Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 7
 \ ESTFffiSKA Miðvikudagur 5. apríl 1995 7 I FRÉTTABLAÐIÐ | Konur, tökum málin í eigin Itendur! - Guðrún Á. Stefánsdóttir skrifar Staða kvenna, laun og kjör hafa verið forgangsmál Kvennalistans frá upphafi. Kvennalistinn átti þess kost eftir kosningar 1987 að fara í stjórnarmyndunarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Alþýðu- flokk og þá settu þær sér það markmið ....að tryggja öllum þegnum þjóðfélagsins tekjur. sem duga til framfærslu" og .....vinna sérstaklega að því að styrkja stöðu fjölskyldunnar..." Þessar kröfur náðu ekki fram að ganga og ekkert varð af stjórnarsetu. Því miður, getum við sagt, því öðruvísi væri um að litast í þjóðfélaginu í dag ef kröfur kvennalistakvenna het'ðu náð fram að ganga. Stjórnarflokkarnir hafa ítrekað haft tækifæri til að taka á þess- um málum en gera það ekki. Launajafnrétti - kvenfrelsi Nýútkomin skýrsla um launa- mun kynjanna sem unnin var fyrir Jafnréttisráð sýnir svo ekki er um villst, að hróplegt launamisrétti ríkir enn á Islandi þrátt fyrir jafnréttislögin frá 1976. Niðurstöður skýrslunnar koma konum ekkert á óvart. Þær benda til að konur hafi um 60% af launum karla. Þrátt fyrir jafréttislög hefur tíma- kaup kvenna lækkað í hlutfalli við tímakaup karla undanfarin ár. Skilaboð til okkar kvenna hafa verið skýr þess efnis, að við þyrftum að mennta okkur meira. Könnunin sýnir liins vegar að með meiri menntun eykst launamunurinn konum í óhag. Það kemur því ekki á ó- vart að þær stéttir sem notað hafa verkfallstrétt sinn á síð- Guörún Á. Stefánsdóttir. ustu misserum — eru kvenna- stéttir. Kvennalistinn vill gjör- breyta þessu og vill þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna. Könnunin sýnir einnig að viðhorf yfirmanna fyrirtækja eru ennþá á þá lund, að karlar séu fyrirvinnur og verði því að hafa meiri laun en konur. Þetta er auðvitað alveg út í hött. Að minnsta kosti þekki ég ekki neina konu sem vinnur fyrir launum og telur sig ekki vera fyrirvinnu til jafns við makann. Fjölskyldumál - kvennamál! Aukin réttindi kvenna og barna og bætt lífskjör fjöl- skyldunnar eru hápólitísk mál. Greinilegt er þó að karlar telja þessi mál vera „mjúku málin" og aðallega kvennamál, eins og mátti sjá í pólitískum umræðu- þætti um velferðarmál í sjón- varpinu nýlega. Fulltrúar flokkanna voru aðallega konur. Eg treysti þó engum flokki betur en Kvennalistanum til að bæta stöðu kvenna og barna og um leið stöðu fjölskyldunnar. Kvennalistinn á stóran þátt í þeirri hugarfarsbreytingu sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi undanfarinn áratug og korn best í ljós í sveitar- stjórnarkosningunum sl. vor þegar „mjúku málin" voru orð- in helstu kosningamálin. Kvennalistinn hefur lagt sitt af mörkum á Alþingi til að bæta stöðu tjölskyldunnar og lagt fram ýmis frumvörp og tillögur til að bæta stöðu launþegaog til breytinga á hinu óþolandi launamisrétti karla og kvenna. Vegna Kvennalistans hefur at- hygli manna í auknum mæli beinst að réttindum kvenna og barna, velt'erð og öryggi tjöl- skyldunnar, ofbeldi gegn kon- um og börnum og verndun umhverfisins. Kvennalistinn leggur áherslu á lengra fæðing- arorlof, hærri barnabætur, sér- stakan persónuafslátt barna og leikskóla fyrir öll börn. Með þessurn hætti er hægt að sam- eina