Morgunblaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
✝ Tryggvi Gunn-arsson fæddist
24. júlí 1927 á Brett-
ingsstöðum á Flat-
eyjardal. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sundabúð á Vopna-
firði 14. júlí 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Emilía
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 1893, d.
1960, og Gunnar
Tryggvason bóndi, f. 1885, d.
1973, sem bæði voru af Brettings-
staðaætt. Systkini Tryggva eru
Sigurður Þórður vélstjóri, f. 1925,
d. 1990, Óli Brettingur sjómaður,
f. 1929, Ingveldur ljósmóðir, f.
1931, og Adda Kristrún, fyrrv.
starfsstúlka á FSA, f. 1933.
Tryggvi kvæntist 15. febrúar
1953 Heiðbjörtu Björnsdóttur, f.
16. september 1930, frá Syðra-
Laugalandi í Eyjafirði. Foreldrar
hennar voru hjónin Emma Elías-
dóttir húsmóðir og Björn Jó-
hannsson bóndi.
Heiðbjört átti fyrir dótturina
Þorgerði sem Tryggvi gekk í föð-
urstað og ættleiddi. Afkomendur
Tryggva og Heiðbjartar eru 29
talsins. Börn þeirra eru: 1. Þor-
gerður hárgreiðslumeistari, f. 12.
september 1949, búsett í Kópa-
vogi, maki Gylfi Ingimundarson,
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1950. Sjómannsferillinn hófst upp
úr fermingu, fyrst á bátum í Flat-
ey. Hann var skipstjóri frá 1951 á
Smára ÞH, Stjörnunni RE, Akra-
borginni EA og Sigurði Bjarna-
syni EA. Hann stofnaði 1966 út-
gerðina Tanga til helminga með
Vopnfirðingum og varð skipstjóri
á Brettingi NS 50, nýsmíðuðu síld-
arskipi sem var síðar breytt í tog-
veiðiskip. Árið 1973 var skuttog-
arinn Brettingur NS 50 keyptur
nýsmíðaður og var Tryggvi skip-
stjóri á honum til 1991, síðustu ár-
in með Gunnari syni sínum.
Tryggvi sat í stjórn Tanga í 23 ár.
Hann tók átta sinnum sæti á Al-
þingi 1980-1987 sem varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum,
m.a. formennsku í sóknarnefnd
Vopnafjarðarkirkju í áratug.
Heiðbjörtu konu sinni kynntist
Tryggvi á Akureyri þar sem þau
stofnuðu heimili. Þau fluttust til
Hafnarfjarðar 1964 og til Vopna-
fjarðar 1969. Hin síðari ár voru
þau hjónin langdvölum á Flateyj-
ardal á sumrin. Tryggvi skrifaði
greinar í blöð, m.a. um sjáv-
arútvegsmál. Hann var hag-
mæltur og eftir hann liggja marg-
ar lausavísur.
Tryggvi var jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju 21. júlí 2015.
dætur þeirra eru
Heiðbjört, sem á tvo
syni, og Margrét El-
ísa, sem á þrjú börn
og tvær stjúpdætur.
2. Hulda, hjúkr-
unarfr. og ljósmóðir,
f. 17. apríl 1953, bú-
sett í Reykjavík,
maki Jóhann Einar
Jakobsson, börn
þeirra eru Örvar,
Matthildur, sem á
þrjú börn, og Adda Rún. 3. Gunn-
ar Björn skipstjóri, f. 10. október
1955, búsettur á Vopnafirði, maki
Birna Halldóra Einarsdóttir, dæt-
ur þeirra eru Vala Karen og Arna
Eir. Dóttir Birnu og stjúpdóttir
Gunnars er Hildur sem á einn son.
Dóttir Gunnars er Kristjana Ingi-
björg sem á þrjá syni. 4. Emma,
hjúkrunarfr. og ljósmóðir, f. 22.
október 1959, búsett á Vopnafirði,
maki Steindór Sveinsson, dætur
þeirra eru Berglind og Dagný. 5.
