Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 4

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 8/1985 Kjörmannafimdur Búnaðarsambands Skagafiarðar: Utflutmngsbótaréttiiriiin verði ekki skertur Stéttarsamband bænda hefur boðað til aukafundar í Reykja- vík í dag, 17. apríl, vegna væntanlegrar endurskoðunar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Kjörmannafund- ur Búnaðarsambandsins í Skaga- fjarðarsýslu vegna þessa auka- fundar var haldinn á Sauðár- króki s.l. fimmtudag, en fundinn sátu þrír fulltrúar frá hverju búnaðarfélagi í héraðinu. Kjörmannafundurinn skoraði á aukafund Stéttarsambands- ins, sem settur verður í dag, að gera eftirfarandi kröfur vegna væntanlegrar endurskoðunar laga um Framleiðsluráð, verð- skráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafurðum o.fl. Áskor- un kjörmannafundarins er svohljóðandi: Mótmæla okurvöxtum Á kjörmannafundi Búnaðar- sambands Skagafjarðar vegna aukafundar Stéttarsambands bænda var samþykkt ályktun þess efnis að mótmælt er harðlega því fjármagnsokri sem nú er ástundað og lögfest hér á landi, þannig að framleiðslu- atvinnuvegir og flestir aðilar sem á lánsfé þurfa að halda fá alls enga fyrirgreiðslu. í ályktuninni er skorað á Alþingi og ríkisstjórn að lækka vexti án tafar og að verðtrygging lána taki mið af launum og greiðslugetu undirstöðuatvinnu- greina þjóðarinnar. Ennfremur segir í ályktun- inni: „Verði fjármagnskostnað- ur ekki stórlækkaður er augljóst að hvers konar skuldbreytingar eru gagnslítið kák og verða ekki að því gagni sem til var ætlast.” Fundurinn beinir því til fundar Stéttarsambands bænda sem haldinn er í dag, 17. apríl, að taka þetta mál fyrir og fylgja því fram eins og frekast er unnt. Bændur neiti að greiða hærra verð fyrir áburðinn en er í nágrannalöndunum Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á kjörmannafundi Bún- aðarsambands Skagafjarðar 11. april s.l.: „Fundurinn beinir því til stjórnar Stéttarsambands bænda að hún afli upplýsinga um áburðarverð í nágrannalöndum okkar og hvaða verð yrði á innfluttum áburði. Stéttar- sambandið hafi síðan forgöngu um að bændur neiti að greiða hærra verð fyrir áburð frá Áburðarverksmiðju ríkisins en innfluttur áburður myndi kosta. Þá beinir fundurinn því til stjórnar Stéttarsambandsins að krefjast þess að fram fari ítarleg úttekt á því hvers vegna verð á tilbúnum áburði og raforku er jafn hátt og raun ber vitni.” Ályktunin var samþykkt samhljóða. Tökum að okkur allar húsbyggingar og aðra mannvirkjagerð Hvers konar innréttingar. Inni- og útihurðir. Eldhúsinnréttingar eftir þínum óskum. TRÉSMIÐJAN BOB© BORGARMÝRI 1 - SAUÐÁRKRÓKI 5170 ríkisvaldið um verðábyrgð á 9. Skilgreint verði hvemig ákveðnu framleiðslumagni verði staðgreiðsla, þ.e. full greiðsla til gerður samningur til a.m.k. 5 framleiðenda innan mánaðarfrá ára. afhendingu vörunnar, verkar 8. Veiting sláturleyfa verði gagnvart verðlagningu og end- með sama hætti og nú er. anlegu verði til framleiðenda. Múiningarskákmót á Blönduósi 1. Útflutningsbótaréttur og útílutningsuppbætur verði ekki skertar nema jafnhliða verði mætt þeim samdrætti sem þegar er orðinn í framleiðslu búvara með nýrri atvinnuuppbyggingu, svo og frekari samdrætti, ef til kemur. ^ 2. Útflutningsbótarétturinn miðist áfram við heildarverð- mæti landbúnaðarframleiðsl- unnar eins og hún hefur verið skilgreind við verðmætaútreikn- ing að undanförnu. 