atvinnulíf og fjölskyldulíf svo báðir foreldrar hafi tæki- færi til að sinna börnum sínurn og atvinnu. Vestfirskar konur - kjósum konu á þing! Konur hafa sýnt það oftar en einu sinni, að á þær er hlustað þegar þær standa saman. Sýn- um samstöðu næsta laugardag og kjósum vestfirska konu á þing. Veljum vestfirska konu á þing. — Veljum V í vor. Guðrún A. Stefánsdóttir. Vetrarævintýri í óbyggðum: Dorgveiðiferðir á Arnarvatnsheiði Staðarskáli í Hrútafirði í samvinnu við fleiri aðila býður upp á dorgveiðiferðir upp á Arnarvatnsheiði undir nafninu Vetrarævintýri. Þetta er annað árið sem boðið er upp á þessar ferðir, þar sem silungur er veiddur gegnum ís og jafn- framt notið útivistar í óbyggð- um. Einnig er sá möguleiki að gera lykkju á leið sína og fara að Hveraborgum, vestur við Síká, og baða sig þar í heitum bollum sem myndast hafa í bergið. Farið er í þessar ferðir upp á heiði þegar óskað er, hvort sem það er í miðri viku eða um helgar. Akveðið hefur verið auk þess að bjóða upp á sér- stakar ferðir upp á Arnarvatns- heiði á skírdag og laugardaginn fyrir páska. Farið verður frá Staðarskála kl. 8 að morgni Allar nánari upplýsingar um báða dagana og komið til baka Vetrarævintýrið fást í Staðar- umkl. 18. skála. Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Jóns Magnússonar frá Stað í Aðalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði fyrir alúð þess og umhyggju. Guðný H. Jónsdóttir Olafur Guðmundsson Baldur T. Jónsson Vigfúsína Clausen Hreinn Þ. Jónsson Kristín Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á ísafirði dagana 10., 11. og 12. apríl nk. EF NÆG þÁTTTAKA FÆST EFNÆG þÁTTTAKA FÆST!!! Námskeiðið stendur í 3 daga og lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingarstofunni síma 568-1122 Löggildingarstofan Af axarsköftum - pólítískum og öðrum Fádœma deyfð er og hefur verið yfir kosningabarátt- unni síðustu vikurnar. Kenn- araverkfallið hafði lamandi áhrifá þjóðlífið og niður- drepandi áhrifá nemendur og foreldra þeirra, sem hqfa nú meira álit á skólum en fyrr. Þeir hqfa þó eittlivað upp úr baráttunni eftir allt streðið og ónýtt heimilislíf á mörgum heimilum, jafnvel þannig að prestar virðast telja að sum lijónabönd hafi tœpast þolað þetta aukaálag frá kennurunum. Þess vegna var snjallt hjá lcekni einum við Fjórðungs- sjúkrahúsið og Heilsugœslu- stöðina á Isafirði að skrifa nú Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra pistilinn og kenna honum um það að eyðileggja alltfyrir þeim sem vilja byggja upp heilsugœslu hér um slóðir og vekja svo at- hygli á því að lœknirinn sjálfur sé einn helsti baráttumaðurinn fyrir bœttri heilbrigðisþjón- ustu. En lœknirinn sagði að Sighvatur gerði ekkert til þess að liðka til nema kaupa hús af vinum sínum og skaffa þeim vinnu. Og bœtti svo um betur og skýrði frá því að nú œtti að lama einu virku deildina á FSÍ. Auk þess sem nýja deildin œtti enga möguleika að taka til starfa. Lesendum brá við pistil lœknisins endafast kveðið að orði. Engin hús lumda nýjum lœknum. En þó má minna á að ekki er kunnugt um að þeir lceknar sem komið hafa ogfar- ið á undanförnum árum hqfi farið vegna íbúðaskorts. Lcekn- irinn minnir svo lesendur á að liugsa nú vel um orð sín áður en þeir kjósi. Ja hérnci, á nú aðfara að kjósa sérstakan húsnceðisráð- herra handci lceknum á