Adda hjúkrunarfr., f. 19. mars
1961, d. 20. nóvember 2002, var
búsett á Vopnafirði, maki Að-
albjörn Björnsson, synir þeirra
eru Tryggvi, Bjartur og Heiðar.
Tryggvi ólst upp á Brettings-
stöðum. Hann var við nám í Flat-
ey á Skjálfanda og í Alþýðuskól-
anum á Laugum og lauk
fiskimannaprófi, II. stigi, frá
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fallinn er frá, nærri 88 ára að
aldri, Tryggvi Gunnarsson skip-
stjóri frá Brettingsstöðum á Flat-
eyjardal.
Kynni okkar Tryggva hófust
þegar við dóttir hans, Adda, hófum
samband í lok áttunda áratugar-
ins. Hvernig „kallinum í brúnni“
leist á verðandi tengdason í byrjun
er ekki gott að segja en fljótlega
mynduðust góð tengsl með okkur
sem styrktust með árunum. Minn-
isstætt er þegar við strákarnir,
sem leigðum saman í Reykjavík,
tókum á móti Brettingi í Reykja-
víkurhöfn stuttu eftir að kynni
okkar Öddu hófust. Þá kallaði
skipstjórinn Tryggvi upp á
bryggjuna: „Alli, taktu springinn!“
Þetta þótti félögunum fyndið, að
mér væri einum treystandi, sem
mér fannst ekkert skrýtið. Þá hef
ég stundum sagt í gamni að ég hafi
komið sem minkur í hænsnabú inn
í fjölskylduna, hvað pólitík snerti,
gallharður vinstrisinni en hann
íhaldsmaður af bestu gerð. Í gegn-
um árin voru stundum teknar um-
ræður en Tryggvi var lítt gefinn
fyrir rökræður um stjórnmál enda
lærðum við fljótlega á hvorn annan
og urðum oftar sammála þegar ár-
in liðu.
Þar sem við Adda fluttum strax
aftur austur eftir nám mynduðust
enn betri tengsl við þau hjón en
annars og óteljandi eru þær stund-
ir og dagar þegar strákunum, son-
um okkar, var komið fyrir hjá afa
og ömmu fyrir skemmtanaglaða
foreldrana. Alltaf var pössun á
Miðbrautinni fyrir hendi þegar á
þurfti að halda. Fyrir allt þetta og
annað frá þeim hjónum verður
aldrei fullþakkað.
Árin liðu og áfallið mikla dundi
yfir okkur þegar Adda kvaddi svo
skyndilega sem varð að miklu sári
sem við jöfnum okkur aldrei á. Eftir
þetta varð hlutverk Tryggva og
Heiðu allt annað, hvað okkur feðga
snerti, og þá kom vináttan, tryggð
og traust Tryggva svo vel fram.
Ómetanleg er öll hjálpin sem kom
frá þeim hjónum. Fyrir strákana
urðu afinn og amman enn mikilvæg-
ari, fylltu að vissu leyti í skarð móð-
urmissins, og ástin og umhyggjan
svo mikil, beggja megin frá.
Fyrir tveimur árum fór Tryggvi
í tvær skurðaðgerðir sem reynd-
ust mjög erfiðar fyrir mann á þess-
um aldri. Þá kom vel í ljós hvers
konar „nagli“ maðurinn var og úr
hverju hann var gerður. Ég sagði
reyndar oft við hann í gríni að það
ætti að klóna hann og þá átti ég
bæði við vegna fádæma líkams-
styrks og eins var maðurinn ótrú-
lega fjölfróður og lesinn.
Tryggvi var örugglega tilbúinn í
ferðalagið mikla. Dóttursynirnir,
sem hann bar svo mikla umhyggju
fyrir, allir að verða komnir til
manns, og hann sáttur við sitt
jarðneska líf. Ætla má að endur-
fundir við dótturina, hinum megin,
hafi verið ánægjulegir.
Elsku Tryggvi. Kærar þakkir
fyrir alla hjálpina og allt sem þú
gafst okkur. Megirðu njóta hvíld-
arinnar.
