin upp við bifreiða- geymslu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, bifreiðin KU 199, Toyota Hiace, árgerð 1989. Gera má ráð fyrir að greiðsla verði áskilin við hamars- högg. 4. desember 1992. Sýslumaðurinn í Bolungarvík. Styrkur til Kvenfélagið Ósk, ísafirði, auglýsir eftir umsóknum um styrk úr æskulýðssjóði félagsins, en sjóðnum er ætlað að styrkja æskulýðsstarf á ísafirði. Um- sóknir sendist fyrir 29. desember 1992 til félagsins að Austurvegi 11, ísafirði. Kvenfélagið Ósk, ísafirði. j FRÉTTABLAPIÐ ísafjarðarkaupstaður Staða hafnarstjóra Staða hafnarstjóra við ísafjarðarhöfn er laus til umsóknar. Viðkomandi hefji störf 1. janúar 1993, eða eftir nánara samkomulagi. Æski- legt er að umsækjendur hafi skip- stjórnarréttindi, vélstjórnarréttindi eða tæknimenntun. Nánari upplýsingar veittar hjá undir- rituðum í síma 94-3722. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til undirritaðs fyrir 20. desem- ber nk. Bæjarstjórinn á ísafirði. Jólaljós á Austurvelli Laugardaginn 12. desember nk. kl. 14.00 verða tendruð ljós á jólatrénu á Austurvelli. Dagskrá: Sunnukórinn syngur. Ávarp bæjarstjóra, Smára Haraldssonar. Ávarp danska konsúlsins, Fylkis Ágústssonar. Ljósin tendruð. Sunnukórinn leiðir almennan söng. Bæjarstjórinn á ísafirði. Dufl á reki Varðskipið Ægir kom inn til ísafjarðar eftir hádegi sl. föstu- dag með stórt legufæradufl sem eitt skipa Eimskipa hf. hafði tilkynnt um á reki út af Kögri. Að sögn skipverja á Ægi hirtu þeir eins dufl upp í fyrra út af Austtjörðum og fluttu til Seyð- isfjarðar. Enn eitt duflið af þessari gerð hefur legið uppi í Kjaransvíkurá á Homströndum í a.m.k. tvo áratugi. Dufl þessi eru tunnulaga, um þrír metrar á hæð og þrír metrar í þvermál. Reköld af þessu tagi geta verið afar hættuleg skip- um ef þau lenda á þeim. Sér- staklega er hætta á að slíkt gerist í vondum veðrum þegar ratsjá sýnir ekki hluti af þessari stærð. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.