Isa- firði, eða hvað? En svo svar- aði Sighvatur og var mikið niðri fyrir að vonum. Honum var núið því um nasir, að fyrst ogfremst hugsaði hann um vini sína, keypti afþeim liús og gerði þá svo að ráðherrabíl- stjórum eða yfirmönnum heil- brigðisstofnana. Ráðherranum og frambjóðandanum Sighvati Björgvinssyni varð ekki skota- skuld úr því að svara lceknin- um, þótt viðfyrstu sýn hefði mátt halda að þingmanninum hefði skjöplast lítillega varð- andi föðurnafn tæknisins. Ifyrirsögn svars síns í Skutli kallaði Sighvatur lœkn- inn ritglaða eiginnafni sínu og nefndi svo axarskaft. Nú er svo sem ekkert að axarsköftum, að minnsta kosti ekki þeim sem notuð eru eða luifa verið notuð til þess að halda axarblaðinu eða hausnum og auðvelda þannig notkunina, sem oftast er sú að höggva við, fólki til gagns. En svo vill einnig til, að axarskaft er stundum notað í merkingunni glappaskot og þykir helclur neikvœtt. Auðveldlega má ímynda sér að Sighvatur hafi séð lcekninn fyrir sér sem öxi er œtlaði sér að höggva á báða bóga, enda spciraði lœknirinn sig hvergi og kallaði samstarfsmann sinn, framkvœmdastjóra Fjórðungssjúkrahúss og heilsugœslustöðvar, vikapilt ráðherrans. Var lielst afrit- smíð lœknisins að skilja, að „ vikapilturinn “ vœri að launa starfsveitinguna ineð því að taka 4. sceti á lista Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum, sem Sighvatur leiðir. Flestum finnst þar hafa verið ncerri höggvið. Yfirlœknir Fjórð- ungssjúkrahússins er efsti maður á lista Sjálfstœðis- flokksins á Isafirði og forseti bæjarstjórnar þar. Fær les- andinn því á tilfinninguna að læknirinn hafi í ritgleði sinni gleymt að höggva á báða bóga, því meðan einn er liöggvinn er öðrum hlíft. Með þessu er auðvitað alls ekki sagt að læknar þurfi að launa einum eða neinum að fá stöif, en hvað má skilja afgrein- inni? Sú spurning vaknar óneitan- lega, hvort heilbrigðisráð- herra hafi réttfvrir sér þegar hann segir í svari sínu, að ó- samlyndi lcekna á Isafirði hafi verið starfii sjúkrahússins til trafala. Geturþá verið að nú sé þetta ósamlyndi búið að taka á sig nýja myncl, að lcekn- ar beiti sér gegn framkvcemda- stjóranum í stað þess sem áður sýndust vera innbyrðis deilur? í sjálfu sér er alls ekki víst að Sighvatur hafi réttfyrir sér ífyrirsögninni, að læknirinn líti á sig sem rétt kjörinn til að höggva á báða bóga efsú skýringin er valin. Það er ekki einu sinni víst að lœknirinn hafi gert glappaskot með grein sinni. Hann hefur í það minnsta gert lýðum Ijóst hvaða skoðanir hann hefur á yfir- mönnum heilbrigðiskerfisins, þótt ráðherrann liafi hrakið þœr, og reyndar samstarfs- mönnum sínum líka. En þar með vaknar sú spurning hvort hann hefði ekki átt að vanda málflutn- ing sinn betur. Málfrelsið er dásamlegt vegna þess að það veitir hverjum sem er tœkifœri til að láta skoðanir sínar í Ijós, nánast hvar sem er og hvencer sem er. Þeir sem það gera eru hugrakkir. Hugrekki getur ekki verið axarskaft í þeim skilningi að teljast glappaskot. En jafnvel pólitískir and- stœðingar cettu að njóta sannmœlis og því ber að fara varlega þegar bornar eru á menn sakir. Til lengri tíma litið er betra að kynna sér umfjöllunarefnið áður en höggið er látið ríða. Efþað er ekki gert getur axarskaftið losnaðfrá hausnum og orðið pólitískt.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.