Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 12

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 12
Skagaströnd Rækjufólk bregður sér bæjarleið tíl Lundúna Þarna stendur gamla Pakkhúsið á Hofsósi Þjóðminjasafnið gerir upp meridlegt pakkhús Hönnangaranna á Hofsósi „Með elstu húsum á Islandi, ” segirþjóðminjavörður Um 50 manna hópur starfs- manna úr Rækjuvinnslunni hf. á Skagaströnd og sjómanna af rækjubátum þar ætlar í viku menningar- og skemmtiferð til London í maí í vor. Fjár til fararinnar hefur fólkið safnað undanfarin þrjú ár með veiðum og vinnslu á rækju utan hefðbundins vinnutíma. í hópnum verða einnig nokkrir einstakl- ingar, sem greiða sína ferð að hluta eða öllu leyti sjálfir, enda hafa þeir ekki lagt fram vinnu til jafns við aðra. Undanfarin ár hefur verið leyft að veiða nokkurt magn af rækju utan kvóta og er þetta leyfi bundið því að andvirði aflans sé notað til líknar- og menningarmála. Á Skagaströnd hafa sjómenn og rækjuvinnslu- fólk lagt fram mikla vinnu við þessar veiðar og vinnslu. Utgerðin hefur lagt til báta og Rækjuvinnslan aðstöðu. Af- raksturinn hefur að mestu runnið til líknar- og menn- ingarmála á staðnum. Fé hefur verið veitt til kirkjubyggingar, sundlaugar, keypt hafa verið tæki í leikskólann og nú er verið að safna í byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraðra á Skagaströnd. Hluti af þessu aflafé hefur síðan runnið í fyrrnefndan ferðasjóð. Á Blönduósi og Hvamms- tanga er einnig veidd og unnin rækja af sjálfboðaliðum til líknar- og menningarmála. í blaðinu hefur áður verið sagt frá því að Hvammstangabúar afla á þennan hátt fé til kaupa á pípuorgeli í kirkjuna og fleiri framfaramál þar á stað hafa verið studd með þessari vinnu. Á Blönduósi starfa félagar ýmissa félaga að vinnslu aflans og fá á þann hátt fé í líknar- og menningarsjóði sinna félaga. Útgerðarfélagið tapaði 12,1 millj á síðasta ári Aðalfundur Útgerðarfélags Skag- firðinga hf. var haldinn 10. apríl s.l. Á fundinum kom fram að rekstrartekjur félagsins árið 1984 voru kr. 133,9 milljónir, sem er 61% aukning frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu kr. 145,4 milljónum, þar af eru afskriftir 22,9 milljónir. Tap félagsins nam kr. 12,1 millj. kr. Heildarafli skipa félagsins var 9.122 tonn, sem er 31% aukning frá fyrra ári. Launagreiðslur námu 45,9 millj. kr. sem greidd voru til 207 manna. Ársverk voru hins vegar 78. Eignir félagsins samkvæmt efnahagsreikningi eru 123,9 millj. kr. Matsverð skipa félagsins er 189,1 millj. kr. umfram bókfært verð þeirra. Heildarskuldir voru ' 179,8 milljónir króna. „Það er talið að þetta hús sé frá árinu 1772 og það mun vera eitt af tólf slíkum húsum sem Islands- og Grænlandsverslunin keypti og lét reisa á verslunar- stöðum sínum á íslandi og Grænlandi,” segir Þór Magnús- son þjóðminjavörður í samtali við Feyki. Hús það sem er til umræðu er Pakkhúsið svokallaða á Hofsósi en það er í eigu Þjóðminjasafns- ins. Áformað er að í sumar hefjist vinna við gagngerar endurbætur á húsinu og verður það fært í sitt upprunalega horf eftir því sem föng eru á. Feykir bað Þór Magnússon, þjóðminjavörð, að segja örlítið af sögu hússins og í hverju endurbæturnar verði fólgnar. „Það var lengi vel talið að húsið væri mun eldra, eða frá 1735, en nú hefur komið í ljós að sennilegast er það nokkuð yngra Rækjuveiðar hafa gengið vel í vetur hjá þeim tveimur bátum sem stunda veiðarnar frá Sauðárkróki að sögn Sigríðar Sigurðardóttur, verkstjóra og matsmanns hjá Rækjuvinnsl- Hörpudiskveiðar frá Skaga- strönd