Morgunblaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta fer allt í gegnum heimasíð- una 6pmyourlocaltime.com. Þar má finna viðburði í galleríum og list- húsum sem allir eiga sér stað klukk- an 18 að staðartíma,“ segir saxófón- leikarinn Óskar Guðjónsson en hann mun koma fram í Mengi í dag klukkan 18 ásamt Skúla Sverrissyni undir yfirskriftinni After Silence. Tvímenningarnir hafa unnið saman í meira en áratug og saman hafa þeir gefið út tvær plötur, The Box Tree og After Silence og hafa þær báðar hlotið lof gagnrýnenda og meðal annars unnið til Íslensku tón- listarverðlaunanna. Þriðja plata þeirra er nú í bígerð. Flytja lög af báðum plötum Tónleikarnir eru hluti af „6 PM YOUR LOCAL TIME“, nettengdu verkefni sem reiðir sig á tækni og stöðug viðbröð áheyrenda. Margir viðburðir á vegum „6PMYLT“ eiga sér stað á sama tíma, sömu kvöld- stund í galleríum og fleiri stöðum tengdum nútímalist víðsvegar um heiminn. Tengipunkturinn er ver- aldarvefurinn þar sem myllumerkið #6pmeu verður notað og tengir verkefnin saman á Instagram, Twitter og heimasíðu verkefnisins. Myndunum verður einnig streymt stöðugt á sýningu Castle of Brescia í Brescia á Ítalíu. Mengi kemur einnig til með að streyma tónleik- unum í beinni útsendingu af You- Tube-rás sinni. „Gestir geta átt von á tónlistinni okkar Skúla á þessum tónleikum. Músíkin er sérstök á sinn hátt, hún er mjög persónuleg fyrir okkur. Annars er ef til vill best að segja sem minnst um þá hlið tónlistar- innar og leyfa fólki að finna það sjálft hvað músíkin gerir fyrir það. Við komum til með að flytja tónlist af báðum plötunum okkar á tónleik- unum,“ segir hann. Samstarfið verið einkar ljúft Eins og áður segir hafa Óskar og Skúli unnið saman nokkuð lengi og kveður Óskar samstarfið hafa verið einkar ljúft. „Það sem er svo skemmtilegt við músíkina er að hún er stöðugt að koma manni á óvart. Ég held að því meira sem þú vinnur með ein- hverjum því áhugaverðari verður ákveðin samvinna og allt samspil dýpra og nánara. Það myndast ein- hver tenging á milli manna sem maður finnur mjög vel fyrir. Stund- um er það einnig eins og ákveðnir telepatískir hlutir styrkist og stund- um kemur það á óvart hversu sam- stiga maður verður í hugmynda- sköpun. Það á líka sérstaklega við um spunakaflana. Það er ein- staklega gaman að fá að þróa með sér einhvers konar tungumál sem verður alltaf nánara og skemmti- legra að nálgast í hvert skipti,“ seg- ir hann. „Það má segja að þetta dúó okkar Skúla hafi tekið sín fyrstu skref þegar ég var að gera mína fyrstu plötu árið 1997 en Skúli sá þá um upptökustjórnun. Eitt lagið á þeirri plötu var einmitt dúó á milli okkar og eftir þá plötu ræddum við hvort okkur langaði að halda áfram að þróa þessa hlið. Við gerðum það og fyrsta platan okkar kom út árið 2002. Síðan bjuggum við í sitt hvoru landinu og það var ekki fyrr en 2012 sem við héldum áfram með sam- starfið, þá kom síðari platan út. Núna erum við á leiðinni til Ítalíu þar sem við erum að fara að spila á frekar stórri hátíð 31. júlí við Gardavatn. Tónleikarnir í Mengi eru því ákveðinn liður í því að und- irbúa okkur fyrir þá tónleika,“ segir Óskar. Ný plata væntanleg Óskar segir það vissulega ákveðið púsluspil að ná að hittast og spila saman en það sé vel þess virði. „Þetta snýst ekki alltaf bara um það að spila saman. Stundum er betra að hittast til þess að tala sam- an um hvað sé efst á baugi hjá okk- ur. Mér finnst það oft ekki síður mikilvægt þegar kemur að tónlist- arsköpun, það er að segja að þekkja innri hugarheima samstarfsmanna sinna og vita svolítið hvað fær hjart- að til að slá. Það er oft einhver sam- eiginlegur grunnur þar sem býr til hliðstæður í músíkinni,“ segir hann. Skúli hefur mikið unnið með Ólöfu Arnalds að undanförnu auk þess sem