Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4
4
fr------------------ ^
V ESTFI m 1 [
FRÉTTABLAÐIÐ |
Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum,
Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausa-
sölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk.
Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 2, ísafirði, sími (94)-4011,
fax (94)-5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að
hringja í síma (94)-3223 (ísprent).
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon,
Túngötu 17, ísafirði, hs. (94)-4446.
Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Aðalstræti 35, ísafirði.
Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223.
Vestfirðinga
í talninguna
Nú líður að kosningum. Allir fjölmiðlar
eru kjaftfullir af áróðri á hverjum einasta
degi. Pólitískar auglýsingar, pólitískar
greinar og pólitískir umræðufundir eru hvar
sem litið er.
Kosningabaráttunni má líkja við tilhugalíf
sem endar með sjálfum kosningunum.
Kosninganóttin er þá eins konar brúð-
kaupsnótt. Sú var tíðin að maður hlakkaði
í margar vikurtil kosninganæturinnar.
En það er að verða liðin tíð. Tölvuskratt-
arnir koma með hárnákvæmar spár strax
með fyrstu tölum og öll spennan er farin út
í veður og vind. Þetta er strax búið. Það er
einhver munur eða fyrr á árum, þegar
spennan fór stigvaxandi fram eftir allri
nóttu, þangað til úrslit réðust.
Það er lítið gaman að vera farinn að sofa
eftir fimm mínútur á sjálfa brúðkaupsnótt-
ina.
Eina huggunin að Vestfirðingar eru
landsþekktir fyrir ótrúlegan vandræðagang
í atkvæðatalningu. Við kosningarnar fyrir
átta árum þurfti að bíða fram eftir hádegi
næsta dag eftir lokahnykknum og svipað
má segja af ýmsum kosningum hér vestra
síðan.
Hvernig væri að kjörstjórnir um land allt
fengju vestfirska talningarmenn til starfa til
að hleypa dálítið meiri spennu í kosninga-
nóttina?
Hlynur Þór Magnússon.
ktfom' mtUáA,.
/LCryClD Bílaleiga
VE ■ ^PI Car rental
PO TEKUR V® BlLNUM A FLUGVELLINUM PEQAR PÚ KEMUR OG
SKILUR MANN EFTIR A SAMA STAÐ PEGAR PÚ FERO
Mðvikudagur^aprín995^^^^^^^^^^^^^^^J
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
Vigfús Geirdal:
„Myndirðu kaupa notaðan
bíl a! þessum manni?"
Kögun hf. starfar eingöngu í hergagnaiðnaði og viðsemjandinn
er Bandaríkjaher
Síðast liðinn miðvikudag sat
Gunnlaugur M. Sigmundsson
fyrir svörum í Svæðisútvarpi
Vestfjarða. Þar kom til tals að
hann væri verktaki Bandaríkja-
hers.
Gunnlaugur brást þá skjótt
við og sagði: „Það er eitthvað
sem kemur fram í grein Vig-
fúsar Geirdals í Vestfirska. Eg
er ekkert verktaki hjá Banda-
ríkjaher og hef aldrei verið.“
Síðan hélt hann áfram og
sagði að þetta væri svo fráleitt
og svo mikil fásinna, að það
væri í rauninni ekki svaravert.
„Við erum verktakar hjá Rat-
sjárstofnun, sem er íslenska
r(kið,“ sagði þessi frambjóð-
andi Framsóknarflokksins.
Seinna bætti hann við að
starf hans væri hemaði alls ó-
viðkomandi; það snerist um
eftirlit með iífrfki sjávar!
Vísvitandi ósannindi
Þetta eru merkilegar yfirlýs-
ingar.
Ekki bara fyrir það að maður-
inn sá ástæðu til að brjóta siða-
reglur Ríkisútvarpsins með því
að ráðast á einstakling sem ekki
var í aðstöðu til að færa hönd
fyrir höfuð sér.
Ekki heldur bara fyrir það að
starfsmenn Svæðisútvarpsins
skyldu iáta hann komast upp
með slíka framkomu.
