Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Qupperneq 1
[ 11 FRETTABLAÐIÐ Fr A Símar á kosningaskrifstofu eru 5342 oa 5344 Vestfjarðalistinn. Miðvikudagur 5. aprfl 1995 • 13. tbl. 21. árg. S 94-4011 • FAX 94-4423 Verð kr. 170 m/vsk. 40. Fjórðungsþing Vestfirðinga: Johanni T. Bjarnasyni þökkuð störfin í þágu Vestfiröinga Fertugasta Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið sl. föstudag og laugardag í Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði. Þar urðu þau tímamót, að Jó- hann T. Bjarnason lét af starfi framkvæmdastjóra Fjórðungs- sambands Vestfirðinga eftir að hafa gegnt því með farsæld í tæpan aldarfjórðung. Við tók Eiríkur Finnur Greipsson á Flateyri. í þinglok tóku fjölmargir vestfirskir sveitarstjórnarmenn til máls og þökkuðu Jóhanni T. Bjarnasyni störf hans í þágu Vestfirðinga og samstarfið á liðnum árum. Rifjuð voru upp ýmis þjóðþrifamál hér vestra sem Jóhann átti frumkvæði að eða beitti sér fyrir, þótt flestir væru í byrjun harla vantrúaðir á framgang sumra þeirra, svo sem jarðgöngin undir Breiða- dals- og Botnsheiði og Stjórn- sýsluhúsið á Isafirði. Vestfirska fréttablaðið þakkar Jóhanni T. Bjarnasyni sérstaka lipurmennsku og ljúf- mennsku í öllum samskiptum gegnum árin. A næstunni mun Vestfirska fréttablaðið að venju gera rækilega grein fyrir málum þeim sem til umfjöllunar voru á Fjórðungsþingi. Framkvæmdastjóraskipti hjá Fjóröungssambandi Vestfirðinga: Jóhann T. Bjarnason er staöinn upp úr stólnum fyrir Eiríki F. Greipssyni. Framboðs- fundirnir trún- aðarmál??? Kynning á sameiginlegum framboðsfundum í kosninga- baráttunni hér vestra hefurfrá upphafi verið í algerum ólestri. Segja má að hápunktur ræfildómsins og ómennskunnar hafi verið á ísafirði um síðustu helgi, þar sem tveir helstu fundir kosningarbaráttunnar á Vestfjörðum voru haldnir. Á föstu- dagskvöldið var sameiginlegur fundur í Alþýðuhúsinu á Isa- firði og mættu þar sárafáir, enda var farið með þann fund eins og mannsmorð eða trúnaðarmál og hann því ekkert auglýstur. Almenningur á ísafirði vissi ekkert af jjeim fundi og þeir sem kannski hefðu viljað koma áttu þess þvi engan kost. Svipuðu máli gegnir um fundinn sem útvarpið stóð fyrir og haldinn var í nýja íþróttahúsinum á Torfnesi á laugardag. Þar voru örfáir tugir fólks mættir í gímaldið og lætur nærri að þriðjungur þeirra er í húsinu voru hafi verið frambjóðendur og starfsmenn. Enda var sá fundur heldur ekkert kynntur nema í útvarpinu. Litli leikklúbburinn: Fnumsyning á föstudag Litli leikklúbburinn á (safirði frumsýnir gamanleikinn Á svið eftir Rick Abbott, í þýðingu Guðjóns Ólafssonar kenn- ara, föstudagskvöldið 7. apríl kl. 20.30 i félagsheimilinu í Hnífsdal. Miðapantanir í símum 3856 og 3645 eftir kl. 19 á kvöldin. Birna Guömundsdóttir, Feguröardrottning Vestfjaröa 1993, krýnir hér Ásu Brynju Reynisdóttur, Feguröardrottningu Vestfjaröa 1995. Vinstra megin er Ljósmyndafyrirsæta Vestfjarða 1995, Una Guörún Einarsdóttir, en hægra megin á myndinni er Vinsælasta stúlkan, Helena Halldórsdóttir. Asa Brynja Reynisdóttir Ása Brynja Reynisdóttir, 21 árs úr Bolungarvík, var kjörin Fegurðardrottning Vestfjarða í Krúsinni á laugardagskvöldið. Ljósmyndafyrirsæta Vest- fjarða 1995 var kjörin Una Guðrún Einarsdóttir, 18 ára og einnig úr Bolungarvík. Þátt- takendur kusu síðan úr sínum hópi Vinsælustu stúlkuna og kom sá titill í hlut Helenu Halldórsdóttur, 18 ára ísfirð- ings. Kynnir og veislustjóri á krýningarkvöldinu varMagnús Ólafs Hansson. Alls tóku fimm stúlkur þátt í keppninni. Kosninga- krossgáta eftir Hafliða Magnússon á Bíldudal - bls. 6 PÓLLINN HF. ® 3092 Sala & þjónusta © PÓLUNN HF Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafelndaþjónusta Siglingatæki Kælitæki FRÁBÆRT TILBOÐSVERÐ Á LASER TÖLVUM MACINTOSH TÖLVUM - HP PRENTURUM MARGMIÐL UNARPÖKKUM PC - leikir i miklu urvali Daglegt áætlunarflug um Vestfirði. Leiguflug innanlands og utan, fimm til nítján farþega vélar. FL UGFEL AGIO Brottför frá ísafirði jr kl' 11 alla virka daaa. ISAFIROI Sími 94-4200 Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.