Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 2

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 8/1985 Ragnar Eiríksson: t umræður Uppgræðsla á heiðum vegna Blönduvirkjunar Nokkrar athugasemdir um jramkvæmd Um fátt var meira deilt á s.l. ári en um uppgræðslu og upprekst- ur á Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði. Eru skoðanir manna verulega skiptar á flestu sem þar hefur verið gert og áætlað er að gera. Skoðanir bænda og vísindamanna stang- ast á um mikilvæg mál. Þarna er áætlað að græða upp nærri 3000 hektara lands í stað þess sem tapast vegna Blöndu- virkjunar. Byrjað var á þessu verki 1981 og hefur verið unnið að því síðan. A s.l. sumri var dreift um 7000 pokum af áburði auk fræs og var verkið framkvæmt með flugvél Land- græðslunnar, Páli Sveinssyni. Einnig var einhverju magni dreift með jarðbundnari tækj- um. Samhliða áburðardreifing- unni hafa verið gerðar margvís- legar rannsóknir af starfsfólki Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins (RALA). Gróðurmæl- ingar ýmiskonar, athuganir á áhrifum beitar og friðunar og athuganir á rafgirðingum er nokkuð af því sem rannsakað hefur verið. Niðurstöður þessara rannsókna hafa birst í skýrslum frá stofnuninni (Fjölrit RAI..A nr. 94, 105 o.fl.). Það sem mest hefur verið deilt um er heildarbeitarþol heiðanna og það hvort hross skuli vera eða fara af heiðinni. Eg hef ekki heyrt eða séð gagnrýni á þær framkvæmdir sem þarna er verið að gera eða eru áformaðar, nema hvað margir telja þetta brambolteina endemis hringavitleysu og í samræmi við framkvæmd raf- orkumála á Islandi. Mig langar til að benda á nokkur atriði í sambandi við þessar framkvæmdir, sem mér finnst ástæða til að hugleiða nánar og fá skýringar á. Val á landi til uppgræðslu Það land sem hingað til hefur verið valið til uppgræðslu er að meginhluta til algerlega ógróið. uppblásnar melöldur og ásar. Eg hef heyrt að það sé skilyrði af hálfu bænda að grætt sé upp örfoka land. Þessar melöldur snúa norður-suður og eru alger berangur, hvergi skjól að hafa. Hæð landsins yfir sjó er yfir 500 m og veðurfar þarna er ekki blítt. Þykir mér líklegt að þarna blási stríðir vindar og vafalítið tekur suðvestanáttin vel í. Þaðer ekki ólíklegt að það sé frekar veðurfarið og landslagið sem valdið hafa uppblæstrinum þarna en ofbeit. Reyndar efast ég stórlega um að stór hluti þessa lands hafi verið gróinn síðustu aldir! Það verður alla vega ekki auðvelt að halda lífi í gróðrinum á þessum melhryggj- um. Mér þykja það léleg skipti að fá þessa mela uppgrædda (græna) í staðinn fyrir láglendi heiðanna. Eðlilegra sýnist mér að leggja meiri áherslu á að velja jaðarsvæði sem sýnilega hafa verið algróin en eru núna að blása upp. Þá eru nær byggð víða þursaskeggsmóar þar sem rof eru í hverri þúfu, þó landið sé ekki beinlínis að blása upp. Þetta er lélegt land til sauðfjárbeitar, en með áburðar- gjöf mætti gera það virkilega gott. Þannig væri um leið létt álagi af öðru og viðkvæmara landi heiðanna. Friðun uppgræðslunnar Samkvæmt síðustu fréttum sem ég hef heyrt, er ætlunin að friða uppgræðsluna aðeins fyrir hrossum. Athuganir á gróður- þekju friðaðs og bitins lands sýna að hún er 5-25% meiri á friðaða landinu (Fjölrit RALA nr. 105). Þetta er e.t.v. ekki mikill munur, en þess ber líka að geta að gróðurþekja segir aðeins hálfa söguna. Það hefur aldrei þótt gæfulegt að beita nýræktir þannig að aldrei komi á þær þeli, niðri á láglendi. Það hlýtur enn frekar að vera í gildi uppi á heiðum. Eg held að það sé talið að 90% af þurrefni plantnanna rrtyndist fyrir tilverknað blað- grænu ogsólarljóss,en hitt komi frá jarðveginum. Ef grænu blöðin fá aldrei að vaxa upp úr moldinni nær plantan aldrei að vaxa og safna forðanæringu. Hún verður því bara aumingi sem visnar þegar að henni kreppir. Alþekkt er að sauð- kindin er sælkeri, þannig að víst má telja að kindur verði á uppgræðslunni eins og mý á mykjuskán og grípa hverja nál sem upp kemur. Mér finnst full ástæða til að líta á hver verðmæti þarna eru í húfi þegar svona ákvarðanir eru teknar. Eins og fram kemur hér á eftir, kostaði hver áburðarpoki sem dreift var, um 750 krónur vorið 1984. Heildarkostnaður á s.l. ári hefur því verið um 6 milljónir króna. Þegar búið verður að dreifa á 3000 ha þeim 24000 áburðarpokum