Feykir


Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 1

Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 1
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA SkagaJJörður: Ný súmijólk Nú er Mjólkursamlag Skag- firðinga að setja á markaðinn nýja tegund af súrmjólk. Blanda á jarðarberjum út í hana og bragðbæta þannig. Jarðarberin eru fengin frá Danmörku og eru samskonar og notuð eru í jógúrt. Má búast við að súrmjólkin verði komin í verslanir í lok þessarar viku á kynningarverði. Samskonar blönd- un hefur verið gerð á Blönduósi Sauðárkrókur: Flutningur Á stjórnarfundi Steinullar- verksmiðjunnar 6. feb. síðast- liðinn var gengið frá samningi við Ríkisskip um flutning á steinull til annarra landsfjórðunga. Aðeins eitt annað tilboð barst í flutninga þessa og var það frá Eimskip. í samtali við Þorstein Þorsteins- son framkvæmdastjóra kom fram að hér væri um umfangs- mikla flutninga að ræða. Sagði hann að frá verksmiðjunni færu um 2500 rúmmetrar af steinull í viku hverri og að eftirspurnin og hefur hún smakkast vel. Súrmjólkin verður í hálfslítra fernum til að byrja með, en möguleikar eru fyrir hendi að hafa hana í eins lítra fernum. Þá má búast við fleiri nýjungum með vorinu því þá er ráðgert að pakka skyri í plastbox. Það yrði mun hentugra og margir verða sennilega ánægðir með það. (hás) á steinull væri mikil. Jafnframt kom fram að innflutningur á glerull og steinull hafi að mestu lagst niður með tilkomu skagfirsku stein- ullarinnar. Hvað varðar útflutning á steinull þá sagði Þorsteinn að nokkrar fyrirspurnir hefðu borist og væru þær helst frá Færeyjum og Bretlandi. Taldi hann að markaðir í þessum löndum væru vænlegastir fyrir íslenska stein- ull, en að allt væri þó óráðið í þessum efnum. (sþ) Húnavatnssýsla: Vetrarrúningur Gunnar Ellertsson er hér við vetrarrúning. Rúningur stendur nú sem hæst, enda fjölmargir bændur sem telja hag að því að rýja fé á þessum tíma árs. Allmargir bændur rýja sjálfir, en svo eru einnig fjölmargir, sem fá menn af bæ til þeirra verka. Duglegir rúningsmenn rýja urn og yfir hundrað kindur á dag. (rnó) Það hefur ekki farið fram hjá neinum að óvenju gott veður hefur ráðið ríkjum að undanförnu. Þessi mynd er tekin á einum af þeim sólbjörtu dögum sem Sauðkrækingar hafa notið í þorra. Atvinnuleysi í janúar Yfirleitt er það þannig að í janúar eru skráðir flestir atvinnuleysisdagar öðrum mánuð- um fremur. Þetta stafar sennilega af því, allavega í sjávarplássum, að um jólin eru skip og bátar í landi og fara því ekki að skila verulegum afla fyrr en seinni hluta janúarmánaðar. Þegar athugað var með stöðu atvinnu í janúar sl. á Norðurlandi vestra kom í Ijós að þó nokkurt atvinnuleysi var víða. Ef miðað er við janúar í fyrra kemur í ljós að á stærri þéttbýlisstöðunum. Sauðárkróki og Siglufirði, fækkar heldur skráðum atvinnuleysis- dögum. Á Sauðárkróki voru skráðir 2070 dagar í janúar ’86, en 2178 í janúar ’85. Árið 1985 hafði skráðum atvinnuleysis- dögum íjölgað á Sauðárkróki frá árinu áður um 4.2%. Á hinn bóginn var frekar um fjölgun skráðra atvinnuleysisdaga í janúar ’86 í smærri þéttbýlis- stöðunum miðað við janúar í fyrra. Á Hofsósi voru 710dagar skráðir nú, en voru 404 í fyrra. Þar hefur starfsemi frystihússins legið að miklu leyti niðri sökum hráefnisskorts. Á Blönduósi voru skráðir dagar nú 488, en í fyrra 391. Þar hafði trésmíða- verkstæði hætt störfum frá og með áramótum og hefur það sennilega haft sitt að segja. Á Skagaströnd voru 450 dagar skráðir. sent er svipað og í fyrra. Frystihúsið Hólanes hefur verið stopp. Frá Hvammstangaerþað að frétta að í janúar '86 voru skráðir 264 dagar, en í fyrra 206. Þetta eru kannski ekki háar tölur, en hafa mikil áhrif ílitlum sveitarfélögum úti á landi. Áberandi er að mikill meirihluti af þeim sem skrá sig atvinnu- lausa eru konur, og í verkamanna- vinnu. enda starfsemi frystihúsa víða bágborin í janúar. eins og fram hefur komið. (hás) A-Húnavatnssýsla: Arðbær nýbúgrein Á Auðkúlu í Svínavatns- hreppi eru nú um 23Q ullar- kanínur og í haust ráðgera hjónin þar að vera komin með um 450 kanínur. Það er því ekki rétt sem fram kom í síðasta blaði að enginn væri með margar kanínur hér um slóðir. Halldóra Jónmundsdóttir á Auðkúlu sagði í samtali við blaðamann að það væri hæfileg vinna fyrir einn mann að hugsa um 450 kanínur. Hins vegar væri stefna þeirra hjóna að fjölga enn frekar á næsta ári. Verðið á ullinni hefur farið hækkandi að undanförnu og er nú um 2150 kr. pr. kg. Halldóra sagði að unnt væri að fá um 1,2 kg. af ull af hverri kanínu á ári. Kanínurnar á Auðkúlu eru nú hafðar í gömlu fjósi. Það cr 17x9 m að stærð og mun það rúma 450 kanínur, auk þess sem þar verður góð aðstaða til þess að klippa dýrin. Kanínurnar eru hafðar í búrum, ein í hverju. Eta þær um 50 gr. af fóðurblöndu á dag en auk þess allnokkuð af heyi. Á sumrin er hægt að gefa þeim grænt gras og rófur í stað kjarnfóðurs, a.m.k. að hluta. „Það er mikilvægt að hafa vel einangruð hús fyrir kanínurnar” sagði Halldóra og það þarf að sinna þessum dýrum vel til þess að hafa af þeim arð. Nú eru um 30 félagar í félagi kanínubænda sem nær yfir Skagafjarðarsýslu, Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Flestir þeirra eru komnir með eitthvað af dýrum. Til marks um það hve kanínunum getur fjölgað ört má geta þess að hjónin á Auðkúlu keyptu 4 kanínur fyrir fjórum árum. Síðan hafa þau lítið keypt. heldur fjölgað af heima- stofninum. (ntó) Nýjung í Feyki Rétt er að benda lesendum Feykis á að á blaðsíðu tvö er mynd sem lýsir á skoplegan hátt einu helsta vandamáli sem við er að etja í íslenskum landbúnaði. Verða slíkar myndir vonandi fastur liður í Feyki eftirleiðis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.