Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA 10 Kríslján talar ekki viö Reyni Eftirfarandi klausu um Reyni Traustason frá Flateyri, fyrrverandi formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, getur að líta í nýjasta Víkingnum. Reynir er nú búsettur í Þorlákshöfn en starfar á DV: „Einn útgerðarmaður er starfandi blaðamaður, en það er Reynir Traustason á DV. Mjög kaldir vindar blása milli hans og formanns Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, Kristjáns Ragnarssonar. Kristján mun hafa á- kveðið að ræða ekki við blaðamanninn og út- gerðarmanninn Reyni Traustason.“ Fecða- Isa- fjarðar endur- vakið Ákveðið hefur verið að endurvekja Ferðafé- lag ísafjarðar sem er deild í Ferðafélagi Is- lands. Félögum í Ferðafélagi Islands og öðrum áhuga- mönnum um ferðamál, sem búsettir eru á norð- anverðum Vestfjörðum, er boðið til fundar um endurvakningu Ferðafé- lags Isafjarðar sem hald- inn verður í næstu viku, miðvikudaginn 12. apríl kl. 20.30 í sal Fram- haldsskóla Vestfjarða. Fundarefni verður skýrsla núverandi stjórnar, kosning stjórn- ar, lagabreytingar (breyting á nafni deild- arinnar) og starfið framundan. Boðið verð- ur upp á veitingar og myndasýningu. Miðvikudagur 5. apríl 1995 \ TTRÉTTABLAÐIÐ Atvinnuráðgjafi á Vestfjörðum Starf atvinnuráðgjafa á Vestfjörðum er laust til umsóknar. Atvinnuráðgjafi starfar undir yfirstjórn framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. Skrifstofa ráðgjafans er í Stjórnsýsluhúsinu á ísa- firði. Um frekari upplýsingar varðandi starfið er væntanlegum umsækjendum bent á að snúa sér til framkvæmdastjóra sam- bandsins á skrifstofutíma í síma 94-3170 eða 94-4780, eða til formanns stjórnar, Péturs H.R. Sigurðssonar, í síma 94- 4368. Umsóknarfrestur er til 20. apríl og ber að skila umsóknum til skrifstofu sambands- ins, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, 400 ísafjörður. Stjóm Fjórðungssambands Vestfirðinga. Isafjarðarkaupstaður Kjörfundur á ísafirðf 119 Nýjar vestfirskar þjóðsögur Hafþór Gunnarsson og píptækið Hafþór Gunnarsson, fréttaritari Sjón- varpsins í Bolungarvík, á það til að vera ýtinn og brögðóttur eins og títt er um góða fréttasnata. Þegar snjóflóðið féll á hesthús Bolvík- inga í vetur var lýst þar yfir hættuástandi af ótta við frekari skriðuföll og þeir einir fengu að vera á svæðinu sem voru með píptæki (snjóflóðaýlur). Þar er um að ræða tæki sem menn hengja framan á sig með ól, ekki ósvipað vasadiskói tilsýndar. Hafþór kom á staðinn en var snúið frá þar sem hann var ekki með píptæki. Hann kom aftur að vörmu spori með tæki ólað um sig miðjan með endurskinsborða. Síðan tók hann myndir eins og hann lysti og viðtöl á vettvangi. Þar á meðal ræddi hann við Valdemar Guðmundsson lögreglumann, sem mælti þá hin frægu og fleygu orð í sjónvarp allra landsmanna, upprifinn í ún- íforminu, þegar spurt var hvort aðgerðum væri lokið og hver hefðu orðið afdrif hest- anna: „Það er búið að draga alla dauðu hestana út og þeir eru allir dauðir." En það er af „snjóflóðapíptæki" Hafþórs Gunnarssonar að segja, að hér var ein- faldlega um að ræða venjulegt vasadiskó að heiman sem hann hengdi framan á sig. Þetta er ekki nog, Sghvatur! - Albert M. Högnason skrifar Kjörfundur vegna kosninga til Alþing- is fer fram laugardaginn 8. apríl 1995. Kosið verður í Grunnskóla ísafjarðar við Austurveg og Barnaskólanum í Hnífsdal, í fjórum kjördeildum, og er skipting í kjördeildir nánar auglýst á kjörstað. