Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 11

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 11
Samstarf kirkjukóra í Húnavatnssýslum Skíðaskáfi á Skagaströnd Mikið samstarf er með kirkju- kórunum fjórum, sem nú eru starfandi í Vestur-Húnavatns- sýslu. í fyrra sungu þeir saman þýska messu i öllum kirkjunum, en í vetur hafa þeir haldið sameiginlega þrjár söngskemmt- anir. 1 kirkjukórunum syngja um 50 manns. Á skemmtuninni söng einnig karlakór undir stjórn Ólafar Pálsdóttur, sem nefnir sig Lóuþræla — í höfuðið á söngstjóranum. Þá hafa organistar kirknanna myndað kvartett og sungið á söng- skemmtunum. Þeir eru Guðrún Kristjánsdóttir í Staðarkirkju, Helgi Ólafsson í Hvamms- Þessir hressu krakkar héldu hlutaveltu á Sauðárkróki fyrir páskana og söfnuðu 625 krónum fyrir dvalarheimili tangakirkju, Ólöf Pálsdóttir í Melstaðakirkju og Guðmundur Sigurðsson í Víðidalstungu- kirkju. Guðmundur tók við stöðu organista í haust, en hann býr á Hvammstanga en er alinn upp í Víðidalstungu. Auk söngs var hlutavelta á öllum þessum samkomum. Þá var þar selt kaffí. Engan aðgangseyri þurfti fólk aðgreiða að þessum samkomum, en seld voru merki. Allur ágóði rann til viðkomandi kirkju. Samkomur þessar voru vel sóttar og ágóði dágóður. Til dæmis var hagnaður af samkomunni á Hvammstanga tæpar 70 þúsund krónur. aldraðra á Sauðárkróki. Krakk- arnir heita: Kristján Elvar Gíslason, Þráinn Björnsson og Anna Birna Rögnvaldsdóttir. Glæsilegur skíðaskáli var form- lega tekinn í notkun á Skagaströnd á föstudaginn langa. Skálinn er 60 fermetrar að grunnfleti. Á neðri hæðinni eru sæti fyrir 40 manns og þarer eldhúskrókur, enda ætlunin að framreiða þar veitingar. Uppi er svefnloft Skálinn stendur í hlíðum Spákonufells, nokkru fyrirofan þorpið. Þar fyrir ofan er 500 m löng skíðatogbraut, sem sett var upp fyrir nokkrum árum. Úr gluggum skálans er auðvelt að fylgjast með skíðafólkinu í brekkunum. Það er ungmennafélagið Fram á Skagaströnd, sem hefur haft veg og vanda af því að koma þessum skála upp. I janúar 1984 var stofnuð innan Ungmennafélagsins skíðadeild og var deildinni falið það verkefni fyrst og fremst að koma upp skála við skíðatogbrautina. I júní voru sökklar steyptir og húsið orðið fokhelt í september Vinna við þennan hluta hússins var að mestu keypt, en síðan hafa sjálfboðaliðar unnið við að fullgera húsið. Byggingarkostnaður er 1-1,3 millj. króna. Fjár til fram- kvæmdanna hefur verið aflað með ýmsu móti ogmargargóðar gjafír hafa borist. Við athöfn í skálanum á föstudaginn langa talaði Magnús B. Jónsson, formaður skíða- deildarinnar, og lýsti byggingar- framkvæmdum og afhenti formanni ungmennafélagsins Fram, Lárusi Ægi Guðmunds- syni, formlega lykil að húsinu. Fjölmenni var við athöfnina og veitti ungmennafélagið öllum kaffí, sem þangað komu. Mikill hugur er í skíða- áhugamönnum á Skagaströnd að halda áfram að byggja upp aðstöðu í hlíðum Spákonufells. Tala menn um að næstu skref verði að kaupa snjótroðara, en síðar að flóðlýsa brekkurnar. Jafnframt vonast skíðaáhuga- menn til þess að ekki verði margir vetur svo snjóléttir sem veturinn í vetur. Muna menn ekki svo snjóléttan vetur á Skagaströnd í fjölda ára, en vegna snjóleysis var ekki hægt að bregða sér á skíði þegar skálinn var tekinn í notkun, og hefur raunar aldrei verið hægt í vetur að setja lyftuna í gang. Vídeo tæki og spólur Eitt mesta úrval af vídeomyndum á Norðurlandi vestra