Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 9

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 9
8/1985 FEYKIR 9 Tunú Tómassott hjá Veiðiméiastofitun: „Hægt að veiða 500-1000 tonn á ári af vatnasilungi hér á íslandi” Helgina fyrir páska og framan af páskavikunni var haldið námskeið á Hólum í Hjaltadal um nýtingu silungs. Blaða- maður Feykis brá sér yfir að Hólum einn námskeiðsdaginn og fylgdist með þátttakendum og ræddi við Tuma Tómasson fiskifræðing hjá Veiðimála- stofnun, en hann var einn þriggja leiðbeinenda á nám- skeiðinu. Hann sagði: „Námskeiðinu er skipt í fimm megin þætti, sem eru: 1. Aðfella net. 2. Veiðni neta og aðrar veiðiaðferðir. 3. Að leggja net undir ís. 4. Meðferð og verkun silungs og 5. að vitja um og taka upp net. Þátttakendur, sem eru 19, fengu kennslu í þessum greinum og verklega þjálfun eftir þvísem hægt er að koma henni við á svona stuttum tíma. Við höfum t.d. farið og lagt net undir ís og vitjað um þau, sýnt og kennt verkunaraðferðir, s.s. söltun, flatningu í reyk og flökun silungs. Einnig hafa veriðfluttir fyrirlestrar um ýmis atriði er að þessu lúta og margt fleira mætti reyndar nefna,” sagði Tumi Tómasson fiskifræðingur. Verkmenningin týnd — Hvers vegna námskeið um nýtingu silungs? „Ef við lítum á þessa hluti í sögulegu samhengi til að byrja með, þá má segja að allt þar til fyrir fáeinum áratugum hafi nýting á silungi í íslenskum vötnum verið all veruleg. Veiði var mikil og fiskur yfirleitt vænn. Síðan detta þessar veiðar að mestu leyti niður vegna breyttra aðstæðna, þörfin fyrir silung til matar varð ekki jafn knýjandi og áður. Núna er því svo komið að kunnáttan, verkmenntunin við þessar veiðar og verkun aflans er að mestu leyti horfin mönnum á stórum svæðum. Hin síðari ár hefur því verið lögð áhersla á að kenna mönnum þessar aðferðir á nýjan leik og þetta gerðist samfara erfiðleikum í hinum hefð- bundnu greinum landbúnaðar. A þessu námskeiði er hins vegar nauðsynlegt að gera þátttakendum ljóst að vegna lítillar eða engrar veiði í flestum vötnum undanfarna áratugi hefur ástand vatnanna gjör- breyst. Það er ekki nóg að byrja þar sem frá var horfið. Ef við tökum sem dæmi vatn sem er grunnt (1-3 metrar), en slík vötn eru algeng hér á landi og hafa verið lítið nýtt síðustu áratugi, þá má benda á eftirfarandi atriði: Hrygningarskilyrði fyrir bleikju í slíku vatni eru yfirleitt góð, en þó tiltölulega lítið af ungfiski í vatninu. Hins vegarer mikið af fiski svipaðrar stærðar, fullorðnum fiski sem er orðinn kynþroska en oftast litlum. Yfirleitt er hámarksstærð slíkra 4. Á veturna eru sjaldan vandamál við að halda vörunni ferskri og oft er nóg að vitja um annan hvern dag. Þetta námskeið sem hér er í gangi er því liður í nokkurs konar þróunarstarfi og þessar staðreyndir sem ég hef rakið hér að framan eru forsendan fyrir því að hægt verði að nytja íslensk veiðivötn á skynsamlegan hátt í framtíðinni. Þetta verkefni fékk byr undir báða vængi með svokölluðu Austfjarðaverkefni 1983. Það var Jón Kristjánsson hjá Veiðimálastofnun sem hafði veg og vanda af því og þar var fyrst farið að kynna þessar veiðiaðferðir fyrir bændum á nýjan leik. Hér í Skagafirði hefur útibú Veiðimálastofnunar á Hólum, sem ég stend fyrir, ásamt Búnaðarsambandi Skagafjarð- ar, unnið að því í sameiningu að kynna þessar veiðiaðferðir og koma veiðunum á. í vetur hafa veiðar verið stundaðar í fimm vötnum í Skagafirði af 10-12 bændum og ég leyfi mér að fullyrða að í framtíðinni gætu um 40 býli haft verulegar tekjur af slíkum veiðum í Skagafirði einum. Ein meginforsendan fyrir slíkum veiðum er að sjálfsögðu sú, að nægur markaður sé fyrir aflann og í vetur tókst okkur að koma upp fiskmóttöku í Hraðfrystihúsinu í Hofsósi, þar sem bændurnir fá greidda tryggingu upp í endanlegt söluverð aflans þegar kaupend- ur eru fengnir. Að því hefur verið unnið í vetur og góðar líkur á að markaður sé fyrir aflann erlendis. Ég áætla að hægt væri að veiða um 500-1000 tonn árlega af silungi úr íslenskum vötnum, en sem stendur er ekki nema um tíundi hluti þess veiddur nú. Fjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 20 og eru þeir flestir af Austur- og Suðurlandi og hafa viðkomandi búnaðar- sambönd kostað þá á þetta námskeið með örfáum undan- tekningum. En þó Skagfirðingar og Húnvetningar séu ekki margir hér á