3. Tekin verði upp fram- leiðslustjórnun á allri kjötvöru og eggjum. 4. Kveðið verði á um ótvíræða heimild til þess að taka upp svæðabúmark. 5. Heimilað verði áfram að taka gjald af innfluttu kjarn- fóðri sem tæki til framleiðslu- stjórnunar. 6. Verðlagning búvöru verði áfram í höndum verðlagsnefnd- ar landbúnaðarins (sex manna nefndar), bæði hvað varðar verðákvörðun til framleiðslu- ráðs og verðlagningu á heildsölu og smásölu að svo miklu leyti sem smásöluálagning verði ekki frjáls. 7. Komi til samninga við Um bænadagana var haldið skákmót á Blönduósi til minningar um Jónas Halldórs- son og Ara Jónsson. Þátttak- endur voru 28 og tefldu 16 í fullorðinsílokki og 12 í unglingaflokki og var teflt eftir Monrad-kerfi. I flokki fullorðinna sigraði Jón Garðar Viðarsson frá Akureyri með 6,5 vinningi af 7 mögulegum. í öðru sæti varð Jakob Kristjánsson einnig frá Akureyri með 6 vinninga og í þriðja sæti varð Pálmi Sighvats- son frá Sauðárkróki. í unglingaflokki sigraði Reynir Grétarsson á Blönduósi með 9,5 vinningi af 11 mögulegum. í öðru sæti varð Unnar Árnason á Blönduósi með 9 vinninga og í þriðja sæti varð Ingvar Björnsson, Hóla- baki, með 8 vinninga. Ungmennasamband Austur- Húnvetninga stendur jafnan fyrir þessu minningamóti, sem að öðru jöfnu er haldið árlega. Nú var keppt um veglegan farandbikar, sem gefinn var af sýslusjóði Austur-Húnavatns- sýslu. Misritun Misritun varð í greinastúf sem birtist í Feyki fyrir skömmu, þar sem þakkaðar voru gjafir til byggingar setustofu við sjúkra- húsið á Hvammstanga. Guðjón Jónsson, sem gaf 25 þúsund krónur var sagður frá Búrfelli í Miðfirði. Hið rétta er að Guðjón er frá Huppahlíð í Miðfirði og er hann hér með beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. A KHD GÆÐI ENDING ÖRYGGI HAMAR HE (noi Borgartúni 26. Sími 91-22123. 'C y DEUTZ-INTRAC VERÐLÆKKUN: NÚ KR. 690.000.- Við sendum ef óskað er sænska könnun um olíu- eyðsiu Deutz samanborið við aðrar tegundir. Deutz er byggður fyrir nútíma kröfur fyrir nútíma fólk: Rúmgott og nýtískulegt hús með öllum þægindum. Afkasta- mikil miðstöð, óvenju gott útsýni, allar rúður opnanlegar, vélin sjálf er loftkæld og nær þannig fljótar eðlilegum vinnsluhita. Þetta sparar olíu. Ekkert vandamál með kæli- vatnskerfi, hosur o.fl. Auðveld aðkoma og viðhald á vél. Gírkassi og drifbúnaður óhemju sterkbyggður. Vélin skilar 95% af orku í aflúrtak. Þrenn tvívirk stjórntæki, olfukerfi fyrir iyfti- og drifbúnað aðskilin. Svona mætti lengi telja, en á hinum harða v-þýska markaði varð Deutz dráttarvélin söluhæst árið 1984. Það segir meira en mörg orð fá lýst. Skoðið TROMPIÐ OKKAR! Deutz dráttarvélarnar eru þekktar fyrir styrkleika og lága bilanatíðni. Þær eru sparneytnar og hagkvæmar í rekstri. Margir halda að Deutz dráttarvélarnar séu dýrari en þær raunverulega eru. Þegar þú leggursaman kostina kemstu að öðru. Hér má nefna áreiðanleika þannig að þú getur treyst vélinni þegar mikið liggur við. Olíusparnaður er umtalsverður, þegar litið er til lengri tíma. Ending sparar viðgerða- og varahlutakostnað og síðast en ekki sfst hátt endursöluverð. Láttu Deutz vinna fyrir þig.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.