Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 8

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 8
8 FEYKIR 8/1985 atvinnulíf Valgeir Þorvaldsson, veiðibóndi á Vatni á Höfðaströnd, heimsóttur Einn af þeim bœndum sem hafa tileinkað sér aðferðir þœr við vetrarveiðar sem Mývetningurinn Héðinn Sverrisson kyrnti mönnum hér á Norðurlandi vestanverðu fyrr í vetur, er Valgeir Þorvaldsson, bóndi á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði. Hann varð góðfúslega við þeirri beiðni blaðamanns að leyfa honum að fylgjast með veiðunum síðdegis dag einn rétt fyrir páska. Reyndar var það nú svo, að Valgeir œtlaði sér ekki að vitja um netin þann daginn, hann segir nœgilegt að vitja um annan hvem dag, en hann setti það ekki fyrir sig að fara eina aukaferð út á vatnið og vitja um nokkur net að beiðni blaðamanns. Veðrið var eins og best varð á kosið, glaðasólskin og blæja- logn. Valgeiri varð að orði þegar blaðamaður sagði að það væri ekki amalegt að bruna um vatnið á vélsleða í glaðasólskini: „Þú ættir að prófa þetta í 10-12 stiga frosti og roki.” Sérstaklega þegar í ljós kom að ómögulegt er að vera annað en berhentur við að draga netin. Lagnirnar voru í tveimur röðum á vatninu, 15-20 vakir í hvorri röð og sagði Valgeir þær vera sitt á hvað, veiðivakir og spottavakir. Fyrst var farið að spottavök og skænið brotið ofan af og síðan náði Valgeir í endan á netinu og batt langan spotta við. Þá var farið að næstu vök, veiðivökinni, og netið dregið upp. Spottinn við hina vökina raktist jafnóðum undir ísinn og A miM veiðivakar og spottavakar þegar að því kom að leggja netið á nýjan leik var farið að spottavökinni, tekið í endann og netið dregið undir ísinn aftur. Valgeir sagði það allt annað líf að hafa fengið vélsleðann, áður hefði þetta verið mikið labb fram og aftur um ísinn, frá vök til vakar, hvað eftir annað. Fiskurinn sem var fastur í netinu reyndist allur bleikja, fallegur fiskur, 1-2 punda, og sagði Valgeir þetta mestmegnis sjógengna bleikju frá sumrinu áður. Hann sagði ekki óalgengt að úr hverri vitjun fengi hann sem svaraði 10-15 kílóum af flökum. Þegar spurt var nánar útí þetta atriði kom í ljós að Valgeir verkar aflann að öllu leyti sjálfur, flakar fiskinn, pakkar honum í öskjur og frystir. Silunginn selur hann í verslanir á Sauðárkróki, Akur- eyri, Húsavík og Reykjavík. Eftirspurnin virðist vera næg og neytendum líkar þessi vetrar- veiddi silungur vel, þó nokkuð hafi borið á tortryggni fyrst í stað, fólk hélt að þetta væri bara frosinn silungur frá síðasta sumri. Matreiðslan er einföld, flökin eru hæfilega stór til þess Valgeir dregur upp netið með spriklandi silungi í. að fara beint á pönnuna án nokkurra frekari tilfæringa. Valgeir sagði að það væri ýmislegt sem gæta þyrfti að við þessar veiðar, t.d. yrði netið að liggja niðri við botn, því annars væri hætta á að netið frysi neðan í ísinn og þá væri enginn vegurað ná því óskemmdu upp. „Nema náttúrulega að maður bíði eftir hláku,” sagði hann hlæjandi. Hitastigið í vatninu er við frosmark upp við ísinn, en um 4 gráður niðri við botn. Fiskurinn heldur sig því á meira dýpi að vetrinum og þess vegna nauðsynlegt að leggja netin nærri botninum. Dýpið þarsem við vorum sagði Valgeir vera um 5 metra. Hvort hann væri nokkurn tíma hræddur á ísnum kvað hann nei við, en þó gæti verið ónotalegt þegar ísinn væri að springa í miklum frostum og væru þá hvellirninr eins og fallbyssudrunur. Hann sagðist þó alltaf vera í flotgalla við þetta og væri það sjálfsögð varúðar- ráðstöfun. Frá því Valgeir hóf þessar veiðar á Höfðavatni eftir áramótin sagðist hann hafa veitt hátt í tvö tonn af fiski og meðan eftirspurnin værijafngóð oghún væri nú, þá væri þetta óumdeilanlega arðvænleg auka- búgrein. „Það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að við sem höfum völ á slíkum hlunnindum stundum þau og látum öðrum bændum eftir fjár- og kúabúskapinn, sem ekki eiga kost á öðru.” Eftir að hafa dregið ein Fimm net lágu um 20 silungar í körfunni og væri það því nægilegt dagsverk einum manni að vitja um öll netin og ganga frá aflanum. Valgeir tók undir það. „Það fara í þetta 6-8 tímar daginn sem vitjað er um. Ég vil hins vegar frekar stunda þetta en smíðavinnu frá heimilinu, vegna þess að þetta gefur ótvírætt meira af sér.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.