Þær eru merkilegar fyrir það
að þarna gerði efsti maður
Framsóknarflokksins sig sekan
um að fara vísvitandi með ó-
sannindi.
I Bandarfkjunum þar sem
þessi maður er hagvanur væru
ósannindi sem þessi talin bera
vott um svo alvarlegt dóm-
greindarleysi að maðurinn ætti
sér ekki minnstu von um að ná
kjöri.
Ratsjárstofnun er ekki ís-
lenska ríkið og það var því ekki
íslenska ríkið sem greiddi
Kögun hf„ fyrirtæki Gunnlaugs
M. Sigmundssonar, 160 millj-
ónir króna í tekjur á síðasta
ári.
Ratsjárstofnun hefur tekið
það að sér að annast rekstur og
viðhald ratsjárstöðva Banda-
ríkjanna og Nató á Bolafjaili,
Gunnólfsvíkurfjalli, Stokks-
nesi og Sandgerði.
Bandaríski flugherinn greið-
ir rekstur Ratsjárstofnunar al-
farið eins og fram hefur komið
ítrekað í skýrslum utanríkis-
ráðherra til Alþingis, ár eftir ár.
Kögun hf. er undirverktaki
Ratsjárstofnunar samkvæmt
þessum sömu heimildum.
Margsaga um
launagreiðandann
Gunnlaugur M. Sigmunds-
son gaf þó í skyn í samtali sem
ég átti við hann í janúar sl. að,
það væri hergagnaframleið-
andinn Flughes Aircraft sem
greiddi starfsmönnum Kögunar
úti í Bandarfkjunum meðan á
hönnun hugbúnaðarins fyrir Is-
lenska loftvarnarkerfið stend-
ur.
Gunnlaugur sagði mér
einnig að Kögun hefði sem
undirverktaki Hughes unnið
verkefni fyrir „ónefnt land í
Asíu“; tæplega hefur íslenska
ríkið greitt þá framkvæmd.
Til að fá nánari upplýsingar
um Kögun benti Gunnlaugur
mér sérstaklega á Talnakönnun
hf. sem er hluthafi í Kögun.
Þetta fyrirtæki gat ekki gefið
skýrar upplýsingar um eigend-
ur Kögunar.
Þeir föxuðu hins vegar til
mín blað úr upplýsingariti sem
þeir gefa út um íslensk fyrir-
tæki. Þar getur að lesa athyglis-
verðar upplýsingar, m.a. annars
að árið 1993 hafi einkennst af
„miklum sparnaði hjá Banda-
ríkjaher seni er viðsemjandi
félagsins í Bandaríkjunum.“
(Leturbr. mín).
Velkist menn enn í vafa um
eðli atvinnureksturs Gunnlaugs
M. Sigmundssonar þá er hér
önnur tilvitnun í þetta ágæta
upplýsngarit um Kögun:
„Fyrirtækið hefur nú verið
viðurkennt sem verktaki í hug-
búnaðar- og rafeindaiðnaði hjá
Bandaríkjaher. Fyrirtækið
starfar eingöngu í hergagna-
iðnaði.“ (Leturbr. mín).
Einhverjir kunna að segja
enn sem svo: Þetta er bara vit-
leysa úr Talnakönnun. Gunn-
laugur Sigmundsson hlýtur að
vita hvað hann er að segja.
Mannvirkjasjóður Nató
Þá er því til að svara að félagi
hans Olafur Þ. Þórðarson hefur
tekið af öll tvfmæli um hvers
konar atvinnurekstur Gunn-
laugur stundar. A framboðs-
fundinum á Isafirði sl. föstu-
dagskvöld lagði ég spurningu
fyrir að því er ég taldi Gunn-
laug Sigmundsson sem var þá
rétt kominn á fundinn.
Þegar á reyndi treysti Gunn-
laugur sér ekki til að koma upp
á svið. bar við þreytu eftir langt
og strangt ferðalag. Svo Olafur
Þórðarson, sem var ekki eins
þreyttur, tók að sér að svara.