Elsku Heiða. Megi minningin
um góðan mann hjálpa þér að tak-
ast á við missinn.
Aðalbjörn.
Elsku yndislegi afi okkar hefur
kvatt þennan heim. Við héldum
reyndar að hann væri að fara að
kveðja okkur fyrir tveimur árum
þegar hann veiktist alvarlega og
var ekki hugað líf. En afi var sko
hörkutól og náði aftur heilsu.
Hörkutól er ekki ofsögum sagt
þegar maður minnist afa Tryggva,
þeir voru til dæmis ekki margir
sem rifu sjálfir úr sér tönn úti á
sjó, án deyfingar. Harðduglegur
skipstjóri frá unga aldri, fiskinn
með eindæmum og vel liðinn af öll-
um sem hann þekktu. Við systur
eigum yndislegar minningar frá
sumardvölum okkar austur á
Vopnafirði þar sem við dvöldum
mánuðum saman í góðri umsjá
ömmu og afa. Afi var mikið á sjó
og spennan var alltaf mikil þegar
hann kom í land, þá breyttist
heimilislífið aðeins og afi fór með
okkur á fótboltaleiki Einherja og
var hann örlátur á sjoppugottið.
Eitthvað sem hollustuamma var
ekki mikið að bjóða upp á, en það
kölluðum við ömmu alltaf því hún
var mun örlátari á tómata og kál
en sælgæti. Þvílík forréttindi að
hafa fengið að dvelja sumar eftir
sumar á Vopnó og eigum við ekk-
ert nema góðar minningar frá
þeim tíma. Ekki er nú hægt að
skrifa minningarorð um elsku afa
án þess að minnast á Brettings-
staði á Flateyjardal, en þar fædd-
ist afi og ólst upp. Fjölskyldan hef-
ur lagt metnað í að halda
íbúðarhúsinu þar við síðustu ár og
höfum við átt þar ótal ánægju-
stundir í faðmi stórfjölskyldunn-
ar. Hér áður fyrr, áður en jeppa-
eign varð algeng, voru flestir í
fjölskyldunni háðir afa og ömmu
eða Sigga frænda við að komast út
á Flateyjardal. Amma og afi áttu
forláta Range Rover-bifreið en
flestir áttu einungis fólksbifreið
svo afi vílaði ekki fyrir sér að ferja
fólk í stórum stíl yfir heiðina og oft
fór hann margar ferðir sama dag-
inn. Vegirnir voru slæmir en afi lét
það ekki stoppa sig frá því að
keyra í loftköstum yfir heiðina á
Reinsanum. Afa var alltaf kapps-
mál að halda Brettingsstöðum og
kirkjugarðinum vel við. Hann
elskaði fæðingarstað sinn af öllu
hjarta og lagði mikla áherslu á að
kenna okkur barnabörnunum að
elska og virða staðinn líka. Hann
kenndi okkur réttu handtökin og
talaði um að einn daginn myndum
við krakkarnir taka við og þá
þyrftum við að standa í stykkinu
og það munum við gera, elsku afi.
Það er einhvern veginn bara
þannig að þeir sem koma á Brett-
ingsstaði taka ástfóstri við staðinn.
Börnin okkar una sér þar við sömu
leiki í dag og við systur gerðum á
sínum tíma undir öruggri hand-
leiðslu afa og ömmu. Við minnumst
afa með hlýju í hjarta og þakklæti
fyrir allan þann tíma sem við feng-
um með honum. Nú vitum við að
honum líður vel og er búinn að hitta
aftur elsku Öddu dóttur sína sem
kvaddi okkur allt of snemma.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þínar afastelpur,
Heiða og Margrét.
Til afa.
Í hjarta mínu áttu heima
heimsins besti afi minn.
Minningarnar mun ég geyma
um mannkærleik og þróttinn þinn.