námskeiðinu, þá veit ég að áhugi er mikill fyrir þessu hér á svæðinu og ég vil geta þess í lokin að í sumar verður Jón Sigurðsson frá Búnaðarsambandinu á ferð um sveitirnar og mun kenna þessar veiðiaðferðir.” Um leið og Feykir þakkar Tuma Tómssyni greinargott viðtal viljum við undirstrika það sem kom fram, að Tumi er starfsmaður Veiðimálastofnun- ar íslands og hefur aðsetur á Hólum í Hjaltadal. Hlutverk hans þar er að veita ráðgjöf fyrir svæðið er nær frá Hrútafirði í vestri og Jökulsá á Fjöllum í austri. Þeir sem vildu afla sér frekari upplýsinga um þessi mál er því bent á að hægt er að snúa sér beint til Tuma með fyrirspurnir að þessu lútandi. Tumi sýnir hvemig ná má kvömum úr silungi til aldursgreiningar. nýting, sérstaklega í vötnum sem erfitt er að komast að. I vötnum sem góðar sam- göngur eru við, er vart verjandi að nýta einungis ránfisk, enda verður veiðin þannig ekki nema litið brot af framleiðslugetu vatnsins. Þar á að miða möskvastærð neta við að þau veiði best fisk sem er að verða kynþroska í fyrsta sinn, þ.e.a.s. þegar fer að draga úr vexti fisksins. Þá er ránfiskijafnframt hlíft að einhverju leyti. Veiðiálag má vera verulegt og oft má, til að byrja með, veiða 40-70 kg pr. hektara. Þetta er meira en ársframleiðsla. Fiskurinn er hættur að vaxa og því er hér um uppsafnaða framleiðslu að ræða. Ef vel er veitt eykst fæðufram- boðið, stofninn yngist upp og þá Þátttakendur á námskeiðinu fletja silung undir leiðsögn Héðins Sverrissonar Mývetnings. sem yfirleitt er ránfiskur, en þeir hafa mikla yfirferð um vatnið og eru því auðveiddir. Af þessum sökum geta jafnvel net með heldur smærri möskvum veitt óeðlilega hátt hlutfall af urriða og ránbleikju. Almennt er afli í slík net góður í skamman tíma, en síðan dregur mjög snögglega úr honum. Afleiðingin verður því að bleikju í vatninu fjölgar, meðalstærð hennar verður minni og veiði versnar. Aflinn verður því lélegur; fáir fiskar og smáir, þ.e. sömu einkenni og þegar ofveitt er. Þetta hefur oft gerst hjá okkur og villt okkur sýn, og viðbrögðin eru nær undantekningalaust að auka friðun og jafnvel að sleppa seiðum. Sé um ofveiði að ræða, þá er fiskurinn sem veiðist smár, en ungur, þ.e. fiskur í örum vexti. Eftir að veiddur hefur verið stærsti fiskurinn í þéttsetnu vatni, eins og oftast ergert,ersá fiskur sem veiðist smár og gamall. Slíkur fiskur þekkist á því að hann er oft kynþroska, sýktur af sníkjudýrum, ljós á holdið og hausinn stór miðað við búkinn. Þar sem vænn silungur er verðmeiri en smár, auðveidd- ari og geymist betur, má oft færa rök að því að netaveiði með stórum möskva á nokkurra ára fresti geti verið skynsamleg má veiða minna magn, oft 10-20 kg á hektara, en fiskurinn er þá rauðari á holdið, minna sýktur af sníkjudýrum og í betri holdum. Á móti minnkandi afla kemur því verðmeiri fiskur. Umtalsverð veiði tryggir áframhaldandi veiði I vötnum þar sem hrygning- arskilyrði og afkomumöguleik- ar seiða eru góð, er eina úrræðið til að viðhalda góðri veiði, jafnt í net sem á stöng, að stunda umtalsverða veiði í net eða með öðrum stórvirkum aðferðum. Ef það borgar sig að leyfa stangveiði, er líklega best að einskorða netaveiði við ákveðin svæði í vatninu eða viðákveðinn tíma. Dorgveiði upp um ís er enn ekki almenn í landinu og því er kjörið að stunda netaveiðar að vetrinum. Vetrarveiðar hafa einnig aðra kosti. Helsta þeirra má telja: 1. Bændur hafa þá oft rúman tíma til veiðanna. 2. Lítill fjármagnskostnaður (bátur og utanborðsmótor er dýr útbúnaður miðað við annað sem þarf til veiðanna). 3. Veðurfar hefur tiltölulega lítil áhrif á veiðarnar, netin fyllast ekki af drullu og það fer lítill tími í viðhald neta. Ekki er allt sem sýnist Netaveiði í þessum vötnum getur oft gert vont verra ef menn eru ekki kunnugir ástandi vatnsins. Yfirleitt freistast menn til að nota net með tiltölulega stórum möskva. Þessi net veiða nær einungis stærstu fiskana, Tumi Tómason. fiska í íslenskum vötnum á bilinu 26-35 sm eða 150-400 g. Meðalaldur þeirra í slíkum vötnum getur verið 10-15 ár. í vötnunum er því mikið af fullorðnum fiski, sem vex lítið en nýliðun er haldið niðri með samkeppni og afráni. Mestur hluti framleiðslugetu slíkra vatna fer í að viðhalda fullorðnum fiski og íframleiðslu hrogna og svila sem litlu skila.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.