Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 2
2 Hrannargötu 2 ísafirði GRÍMAN Gríman er sannkallað augnakonfekt og hin besta skemmtun sem svíkur engan. Með ógnarhraða hefur grínistinn Jim Carrey skotist upp á stjörnuhimin kvikmyndanna á innan við ári. The Mask er ein vinsælasta mynd síðasta árs í kvikmyndahúsum um allan heim. Þær vin- sældir koma engum á óvart sem myndina hafa séð. Major League II Major League var ein af mest sóttu myndum Bandaríkjanna árið 1989. Þetta var saga um hvernig hægt er að fá hinn am- eríska draum uppfylltan, bara ef menn eru tilbúnir til að leggja það á sig sem til þarf. UTSALA fl GEISLfl- 20%-80% AFSLÁTTUR TOPP TÍU 1. City Slickers 2 2. When a Man Loves a... 3. Joshua Tree 4. Maverick 5. Next Door 6. Ace Ventura Pet Detective 7. Beverly Hill Cop 3 8. Four Weddings anda... 9. Lightning Jack 10. The Mask Miðvikudagur^apnH995^^^^^^^^^^^^^^^j VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Vígsla í Tungudal 2. apríl: Nýtt skíðasvæði ísfirðinga formlega opnað - Búið að koma upp þrem lyftum af sex á mjög víðfemu skíðalandi sem spannar yfir gamla skíðasvæðið á Seljalandsdal og nýtt skíðasvæði í Tungudal Sigurður Jónsson (Búbbi) opnaði nýja skíðasvæðið formlega með því að gang- setja neðstu lyftuna og spennti hann að því búnu á sig gönguskíðin og lét hana draga sig upp fjallið. Síðastliðinn sunnudag (2. apríl) var nýja skíðasvæði Isflrðinga vígt formlega að viðstöddu fjöl- menni. Vígslan fór fram við nýju skíðalyfturnar í Tungudal og lýsti Eyjólfur Bjarnason, for- stöðumaður tæknideildar fsa- fjarðarkaupstaðar, aðdraganda og sögu framkvæmda á svæðinu. Þegar vígslan fór fram vant- aði þrjá daga upp á að ár væri liðið frá því er snjóflóðið mikla féll á Seljalandsdal 5. apríl í fyrra og lagði öll skíðamann- virki sem þar voru í rúst að undanskildum skíðaskálanum. Síðan hörmungarnar dundu yfir hafa menn sannarlega látið hendur standa fram úr ermum og í raun ótrúlegt að tekist hafi á svo skömmum tíma að skipuleggja nýtt skíðasvæði og koma upp þrem skíðalyftum. Vegur og vandi af vali og skipulagi nýja skíðasvæðisins hefur að stórum hluta hvílt á þrem mönnum sem bæjarstjórn skipaði í nefnd á t'undi sínum þann 15. apríl 1994 og var falið það hlutverk að gera tillögur að nýju skíðasvæði fyrir Isfirð- inga og nágranna. I nefndina voru skipaðir skíðamennirnir Þröstur Jóhannesson og Haf- steinn Sigurðsson auk for- stöðumanns tækndeildar, Ey- jólfs Bjarnasonar. Skilaði nefndin áfangaskýrslu strax þann 15. maí í fyrra. Tillaga þeirra þremenninga gerði ráð fyrir mjög víðfeðmu skíðasvæði sem næði yfir Seljalandsdal og Tungudal með alls sex lyftum. Þann 24. maí var nefndinni heimilað að bjóða út smíði á sex lyftum samkvæmt nýju skipulagi. Skemmst er frá því að segja að eftir skoðun á þeim þrem tilboðum sem bárust var á- kveðið að taka tilboði frá Is- traktor um Leitner lyftur sem hljóðaði upp á um 65 milljónir króna. Akveðið var í þessum áfanga að að hefja smíði á Eyjólfur Bjarnason, forstööu- maöur tæknideildar ísafjarðar- kaupstaðar. Kristján Guömundsson, formaður Skíðafélags ísafjarðar, afhenti Þorsteini Jóhannessyni forseta bæjarstjórnar ísafjarðar blóm og bjöllu um hálsinn sem þakklætisvott frá skíðamönnum fyrir vel unnið verk. Af nýja skíðasvæðinu í Tungudal. Þar eru nú