Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Til þess að sanna ágæti hugmynda þinna er þér nauðugur einn kostur að fram- kvæma þær. Mundu bara að hóf er best á hverjum hlut. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki amalegt lífið þessa dagana svo þú skalt njóta þess til hins ýtrasta. Já, það er skrítið að vera fullorðinn og vera enn að pæla í hvað maður vill verða þegar maður verður stór. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gefðu þér tíma til að endurskoða störf þín og kanna hvar hefur tekist vel og hvað má betur fara. Ekki taka bara eftir hæfi- leikum og kostum annarra, taktu líka eftir þínum eigin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt fólk hafi það á orði hversu fjöl- hæf/ur þú sért, skaltu varast að láta þau um- mæli hafa of mikil áhrif á þig. Það er ekki hundrað í hættunni þótt hlutirnir fari ekki ná- kvæmlega eins og þú ætlaðir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að dusta rykið af gömlum fjár- öflunarhugmyndum. Taktu þátt í umræðun- um ef þú telur að framlag þitt skipti einhverju máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að hafa ekki allt of miklar áhyggjur af öllu, þetta fer bara eins og þetta fer. Njóttu þess bara því allt sem þú hefur gert hingað til er til fyrirmyndar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir farið að vinna með trúarlegum eða andlegum samtökum til aðstoðar þeim sem eru fátækir eða minnimáttar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú kemst ekkert áfram á frekj- unni heldur spillir hún bara fyrir þér. Hugsaðu þig því vel um áður en þú framkvæmir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Ef allir leggja sitt af mörkum mun þetta ganga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt eiga samræður við ein- hvern sem varpa mun ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert staddur/stödd mitt í ein- hverri heljarinnar ringulreið og það er engu líkara en að það sé enga leið að finna út úr ógöngunum. Leggðu allt kapp á að finna far- sæla lausn svo þú getir sofið róleg/ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt margir eigi sér sama takmark þá geta leiðirnar að því verið margvíslegar. Mundu að einn góðan veðurdag kannt þú að vera í hans sporum. Þorgeir Sveinbjarnarson orti„Fögur er Hlíðin“: Fögur er Hlíðin með hlæjandi akra og tún. Hlíðin með slegið hárið, sólgult hárið, sem flæðir þar fram um brún. Fögur er Hlíðin og væn, en það var ekki hún sem kallaði og kvaddi mig aftur til sín. Það var Hallgerður mín. Þetta ljóð rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá orðaskipti á Boðn- armiði sem byrjuðu með þessum limrum Gylfa Þorkelssonar: Efalaust oft hafið keyrt áleiðis framhjá og heyrt þessar hlálegu sögur um að Hlíðin sé fögur. Já, sölumenn engu fá eirt. Um Gunnar er togað og teygt, t.d. heyrist því fleygt að tauma- í -skaki hann skylli af baki – og aumingja bóndinn sá bleikt! Þetta kveikti í Benedikt Jóhanns- syni: Hógvær ég vil ei á Hlíðina halla en hástemmdar lýsingar ber hún samt varla. Það er fegurst í Flóa með fífur og móa og fjallahringinn sem hrífur menn alla. Magnús Halldórsson bætti við: Ýmsar perlur upp ég tel, af þeim hafði kynni. Tel þó bæði móa og mel, malla í hausnum inni. Líkaði mér þó lengi vel, landið allt í heildinni. Og Benedikt Jóhannsson aftur: Í Flóanum eru’ ei fjöllin há á þúfum menn þar þurfa’ að stikla. Þar fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Sagt er frá því, að Þorvaldur á Sauðanesi í Vöðlusýslu hafi kveðið rímur af Gunnari á Hlíðarenda – „honum þótti sagan eigi vel útskýra hans skapnað og yfirlitu, vitraðist Gunnar honum milli svefns og vöku.“ Þá kvað Þorvaldur þessa vísu: Andlitsfagur, augnablár, ásján fegurðin vafði réttnefjaður, með rauðgult hár, rósir í kinnum hafði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fögur er Hlíðin og væn Í klípu „RÓM VAR FRÁBÆR - FYRIR UTAN ALLA RÓMANTÍKINA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ VERÐUR AÐ BYRJA EINHVERNTÍMANN. VILTU EKKI BARA BYRJA Á AÐ SKERA UPP ÞENNAN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í hjarta þér á hverjum degi. HELMINGURINN AF DEGINUM ER BÚINN! OG SÖMU- LEIÐIS LÚR- INN MINN! VINUR MINN HÉRNA VILL LEGGJA FRAM KVÖRTUN Í SAMBANDI VIÐ BRYNJUNA SEM ÞÚ SELDIR HONUM. GISKAÐU. NÚ, HVERT ER VANDAMÁLIÐ? Víkverji brá sér úr bænum umhelgina upp í Borgarfjörð. Lang- ar bílalestir liðuðust þangað á föstu- deginum en ökumenn voru tiltölulega slakir og kitluðu pinnann ekki svo fast, enda raðirnar það langar að framúrakstur hefði verið mikil glæfraför. Allt gekk þetta vel þar til Víkverji ætlaði að renna framhjá gjaldskýlinu við norðurenda Hvalfjarðarganga, þeim megin sem lykilhafar aka, þ.e. á hægri akrein. Víkverja hefur af skepnuskap sínum stundum langað til að hægja verulega á, á leið sinni í gegn, og vinka þeim ökumönnum sem bíða gjarnan í röðum eftir að greiða veggjaldið eða skila inn greiðslumiða. Mikið hagræði hefur verið af því að kaupa 100 ferða lykil. Bæði hefur það sparað pening og tíma, því mun fljótar hefur verið að aka í gegn. x x x En að þessu sinni gekk það ekki svogreitt. Litlu munaði að Víkverji æki aftan á flutningabíl sem snar- hemlaði fyrir framan á þessari hægri akrein. Í ljós kom að slá var kominn niður, sem fór ekki upp fyrr en kviknað hafði á græna ljósinu í hlið- inu, sem gefur merki um að veglykill- inn er í lagi. Víkverji hefur aldrei séð þessa slá fara niður áður og hefur getað ekið þarna greiðlega í gegn. Að þessu sinni skapaðist stórhætta og Víkverja rámar ekki í að Spölur hafi tilkynnt vegfarendum sérstaklega um þessa breytingu á verklagi við gjaldskýlið. x x x Einhvern tímann lenti Víkverji í þvíað veglykillinn hafði ekki verið endurnýjaður og þá kom gult ljós þegar ekið var í gegn. Víkverji hafði þá samband við Spöl og fékk þau svör að hafa engar áhyggjur, „gula“ ferðin yrði bókfærð af lyklinum þegar búið væri að endurnýja hann. Hver bíll væri að auki myndaður og auðvelt væri að finna út úr því hvenær við- komandi bíll hefði verið á ferð. Af þessum sökum skilur Víkverji ekkert í því af hverju sláin er sett nið- ur, og vonar að það sé ekki vegna þess að nokkrir svartir sauðir, sem ekki hafa keypt veglykil, séu að svindla sér þarna í gegn. víkverji@mbl.is Víkverji Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. Fyrra Pétursbréf 5:7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.