Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 7

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 7
8/1985 FEYKIR 7 Fjórðungssamband Norðlendinga og Stiórmmarfélas jslands Góð aðsókn að námskeiðunum Jóhanna Sveinsdóttir leiðbeinir á ritaranámskeiði á Sauðárkróki. Undanfarnar vikur hefur Fjórð- ungssamband Norðlendinga stað- ið fyrir námskeiðum á Norður- landi í samvinnu við Stjórnunar- félag Islands. Námskeiðin eru af ýmsum toga; stjórnunarnám- skeið fyrir þá sem halda um stjórnvölinn í fyrirtækjunum, ritaranámskeið og verkstjórn- arnámskeið. Námskeið þessi hafa verið haldin á Akureyri og Sauðárkróki og hefur aðsókn verið slík að á Akureyri hefur orðið að endurtaka sum þeirra og önnur hafa verið fullbókuð. Einar Eyþórsson, fulltrúi hjá Fjórðungssambandinu, hefur haft umsjón með þessu námskeiðahaldi og Feykir greip hann glóðvolgan þegar hann var á Sauðárkróki fyrir páskana að hrinda af stokkunum ritara- námskeiði fyrir skrifstofufólk. Við spurðum Einar fyrst hver hefði verið aðdragandinn að þessu námskeiðahaldi og hvern- ig samstarfi Fjórðungssam- bandsins og Stjórnunarfélagsins væri háttað. „Við töldum að það væri ástæða til að reyna að fá þessi námskeið Stjórnunarfélagsins út á landsbyggðina eftir að hafa séð hversu mikill áhugi var fyrir þeim í Reykjavík. Með þessu erum við að koma til móts við fólk hér á Norðurlandi sem vildi sækja þessi námskeið, en hafði ekki möguleika á að sækja þau til Reykjavíkur. Við höfum reynt að halda sama verði á námskeiðunum og var í Reykjavík og samstarfi okkar við Stjórnunarfélagið er þannig háttað, að það leggur til leiðbeinanda og námskeiðs- gögnin, en Fjórðungssamband- ið sér um að greiða kostnað við auglýsingar, útvega húsnæði fyrir námskeiðahaldið og greiða annan kostnað sem af þessu hlýst. Með þeirri miklu þátttöku sem verið hefur þá hafa þeir peningar skilað sér og nám- skeiðin hafa staðið undir sér sjálf að mestu leyti. — Hverjir greiða þátttöku- kostnað á námskeiðin? „Það eru, með örfáum undantekningum, fyrirtækin sjálf þar sem viðkomandi þátttak- andi vinnur. Fyrirtækin hafa tekið þessu mjög vel og sent starfsmenn sína á námskeiðin og greitt þátttökugjaldið fyrir þá. Ritaranámskeiðið sem nú er haldið hér á Sauðárkróki (helgina 29.-31. mars) er ágætlega sótt. Þátttakendur eru 15 frá ýmsum fyrirtækjum hér á Einar Eyþórsson. Norðurlandi vestra. Flestir eru héðan frá Sauðárkróki, en einnig eru þátttakendur frá* Hvammstanga, Blönduósi, Hofs- ósi og Siglufirði. Upphaflega var ætlunin að halda þessi námskeið einungis á Akureyri, en það kom fljótt í ljós að góður grundvöllur var fyrir sérstöku námskeiðshaldi á Norðurlandi vestra. Stjórnun- arnámskeiðið sem var haldið á Sauðárkróki um daginn og verður raunar framhaldið eftir páskana var t.d. fullsetið með 20 þátttakendum, og verkstjórnar- námskeiðið sem hefur verið auglýst og verður haldið í lok apríl er senn fullbókað.” — Hver er tilgangurinn með svona námskeiðahaldi? „Hann er fyrst og fremst að gera þátttakendur hæfari til að sinna sínum störfum, en einnig má segja að tilgangurinn með sérstöku námskeiðahaldi hér á Norðurlandi sé að gefa fólki hér tækifæri til að standa jafnfætis þeim sem búa á Suðvesturhorn- inu og njóta þess sama sem boðið er uppá i þessum efnum. Eg vona að fleiri landshlutasam- tök sjái sér fært að fá þessi námskeið, því áhuginn er ótvíræður.” — Hvað er annars fram- undan í vor og sumar á vegum Fjórðungssambandsins? „Við munum ljúka nám- skeiðunum um mánaðamótin apríl-maí og nú er í undirbún- ingi að halda ráðstefnu í júní um landbúnaðarmál. Hugmyndin að ráðstefnunni er komin frá Magnúsi Olafssyni á Sveins- stöðum í Húnavatnssýslu og er ætlunin að á þessari ráðstefnu verði fjallað um stöðu land- búnaðarins og hvað helst sé til ráða á þeim vettvangi. í haust er ætlunin að standa fyrir kynnisferð fyrir sveitar- stjórnarmenn til Skotlands. Sigfús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, er aðalhvatamað- ur þessarar hugmyndar. Þarna geta sveitarstjórnarmenn kynnt sér atvinnuþróun og áætlanir sem Highlands and Islands Developmeni Board (Þróunarráð skosku Hálandanna og eyjanna) hefur með höndum. Þetta er stofnun sem fer með áætlana- gerð varðandi atvinnuuppbygg- ingu og byggðaþróun á þessu svæði. Aðstæðum svipar þarna til aðstæðna hér, bæir eru af svipaðri stærð og margt er hægt að læra aaf Skotum í landbúnaðarmálum.” Nú geta allir eignast COMMODORE heimilistölvu TILBOÐ I: Commodore C64 tölva og Commodore segulband Verð aðeins kr. 12.800:- TILBOÐ II: COMMODORE C64 tölva COMMODORE 1702 litaskjár COMMODORE 1541 diskettustöð Verð aðeins kr. 29.990:- Ódýrt tískugarn 100 g á kr. 50:- Kynning Föstudaginn 19. apríl kynnum við nýja perluhjúpkexið frá Holta, ásamt koffeinlausa Braga-kaffinu kl. 14-18.45. Þú þarft ekki annað! Sólin hækkar á lofti Nýkomið mikið vöruúrval fyrir alla fjölskylduna: Buxur, bolir, jakkar, skyrtur, peysur o.m.fl. —- SGHJBÍIÐ 17. apríl til 1. maí Maruud skrúfur 25,00 Roma búðingur 9,30 Leni salernispappír .... 93,40 Leni eldhúspappír 4 rl . 87,30 River hrísgrjón 1 Ibs ... 28,10 River hrísgrjón 2 Ibs ... 55,00 Bulgaria jarðarber heild 72,00 Tilboðsverð á sokkum frá Víkurprjóni. Fyrsta flokks íslensk framleiðsla. íþróttasokkar............79:- Sokkar á karla ..........jií:- 95:- Sokkar á börn............72:- -

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.