Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 2

Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Myndarlegur hópur hesta og knapa vakti athygli ljósmyndara Morgunblaðsins sem var á ferð um Norðurárdalinn í gær. Í hópnum voru um 100 hestar og 20 knapar og lá leið þeirra í Hrúta- fjörð. Yfir fjölfarinn þjóðveg var að fara skammt frá Grábrók og var brugðið á það ráð að fara um göng sem liggja undir veginum. Sumum hest- unum leist ekki á blikuna og þurfti að beita tölu- verðri lagni til að koma þeim gegnum göngin. Hundrað hesta hópur hélt í Hrútafjörðinn Morgunblaðið/Golli Að mörgu er að hyggja í umferðinni á þjóðvegum landsins Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nú stunda 618 smábátar strandveið- ar hringinn í kringum landið, það er um 30 bátum færra en í fyrra. Heild- araflinn er kominn í 6.140 tonn en veiða má 8.600 tonn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði að mestur afli á bát í róðri að meðaltali sé 614 kg á svæði A (Eyja- og Miklaholtshreppur til Súðavíkur- hreppur). Þar er líka mestur heild- arafli á dag eða að meðaltali 81,7 tonn á þeim 29 dögum sem búið er að stunda strandveiðar í sumar á svæðinu. Þeir fengu níu daga í maí, 11 daga í júní og níu daga í júlí. Síð- asti veiðidagur var 15. júlí. Örn kvaðst vera bjartsýnn á að aflaheim- ildir á öðrum veiði- svæðum dugi þá átta veiðidaga sem eftir eru í júlí. Eitt- hvað gæti þó hakast aftan af B-svæðinu (Strandabyggð til Grýtubakkahrepp- ur). Strandveiðibátar eru flestir á svæði A en þar eru 226 bátar. Á svæðum B og C (Þingeyjarsveit til Djúpavogs- hreppur) eru 140 bátar á hvoru svæði og 112 bátar á D-svæði (Hornafjörður til Borgarbyggð). Strandveiðibátarnir eru búnir að fara í alls 10.808 sjóferðir í sumar. Afli á hvern bát er orðinn að með- altali 9,9 tonn. „Það eru okkur mikil vonbrigði að ekki var bætt við aflaheimildir strandveiðibáta strax á þessu tíma- bili,“ sagði Örn. Hann benti á 10% aukningu þorskkvótans á næsta fiskveiðiári en sumarið 2016 bætast 400 tonn við það sem strandveiði- bátar fá að veiða. „Við erum bjartsýnir á að þetta verði leiðrétt þegar Alþingi kemur saman í haust og þessi mál skoðuð. Mörg sveitarfélög og stór byggðar- lög hafa ályktað með okkur. Þetta er mikilvægt upp á mannlífið og ferðaþjónustuna að sýna að það sé mikið líf í kringum hafnirnar.“ Markaðsmálin áhyggjuefni Í fyrra veiddu smábátarnir 7.460 tonn af makríl. Nýlega fengu þeir 2.000 tonna viðbótaraflaheimildir á makríl í sumar. Örn sagði að það sé vissulega til bóta, en breytt veiði- kerfi makrílveiða með kvóta á hvern bát þýði að ekki sitji allir við sama borð. Bátarnir hafi mismiklar veiði- heimildir. Með viðbótarheimildun- um sé komið til móts við þá sem hafa minnstan kvóta. „Stærsta áhyggjuefnið er mark- aðsmálin. Það verð sem maður hefur heyrt fleygt eru ekki þannig að útlit sé fyrir góða afkomu af veiðunum. Menn eru mjög tregir til að hefja veiðar og fáir sem eru byrjaðir. Menn bíða átekta. Maður hefur heyrt af mönnum sem eru að græja sig til veiða. Það verður hægt að veiða makrílinn þegar hann er orð- inn það verðmætur að hægt sé að losna við hann á aðra markaði en þessa hefðbundnu,“ sagði Örn. Fáir smábátar eru á makríl  Strandveiðar hafa gengið vel í sumar  Mestur afli og flestir bátar á A-svæði  Hefðu viljað fá meiri aflaheimildir í sumar  Bíða átekta með makrílveiðarnar Örn Pálsson Dómur var kveðinn upp í gær í Hér- aðsdómi Reykjaness í máli fimm- menninga sem sakfelldir voru fyrir hlut sinn, mismikinn, í misþyrmingu á ungum manni 6. ágúst sl. Þeim er gefið að sök, í heild eða að hluta, að hafa haldið manninum nauðugum, sparkað í höfuð hans, gefið honum rafstuð m.a. í kynfæri, neytt hann til neyslu á smjörsýru og stungið hann í lærið með óhreinni