sem til þarf, er kostnaðurinn — á niðurgreiddu verði ársins 1984 — 18 milljónir kr. Það var upplýst í vetur að húnvetnskir bændur fengju 2,2 millj. kr. fyrir að hafa hrossin heima og að það svaraði nokkurn veginn til þess hvað kosta myndi að setja upp (hrossa)girðingu um uppgræðslu- landið. Þetta þykja mér skrítnar tölur svo ekki sé meira sagt. Eg get upplýst að tvær 30 km fjárheldar rafgirðingar, sem myndu loka af 6000 hektara lands hvor um sig ef girt væru ferköntuð hólf, kosta 2,5 m.kr. í vor. Hrossagirðing væri mun ódýrari! Þá er full ástæða til að geta þéss að hvort sem uppgræðslan verður girt eða ekki, þá cr ætlunin að girða á milli Auðkúlu- og Grímstungu- heiðar, og mér er sagt að einnig muni verða krafist girðingar upp með Blöndu milli Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar. Báðar þessar girðingar myndu geta komið inn í uppgræðslu- vörsluna að einhverju leyti ef hugsað væri um að samræma þær aðgerðir sem gera á þarna. Eg tel það algerlega óverjandi að beita uppgræðsluna eins og ætlunin er að gera. Hins vegar myndi friðun fyrripart sumars gefa gróðrinum góða undirstöðu til að þola beit í ágúst og september. Girðing myndi aðeins kosta örlítið brot af áburðarkostnaði eins árs, en myndi skila margföldu gildi áburðarins í sterkari gróðri og fljótari uppgræðslu (betri nýting áburðarins). r Aburðardreifing Aburður er dýr núna og verðlag á honum fer hækkandi. Þannig er spáð 40-60% hækkun á þessu vori. Eins og nefnt var í upphafi voru bornir á um 7500 pokar á s.l. sumri. Notuð hefur verið áburðartegundin ,,23-23”, en hver poki af henni kostaði um 500 kr. á s.l. vori. Samkvæmt upplýsingum Olafs Jenssonar hjá Landsvirkjun var flutnings- og dreifingarkostnaður um 250 kr. á poka. Þannig að hver poki kostar um 750 kr. þegar allt er talið. Heildarkostnaður er því um 6 milljónir kr. árið 1984. Eg held að alltaf hafi verið miðað við að bcra 8 poka á hvern hektara og ætti eftir því að hafa verið borið á um 900 hektara á liðnu sumri. Markmiðið er að rækta upp um 3000 ha (2800 ha?) og á þá fara þá 24000 (22400) pokar sem kosta um 18 millj. kr á verðlagi 1984. Ef þessu áburðarmagni væri dreift á láglendi gæti uppskeran auðveldlega numið 7.500.000 fóðureiningum, en sennilega cnn meiru ef landið væri skynsamlega notað. Samkvæmt skýrslu til Lands- virkjunar um „Rannsóknir á ástandi og beitarþoli gróður- lenda á Auðkúlu- og Eyvindar- staðaheiði 1983” eftir Ingva Þorsteinsson, Olaf Arnalds og Ásu Aradóttur er heildarfjöldi útreiknaðra fóðureininga sem á þessum heiðurp er 5.552.000 fóðureiningar. Þá á eftir að taka tillit til gróðurfars og uppblást- urs. Þegar það hefur verið gert eru aðeins 2.868.200 fóðurein- ingar eftir,sem telstþábeitarþol heiðanna. Láglendisuppskeran eftir áburðinn er þannig 35% hærri en heildaruppskera heið- anna og 160% hærri en beitarþol þeirra. Það hefur að vísu ekki verið tekið tillit til hvað fyrir áburðinn fæst uppi á heiðum og þó öruggt sé að hann gefi verulega aukauppskeru þar, þá hlýtur það að vera verulega mikið minna en fengist fyrir hann niðri í byggð. Það má því segja „að þeir (bændur) sletti skyrinu sem eiga það”. En íleira má nefna en lélega nýtingu áburðarins. Að því erég veit best hafa eingöngu verið notaðar tvígildar áburðarteg- undir, 23-23 og 26-14, sem þá innihalda eingöngu köfnunar- efni og fosfór. Það er hins vegar svo, að „fleira er matur en feitt kjöt” og gildir það sjálfsagt um plöntur eins og menn! Hér niðri í lágsveitum er það talið sjálfsagt að bera á a.m.k. köfnunarefni, fosfór og kalí og auk þess eru kalk og brennisteinn talin efni Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra Feykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Guöbrandur Magnússon ■ ÚTGEFANDI: Feyklr hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauöárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F. Hjartarson, Siguröur Ágústsson ■ BLAÐAMENN: Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 28 krónur hvert tölublað; i lausasölu 30 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 120 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern miðvikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf,, Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon, Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.