Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 3

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 3
8/1985 FEYKIR 3 sem æskilegt er talið að bera á helst árlega, eða a.m.k. öðru hvoru. Þá er heill hópur snefilefna sem getur skort og sem lítt hefur verið rannsakað hvort skorti hér, þó grunur hafi verið á slíku. Má þar nefna magnesíum, mangan, bór, joð, selen, molybden, kopar o.fl. Það er að vísu rétt að það fæst ekki mikill uppskeruauki af öðrum efnum en köfnunarefni og fosfór. Það segir þó einungis hálfa söguna. Ég hef einhvers staðar séð að kalí auki kalþol í hæfilegu magni og af sömu ástæðu er mönnum ráðlagt að kalka tún sín, sérstaklega til að vallarfoxgrasið endist betur. Gætu sömu áhrif ekki verið gagnvart heiðagróðrinum? Mér sýnist ekki líklegt að jarðvegur þarna á fjallamelunum sé sérlega „feitur” og næringar- ríkur — finnst reyndar líklegra að hann sé harla snauður af næringarefnum. Því á ég erfitt með að trúa, að það sem talið er nauðsynlegt í byggð sé ónauðsyn- legt þarna uppi. Annað sem ástæða er til að skoða er dreifing áburðarins. Þegar áburði er dreift úr flugvél er margt sem hefur áhrif á hvernig hann dreifíst og hvar hann lendir. Má þar nefna rennslishraða áburð- arins, flughraða, flughæð, vind og sjálfsagt fleira. Besti mælikvarðinn á það hvernig áburðurinn dreifist eru þær randir sem grænka þar sem áburðurinn lendir. Nú hef ég ekki verið við þegar áburðinum hefur verið dreift, en ég ætla að þar sem aðstæður leyfa sé vélin tæmd á einni beinni línu. Hver vél tekur 80 poka af áburði og á því að dreifa á 10 hektara. Nú hef ég mælt (stikað) breidd allmargra dreifingarranda og þær hafa oftast verið 15-20 m en farið allt upp í 25 m. Eftir því ætti lengd dreifínganna að vera um 5 km. Ég hef aðeins stikað eina lengju (og það var ekki nákvæmt, því ég var annað að gera) og fannst hún ekki vera nema rúmir 2 km. hafi flugvélin tæmt sig á þeirri leið er áburðarmagnið ekki 8 pokar á hektara heldur 16-26 pokar á hektara. Eins og fyrr sagði, var þetta ekki nákvæm mæling en mér finnst hins vegar að gróðurfar uppgræðslusvæðanna bendi til mun meira áburðar- magns en þeirra 8 poka sem dreifa á. Gróskan er nefnilega alveg ótrúlega mikil miðað við hæð, jarðvegsgæði o.fl. Sé svona mikið borið á er vert að hugleiða það nánar hver áhrifin eru. Það hefur aldrei verið talið gott að pína gróðurinn áfram með óhóflegri áburðargjöf. Þá er líklegt að nýting áburðarins verði mun verri og jarðvegur þarna er gljúpur og bindur sennilega áburðarefnin ekki vel. Því verður að telja þetta óæskilegt eða jafnvel skaðlegt, ekki síst þegar tillit er tekið til þess hve einhliða áburður er notaður. Þá er það svæði sem borið er á ekki alveg jafn stórt og af er látið, sé þetta rétt. Þeir 7500 pokar sem dreift var 1984 áttu að fara á um 900 hektara. Þessi landstærð gæti verið 400- 500 ha ef dreift hefur verið 15-20 pokum á hektarann. Þetta finnst mér ástæða til að skoða nánar og athuga hvort ekki er hægt að gera þetta bæði betur og ódýrar með jarð- bundnari tækjum en flugvél. Hér hafa verið tíunduð nokkur atriði sem mér finnst að miður hafi farið í sambandi við framkvæmdir við Blönduvirkj- un. Fleira hefði mátt ræða í þessu sambandi, t.d. það að taka upprekstrarrétt á hrossum af bændum og þann áróður sem hefur verið gegn hrossaeign bænda. Þá eru kröfur bænda um vegalagningu inn um alla heiði þeim til háborinnar skammar, því notagildi þessara vega er hverfandi, ég held einungis við akstur íjár á heiðar að vori og heim að hausti. Bændur kvarta mikið um að fólksfæð í sveitum geri þennan akstur nauðsynleg- an, en hafa þeir nokkurn tíma borið sig eftir því að útvega mannskap? Ég er sannfærður um að stór hópur kaupstaða- fólks myndi vera tilbúinn að fara í göngur og reka heim með bændum — og jafnvel borga fyrir það! Væri bændum nær að snúa sér þann veg í stað þess að krefast vega um allar trissur. En látum þetta nægja að sinni og ég vona að einhverjir, og