hafa skapað mikla vinnu þar í vetur, en nú er þeim hætt, og þá líklega frá 1772. Þetta hefur verið vörugeymsluhús, en ekki beinlínis verslunarhús. Á Hofsósi hafa verið mörg önnur gömul hús. Það má sjá á gamalli mynd frá 1915 að þarna niðri við höfnina hafa staðið á þeim tíma ein tólf hús svipaðrar gerðar. Þau eru núna öll horfin og þegar Þjóðminjasafnið keypti Pakk- húsið árið 1952 stóð fyrir dyrum að rífa það líka. Þetta er með elstu húsum á landinu. Á ísafirði eru nokkur hús frá svipuðum tíma, en eldri hús eru engin hérlendis utan steinhúsin gömlu, Hólakirkja, Nesstofa, Stjórnarráðshúsið og Bessastaðir. Þá eru Viðeyjar- stofa og Húsið á Eyrarbakka nokkuð eldri en þessi hús eru öll með nokkuð öðru sniði en húsið á Hofsósi. Húsin á Isafirði eru líkust og byggð á svipaðan hátt, þ.e. stokkabyggt. Svona hús unni Dögun hf. á Sauðárkróki. Alls hafa veiðst um 70 tonn af rækju upp úr sjó, en það gera um 19 tonn af fullunninni rækju, að sögn Sigríðar. Afli bátanna tveggja, Týs og enda mjög erfitt að selja hörpudiskinn um þessar mund- ir. hafa að sjálfsögðu staðið víða á einokunartímanum, en nú eru mjög fá eftir og okkur finnst full ástæða til að varðveita þau. Það hefur aldrei verið átt neitt við viðgerð á húsinu til þessa, en nú stendur sem sagt fyrir dyrum að hefja viðgerð á því í vor. Stefán Gunnarsson, trésmíða- meistari, sér um viðgerðina á húsinu. Ég hef ekki talað við hann nýlega svo vel getur verið að hann sé eitthvað byrjaður nú þegar,” sagði Þór Magnússon. Það kom fram hjá þjóðminja- verði að margt þarf að gera fyrir húsið. T.d. þarf að laga grunninn undir því og víða þarf að skeyta í bjálka, þar sem þeir eru farnir að bila og fúna. Einnig þarf að taka þakið í gegn og endurnýja það. Það er járn á þakinu núna, en upprunalega hefur verið súðþak á því og skarsúð þar undir. Það á því að Blátinds, mun hafa dottið niður um nokkurra daga skeið kring um páskana, en nú virðast allar horfur á að veiðarnar séu að glæðast á nýjan leik. íslenska útflutningsmiðstöðin kaupir rækjuna af Dögun og nú mun vera búið að selja alla þá rækju sem veiðst hefur það sem af er vertíðinni og verður það líklega að teljast gott miðað við ástandið í þessum málum í vetur. setja skarsúð eins og hún var og síðan rennisúð yfir. Hvað skyldi svo eiga að nota húsið í framtíðinni? Þjóðminja- vörður var spurður hvort einhverjar hugmyndir væru á lofti um það. „Nei, það er nú ekki. Það er engin serstök notkun fyrirhuguð á því. í rauninni er ekki auðvelt að nota það til neins. Það mætti svo sem geyma eitthvað í því, en hvað það ætti að vera er ekki gott að sjá í fljótu bragði.” — Kæmi til greina að nota húsið undir einhvers konar minjasafn? „Ég veit ekki hvort ástæða er til að ýta undir það, því Skagfirðingar eiga eitt minja- safn i Glaumbæ og þyrfti frekar að sinna því en koma upp fleiri söfnum í Skagafirði,” voru lokaorð Þórs Magnússonar, þjóðminjavarðar. Hofsóshreppur hefur keypt nýja hafnarvog, sem kostar um tvær milljónir króna Hofsóshreppur hefur fest kaup á nýrri hafnarvigt og verður henni komið fyrir í sumar. Ófeigur Gestsson, sveit- arstjóri, sagði í samtali við Feyki, að þetta væri framkvæmd upp á um tvær milljónir króna og yrði því ekki af öðrum framkvæmd- um við Hofsóshöfn í sumar. Ófeigur sagði að þörf fyrir bætta aðstöðu í höfninni væri orðin brýn og yrði þetta forgangsverkefni á næstu árum. Rækjuverksmiðjan Dögun hf. Sauðárkrókk Sjötíu toim af rækju frá upphafi vertíðar Hörpudiskveiðum hætt á Skagaströnd

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.