Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 9
VEvSTFIRSKA Miðvikudagur 5. apríl 1995 9 FRÉTTABLAÐIÐ f Úr skaflinum Annar pistill að vestan eftir Þorstein Antonsson rithöfund Eg er kominn heim í skaflinn á ný, bíllaus og skóflulaus. Úti geisar veðr- ið; bylurinn grár eins og ó- teljandi mánudagar norðan af heimskauti. í gær barst ein illviðris- spáin enn. Ég vildi suður þar sem helmingur fjöl- skyldunnar hefur dvalið undanfarið, við feðgar eftir i skaflinum. Ég átti að hafa daginn til að komast, sam- kvæmt spánni, og þar sem ég hafði fengið nóg af skakstrinum í flugvélinni af- réð ég, eftir að hafa kynnt mér færðina, að fara suður á bílnum um Djúp og alla leið ef við ætti; ella bara snúa við og gera úr þessu fyrsta bíltúrinn þarna suður- eftir í vetur. Það átti að vera bjartviðri og léttara þegar kæmi fram á daginn, en svo að hvessa. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar- innar voru moksturstæki að verki hér og þar á leiðinni um Steingrímsfjarðarheiði suður á hringveginn. Já, ég vildi komast suður og þó ekki væri nema að sjá aðra skafla, í öðrum byggðarlögum. Tilhugsunin um að fergjast inni einu sinni enn var óþolandi. Hér fyrir vestan flækja menn ekki málin fremur en færin. Til er rétt aðferð og röng, álíta heimamenn hér í Skutulsfirði ef dæma má af framferði þeirra. Ef þú ferð rétt að er það ekki umtals- vert. Farirðu rangt að sit- urðu uppi með afleiðingarn- ar, og þær eru þitt mál. Hér er ekkert nema lífsbarátta; engin skemmtun utan hennar nema menn séu frá- vita, sem hendir suma hinna yngri tvisvar í viku nokkrar klukkustundir í senn um helgar. Ef þú kem- ur vestur og vilt sjá Vest- firðinga skemmta sér, þá farðu ekki í Sjallann eða Krúsina. Haltu þig úti á götu um tólfleytið á helginni og hlustaðu. Ég var orðinn leiður á að sitja fastur í skaflinum enda ekki heimamaður að upp- runa. Og myndi áreiðanlega flækja færin ef ég hefði þau í höndum. Við ókum í bæ- inn með páfagaukana og þegar þeir voru komnir í vistina, þá var vélin farin. Að aka er líka miklu skemmtilegra en fljúga. Nú í illviðrinu daginn eftir ætti ég að hugsa um allt fremur en þessa ferð. Samkvæmt kenningunni er heimurinn á Óseyri við Axlarfjörð, það er Bolungarvík, og hvað sagði ekki Vestfirðingurinn Bertrand Russell í ævisögu sinni: „Lífið er hryllingur, al- ger hryllingur, farðu og njóttu þess!“ Hvað sem skáldum og heimspeking- um líður þá er ég ekki Vest- firðingur. Ég vildi suður. Ég ók á þremur tímum í syðsta fjörðinn við Djúpið vestanvert, þann sem ber heitið ísafjörður, í bjartviðri, jafnvel sólskini. Þar voru vegstálin hærri en annars staðar á leiðinni og það kom mér á óvart þvi ég átti von á minni snjó eftir því sem sunnar drægi. Ég varð fljótlega var við að yfir heið- arsporðinn inn af Djúpbotn- inum lá brúnn strókur eins og sandbylur væri, en ann- ars var fallegt og friðsælt umhorfs í þessum firði sem ég hef jafnan kunnað betur við en aðra firði á svæðinu. Snjóslæður glitruðu hér í vegbrúnunum og ég gerði mér ekki grein fyrir að þar var hið sama á ferð og olli mekkinum á heiðinni. Ég hafði ekið framhjá sex moksturstækjum það sem af var en á heiðarsporðin- um sneri ég framhjóladrif- inni Samörunni við fremur en bíða í skafli eftir að moksturtæki ætti leið þar um. Vegurinn upp á heiðina var að fyllast af foki barma í milli. Austrið var svart en æ, það hefur verið það lengi. Snjórinn er allsstaðar hvítur og hreinn eins og sakleysið sjálft. Þó ég skreppi nú suður í firði eins og aðrir, hugsaði ég á suðreftirleið- inni. í Djúpmannabúð, —ók fram hjá veitingaskálanum, því sem upp úr snjónum stóð. Á hurðinni var miði sem á stóð: Lokað 15. september. í Reykjanesi voru bensíndælurnar eins og þúfur undir segli, skóla- byggingin í eyði, engin merki um mannaferðir. Klökugir hamrar við veginn minna á pípuorgel sem mál- að hefur verið skærblátt. Nú var lag, vegurinn harðskaf- inn og sléttari en að sumar- lagi. Fáir á ferli. Að aka um snjógeilarnar er eins og bobbsleðaakstur eða rússí- bani. Ökumaður á þessari leið ekur ekki um fjallvegi að vetrarlagi heldur meðfram sjó, — u.