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Yfirkjörstjórn vekur athygli kjósanda á eftirfarandi ákvæði laga nr. 10/1991: „Er kjósandi kemur inn í kjörfundar- stofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa nafnskír- teini eða á annan fullnægjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir odd- viti honum einn kjörseðil. “ Undirkjörstjórnir og umboðsmenn lista skulu mæta hjá yfirkjörstjórn ísa- fjarðarkaupstaðar í Grunnskólanum kl. 9.00 að morgni kjördags. Yfirkjörstjórn ísafjarðarkaupstaðar. Það er með ólíkindum að Vestfirðir eigi iðnaðarráðherra og hafi átt í mörg undanfarin ár. Nú á dögunum sendi iðnað- arráðherra starfsmönnum Skipasmíðastöðvarinnar á Isa- firði bréf undir rauðri rós, sem hefur valdið mikilli kátínu þeirra sem þekkja málið. Ráð- herrann setti nýlega reglugerð sem átti að bjarga skipasmíða- iðnaðinum í landinu. En það virðist nú vera svo, að hann hafi ekki vitað hvað sú skipasmíða- stöð sem staðsett er í hans kjördæmi þarfnast, því reglu- gerð þessi miðar við að skip undir 100 brl. falli ekki inn í hana. En það er einmitt sú stærð skipa, sem hentar þessari stöð best að smíða. Það var því lítið gagn að þessari ráðagerð fyrir vest- firskan skipasmíðaiðnað. Jón Sigurðsson og Marel Annar iðnaðarráðherra krata, - og líka Isfirðingur, reyndist ísfirskum rafeindaiðnaði álíka. Það var Jón Sigurðsson sem réð Geir Gunnlaugsson, sem nú á sæti í stóriðjunefnd, sem for- stöðumann Utflutningsskrif- Albert M. Högnason. stofu iðnaðarráðuneytisins. Þetta er einmitt sami Geir sem veitir Marel forstöðu. Er það eðlilegt, að maður sem á sjálfur svo mikilla viðskiptahagsmuna að gæta, sitji í svo valdamiklu opinberu embætti? Það sjá allir hvað samkeppnisstaða Póls- rafeindavara á Isafirði er veik gagnvart Marel í þessu dæmi. Hverjir eru Vestfirðingar í raun? Núna, rétt fyrir kosningar er gaman að skoða hverjir eru Vestfirðingar í raun. Við sem erum að halda uppi nýsköpun í atvinnustarfsemi úti á landi, þurfum á góðum tengslum að halda við mennta- og rann- sóknarstofnanir á okkar svið- um. I haust sýndi Einar K. Guðfinnsson gott framtak í þessurn málum, þegar hann bauð hingað fulltrúum Raun- vísindastofnunar Háskóla ís- lands til kynningarfundar með ísftrskum fyrirtækjum. Við áttum mjög góðan fund saman og eftir hann hafa myndast tengsl milli Háskól- ans og iðnfyrirtækja á ísafirði. Fyrir mitt fyrirtæki get ég sagt, að þetta framtak alþingis- mannsins Einars K. Guðfinns- sonar skilaði meiru en allt það sem hinn svokallaði iðnaðar- ráðherrahefur gert fyrir vest- firskan iðnað. Albert M. Högnason. Fasteignaviðskipti Skrifstofan verður lokuð til 24. apríl nk. Amar G. Hinriksson Silfurtorgi 1, sími 4144 Bílaleigu-bílar / Danmörku Ódýrara fyrir ísientiinga í boði eru: Opel Corsa Opel Astra Opel Vectra Opel Omega Ford Mondeo Vikugjald dkr. 1.495 dkr. 1.995 dkr. 2.195 dkr. 3.495 dkr. 2.895 Audi A4 dkr. 2.895 VWGolf dkr. 1.795 VW Caravelle 8-10manna dkr. 4.995 Allt nýir bílar. Leitið tilboða. Til afgreiðslu á Kastrup, Billund, eða skv.samkomulagi. International Car Rental ApS. Sími 00-45- 75 12 32 40 Fax 00-45- 75 12 60 59 — eða leitið aðstoðar ísíma 94-3745, fax 94-3795.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.