Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 17

Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Breskur grínisti stal senunni þegar Sepp Blatter tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann hygð- ist ekki bjóða sig fram aftur til að leiða Alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA. Blatter var að hefja mál sitt þegar Simon Brodkin, sem notar sviðsnafnið Lee Nelson, stóð upp, greip fram í fyrir honum og lét fölsuðum peningaseðlum rigna yfir hann. Brodkin var leiddur brott. Eftir uppákomuna tísti Brodkin mynd af sér með orðunum: „Í skýj- unum að vera á FIFA-fundi með Sepp Blatter til að tryggja [HM í Norður-Kóreu 2026].“ AFP Fölsuðum seðlum rigndi yfir forseta FIFA Sepp Blatter tilkynnir að hann ætli ekki fram á ný Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn staðfesti í gær að Grikkir hefðu borgað tvo milljarða evra til sjóðsins og þar með bætt fyrir greiðslu- fall fyrr í mán- uðinum. Talsmaður sjóðsins staðfesti jafnframt að AGS væri nú tilbúið til þess að koma að frekari aðstoð til Grikklands við að koma fjár- hag ríkisins í lag. Grískir bankar voru opnaðir í gær í fyrsta sinn í þrjár vikur. Múgur og margmenni sóttust eft- ir bankaþjónustu, en talið er að lokunin hafi kostað gríska þjóð- arbúið um þrjá milljarða evra. Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum borgað Biðröð í banka. GRIKKLAND Leikarinn og Óskarsverð- launahafinn George Clooney hóf í gær nýtt átak sem miðar að því að binda enda á stríðs- rekstur í Afríku með því að rann- saka hvaðan fjár- magnið í þau kemur. Átakið sem ber heitið „Varðlið- inn“ mun skoða átök í Suður- Súdan, Súdan, Mið-Afríkulýðveld- inu og Alþýðulýðveldinu Kongó. Clooney sagði að átakið gæti skapað nýjan grundvöll fyrir friði með því að draga til ábyrgðar þá sem hagnist á ófriði. Clooney vill rann- saka Afríkustríð George Clooney BANDARÍKIN Breski vís- indamaðurinn Stephen Hawk- ing tilkynnti í gær að ráðist yrði í víðtæka leit að lífi í geimnum. Verja á 13,6 milljörðum króna í leitina á tíu árum. „Í óendanlegum heimi hlýtur ein- hvers staðar að vera líf að finna,“ sagði Hawking þegar verkefnið var kynnt, sem er í samstarfi við rúss- neska frumkvöðulinn Yuri Milner, í konunglegu vísindaakademíunni í London. „Einhvers staðar í heim- inum fylgist ef til vill viti borin líf- vera með okkur. Hvað sem því líður er engin spurning veigameiri.“ Hawking boðar leit að lífi í geimnum Stephen Hawking BRETLAND Ankara, AFP | Þrjátíu létu lífið þegar maður gerði sjálfsmorðsárás á menningarmiðstöð í bænum Suruc í Tyrklandi og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Í miðstöðinni störfuðu andstæð- ingar samtakanna Ríki íslams. Sagði forsætis- ráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, í gær að fyrstu vísbendingar bentu til að Ríki íslams hefði staðið á bak við tilræðið. Ef rétt er þá er þetta fyrsta árás Ríkis íslams í Tyrklandi. Suruc er við landamæri Sýrlands, skammt frá sýrlenska bænum Kobane, sem sveitir Kúrda náðu úr höndum Ríkis íslams í janúar. Bílsprengja var sprengd við varðstöð í Kobane í gær og létu tveir menn úr öryggissveitum Kúrda lífið. Hinir látnu í Suruc voru flestir háskólanem- ar, sem undirbjuggu aðstoð við íbúa Kobane, að því er haft var eftir talsmanni stjórnmála- flokks Kúrda, HDP. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmdi verknaðinn. Þegar átökin um Kobane stóðu sem hæst gagnrýndu Kúrdar tyrknesk stjórnvöld fyrir að neita að skerast í leikinn til að kveða niður uppreisnarmenn Ríkis íslams, sem hafa lagt undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks á und- anförnu ári. Hefur Tyrkjum jafnvel verið legið á hálsi að hafa stutt Ríki íslams í upphafi vegna þess að samtökin væru gagnlegur bandamaður gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem Erdogan vill koma frá völdum. Á undanförnum vikum hafa tyrkneskar ör- yggissveitir hins vegar handtekið tugi her- skárra félaga í Ríki íslams og stuðningsmenn samtakanna í umfangsmestu aðgerðum stjórn- valda í Ankara gegn þeim til þessa. Tyrkir hafa einnig eflt varnir á landamærum sínum og komið þar fyrir skriðdrekum og loft- varnarbúnaði auk þess sem fleiri hermenn hafa verið sendir á vettvang. Þessar aðgerðir hafa vakið getgátur um að tyrknesk stjórnvöld hyggist grípa í taumana í Sýrlandi til að hrekja vígamenn Ríkis íslams frá landamærunum og um leið stöðva sókn Kúrda, sem hafa sótt í sig veðrið. Tyrkir segja að ekki standi til að beita hernum í Sýrlandi. Tilræði rakið til Ríkis íslams  30 ungmenni létu lífið í sjálfsmorðsárás í Tyrklandi  Tyrkir herða aðgerðir gegn liðsmönnum Ríkis íslams  Segja aukinn viðbúnað á landamærum ekki til marks um að fara eigi inn í Sýrland AFP Hryðjuverk Glundroði ríkti eftir spreng- inguna í Suruc í Tyrklandi í gær. 30 létust. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kúbanski fáninn var dreginn að húni við utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna í gær til þess að marka það að ríkin tvö tóku í fyrrinótt upp formleg samskipti að nýju eftir 54 ára hlé, á miðnætti að staðartíma. Fréttirnar þykja mikill sigur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta, en nágrannaríkin tvö hafa átt í stormasömum samskiptum síðan á tímum kalda stríðsins, en þau slitu stjórnmálasambandi árið 1961 þegar ljóst varð að Fídel Kastró, leiðtogi kúbönsku byltingarinnar, væri hall- ur undir kommúnisma. Stefna Bandaríkjanna síðan þá hefur verið sú að reyna að einangra Kúbu frá umheiminum. Viðræður á milli ríkjanna hafa staðið yfir frá því í desember, og þykja umskiptin á milli þessara fornu fjenda hafa verið hröð. Engu að síður lögðu báðar þjóðir áherslu á það að þetta væri eingöngu upphafið, og að mun lengri tíma myndi taka til þess að sigrast á ára- tugalöngu vantrausti sem skapast hefði á milli ríkjanna tveggja. Einn helsti ásteytingarsteinninn þar gæti verið staða mannréttinda- mála, en Bandaríkin hafa löngum gagnrýnt skort á mál-, trú- og prent- frelsi í Kúbu. Þá þarf einnig að greiða úr kröfum bandarískra fyrirtækja á hendur Kúbustjórn, sem misstu eigur sínar í landinu þegar þær voru þjóðnýttar í kjölfar byltingarinnar. Um það bil 5.900 lögsóknir tengdar þessu hafa verið lagðar fram í Bandaríkjunum og hljóða samanlagðar kröfur upp á bætur fyrir um það bil 7 til 8 millj- arða Bandaríkjadala, eða sem nemur um tæpri billjón íslenskra króna. „Viðurkenning á harðstjórn“ Ekki voru allir Bandaríkjamenn sáttir við breytinguna. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður og einn af þeim sem hefur gefið kost á sér í for- setavali Repúblíkanaflokksins, gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega. Rubio, sem er sjálfur son- ur kúbanskra innflytjenda sem flúðu harðstjórn Kastrós, sagði að skila- boð Bandaríkjastjórnar væru þau að þau litu á núverandi stjórnarfar á Kúbu sem „lögmætt stjórnarform“. Lofaði Rubio því að hann myndi slíta stjórnmálasambandinu við Kúbu, kæmist hann í Hvíta húsið. Kúbanski fáninn dreginn að húni í Washington  Bandaríkin og Kúba taka upp stjórnmálasamband í fyrsta sinn í 54 ár AFP Sendiráðið Kúbu Hið nýopnaða sendiráð Kúbu í Washington dró fána sinn að húni í fyrsta sinn í 54 ár, er ríkin tóku upp stjórnmálasamband að nýju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.