Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Miðvikudagur 5. apríl 1995 5 Til hamingju, ísfirðingar! Höfnum einangr- unarstefnu - Kristín Hálfdánsdóttir skrifar I dag verður skíðalyftan á Seljalandsdal tekin í notkun og er þá lokið fyrsta áfanga í upp- byggingu skíðasvæðis okkar Isfirðinga í döiunum tveirn. Eg vil nota þetta tækifæri og þakka bæjarstjórn Isafjarðar og bæj- arstjóra fyrir sköruleg vinnu- brögð við málið og að gera okkur mögulegt að njóta þessa glæsilega skíðasvæðis, aðeins ári eftir að snjóflóð lagði fyrra svæðið í rúst. Réttir menn í lyftunefndinni Frá upphafi hafa öll vinnu- brögð sem málið varða verið til mikillar fyrirmyndar og byrj- aði það með vali á hárréttum mönnum í svokallaða lyftu- nefnd. Það er ekki síst þeim þremur mönnum og óeigin- gjörnu starfi þeirra að þakka, hve vel hefur tekist til. Málið var unnið í samvinnu við skíðamenn og reynt að fá sem flest sjónarmið og skoðanir þeirra sem kæmu til með að nota svæðið. Einróma afgreiðslur í bæjarstjórn Þegar ég hugsa til þess hvemig staðið hefur verið að þessu máli frá hendi núverandi og fyrrverandi bæjarfulltrúa, en allar ákvarðanir hafa hlotið einróma afgreiðslu í bæjar- stjóm, fyllist ég bjartsýni á framtíðina og von um að þetta sé sýnishorn af því sem koma skal. Með slíkum vinnubrögð- um að framfaramálum bæjarins er framtíðin björt. Þakkir til þingmanna Ég get ekki skilið svo við þetta að ég þakki ekki þeirn þingmönnum sem létu málið til sín taka og leiddu það flókna leið gegnurn kerfið til þeirrar niðurstöðu sem raunin varð. Isfirðingar! Til hamingju með glæsilegt skíðasvæði í dölunum tveim. Sjáumst á skíðum. Kristín Hálfdánsdóttir. | Ti* r’ - T'*rf kvfc&i. JlffillllIíTI Bfij | ariM | i gPJJJ Jpl 1 Kb&liH . 1 : . Lítið Panasonic upptökutœki tapað- ist á sunnudags- kvöld á Isafirði. Finnandi vinsam- legast hafi samband við Vestfirska frétta- blaðið, sími 4011. Fundarlaun. TIL SÖLU 3ja herbergja íbúð til afhendingar strax á Eyrinni. Upplýsingar í síma 567 8010. - Halldór Jónsson skrifar Á laugardaginn ganga Vest- firðingar að kjörborðinu og velja fulltrúa sína á Alþingi næsta kjörtímabil. Sjaldan hef- ur verið mikilvægara að vanda valið en einmitt nú. Fulltrúar okkar á Alþingi þurfa að tryggja hagsmuni okkar Vest- firðinga næstu árin. Undanfarinn áratugur hefur verið okkur Vestfirðingum erf- iður. Þar ræður mestu að þau stjórnunarkerfi sem notast er við í sjávarútvegi og landbún- aði hafa komið mjög hart niður á okkur. Samhliða andstæðu stjómkerfi í sjávarútvegi hefur afli minnkað. Við þurfum að sannfæra aðra landsmenn um það að hagsnrunir Vestfirðinga fari saman við hagsmuni ann- arra Islendinga. Aðeins með skilningi annarra landsmanna munum við ná árangri. Við munum ekki ná árangri með einangrunarstefnu. Einn af listum þeim sem nú eru í boði á Vestfjörðum er svokallaður Vestfjarðalisti. Þar eru saman komnir stuðnings- menn manns sem tapaði í próf- kjöri innan síns gamla flokks. Fyrir prófkjör hafði sá maður aldrei heyrst tala um að hags- munum Vestfirðinga væri best borgið með sérframboði. En maðurinn vill á þing og því virðist sjálfsagt að nota hvaða Halldór Jónsson. leið sem er til þess að ná settu markmiði. Stuðningsmenn Vestfjarða- listans tala einn daginn um að þetta sé framboð hreinræktaðra framsóknarmanna en hinn dag- inn um að hér sé á ferðinni einhverskonar frelsishreyfing Vestfirðinga sem öllu rnuni bjarga. Þeir berja sér á brjóst og tala um að ef Vestfjarðalistinn fái þúsund atkvæði, þá sé hagsmunum okkar borgið. Jafnframt virðast stuðnings- menn Vestfjarðalistans hafa það að markmiði að hafa æruna af efsta manni Framsóknar sem hefur það eitt til saka unnið að vinna prófkjör, óþekktur mað- urinn. Skyldi fólk hafa spurt sig hvers vegna óþekktur maður nær að vinna sitjandi alþingis- mann? Símhringingar úr Reykjavík skýra ekki þann mun sem varð á mönnunum. Á undanfömum árum hafa ýrnis sérframboð komið fram við alþingiskosningar. Þessi sérframboð eiga eitt sameigin- legt. Þau hafa engu skilað. Það mun ekki verða Vestfirðingunr til framdráttar að á þing setjist maður sem aðeins hefur tengsl við tapsára Vestfirðinga. Við Vestfirðingar þurfum í sameiningu að sannfæra lands- menn um það að nauðsynlegt sé að breyta því stjórnunarkerfi sem við lýði er í okkar helsta atvinnuvegi, sjávarútveginum. Við vitum að hagsmunir Vest- firðinga fara saman við hags- muni annara landsmanna. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram tillögur um breytta sjávarútvegsstefnu. Stefnu sem tryggja mun betur hagsmuni landsmanna allra. Tryggjum framgang þessara tillagna ineð því að veita þeim brautargengi á laugardaginn. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og sköpum með því sterkari Vest- firði. Aðeins með sterkum Vestfjörðum verður til betra Island. Halldór Jónsson. Fyrir kosninsavökuna * Orville örbylgjupopp, 6 pakkar.aðeins 198,- * Pepsi Max, 2 lítrar..aðeins 138,- * Egils pilsner, hálfs lítra dós.aðeins 76,- * Tuborg pilsner, hálfs lítra dós.aðeins 76,- Ostar — ostakökur — snakk OPID: m ■ ■■ ■ ' jc Bjornsbuð y///sy/sysWsy//z//////YZ/z/y/sÝy////A Til sölu Til sölu Til sölu Til sölu Til sölu Skrifstofuhúsnœði að Mjallargötu 1, ísa- firði, með sérinngangi og WC. Stœrð rúm- lega 30 fermetrar. Nánari uppiýsingar í síma Túngata 1, ísafirði. Tvœr hceðir og ris og lítil íbúð í kjallara. Bílskúr. Húsið er upp- gert að mestu leyti. 20 eftir ki. 18.00 á kvöldin Sumarbústaður í landi Minni-Hattardals í Álftafirði. Tvœr hœðir, 35 fermetrar hvor. Á neðri hœð er stofa, eldhús og WC, á efri hœð eru 2 herbergi og svefnloft.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.