Feykir


Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 5

Feykir - 17.04.1985, Blaðsíða 5
Skagaströnd: 8/1985 FEYKIR 5 dráttarbraut tekin í notkun Dráttarbraut var tekin í notkun á Skagaströnd á laugardag fyrir páska. Þar er unnt að taka upp báta, sem eru allt að 150 brúttólestir, en síðar er ráðgert að lengja brautina þannig að þar megi taka upp báta sem eru 180 lestir. Dráttarbrautin er hönnuð af Einari Þorbjörnssyni verk- fræðingi hjá Hönnun hf. Hún er byggð sem bogabraut til þess að hún nái fyrr meira dýpi í sjó fram, en sé flatari efst en venjuleg skábraut myndi vera. Lengd brautarinnar lárétt mælt er 110,5 m frá spilhúsi að brautarenda. Efstu 84 metrarnir eru steyptir, en fremst eru trésvellur úr 8x4 tommu harðviði, sem raðað er mismun- andi þétt eftir álagi. Höfðahreppur greiðir 60% af byggingarkostnaði brautarinn- ar, en ríkissjóður 40%. A árinu 1982 hófust framkvæmdir. Þá voru greiddar 2.127 þúsund krónur í kostnað vegna dýpkunar, hönnunar og annars undirbúnings. Á árinu 1983 var framkvæmdakostnaður 5.850 þúsund kr. og á síðasta ári var hann 6,5 millj. kr. Á þessu ári er talið að þurfi 1,8 millj. kr. til þess að ljúka verkinu, en eftir er að steypa fjóra hliðargarða til viðbótar við þá þrjá sem þegar eru komnir vestan við dráttar- brautina. Einnig þarf að klæða þá að ofan með eikarbitum og koma fyrir hliðarfærslubúnaði. Ef þörf er á síðar er einnig unnt að byggja hliðargarða austan við dráttarbrautina og koma þann- ig fyrir fleiri bátum. Höfðahreppur hefur ákveðið að gera samning við Skipa- smíðastöð Guðmundar Lárus- sonar hf. um leigu á Áviniisluherfl Vinnubreidd 3,05 m Verð kr. 9.240.- Fjaðraherfi Diskaherfi i Hnífaherfi Plógar A 1 skera brotplógur Verð kr. 19.800.- Bændur! Athugið hið fjölbreytta úrval búvéla sem við eigum á lager - eða pöntum með stuttum fyrirvara. Hafíð samband við sölumenn okkar, eða kaupfélögin um land allt. Vinnubreidd 3,4 m Verð kr. 33.500,- Vinnubreidd 2,4 m Verð kr. 40.600.- Hankmo 66 Vinnubreidd 2,1 m Verð kr. 48.000.- Rúmtak 210 I - 1000 I Y’erð frá kr. 9.350.- Flagjafnarar Vinnubreidd 2,2 m Verð kr. 16.980.- VOR - 1985 Ýmsar búvélar á mjög góðu verði: Fyrsti báturinn dreginn upp nýju dráttarbrautina. mannvirkinu. Mun dráttar- brautin styrkja mjög erfíða stöðu Skipasmíðastöðvarinnar og veita nokkrum mönnum atvinnu árið um kring. Auk þess mun hún auka umsvif hjá öðrum fyrirtækjum á Skaga- strönd, sem eru í sérhæfðri viðgerðaþjónustu fyrir báta og skip. Ádolf Berndsen oddviti á Skagaströnd hélt ræðu þegar dráttarbrautin var formlega tekin í notkun. Hann lýsti mannvirkinu og sagði frá þeirri baráttu sem Skagstrendingar hafa háð til að koma þvi upp. „Þegar heimamenn standa saman og fá stuðning góðra þingmanna næst árangur, sem allir geta verið ánægðir með,” sagði Adolf. Hann þakkaði öllum sem lagt hafa þessu mikla hagsmunamáli Skagstrendinga lið og lét í ljós þá von að iðnaðarmenn á Skagaströnd myndu standa sig vel í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í þessari iðngrein. Að lokinni ræðu Adolfs talaði Sigfús Jónsson sveitarstjóri. Hann lýsti framkvæmdum við dráttarbrautina og sagði frá því hvað þær hefðu kostað og hvernig ætti að reka dráttar- brautina. Síðan töluðu þing- mennirnir Pálmi Jónsson og Páll Pétursson. Að lokum lýsti oddvitinn, Adolf Berndsen, því yfir að Dráttarbraut Skaga- strandar væri formlega tekin í notkun. Að því loknu var spilið, sem er með 15 tonna átakskrafti, sett í gang og dró það fyrsta bátinn upp dráttarbrautina. Loks bauð hreppsnefndin til kaffidrykkju í félagsheimilinu Fellsborg. HC )TE ;l m j [ÆLIFEI ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.