Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 5. apríl 1995 VESTFIRSKA J FRÉTTAB LAÐIÐ Sönghópurinn Emil og Anna Sigga - Tónleikar í sal frímúrara í næstu viku önghópurinn Emil og Anna Sigga halda tónleika í sal frí- múrara á Isafirði á miðviku- dagskvöldið í næstu viku og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleik- arnir eru á vegum Tónlistarfé- lags Isafjarðar. Emil leit dagsins ljós í fyrsta sinn á haustdögum 1985 og verður Irann því tíu ára á þessu ári. Fyrst um sinn var hann ekki við kvenmann kenndur en fljótlega seig á gæfuhliðina og frægðarferill Emils hófst ekki fyrr en hann náði sér í Önnu Siggu fyrir lífsförunaut. Hófu þau að koma saman við hin ýmsu tækifæri, ekki síst á öld- um ljósvakans, og lögðu metn- að sinn helst í flutning svokall- aðrar þrönghljómandi a cappella tónlistar, nrest frá sfð- ustu 100 árum eða svo. Aðstandendur Emils eru Bergsteinn Björgúlfsson, tenór, Ingólfur Helgason, bassi, Sig- urður Helgason, kontratenór, Skarphéðinn Þór Hjartarson, tenór, og Sverrir Guðmunds- son, tenór, að ógleymdri Önnu Sigríði Helgadóttur, mezzó- sópran. Á efnisskrá verða þjóðlög frá Bretlandseyjum, auk laga úr handraða Emils sem eru sér- staklega útsett fyrir hann. II- kynnmg Irá lög- reglunni Hjá lögreglunni á Isafirði er talsvert af ó- skilamunum, sem tengj- ast hjálparstarfinu f Súðavík. Er þarna um að ræða föt og tæki sem komið hefur verið til lögreglunnar. Þeir sem sakna nruna frá þessum tíma eru beðnir að koma á lög- reglustöðina og athuga hvort þar leynist eitt- hvað af eigum þeirra eða hvort þeir geti gefið upplýsingar um eigend- ur þessara hluta. Guð- björg Ring- sted sýnir / i Slunka ríki Guðbjörg Ringsted opnar sýningu á graf- íkverkum í Gallerí Slunkaríki á laugardag- inn, 8. apríl kl. 16. Þar verða sýndar tólf dúkristur unnar á síð- astliðnu súmri og gæti sanrheiti þeirra verið Blátt landslag. Guðbjörg er fædd á Akureyri árið 1957 en er nú búsett á ísafirði. Þetta er sjötta einkasýn- ing hennar en hún er fé- lagi í Islenskri Grafík. Slunkarfki er opið kl. 16-18 fráfimmtudegi til sunnudags og stendur sýning Guðbjargar til 23. apríl.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.