Að mestu leyti var svar Olafs
bull, en í einu tilviki rataðist
honum satt orð á munn. Hann
nefndi að Islenska loftvarna-
kerfið væri fjármagnað af
Mannvirkjasjóði Nató. Það
þýðir aðeins eitt.
íslenska loftvarnarkerfið
svokallaða er hernaðarmann-
virki og aðeins hernaðarmann-
virki! Þessi svokallaði sjóður
fjármagnar eingöngu hernaðar-
framkvæmdir. Svo verkefni
Gunnlaugs og Kögunar hafa
allt með hemað að gera.
Þessi staðfesting Oiafs
Þórðarsonar þýðir einnig að
Bandaríkjaher greiðir u.þ.b.
90% af kostnaði við fram-
kvæmdina. Það þýðir einnig að
Bandaríkjaher greiðir 100%
hlutdeild svokallaðs viðtöku-
ríkis (host nation) sem ætti að
vera hlutur íslendinga í þessari
framkvæmd.
Þetta þýðir síðast en ekki síst
að Bandaríkjaher greiðir þeim
verktökum sem verkið vinna
allan kostnað en innhemtir
hlutdeild annarra Natóríkja
síðar.
Mannvirkjasjóður Nató hef-
ur síðan ekkert með rekstur og
viðhald Islenska loftvarnakerf-
isins að gera eftir það hefur
verið tekið í notkun. Það er al-
gerlega í höndum Bandaríkja-
hers.
Alvarlegur dóm-
greíndarbrestur
Islenska loftvarnakerfið
snýst um stjórnun flugvéla og
eftirlit með ferðum óvinaflug-
véla. Til þessa kerfis heyra rat-
sjárstöðvarnar sem nefndar
hafa verið, ratsjárflugvélar, or-
ustuþotur á Keflavíkurflugvelli
og stjórnstöð á Keflavíkurflug-
velli.
Þetta kerfi hefur enga getu til
að fylgjast með ferðum kafbáta
í undirdjúpum, eða lífríki sjáv-
ar, eins og Gunnlaugur leyfði
sér að halda fram í viðtalinu við
Svæðisútvarpið, enda er það
ekki til þess hannað.
Eg vil taka það fram að ég
hef ekkert á móti því að Is-
lendingar taki að sér í auknum
mæli viðhald og rekstur ýmissa
mannvirkja Nató hér á landi.
Eg hef hins vegar mjög á móti
því að fyrirtæki eins og Kögun
skuli nánast komið í eigu einn-
ar fjölskyldu.
Mér finnst einnig að þessi
aðaleigandi Kögunar hafi gert
sig sekan urn alvarlegan dóm-
greindarbrest þegar hann á-
kvað að vera hvort tveggja í
senn, þingmaður Vestfirðinga
og launþegi Bandaríkjahers.
Mér finnst hann síðan kór-
óna þennan dómgreindar- og
siðferðisbrest þegar hann
reynir að skrökva til um þá
starfsemi sem hann stundar og
ætlar sér að stunda eftir að hann
er kominn á þing.
Ég lýk þessu skrifi með
spurningu sem eitt sinn var
spurð um annan frambjóðanda:
„Myndirðu kaupa notaðan bfl
af þessum manni?“
70 ápa afmæli
Sóley Magnúsdóttir,
húsmóðir, Skólastíg 9,
Bolungarvík, verður
sjötug mánudaginn
10. apríl. Eiginmaður
hennar, Hávarður Ol-
geirsson, skipstjóri,
varð sjötugur 8. janúar
sl.
Af þessu tilefni taka
þau hjónin á móti gest-
um í Víkurbæ í Bol-
ungarvík mánudags-
kvöldið 10. apríl frá kl.
20. Ættingjar, vinir og
kunningjar eru boðnir
velkomnir til að heilsa
upp á afmælisbörnin
og þiggja veitingar.
T ÖLVUPAPPÍ R
LJÓSRITUNARPAPPÍR
- hvúurogUtaður
FAXPAPPÍR
Minnum einnig á ódýru
litljósritnðu boðskortin okkar
fyrirfermingamar
ÍSPRENTHF.
PRENTSMIÐJA S 94-3223