Yfir tvö hundruð titlar í umferð. Nýjar spólur vikulega eða oftar. Allar myndir með íslenskum texta! SÝNISHORN AF MEST TEKNU MYNDUM MÁNAÐARINS: Sloane. Spennumynd í sérflokki Ellis Island. Vlnsælasta mini-serían þessa dagana. Richard Burton og Fay Dunaway í fararbroddi stjörnuleikara. Játnlngar ökukennara. Litið ekið, en mikið... Rauðklædda konan. Gene Wilder í bráðskemmti- legri mynd. Tónlistin samin og flutt af Stevie Wonder (Woman in red). Devll Day. Hryllingsmynd fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin. Andllt í speglinum. Ein sú vinsælasta gerð eftir metsölubók Sidney Sheldons. Húslð. íslenska myndin sem sló öll aðsóknarmet árið 1983. Jóhann Sigurðsson og Lilja Þóris- dóttir í aðalhlutverkum. Fyrir börnln: Nýjar spólur með Mikka mús og Strumpunum. Laddi hefur lánað Strumpunum rödd sína. Núna eigum við 9 spólur með Mikka og 4 með Strumpunum. Verið velkomin ÁBÆR Sfmi 5371, Sauðárkróki Teiknisamkeppni í grunnskólum í tilefni alþjóðaárs æskunnar stendur yfir í 6.-9. bekk grunnskóla teiknisamkeppni um fíkniefni. Hér á landi standa Menntamálaráðuneytið, Áfengis- varnaráð og Samtök skóla- manna um bindindisfræðslu að keppninni sem er alþjóðleg. Vinátta er meginþema sam- keppninnar sem kallast: Hollir vinir - heilbrigt líf. Vinátta er öllum mikilvæg og gefur lífinu aukið gildi. Þetta á e.t.v. sérstaklega við um unglingsárin. Þörfin fyrir félagsskap leiðir stundum til skaðlegrar neyslu tóbaks, áfengis eða annarra fíkniefna. Á hinn bóginn geta góðir vinir stuðlað að heilbrigð- um lífsháttum og hjálpað hver öðrum til að forðast þær hættur sem steðja að. Með myndarlegum stuðningi hefur Búnaðarbanki íslands gert kleift að veita glæsileg verðlaun. Fimm bestu myndirn- ar fá 10.000 króna verðlaun hver, auk réttar til þátttöku í úrslitum alþjóðakeppninnar í ágúst í sumar. Einnig verða veitt 25 aukaverðlaun og allir þátttakendur fá viðurkenning- arskjal. Foreldrar og kennarar eru hvattir til að benda unglingun- um á þessa samkeppni. Allir grunnskólar hafa fengið sendar nákvæmar upplýsingar um keppnina en skilafrestur er til 30. apríl n.k. Skólarnir veita myndum viðtöku. Norðlendingar! Leka þök eða svalir hjá ykkur? Með „Sarnafil” þakdúk er lekavandamálið úr sögunni. Hafið samband við skrifstofu okkar í síma 91-28230 og okkar menn á Norðurlandi mæla upp flötinn. Við gerum fast verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Nú þegar 100 þúsund fermetrará íslandi. Sarnafíl Niardvikurkirkja: Sarnalil-SE og vidbótareinangrun. VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR FAGTÚN HF LÁGMULA 7. 105 REYKJAVIK SIMI 28230 Edith Piaf slær í gegn Leiksýningin Edith Piaf á Akureyri hefur slegið í gegn svo um munar. Edda Þórarinsdóttir hefur hlotið frábæra dóma fyrir túlkun sína á lífi og söng frönsku söngkonunnar Edith Piaf, sem lést í París 1963 aðeins 47 ára að aldri eftir stórbrotið líf. 1 leiknum koma fram urn 40 persónur, ýmsar nafntogaðar eins og Marlene Dietrich, boxarinn Marcel Cerdan og frægir franskir söngvarar sem Piaf kom á framfæri. Leikarar eru auk Eddu Þórarinsdóttur: Sunna Borg, Guðlaug María Bjarnadóttir, Emelía Baldurs- dóttir, Marinó Þorsteinsson, Pétur Eggerz, Þráinn Karlsson, Theodór Júlíusson og Gestur E. Jónasson. Auk þeirra koma frani dansararnir Haraldur Hoe Haraldsson og Helga Alice og níu manna hljómsveit undir stjórn Roars Kvam.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.