(Kristjana)
Í huga mínum hefur afi alltaf
verið einn af sterkustu mönnum í
heimi, hann gat lyft stórum
drumbum, stýrt skipum, ýtt bílum,
barið harðfiskinn með stórri
sleggju og fyrir litla stelpu, sem á
horfði, voru þetta ógurleg átök.
Ég var svo heppin að alast upp
við að afi og amma væru alltaf á
næstu grösum, svona þegar afi var
ekki á sjónum, og naut ég góðs af
því þar sem ófáar ferðirnar fékk
ég að fara með þeim á dalinn okk-
ar, út á sjó með afa og pabba og
vera á Miðbrautinni. Í dalferðum
okkar var afi alltaf óþreytandi að
fræða mig um staðarheiti, sögu
dalsins og hvernig ég ætti nú að
bera mig að við að keyra yfir árn-
ar, sagði að ég mætti nú ekki
gleyma þessu þar sem ég yrði að
deila þessu áfram þegar hann yrði
ekki lengur til staðar. Við ræddum
líka um að það yrði nú fínt að
dvelja vetrarlangt á dalnum og lifa
á því sem landið gæfi okkur og
þóttumst við ætla að komast af
með því að veiða fugl og fisk og
tína fjallagrös og ber. En við
gleymdum alveg að hugsa um eitt
sem við höfðum bæði mikið dálæti
á en það var blessað smjörið, ekki
gætum við tínt það í móunum. En
kleinur með smjöri var eitt það
besta sem ég fékk hjá afa, en
kannski ekki alveg það hollasta.
Alltaf var pláss í afafangi fyrir
fleiri en einn og fleiri en tvo, alltaf
þegar barnabörnin og síðar lang-
afabörnin komu í heimsókn ljómaði
hann, fagnaði okkur og faðmaði.
Afi var hafsjór upplýsinga og
kunni fjöldann allan af vísum og
ljóðum en sennilega er í mestu
uppáhaldi hjá mér vísan sem hann
fór með fyrir mig þegar hann hoss-
aði mér á læri sér, þegar ég var nú
aðeins yngri og minni en ég er í
dag.
Ló, ló og lumma,
sástu hvergi hvítan blett,
á bakinu á honum krumma?
Ló, ló og lumma.
Nú er erfitt að hugsa til þess að
dalferðirnar okkar verði ekki fleiri
en ég veit að þú munt vera þar með
okkur, passa upp á okkur og huga
að því að við sláum nú ekki slöku
við í slætti í kirkjugarðinum.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Ástarkveðja.
Þín,
Kristjana.
Afi Tryggvi var okkur afar kær
og það lýsir honum best hversu
vænt honum þótti um barnabörnin
sín. Þegar maður kom í heimsókn
stökk hann alltaf upp úr stólnum
til þess að knúsa mann með stórt
bros á andlitinu, eftir langan að-
skilnað fylgdu oft gleðitár með
brosinu. Faðmurinn var hlýr og
góður eins og hjartalag hans og
hann vildi alltaf hafa börnin sín ná-
lægt sér og passaði vel upp á þau.
Lengi vel sá hann eftir forljótum
sófa, sem var gefinn, einfaldlega
vegna þess að það komust svo
mörg barnabörn fyrir í honum. Afi
kenndi okkur að elska Flateyjar-
dalinn eins og hann sjálfur gerði
og er dalurinn orðinn ómissandi
hluti af lífi okkar, fullur af góðum
minningum um besta afa í heimi.
Hann átti alltaf nóg af gleði, húmor,
stríðni, hákarli og skilyrðislausri ást
að gefa okkur og fyrir það verðum
við ævinlega þakklátar.
Berglind og Dagný
Steindórsdætur.
Tryggvi Gunnarsson
Fleiri minningargreinar
um Tryggva Gunnarsson bíða
birtingar og munu birtast á
næstu dögum
✝ Anna Jón-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
6. október 1944.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 12. júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Halldóra
Þorsteinsdóttir
húsmóðir, f. 14.
