Morgunblaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
•100%
NÁTTÚRUL
EG
T
•
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Rúmtak hafíss á norðurheimskautssvæðinu jókst um
þriðjung eftir óvenju kalt sumar árið 2013, segir í upp-
færðri skýrslu vísindamanna í Nature Geoscience. Þeir
studdust nú við nýjustu gögn, 88 milljón mælingar frá
Cryosat-gervihnettinum evrópska sem notaður er til að
mæla hafísþykkt. Í frétt BBC segir ennfremur að vöxt-
urinn hafi haldið áfram í fyrra og hafi náð að bæta að fullu
upp ísinn sem hvarf árin þrjú á undan.
Fram kemur að rúmtakið minnkaði um 14% á árunum
2010 til 2012. Vísindamennirnir segja að nýju tölurnar
bendi til þess að ísinn sé viðkvæmari fyrir hitasveiflum en
áður hafi verið talið. En sumarið 2013 hafi verið und-
antekning, loftslagsbreytingar muni valda því að ísinn
muni minnka á næstu áratugum.
Aðalhöfundur skýrslunnar, Rachel Tilling hjá Lund-
únaháskóla, segir að hugað hafi verið að margvíslegum
breytum sem stýra loftslagi við gerð skýrslunnar. Hún
nefnir magn ofankomu, vindafar og bráðnunartíma að
sumarlagi. Í ljós hafi komið að mestu skipti fyrir rúmtak
íssins hve langur bráðnunartíminn að sumrinu var. Sum-
arið 2013 hafi verið það kaldasta á fimm ára tímabilinu
sem rannsakað var.
„Langtímaþróun rúmtaks íssins sýnir niðursveiflu og
til langs tíma hækkar hitinn á norðurhjara og þessi nið-
urstaða gefur okkur ekki tilefni til að halda annað – okk-
ur sýnist að aðeins hafi verið um að ræða eitt ár með frá-
viki,“ segir Tilling.
Vaxandi ís við norðurskautið
Rúmtak hefur aukist um þriðjung frá 2013 og orðið jafn mikið og fyrir árið 2010
Minni útbreiðsla
» Kuldinn sumarið 2013 olli
því að meira varð eftir af
margra ára ís við Norðvestur-
Grænland en ella, bráðn-
unardögum fækkaði.
» Gervihnattamyndir hafa
sýnt að útbreiðsla hafíss á
svæðinu hefur minnkað um
40% frá árinu 1980.
Kona syrgir ástvin í tyrknesku borginni Gaziantep í
gær en þá var 31 fórnarlamb sjálfsmorðsárásar á
sunnudag í Suruc, rétt við sýrlensku landamærin, borið
til grafar. Tyrknesk stjórnvöld saka liðsmenn Ríkis ísl-
ams, IS, um að hafa skipulagt hryðjuverkið og hafa nú
hert mjög eftirlit við landamærin að Sýrlandi.
AFP
Fórnarlömb hryðjuverks borin til grafar í Gaziantep
Tyrkir herða landamæragæslu
Gríska ríkið
reynir nú að selja
um 3.000
óbyggðar smá-
eyjar til að afla
fjár í tóman rík-
iskassann. Marga
dreymir auðvitað
um að eiga lítinn,
sólbakaðan
einka-sælureit,
umgirtan bláu
Miðjarðarhafinu. En verðið er hátt.
Bandaríski auðkýfingurinn
Warren Buffett, einn af ríkustu
mönnum heims, hefur nú keypt
eina, Agios Thomas, sem er
skammt frá Aþenu. Verðið var 15
milljónir evra, um 2,2 milljarðar
ÍSK, að sögn þýskra fjölmiðla.
Eyjan er gróðurlítil, um hálfur ann-
ar ferkílómetri að stærð (heldur
minni en Viðey), þar er ekki raf-
magn og engin vatnsveita.
kjon@mbl.is
Buffett kaupir
óbyggða smáeyju
nálægt Aþenu
Warren Buffett
GRIKKLAND
Samtök atvinnu-
knattspyrnu-
manna, FIFPro,
hafa látið í ljós
áhyggjur af því
að unglingar frá
Líberíu hafi ver-
ið sendir til Laos
til að spila fót-
bolta en í reynd
séu þeir með-
höndlaðir eins og
þrælar.