Óskar hefur verið að túra með AdHd. Óskar segir nýja plötu þó væntanlega. „Skúli var upptökustjóri á plöt- unni hennar Ólafar Arnalds og er búinn að túra mikið með henni og ég er búinn að vera að túra með AdHd. Til þess að láta hlutina ger- ast, þegar maður er í nokkrum verkefnum, verður maður bara ein- faldlega að taka frá tíma fyrir hvert verkefni fyrir sig. Við Skúli höfum hist til æfinga og til þess að und- irbúa næstu plötu, gerðum það slatta á síðasta ári. Sú plata er væntanleg en ég á þó ekki von á því að hún komi út fyrr en á næsta ári,“ segir Óskar að lokum. Alnetið sem tengipunktur nútímalistar  Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson koma fram á tónleikum í listhúsinu Mengi í dag klukkan 18  Tvímenningarnir koma fram á stórri hátíð á Ítalíu í lok mánaðarins auk þess sem plata er í bígerð Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvinna Skúli og Óskar hafa gefið út tvær plötur saman, After Silence og The Box Tree. Tvímenningarnir munu flytja efni af báðum plötum í dag. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Mér finnst ofboðslega gaman að stíga út fyrir þægindarammann og inn í óhefðbundna tónleikasali og syngja fyrir áhorfendur,“ segir Anna Jónsdóttir sópran en hún hef- ur lagt land undir fót og haldið tón- leika víðs vegar um landið á bæði hefðbundnum og einnig óhefð- bundnum stöðum. Tónleikaferðin nefnist Uppi og niðri og þar í miðju. Í kvöld verður Anna með tónleika í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og á morgun, fimmtudag, kemur hún fram á Hallarflöt í Dimmuborgum. Hún syngur íslensk þjóðlög án und- irleiks og segir viðtökurnar hingað til hafa verið góðar. „Ég byrjaði á þessu árið 2010 og fyrir tveimur árum gaf ég út diskinn VAR en hann hefur að geyma ís- lensk þjóðlög, hljóðrituð í Akranes- vita og í lýsistanki í Djúpavík en það er alveg einstakur staður fyrir tón- leika og upptöku á tónlist. Lögin á hljómdisknum VAR eru sungin án meðleiks að undanskildum tveimur lögum þar sem Svavar Knútur Kristinsson leikur með á harmoníum en annars er þetta bara ég í einstöku rými sem gefur söngnum skemmti- legan blæ.“ Áhorfendur syngja með Meðal staða sem Anna hefur sungið á og mun syngja á má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum sem er einungis hægt að komast að frá sjó, Kirkjuna í Dimmuborgum, verk- smiðjuna á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgarfirði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfellsnesi, Akranesvita, Garð- skagavita, Djúpavík, snjóflóðagarð- inn á Siglufirði og fleiri staði. „Við þessar aðstæður, þar sem fólk þarf oft að standa, og með því að syngja án meðleiks, skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Það getur líka orðið dá- lítið kalt á sumum stöðum og þá fæ ég áhorfendur til að syngja með,“ segir Anna og fullvissar blaðamann- inn um að íslenskir áhorfendur séu alls ekki feimnir að ljá henni lið og taka undir. „Það taka allir vel undir og þá fær fólk smá hita í skrokkinn en lögin ættu flestir að þekkja eins og Krummi svaf í klettagjá og önnur sí- gild íslensk þjóðlög.“ Syngur á óhefðbundnum stöðum Tónleikar Anna hélt tónleika í lýsistanki í Djúpavík og hlaut góða dóma.  Tónleikaferðin hálfnuð en nóg eftir hjá Önnu Bátur Í Vestmannaeyjum þurfti að fara á bát á tónleika Önnu.  22. júlí Reykjahlíðarkirkja kl 20:30  23. júlí Kirkjan-Dimmuborgir kl. 20:30  24. júlí Smiðjuhátíð Seyðisfirði kl. 14:00  25. júlí Smiðjuhátíð Seyðisfirði kl. 14:00  26. júlí Sundhöllin Seyðisfirði kl. 14:00  28. júlí Garðskagaviti kl. 20:00  1. ágúst Lýsistankurinn Djúpavík, 30 ára afmæli, kl. 21:30  2. ágúst Hótel Djúpavík, 30 ára afmæli, kl. 14:00 Dagskrá tónleika Önnu UPPI OG NIÐRI OG ÞAR Í MIÐJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.