þ.b. tvöhundruð kílómetra leið. í sumum stærri fjarðanna er engin byggð, í öðrum stakur bær sem reynist í eyði. Á allri leiðinni um firðina og suður á heiði eru kannski tíu bæir; útlitið blekkir þar sem ekið er með sjó, en eyðileikinn er hinn sami og inni á hálend- inu. Sumstaðar var snjóstálið einhverjum metrum hærra en bíllinn; glampandi hvítt á báða bóga og glampaði á stikurnar neðst. Hvernig fara þeir á moksturstækjun- um að því að skera utan af þeim án þess að eyðileggja þær? Vetrarlandslagið er framandi og þegar veður tekur að spillast með þeim hætti sem það gerði í gær er það ennþá framandlegra. Á leiðinni til baka um ísa- fjörðinn steig skafrenningur upp af skaflbrúnunum eins og reykur og í geilunum steypti hann sér yfir bílinn eins og illir andar. Svo komu langir kaflar svo að allt var með felldu; rétt eins og ekið hefði verið um stöku álagabletti með þess- um afleiðingum. En litlu sunnan við Ögur var vegurinn fullur af foki brúna í milli. í rokinu úti sá hér hvergi til bæjar en framundan sá grilla í rauð Ijós í kófinu. Ég paufaðist gegnum ófærðina eins og um mjúkan fjörusand og kom að konu undir stýri, að Súbarú-skutbíl, tveimur krökkum að ýta við aðstæð- ur sem hæfðu traktor af stærri gerðinni. Ég sá nú heim að Ögri þaðan sem ég stóð, nokkur hús á strjálingi við víkina og kirkju. Litlu síðar var ég kominn í þokkalegri veðurskilyrði handan við skaflinn, fór heim að þeim bænum sem næstur var og fékk þaðan og af öðrum fjær aðstoð til að ná bílunum heim að bæ. Þriðji bíllinn var þá kominn í skaflinn, þessi á suðurleið — bóndi á heimleið úr ísa- fjarðarkaupstað sem sagði veginn færan það sem af var ferð hans. Eftir að Ijóst varð að snjóblásari var í Hestfirði á norðurleið og að þaðan myndi koma vega- gerðarbíll á móti okkur héldum við áfram á bílunum tveimur. Vegurinn var greiðfær eins og á suðreftirleiðinni. Rétt ofan við veginn stóð bær á einum stað, litið meira en þak úr fönninni og ofan við bæinn var strákur að leika sér á vélsleða. Ég treysti því ekki að bensínið myndi endast, það hafði eyðst helmingi hraðar en ég hafði búist við, og ég ók út í kantinn. Annað framhjólið sökk og bíllinn lagðist á öx- ulinn. Upprunalegur veg- kantur og sá fyrirliggjandi voru ekki á sama stað. Ég fékk lögg af tunnu við veginn, reyndi að moka frá hjólinu sem ekkert gagn gerði. Allar vélar á bænum voru undir fönn nema vélsleðinn. Að lítilli stundu liðinni kom bíll á suðurleið sem kippti mínum upp á vegbrúnina. Ég var kominn í næsta fjörð þegar ég upp- götvaði að skóflan hafði orðið eftir. Eitt leiðir af öðru. Það var mjög tekið að dimma og skafrenningurinn hafði auk- ist þegar ég ók fram á snjó- plóginn utarlega í Hestfirði, skammt fyrir neðan hálsinn. Vegagerðarbíllinn hafði þá haldið sig á eftir okkur um hríð. Tilsýndar var strókur- inn upp af blásaranum eins og úr brotnum brunahana. Vegagerðarbillinn stað- næmdist við snjóplóginn en ég hélt viðstöðulaust áfram og komst með herkjum gegnum snjódrögin upp á hálsinn. Vegurinn er allstað- ar góður á þessum slóðum, hvergi glæfralegur. Ofan af hálsinum sá niður í Seyðis- fjörð, frosinn eins og aðra firði á þessum slóðum. Yst á Kambsnesinu þar norður af festi ég bílinn. Þá var komið myrkur og tekið að snjóa. Hiti var um frostmark og snjórinn hlóðst á bílrúð- urnar. Ég sá um stund glóra í afturljós bílsins sem á und- an mér hafði verið, svo hurfu þau. Við biðum í hálf- tíma. Upp af var múli sem ég fremur vissi af en sá og á hinn veginn myrkt úthafið. Svo birtist snjóplógurinn eins og fljúgandi furðuhlut- ur. Silaðist nær með hvin sem fór hækkandi. Vega- gerðarbíllinn á eftir. Ég fór út og átti erfitt með að fóta mig í rokinu. í glerhúsi hátt ofan við veginn sat maður- inn umvafinn Ijósum eins og yfirnáttúrleg vera. Hann sveigði umsvifalaust niður fyrir bílinn og sama gilti um þá sem á eftir komu. Ég fór þá inn í minn bíl. Maður snarast út úr fremri bilnum, kom taug fyrir í milli á ör- skotsstund og hvarf. Skafl- inn var mjór en brattur og nærri jafnharðan og bíllinn var laus kom maðurinn á ný, leysti taugina og hvarf á ný. Pallbíllinn tók að fjar- lægjast. Veðrið hafði versnað og nú hlóðst blautur snjórinn svo á framrúðuna að þurrk- an hætti að hafa við. Ég fór út, skóf rúðuna, ók af stað á eftir stórum afturljósum. Lenti í fölskum vegkanti og í þetta skiptið missti ég allt skyn á hvað var hvað, veg- ur, myrkur, hríð, bílljós, eða hvort flug snjóflykranna stafaði af vindi eða hreyf- ingu bílsins. Já, ég fann jafnvel ekki hvort hann var á hreyfingu eða kyrrstæður og ekkert fyrr en hann var á niðurleið. Ég sveigði þá samsíða veginum og bíllinn tók að halla. Allt var kvikt, bæði undir og yfir. Ég var gegnblautur og dofinn eftir útiveruna. Fann að bíllinn var á hreyfingu fram á við og plægði upp snjó og dró með herkjum fæturna af fótstigi og bensíngjöf. Skildi að bylgjuhreyfingar bílsins stöfuðu af vindinum. Ég sá slétta fönnina framundan og til hliðar og að nokkur spölur var í brúnina. Og sortann þar handan við. Ég kveikti Ijós í bílnum og keilurnar að framanverðu lýstu afkáralega út í myrkrið og hríðina. Drengurinn var í aftursætinu, hafði lagt sig meðan við biðum og verið hinn rólegasti þangað til nú að hann sýndi hræðslu- merki. Ég fékk hann yfir til mín, efins um hvort bíllinn héldist á hjólunum. Við bið- um uns vegagerðarbílnum var snúið við og hann stað- næmdist ofan við vegkant- inn. Ég fór út en varð ekki var við lífsmark í myrkum bílnum. Veðrið hrifsaði af mér húfuna um leið og ég kom út úr bílnum og nú hélt ég svo fast sem ég gat í hálan gallaklæddan hand- legg drengsins og tók mið af bílnum ofan við vegbrún- ina og lét vindinn feykja okkur á bílinn frekar en ég hafi klifrað upp á vegkant- inn, greip í Ijóskastara sem stóð út úr hlið pallbílsins og hékk á honum meðan ég var að koma drengnum inn. Svo var ég kominn inn í aft- ursætið og hann inn fyrir mig. Ég sá fyrir mér svart fjallið, myrka leið upp fannir að hömrum — sé það fyrir mér nú. Ef ég hefði misst hann — Það skilur enginn nema taka á því hvernig það er að vera gjörsamlega á valdi náttúruaflanna. — Við erum hræddir um að komi snjó- flóð úr múlanum, sagði annar mannanna, benti ská- hallt upp í loftið og síðan á Ijóskúluna sem virtist sveima utan vegar og mér skildist að var bíllinn minn, — auk þess er til lítils að reyna að draga hann upp núna. Og nú var ekið af stað. Litlu síðar benti drengurinn mér á Ijósin í Súðavík handan fjarðar. Mér sýndust þau mörg og fyrirferðarmikil. Og það var ekinn lestar- gangurinn klukkustund eftir klukkustund þá leið sem við höfðum áður farið á korteri eða tuttugu mínútum í bjart- viðri fyrr um daginn. Bíllinn sem á undan okkar hafði verið bættist í þessa lest spölkorn frá þeim stað þar sem ég missti minn út af veginum. Vegurinn var allur kominn undir snjó sem blásarinn ruddi. Vindurinn splundraði stróknum jafn- harðan og hann kom úr stútnum. Hvergi annað við- mið en tveir sterkir Ijóskast- arar aftan á blásaranum. Inni var hlýtt, Ijós frá mæla- borðinu og sjálflýsandi tökkum bílasímans sem á því hékk. Hraðmæltir, jafn- lyntir, gamansamir, þeir menn sem frammi (sátu og vafalaust líka hinir sem við þátöluðu í símann. Niður undir Holtahverfinu var þvaga af bílum í skafli. Ann- ar þeirra sem frammi í sátu hafði þá hirt bíl í vegkantin- um á leiðinni og skíldi hann nú eftir á þessum stað, til hliðar. Þeir kipptu öðrum úr skaflinum og héldu svo á- fram. Og heim komumst við feðgar litlu eftir tólf þessa nótt, bíllausir og skóflulaus- ir, en vel á okkur komnir eft- ir hitann í pallbilnum. Ég minnist orða sálfræðingsins í sjónvarpsfréttunum kvöld- ið áður um kennaraverkfall og afleiðingar þess fyrir börnin sem nú hefðu ekkert við að vera annað en sjón- varpsgláp. Ég kom drengn- um þó frá sjónvarpinu. — They shoot horses, don't they?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.