sprautunál. Kristján Markús Sívarson var tal- inn höfuðpaurinn í málinu og dæmd- ur í fjögurra ára og níu mánaða fang- elsi, óskilorðsbundið. Kristján var að auki sviptur öku- réttindum í tvö ár og ýmsar eignir hans gerðar upptækar, s.s. eiturlyf, landi, sterar og vopn sem lögregla lagði hald á; haglabyssa, rafstuðs- tæki, loftskammbyssa og hnúajárn. Þá voru gerð upptæk bruggtæki sem hann hafði notað til þess að framleiða gambra í nokkru magni. Misþungir dómar Fjórir aðrir voru dæmdir fyrir að- ild að málinu. Ríkharður Júlíus Rík- harðsson hlaut þyngstan dóm þeirra, þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundin. Sigurður Brynjar Jensson hlaut 14 mánaða fangelsisdóm, en refsingu hans var frestað í 12 mánuði. Birgir Haukur Halldórsson hlaut 9 mánaða dóm, skilorðsbundinn, og Marteinn Jóhannsson var dæmdur í 8 mánaða fangelsi, frestað í 6 mánuði haldi hann skilorð. Fékk tæplega fimm ára dóm fyrir líkamsárás Morgunblaðið/Ómar Dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjaness í gær.  Fimm mönnum var gerð refsing Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að það verði áhugavert að sjá hvernig verðbólga mælist í næstu mælingu, 26. júlí nk. Enn sem komið er hafi þær hækkanir sem orðið hafa og boðaðar hafa ver- ið, m.a. á mjólk- urvörum, ekki haft teljandi áhrif á stöðugleikann. „Besta leiðin til að halda aftur af verðbólgu er að gera skynsamlega kjarasamninga. Kjarasamningarnir sem gerðir voru í vor eru ákveðin ógn við stöðugleik- ann, vegna þess að það var farið tals- vert út fyrir rammann, sérstaklega á fyrstu tveimur árum samninganna. Þar af leiðandi fylgir þeim ákveðin hætta á verðbólgu,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Leiti annarra leiða Þorsteinn segir að SA hafi hvatt fyrirtæki til að leita annarra leiða til að mæta launahækkunum en að hækka verð á vöru og þjónustu. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá nokkrar verðhækkanir í kjölfar samninganna, en á heildina litið hef- ur verið mjög lítil verðbólga, enn sem komið er, því í fyrstu mælingu eftir samninga var óbreytt verð- bólga frá mælingunni þar á undan,“ sagði Þorsteinn. Áhrifin ekki telj- andi enn Þorsteinn Víglundsson  Vill skynsamlega kjarasamninga Samningar náðust í gær í kjaradeilu hafnsögumanna og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Fyrirhuguðu verkfalli hafnsögumanna 25. júlí hef- ur því verið frestað á meðan at- kvæðagreiðsla stendur yfir. Guðjón Ármann Einarsson, for- maður Félags skipstjórnarmanna, segir að vinna hefjist strax við at- kvæðagreiðslu og hún standi líklega til 29. júlí. Helsta deilumálið hefur verið ólík kjör hafnsögumanna hjá Faxaflóahöfnum og öðrum höfnum. Hafnsögu- menn sömdu Landhelgisgæslunni barst í gær neyðarkall kl. 13.17 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Auðunn Kristinsson, verkefna- stjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæsl- unnar, sagði skýrt neyðarkall hafa heyrst „Það kom tvisvar fram „Mayday, mayday“ hátt og snjallt. Engin staðsetning fylgdi skilaboð- unum eða upplýsingar um hver væri í neyð. Hugsanlega er þetta einhver að hrekkja okkur, en við vitum það ekki,“ sagði Auðunn. Mikill viðbúnaður var hjá Land- helgisgæslunni í kjölfar kallsins en ekkert fannst sem gæti skýrt neyð- arkallið. Þyrla gæslunnar leitaði á sjó, og lögregla og björgunarsveitir athuguðu neyðarskýli í 30 til 40 mílna radíus frá Hornafirði, en talið var að merkið gæti hafa komið ein- hvers staðar frá á því svæði. Engra var saknað á svæðinu og var leit hætt snemma í gærkvöldi. Uppruni neyðarkalls í gær ókunnur  Gæslan leitaði af sér allan grun Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Gæslunnar leitaði á sjó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.