Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
Útsala
30-70%
afsláttu
r af
útsöluv
örum
Útsöluverð
18.896
verð áður 26.995
Útsöluverð
10.496
verð áður 14.995
Útsöluverð
18.896
verð áður 26.995
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Fyrir þremur árum byggðum við
glæsilegan veitingasal, en það hús
sem við höfum nú tekið í notkun er
með 22 herbergjum,“ segir Gunnar
Andrés Jóhannsson, formaður veiði-
félags Ytri-Rangár, og vísar í máli
sínu til Flúðasels, hótels í eigu veiði-
félagsins, en það var tekið í notkun
hinn 26. júní síðastliðinn.
Að sögn hans geta veiðimenn nýtt
húsnæðið á sumrin og almennir
ferðalangar á veturna, en húsið seg-
ir hann allt hið glæsilegasta.
„Þetta er byggt í yfirstærð því
vanalega eru 16 stangir í ánni og
menn hafa yfirleitt verið með eitt
herbergi á stöng. Nú bjóðum við
hins vegar upp á 22 herbergi því
það eru alltaf einhverjir sem vilja
sofa einir í herbergi,“ segir Gunnar
Andrés.
Að sögn hans stendur húsið á
mjög glæsilegum stað með stór-
brotið útsýni yfir laxveiðiána. Má á
hótelinu meðal annars finna, auk
gistirýma og veitingaaðstöðu, heitan
pott á verönd hússins og geta því
veiðimenn og aðrir hótelgestir notið
umhverfisins þar. Að auki segir
Gunnar Andrés áformað að setja
upp gufubað á næstunni og verður
það staðsett við hliðina á pottinum.
Ytri-Rangá komin á fulla ferð
Aðspurður segir hann þá aðstöðu
sem fyrir var á svæðinu ekki henta
lengur. „Fyrri leigutaki byggði á
sínum tíma þrjá skála með 18 her-
bergjum. En að okkar mati var sú
aðstaða ekki boðleg lengur,“ segir
hann, en með nýju húsnæði eykst
þjónusta við veiðimenn til muna þar
sem öll aðstaða er nú á sama stað í
stað þess að vera dreift á milli
þriggja skála líkt og áður var.
Spurður út í veiðina segir Gunnar
Andrés ána vera komna á fullt og
veiðast nú yfir 80 laxar á dag.
„Sem stendur erum við í fimmta
sæti, en förum fljótlega á toppinn
því áin er hreinlega pökkuð af
fiski,“ segir hann og bætir við að
mikið sé um stórlax þetta árið. „Það
er nú sennilega skýringin á því
hversu mikið hefur veiðst að und-
anförnu því stórlaxinn kemur yf-
irleitt fyrr,“ en er þar átt við fisk
sem er tveggja til þriggja ára gam-
all og vega þeir gjarnan um 12 til 16
pund. „Af þeim 700 sem komnir eru
á land [miðað við stöðuna í gær] eru
yfir 500 stórlaxar,“ segir Gunnar
Andrés.
Aðbúnaður Þeir sem sækja Ytri-Rangá heim geta keypt sér gistingu í hótelinu og meðal annars slakað á í setustofu hótelsins eða hvílt lúin bein í heitum potti með útsýni yfir ánna eftir langan dag.
Laxar og glæsileiki við Ytri-Rangá
Ljósmynd/Veiðifélag Ytri-Rangár
Flúðasel Veiðifélag Ytri-Rangár hefur tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði með 22 herbergjum, sem stendur veiðimönnum og ferðalöngum til boða.
Yfir 80 laxar
veiðast nú dag
hvern í ánni
Veiðimaðurinn Sigurjón Svavars-
son var einn þeirra sem renndi
fyrir lax í Ytri-Rangá í gær og fékk
fyrir vikið glæsilegan og vænan
maríulax. Eins og hefðin krefst
beit Sigurjón veiðiuggann af sín-
um fyrsta laxi og virðist það hafa
skilað sér, því á einni klukkustund
veiddi hann, ásamt félaga sínum,
alls fjóra laxa og eru þeir allir
sagðir vel vænir. Yfir 80 laxar veið-
ast nú í ánni á degi hverjum.
Landaði glæsilegum maríulaxi
VEIÐIUGGINN BITINN AF VIÐ YTRI-RANGÁ