ágúst 1907, d. 14.
janúar 1973, og
Jónmundur Gísla-
son skipstjóri, f. 29. desember
1907, d. 28. maí 1978. Systkini
Önnu voru Sjöfn, f. 24. apríl
1941, d. 15. mars 2004, Pálína,
f. 25. júní 1942, og Gísli, f. 17.
febrúar 1949. Hálfsystkini
hennar voru Einar Guðmunds-
son, f. 29. mars 1930, d. 25.
desember 1985, Guðrún Jóna
Jónmundsdóttir, f. 6. febrúar
1934. Þann 9. desember 1967
giftist Anna eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Hilmari R.
Ólafssyni, f. 10. nóvember
1941. Börn þeirra eru: 1. Þor-
steinn Gísli, f. 6. júní 1970,
maki hans Árný B. Birg-
isdóttir. Saman eiga þau Láru
Hlín, f. 1. september 2010. Af
fyrra sambandi á Þorsteinn
Jónmund, f. 19. nóvember
1992, og Árný á Ástu Katrínu,
f. 12. júlí 1994, og Sigurrós
Areyju, f. 17. desember 2001.
2. Halldóra Hilmarsdóttir, f.
16. desember
1972, maki Eggert
R. Steinsen, f. 23.
júní 1973, börn
þeirra eru Ísak
Rúnar, f. 10. apríl
2000, og Hilmar
Viggó, f. 2. nóv-
ember 2005. 3.
Hilmar Örn Hilm-
arsson, f. 9. ágúst
1975, eiginkona
Ásta Guðmunds-
dóttir, f. 15. júní
1980, börn þeirra eru Guð-
mundur, f. 7. janúar 2001,
Tristan Hugi, f. 18. október
2007, Björgvin Leví, f. 17.
september 2012, og Daníel
Bragi, f. 23. apríl 2015. 4.
Laufey Katrín Hilmarsdóttir,
f. 3. júní 1982, maki Arnbjörn
S. Sigurðsson, f. 30. ágúst
1981, barn þeirra er Anna Sól-
björt, f. 26. maí 2013.
Anna ólst upp í Reykjavík.
Eftir skólagöngu hóf hún störf
hjá FÍB sem ritari og svo síðar
hjá Sakadómi Reykjavíkur.
Anna var heimavinnandi hús-
móðir á meðan börnin voru lít-
il. Síðar varð hún læknaritari
á Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans og starfaði þar í
25 ár, alveg þar til hún hætti
störfum vorið 2013.
Útför Önnu fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 22. júlí
2015, kl. 13.
Hún mamma var mér svo dýr-
mæt. Sorgin er svo mikil og ólýs-
anlega erfið.
Mamma rétti mörgum hjálpar-
hönd í gegnum lífið. Það var gott
að tala við hana og hún var traust
og trygg. Hún gaf fólki góð ráð og
hvatti það áfram. Henni þótti gríð-
arlega vænt um gamalt fólk, en
náði einnig vel til ungmenna. Hún
mátti ekkert aumt sjá. Hún hafði
svo sterka samkennd. Hún talaði
oft um hvað henni þætti vænt um
fólk og að við værum hér út af öðru
fólki og fyrir annað fólk, ættum að
hjálpast að og reyna að vera góð
hvort við annað. Hún vildi gera
gott úr öllu. Ég heyrði hana aldrei
kvarta í gegnum öll veikindin,
heldur var hún á fullu að hugsa fyr-
ir gjöfum, biðja fyrir kveðjur, ekk-
ert nema jákvæð, bjartsýn, kát og
hugrökk. Hún reyndi allt hvað hún
gat til að hlífa okkur.
Undanfarna daga í þessari
miklu vanlíðan finnst mér ég heyra
huggunarorð hennar „…en Dóra
mín, þetta líður hjá…ég vil að ykk-
ur líði vel…ég er alltaf hjá ykkur
og verð alltaf með ykkur,“ ég sé
hana fyrir mér signa mig og ég
róast. Hún sagði eitt sinn við mig
þegar ég átti erfitt „Þetta fer allt
eins og það á að fara.“ Mikið fannst
mér það þægileg tilhugsun. Að við
gætum kannski bara slakað á
áhyggjunum og leyft hlutunum að
gerast bara, án þess að hafa stjórn
á öllu. Það er nefnilega svolítið erf-
itt að hafa stjórn á öllu, sumt gerist
bara og við getum ekki breytt því.