Samtökin hvetja Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið, FIFA, til að
tryggja að öll félög fari að reglum,
einnig félög í Asíu. Kesselly Kam-
ara, 14 ára strákur, sagði BBC að
honum hefði verið smyglað til Laos.
Hann hefði verið þvingaður til að
undirrita sex ára samning en aldrei
fengið kaup og verið látinn sofa á
gólfinu á leikvangi félagsins,
Champasak United. Margir fátækir
foreldrar hafa borgað farið fyrir
syni sína til Laos. kjon@mbl.is
Fótboltaunglingar
sendir í þrældóm?
Kesselly
Kamara
AFRÍKA
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Atlantshafsbandalagið, NATO,
stendur nú fyrir umfangsmiklum
heræfingum í vesturhluta Úkraínu,
skammt frá landamærunum að Pól-
landi. Alls taka um 1.800 hermenn
þátt í æfingunum og eru þeir frá 18
ríkjum, einkum NATO-ríkjum eða
samstarfsríkjum bandalagsins, að
sögn Dagens Nyheter.
Rússar hafa fordæmt æfingarnar.
Í yfirlýsingu rússneska utanríkis-
ráðuneytisins um helgina var sagt að
æfingunum væri greinilega ætlað að
sýna með skýrum hætti að NATO
„styddi skilyrðislaust stefnu stjórn-
valda í Kænugarði í Austur-Úkra-
ínu“. Bætt var við að afleiðingarnar
gætu orðið skelfilegar.
Æfingarnar eru nefndar Rapid
Trident 2015 og standa í tvær vikur,
langt er síðan byrjað var að skipu-
leggja þær. Eftir að Rússar innlim-
uðu Krímskaga í fyrra hafa bæði
Bandaríkin og NATO aukið með
ýmsum hætti viðbúnað sinn í aust-
anverðri álfunni. Þannig hafa
Bandaríkjamenn sent nokkuð af her-
flugvélum og þungavopnum til
Eystrasaltsríkjanna auk nokkur
hundruð hermanna. Bandaríkin hafa
hins vegar ekki viljað senda vopn til
Úkraínu sem er utan NATO.
Í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi
ríkir ótti við að stjórn Vladímírs Pút-
íns Rússlandsforseta ætli að leggja
Austur-Úkraínu undir sig. Pútín
muni síðan reyna að endurheimta
fleiri svæði sem eitt sinn heyrðu und-
ir Sovétríkin gömlu eða áhrifasvæði
þeirra.
Sýna flaggið í
Vestur-Úkraínu
Rússar for-
dæma heræfingar
á vegum NATO
AFP
Forvitnir Bandarískir hermenn í
úkraínskum brynvagni á sunnudag.
Hisao Tanaka, stjórnarformaður og
forstjóri japanska tæknirisans Tos-
hiba, sagði af sér í gær eftir að
ljóst var að honum hafði verið
kunnugt um bók-
haldsfalsanir sem
ýktu hagnað fyr-
irtækisins í
nokkur ár um
sem svarar lið-
lega 1,2 millj-
örðum dollara.
Óháð nefnd
rannsakaði mál-
ið.
„Ég álít að
þetta sé mesta áfall sem fyrirtækið
hefur orðið fyrir í 140 ára sögu
sinni,“ sagði Tanaka eftir að hafa
hneigt sig djúpt til að sýna iðrun.
Varastjórnarformaður Toshiba og
fyrirrennari Tanaka, Norio Sasaki,
sagði einnig af sér. Fyrir fjórum
árum komst upp að stórfyrirtækið
Olympus hafði á 13 árum falið 1,7
milljarða dollara tap með bókhalds-
brellum. kjon@mbl.is
Toshiba
falsaði
bókhaldið
Forstjórinn
sagði af sér í gær
Hisao Tanaka