Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 1

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 1
— fyrir Norðurland vestra — Hofsósingar byggja ekkí íbúðarhúsnæði annað árið í röð - en hafist verður handa um byggingu nýs íþróttahúss í sumar Það er ólíkt ástandið sitt hvorum megin Skagafjarðar hvað varðar byggingu íbúðar- húsa. A meðan mikil bjartsýni ríkir á Sauðárkróki og óvenju margir huga að byggingu einbýlis- og raðhúsa, verður ekkert byggt af íbúðum á vegum einstaklinga á Hofsósi á þessu sumri. Er þetta annað árið í röð sem enginn ræðst í byg^ingu íbúðar á Hofsósi, að sögn Ofeigs Gestssonar, sveitarstjóra þar. Eitt einbýlishús verður þó byggt á vegum Verkamannabústaða í sumar og einnig verður hafist handa við byggingu íþróttahúss, en að þeirri framkvæmd standa sveitarfélögin sem eiga aðild að Grunnskóla Hofsóss, og ríkið leggur fram mótframlag. Þessi Hofsós. sveitarfélög eru Fellshreppur, Hofshreppur og Hofsóshreppur. Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri, taldi að líklegá yrði hægt að taka a.m.k. hluta íþróttahússins nýja í notkun fyrir árslok 1986. Tilraunarekstur með fiskeldi Nýbúið er að stofna hlutafélag á Sauðárkróki sem stunda mun tilraunarekstur með fiskeldi. Nýja fyrirtækið heitir Hafrún h.f. og í stjórn þess eru Jóhann Svavarsson rafveitustjóri sem er stjórnarformaður, Jón Stefáns- son framkvæmdastjóri Hólalax hf. og Jón Jakobsson, tré- smíðameistari. Samningar hafa náðst milli Hitaveitu Sauðárkróks og Hafrúnar um kaup á heitu vatni til tilraunareksturs í tvö ár á mjög góðum kjörum. Fyrir- tækið hefur fengið til afnota lóð sunnan við fráfall Göngu- skarðsárvirkjunar og verður þar byggt eldisker fljótlega. Sauðárkróksbær greiðir frandag sitt til SteinuUarverksmiðjwmar: Þór Magftússon, þjóðminjavörður: Glaumbær hentar ekkí tíl að hýsa safnmunina Það verður að segjast eins og er, að safnamálin í Glaumbæ eru ekki alveg í nógu góðu horfi sem stendur. Þjóðminjasafnið á bæjarhúsin sjálf, en Skaga- ijarðarsýsla er eigandi minja- safnsins sem þar er til húsa,” sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður í samtali við Feyki. „Bærinn er ekki góður geymslustaður fyrir dýrmæta hluti. Hann getur reyndar aldrei orðið það, hversu vel sem honum er haldið við. Svona bær er alltaf rakafullur og saggasamur. Margir við- kæmir hlutir þola ekki að vera í slíkum húsakynnum. Svo er hitt, að auðvitað hljóta að koma í slíkt safn margir hlutir sem ekki eiga heima í gömlum torfbæ, hlutir frá allt öðrum tíma og allt öðru menningarumhverfi. Slíkum hlutum þyrfti að búa stað annars staðar og það yrði náttúrulega ekki nema í nýju húsi sem byggt væri að kröfum safns.” Þetta kom fram í viðtali við Þór Magnússon, þjóðminja- vörð, sem Feykir átti við hann á dögunum. Af þessu tilefni sneri blaðið sér til Halldórs Þ. Jónssonar, sýslumanns Skag- firðinga, og spurði hvort gæslumönnum safnsins væri kunnugt um þetta viðhorf þjóðminjavarðar. „Þetta er alveg rétt sem Þór Magnússon segir og ég er alveg sammála því, að gamli bærinn sé óheppilegur geymslustaður fyrir ýmsa þá muni sem þar eru,” sagði Halldór. „Mér er kunnugt um að þetta mál var til umræðu hér á árum áður, en ég minnist þess ekki að málið hafi komið upp í minni sýslumannstíð. Það er því kominn tími til að vekja athygli á því. Heppilegast væri auðvitað að dýrmætustu og viðkvæm- ustu munirnir hlytu geymslu í safnahúsi og í því sambandi má benda á hugmyndir sem verið hafa á lofti um byggingu muna- og minjasafns hér á Sauðárkróki. Safnahúsið á Sauðárkróki er yfirfullt og getur engan veginn tekið við meiru. Ég álít að það væri hentug lausn, að á veturna væru munirnir úr Glaumbæ geymd- ir á góðu safni, en yrðu siðan til sýnis í Glaumbæ yfir sumarið meðan mesti ferðamanna- straumurinn fer þar um,” sagði Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður. Tíu mUljóna króna lántaka Sauðárkróksbær hefur tekið tíu milljónir króna að láni til að greiða hlutafé sitt í Steinullar- verksmiðjunni hf. Stjórn Fram- kvæmdastofnunar samþykkti ný- lega að veita bænum féð að láni, sex milljónir á þessu ári og fjórar á því næsta. Þátttaka Sauðárkróksbæjar í rekstri fyrirtækja er orðin óvenju mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Á sínum tíma var það einróma samþykkt bæjarstjórnar að bærinn gerðist hluthafi í Steinullarverksmiðj- unni að því marki sem aðrir legðu ekki fé í fyrirtækið. Hlutafjárgreiðslur Sauðárkróks- bæjar hafa dregist nokkuð og vegna þess héldu aðrir hluthafar að sér höndum með greiðslur á hlutafé. Nú eru þau mál komin í lag. Að sögn ráðamanna hjá Sauðárkróksbæ mun þessi stóra lántaka draga verulega úr framkvæmdagetu bæjarins næstu árin, en þetta er þó metið þannig, að féð skili sér með öðrum hætti; þ.e. með aukinni velsæld bæjarbúa og kraftmeira atvinnulífi. Framkvæmdir við Steinullar- verksmiðjuna ganga samkvæmt áætlun og er núna unnið að uppsetningu véla. Ekki verður annað séð en að verksmiðjan taki til starfa samkvæmt áætlun í byrjun ágúst. Nýlega er búiðað ganga frá nýjum verksamning- um við verktaka: Rafsjá og Rafmagnsverkstæði KS sjá um raflagnir og töfiusmíði, Blikk og pípulagnir um loftræstikerfi, Stálafi heldur áfram með stálsmíði og starfsmenn Óstaks sf. munu vinna við frágang á þjónustuálmu. Viðræður við Landsvirkjun um lækkun órkuverðs til verksmiðjunnar munu hefjast bráðlega og sagðist Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, vera þokka- lega bjartsýnn á að niðurstöður þeirra viðræðna yrðu Steinullar- verksmiðjunni hagstæðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.