Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Hestöfl Margir tengja Þykkvabæinn einna helst við kartöflurækt en í þessari blómlegu sveit er mikill kraftur þar sem vindmyllur og hestar leggja sitt af mörkum í uppbyggingunni. RAX Auglýst hefur verið eftir um- sóknum um stöðu hæstasrétt- ardómara. Í tilefni af því hefur formaður allsherjarnefndar Al- þingis látið uppi þá skoðun að nú sé tímabært að sjá fleiri konur í Hæstarétti. Kannski er formað- urinn með þessum ummælum að gera því skóna að taka eigi tillit til kynferðis umsækjenda þegar tekin verður ákvörðun um skipun í embættið. Mér er þó nær að halda að for- maðurinn meini ekkert slíkt. Það er vegna þess að við höfum sett í stjórnarskrána ákvæði um jafnrétti kynjanna. Þar segir meðal annars í 2. mgr. 65. gr.: „Karlar og konur skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Í þessu felst meðal annars að óheimilt er að taka einn umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara fram yfir annan á grundvelli kynferðis þeirra. Og ekki trúi ég að formaður allsherjarnefndar Alþingis vilji hvetja til þess að reglur stjórnarskrár séu brotnar. Það skiptir miklu máli að við skipun í stöðu dómara við Hæstarétt sé leitast við að velja þann umsækjanda sem hæfastan má telja til að annast dómstörf við réttinn. Fyrir nokkrum árum var þeirri slæmu skipan komið á að sitj- andi dómarar við Hæstarétt skyldu með tilstyrk nokkurra vina úr hópi lögfræðinga, fá svo gott sem alræðisvald við val á nýj- um dómurum úr hópi umsækj- enda. Þetta fyrirkomulag verður að leggja af. Niðurstöður dómsmála eiga að ráðast af beitingu réttarheimilda og ekki öðru. Þegar við höfum ákveðið að Hæstiréttur skuli vera skipaður mörgum dómurum er ástæðan sú að með þeim hætti teljum við okkur tryggja best að „réttar“ niðurstöður fáist í þeim ágreiningsmálum sem rata til réttarins. Við viljum að hinir hæfustu lögfræð- ingar sitji í réttinum, enda skipta dómar hans einatt afar miklu máli, bæði fyrir málsaðila og raunar einnig fyrir þjóðina sem kemur til með að lifa við það réttarástand sem í dómunum felst. Dómararnir eiga ekki að semja sín á milli um niðurstöðurnar. Hver og einn þeirra á að taka afstöðu í samræmi við bestu vitund við beitingu réttarheimilda. Þeir eiga auðvitað að ræða sín í milli um viðfangsefnin og skilja í hverju mismunandi afstaða liggur ef sú er raunin. Stundum getur þetta leitt til þess að menn skipti um skoðun. Óhjákvæmilegt er samt að dómarar verði einatt ósammála vegna þess að meðferð réttarheimilda er oft snúin og menn hafa misjafnar skoðanir á aðferðunum sem beita beri. Raunar felst tilefni mjög margra dómsmála í slíkum ágreiningi. Dómara ber skylda til að fylgja sannfæringu sinni um hina lögfræðilegu úrlausn, en ekki víkja frá henni í þágu samstöðunnar við hina. Það er ekki til neins að hafa dóminn fjölskipaðan ef einstakir dómarar hætta að standa með sjálf- um sér í lögskýringum sínum. Undanfarin ár hefur málaálagið í Hæstarétti orðið til þess að þar hefur myndast það sem dómararnir sjálfir hafa kallað „fjölskyldu- stemningu“. Í henni felst að þeir skipta með sér verkum þannig að einn tekur meiri ábyrgð en hinir á samningu forsendna dóms. Hinir eru svo í ökumannssæti í öðrum málum. Þessu hef ég lýst ítarlega í ritgerð minni „Veikburða Hæstiréttur“ sem út kom á árinu 2013 og bók minni „Í krafti sannfæringar“ 2014. Raunar felst í þessu vinnulagi að sumir dómarar hafa meiri áhrif en aðrir í hópnum af þeirri ástæðu að þeir eru afkastameiri og flinkari tæknilega. Þeir dómarar sem nú sitja í Hæstarétti vilja sjálfir fá að velja inn í hópinn nýja dómara. Þá velja þeir umsækjendur sem þeir telja líklega til að sverja sig inn í þessi vinnubrögð. Þeir sem rétturinn hefur valið síðustu árin og komið hafa inn sem nýir dómarar hafa sýnt sig í að lúta þessu vinnulagi. Allir sæmilega þenkjandi menn, sem hafa fylgst með þessu, hafa séð ár- angurinn. Hann hefur stundum verið slæmur, afar slæmur. Í frumvarpi nefndar sem lagði til breytingar á dómstólaskipan og fleiru voru gerðar tillögur sem miðuðu að því að leggja niður sjálfdæmi sitjandi valdahóps í Hæstarétti um hverjir skuli koma nýir inn í hópinn. Þýðingarmikið er að breytingar í þessa átt nái fram að ganga sem fyrst. Þangað til er innanríkisráðherra hvattur til að velja þann úr hópi umsækjenda sem ráðherrann telur hafa yfir mestum kost- um að búa sem lögfræðingur og hafa andlegt bolmagn til að fylgja eigin lögfræðilegri sann- færingu sinni við dómstörfin, fremur en að lúta vilja hinna í því skyni að falla betur í hópinn. Engu máli skiptir við þá ákvörðun hvort í hlut á karl eða kona. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þeir sem rétturinn hefur valið síðustu árin og komið hafa inn sem nýir dómarar hafa sýnt sig í að lúta þessu vinnu- lagi. Allir sæmilega þenkjandi menn, sem hafa fylgst með þessu, hafa séð árangurinn. Hann hefur stundum verið slæmur, afar slæmur. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Dómari óskast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.