þá ekki síst meðlimir samráðs- nefndar, hugleiði þessi mál vandlega. Ragnar Eiríksson býr í Gröf á Höfðaströnd. Hann er búfrœði- kandidat og fyrrverandi ráðit- nautur. Nýja pípuorgelið verður vígt annan hvítasunnudag Nú er pípuorgelið, sem keypt hefur verið til Hvammstanga- kirkju, komið og uppsetning þess haftn. Tveir menn frá dönsku verksmiðjunum hafa unnið við uppsetningu orgelsins, en að því loknu koma aðrir tveir til að stilla hljóðfærið og verða þeir 3-4 vikur á Hvammstanga. Nýja pípuorgelið verður vígt á annan hvítasunnudag. Eins og áður hefur komið fram í Feyki hefur fé til orgelkaupanna verið aflað með ýmsu móti, m.a. er nú verið að gefa út hljómplötu og rennur ágóði af sölu hennar til orgelkaupanna. f Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa HARALDAR HRÓBJARTSSONAR múrarameistara, Hamri, Hegranesi. Sigríður Jónsdóttir, Bragi Þór Haraldsson, Sigríður J. Andrésdóltir, Helga Haraldsdóttir, Bjarki E. Tryggvason, Baldur Haraldsson, Guðbjörg R. Ásgeirsdóttir, Jón Bjartur Haraldsson og barnabörn. ^^^^mmmmm^^m^^m^^m^mmmm^^^^mmmmmmm^mmmmmm Hús til sölu Tilboð óskast í húseignina Smáragrund 1, Sauðárkróki, sem er 170 fermetra einbýlishús með bílskúr. Hugsanleg skipti á minni eign. Upplýsingar veita Jón Ásbergsson og Þorbjörn Árnason í síma 95-5600. íbúð til sölu Til sölu góð þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsinu Víðigrund 2, Sauðár- króki. Björt íbúð og skemrntilegt útsýni. Ný teppi. Upplýsingar gefur Ágúst Guðmunds- son í síma 5889. Súgþurrkunarmótor Vil kaupa súgþurrkunarmótor, eins fasa 7,5 hestöfl, 22 volt. Upplýsingar I síma 95:5533 (Jón). Flakkarinn við símstöðina á Sauðárkróki í maí verður væntanlega búið að koma fyrir færanlegri símstöð á Sauðárkróki, sem þeir hjá Pósti og síma kalla „Flakkarann”. Flakkarinn verður í gámi utanhúss og notaður á meðan unnið er að uppsetningu nýrrar stafrænnar símstöðvar innan- húss. Með tengingu Flakkarans verður hægt að bæta 60 númerum við á Sauðárkróki, og bætir það úr brýnni þörf, en all lengi hefur verið ómögulegt að fá ný símanúmer. Áætlað er að notast við Flakkarann fram í október, en þá á ný stafræn 1280-númera stöð að vera tilbúin. Þegar þessu verki lýkur tengjast nýir sveitasímnotendur sjálfvirka síma- kerfinu. Samhliða uppsetningu stöðvarinnar á Sauðárkróki verður ný símstöð sett upp á Hofsósi. STEINULLARVERKSMIÐJAN HF. ÓSKAR AÐ RÁÐA EFIIRTALDA STARFSMENN Starfsmann á hráefnalager Starfssvið: Umsjón með hráefnalager. Tilfærsla hráefna. Skilyrði: Réttindi á ámoksturstæki. Starfsmann í ofnhús Starfssvið: Blöndun bindiefna, umsjón með rafbræðsluofni og hráefnaflutningskerfi. 6 starfsmenn í pökkun (vaktavinna) Starfssvið: Móttaka framleiðsluvara af framleiðslulínu. Flutningur í vörugeymslu. Skilyrði: Réttindi til að aka lyftara. 2 starfsmenn í vörugeymslu Starfssvið: Afgreiðsla á pöntunum. Flutningar. Skilyrði: Réttindi til að aka lyftara. Umsóknareyðublöð afhendast á skrifstofu Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sau^árkróki, þar sem umsóknum verður einnig veitt móttaka. F»eir sem áður hafa sótt um störf hjá verksmiðjunni eru beðnir að endurnýja umsóknir sínar. Umsóknarfrestur er til 19. apríl n.k. Störf hefjast 1. ágúst 1985. Steinullarverksmiðjan hf. er hlutafélag í eigu innlendra | og erlendra aðila. Steinullarverksmiðjan hf. mun hefja rekstur verksmiðju á Sauðárkróki í ágúst n.k. Markmið félagsins er að anna eftirspum á íslandi á einangmnar- efnum til hita-, bruna- og hljóðeinangrunar í háum s gæðaflokki og á lágu verði. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er liður í nýsköpun í íslenskum atvinnuvegi. Verksmiðjan mun nýta innlend hráefni og með tilkomu hennar er vænst, að innflutningur tilbúinna erlendra einangrunarefna og erlendra hráefna til einangrunar- framleiðslu minnki. STEINULLARVERKSMIÐJAN HF.. 550 Sauðárkróki. Sími: 95-5986 STEINULLARVERKSMIDJAN HF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.