tvær lyftur í gangi og dregur sú efri fólk upp á Sandfell á Seljalandsdal. Þaðan má renna sér í aðra lyftu sem er í jaðri gamla skíðasvæðisins á Seljalandsdal. Páll Gíslason hjá ístraktor, sem er umboðsaöili Leitner lyftnanna og snjótroðarans, er hér á tali við Hafstein Sigurðsson sem er einn af höfundum að nýskipulögðu skíðasvæði á Seljalandsdai og í Tungudal. lyftum númer I, 2 og 4 sam- kvæmt skipulagi. Tvær af þessum lyftum voru síðan reistar í Tungudal og ein á Seljalandsdal. Aðalverktaki við uppsetningu á lyftunum þrem var Eiríkur og Einar Valur hf., en þeir áttu lægsta tilboð í það verk. Þá var samið við Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekt um að gera endanlegt skipulag svæð- isins, sem hún vann ásamt Einari Olafssyni. Síðla sumars var hafist handa og gekk verkið ótrúlega vel þrátt fyrir tnikla erfiðleika vegna ótíðar. Þegar leið fram á haustið var reyndar svo að jafnvel bjart- sýnustu mönnum var hætt að lítast á blikuna varðandi það að hægt yrði að koma svæðinu í gagnið á þessum vetri. Með samstilltu átaki hefur þetta nú tekist. Auk þess að koma upp þessum þrem skíðalyftum hefur verið unnið að gerð bíla- stæða og annarrar aðstöðu fyrir skíðafólk í Tungudal. Þá var einnig ráðist í að kaupa nýjan snjótroðara og voru fest kaup á sýningartroðara frá Leitner sem aðeins mun vera keyrður um 600 klst. Troðarinn kom til Isafjarðar fyrir skömmu, en maður sem kom frá Italíu til að vinna við samsetningu hans fékk að kynnast ham veðurguðanna og varhann eina fjóra sólarhringa á leiðinni frá Italíu til Isafjarð- ar, en það var ferð sem taka átti einn sólarhring. Það tókst svo aðfararnótt sunnudagsins 2. apríl að koma troðaranum saman og lauk því verki klukkan sjö um morguninn. Hann var því klár í slaginn þegar vígslan fór fram um há- degisbil. Troðari þessi er eins og áður sagði af Leitner-gerð og mun vera sá fullkomnasti á landinu þótt víðar væri leitað. Til gamans má geta þess að kraft- mestu troðarar landsins hingað til hafa verið með 250 hestafla vélum, en sá nýi er rneð 360 hestafla vél og á mun breiðari beltum en fyrirrennarar hans á dalnum. Þakkaði Eyjólfur öllum þeim sem nálægt framkvæmd- unum komu á einn eða annan hátt, verktökum, þingmönnum og bæjarstjórn. Þá þakkaði hann sérstaklega Páli Gíslasyni hjá Istraktor fyrir hans þátt í að láta hlutina ganga upp. Sagði Eyjólfur að ef hann hefði ekki unnið að þessum málum eins og hann hafi gert, þá hefðu Is- firðingar orðið að bíða til næsta árs rneð opnun skíða- svæðisins. Þá þakkaði Eyjólf- ur einnig sérstaklega starfs- mönnum áhaldahúss sem staðið hafa sig með mikilli prýði við uppbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðuhöldum var Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) kallaður til að opna svæðið formlega með því að gangsetja neðstu lyftuna á svæðinu. Búbbi man tímana tvenna í skíðaíþróttinni og hann var í hópi þeirra vösku manna sem komu upp fyrstu stóru lyftunni á Seljalandsdal. Ekki var fyrir að fara stórvirkum vinnu- vélum við uppsetningu á þeirri lyftu sem var vel yfir einn kílómetri að lengd. - hk. Fullkomnasti og öflugasti snjótroðari landsins er nú kominn í gagnið á nýju skíðasvæði ísfirðinga. Hann er af Leitner gerð og er með 360 hestafla vél.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.