Hún vissi stundum nákvæmlega
hvað var best að segja. Hún hafði
líka mikið innsæi í líðan fólks.
Mamma var dugleg að segja
okkur frá æsku sinni, allskyns
uppátækjum, prakkarastrikum og
minningum. Ég er svo rík að eiga
þessar minningar og get rifjað þær
upp. Mér finnst ég hafa þekkt hana
mömmu frá því hún var átta ára í
sveitinni og saknaði mömmu sinn-
ar svo mikið.
Mamma las mikið um ævina og
þótti gríðarlega vænt um bækurn-
ar sínar. Undína – Kvæði var ein af
hennar uppáhalds bókum og felldi
hún mörg tárin yfir þeirri bók.
Hún hafði keypt sér hana á ung-
lingsárum. Hún merkti við nokkur
kvæði í bókinni og þar á meðal
þetta sem mér finnst eiga við nú:
Ó, hvar ert þú, ljós, sem að lifðir í gær?
Þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær,
því birtan þín hverfur ei bjarta frá mjer,
nje blíðan og varminn sem streymdi frá
þjer.
Mig langaði svo að þú lifðir hjá mjer
og lífinu mætti jeg eyða hjá þjer,
þú verndaðir, lýstir, og vaktir á ný
þær vonir er sofnuðu myrkrunum í.
Og svo þegar líð jeg um ljósanna geim
og ljósálfa miljónir benda mjer heim,
mín heitasta þrá verður fund þinn að fá,
það fegursta og trúasta er minningin á.
(Undína)
Það er algerlega óhugsandi og
svo ómögulegt að hafa ekki hana
mömmu lengur hjá okkur. Eina
sem ég get huggað mig við er hvað
það er mikið af góðu fólki í kring-
um mig, það er ómetanlegt.
Halldóra Hilmarsdóttir.
Elsku mamma mín er farin og
skilur eftir sig óendanlegt tóma-
rúm í hjarta mínu. Hún var besti
vinur minn, stoð mín og stytta.
Orð eru svo máttlaus núna en
mamma sagði mér alltaf að tala
bara frá hjartanu þegar ég átti í
erfiðleikum með að koma frá mér
því sem ég vildi segja. Mínar
kærustu minningar eru þegar
við fórum á hverju sumri í tjaldú-
tileigu, mamma við grillið dill-
andi sér við UB40 sem hljómaði
úr bronslitaða Volvonum og
pabbi að veiða, svo um kvöldið
voru sagðar sannar draugasögur
til að hræða úr manni líftóruna
en alltaf vildi maður meira.
Ég vil enda á setningu úr bók
sem heitir „Sólin sest að morgni“
eftir Kristínu Steinsdóttur. Allt-
af þegar við töluðum saman um
þessa bók táruðumst við mamma
yfir þessari setningu:
Það var gott að koma í hálsakot.
Mamma raulaði og strauk mér um bakið.
Ég dottaði og fann daufa reykingalyktina.
Þarna átti ég heima – alltaf.
Ég veit að þú saknaðir mömmu
þinnar og nú ertu hjá henni, elsku
mamma mín.
Laufey Katrín Hilmarsdóttir.
Elsku mamma mín, það er
hálfóraunverulegt að vera að
skrifa minningargrein um þig því
þrátt fyrir veikindi þín undan-
farna mánuði vorum við alltaf
svo bjartsýn á að þú myndir ná
Anna
Jónmundsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
RÓSMUNDUR SKARPHÉÐINSSON,
Ísafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut þann 19. júlí.
Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju mánudaginn 27. júlí kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Ægir Hrannar Rósmundsson,
Jónína Guðrún Rósmundsdóttir,
Berglind Dögg Rósmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna.