Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3
YESTFffiSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Miðvikudagur 5. apríl 1995 Börnin á Hlíöarskjóli: Sjávarútvegs- sýning í Slunkaríki Hópur barna á Hlíðarskjóli innan um myndverkin Slunkaríki. Þessa dagana stendur yfir í Slunkaríki á ísafirði sýning á vinnu vetrarins hjá börnunum á Hlíðarskjóli. í haust ákvað starfsfólk Hlíðarskjóls að vinna að einu sérstöku verkefni allan veturinn og varð sjávarútveg- urinn fyrir valinu. Þar voru ekki síst höfð í huga hin nánu tengsl ísafjarðar og ísfirðinga við sjóinn. Börnin fóru í vettvangsferðir á vinnustaði, í Neta- gerð Vestfjarða, Gúmmíbátaþjónustuna, Norðurtang- ann og íshúsfélagið. Einnig var farið inn í Seyðisfjörð þar sem gerðar voru rækilegar rannsóknir á fjörunni og lífríki hennar. Afraksturinn er hin fjölbreytilegustu myndverk sem sýnd eru bæði uppi og niðri í Slunkaríki. Guðmundur Sigurðsson á Flateyri skrifar: „Hagsmunagæsluflokkur par exellence" í öðru tölublaði Vesturlands er mikil ritsmíð eftir Olaf Hannibalsson fyrrum athafna- mann í Selárdal og fer hann mikinn. Sérstaklega varar at- hafnaskáldið við sex- flokknum. Ekki er undirrituð- um kunnugt um að sex- flokkurinn hafi boðið fram utan Ítalíu, enn sem komið er. Þetta sýnir auðvitað hversu ruglaður Olafur er í tíma og rúmi og ekki von að hann viti heldur, frá degi til dags, hvort hann er til hægri eða vinstri í pólitíkinni. Á tignarlegu flugi sínu full- yrðir Ólafur, að kjósi menn ekki Sjálfstæðisflokkinn séu þeir að kjósa yfir sig hrossa- kaup, sjóðasukk, undanláts- semi við hagsmunahópa og spillingu. Við hverju er sonur Hanni- bals að vara? Er hann að vara við því þegar Þorsteinn Pálsson eyddi einum áramótum í að selja Síldarverksmiðjur ríkisins áður en ný stjómsýslulög tóku gildi? Eða var hann að vara við því þegar Halldór Blöndal meinaði útlendu flugfélagi að tljúga til landsins þar sem möguleiki var á að boðin yrðu lægri fargjöld heldur en Flug- leiðafargjöldin? Hvar voru hagsmunir al- mennings þegar Halldór Blön- dal „Flugleiðaráðherra“ setti Guðmundur Sigurðsson. fram ósk um að ekki yrði fjölgað hér olíufélögum nema því aðeins að Flugleiðir högn- uðust á því með algerlega ó- tengdum ívilunum? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni grunn- skólanema þegar Ólafur Ein- arsson menntaráðheiTa beitti sér fyrir því að skólayfirvöld keyptu bíómyndir Hrafns Gunnlaugssonar, þrátt fyrir að þær væru bannaðar bömum. Ellert B. Schram, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, ritaði leiðara í DV í vetur um nýjan stíl Davíðs Oddsson- ar og segir þar meðal annars: „En kannske liggur galdurinn í því að Davíð hefur einmitt breytt ímynd sinni. Hann verð- ur landsföðurlegri með hverj- um deginum og raunar má segja að forysta hans hafi breyst í andhverfu sína. I stað þess að láta sverfa til stáls hefur formaður Sjálfstæðisflokksins farið mjúku leiðina. I kvóta- málurn er bæði haldið og sleppt, í landbúnaðarmálum er framsóknarleiðin valin, í kjör- dæmamálinu og Evrópumálum er öllu slegið á frest. Þessi pólitík eða „ekki pólitík“ hefur sannarlega borgað sig í því til- liti að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð vopnum sínum og gengur sameinaður til kosn- inga. En Sjálfstæðisflokkurinn er heldur ekki líklegur til átaka eða uppstokkunar. Hann er að sigla í það farið að vera hags- munagæsluflokkur par excellence“. Þetta er það sem Ólafur Hannibalsson, væntanlegur varaþingmaður, telur vera það sem þjóðina vantar helst. Höfundur er bifreiðastjóri á Flateyri. Leikfélag Bolungarvíkur: Fpuid- syning f a föstu dag Leikfélag Bolungar- vfkur er nú að Ijúka æf- ingum á barnaleikritinu „Síngjarna sædýrið" eftir David Wood í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur. Leikend- ur eru tíu unglingar á aldrinum 14 til 19ára. Leikritið gerist í fjöru- polli og eru persónurnar ýmis sjávardýr og fleiri. Boðskapur verksins gengur út á umhverfis- vernd og á erindi til allra aldurshópa. Frumsýning verður í Víkurbæ á föstudags- kvöldið, 7. apríl kl. 20.00. Aðrar sýningar verða auglýstar síðar. VESTFIRDINGAR! I KÖSTUM ATKVÆÐUM OKKAR EKKIÁ GLÆ ílll Framsókii á Vestfjörðum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.