Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 9
4/1986 FEYKIR 9
Veist þú?
Norðlensk kaupstefm:
Iðnsýning á Norðurlandi
Veist þú:
Veist þú:
Að síðustu dagana hefur átt sér
stað mikil umræða um
fjármál bæjarins.
Að K-listinn (Óháðir) hefurum
mörg misseri gert ýmsar
athugasemdir við fjármála-
stjórnun bæjarins, en ávallt
fyrir daufum eyrum.
Að beiðnum um greiðsluáætlanir,
vegna skammtímaskulda
langtímalána og almennrar
stöðu bæjarsjóðs hefur
verið eytt, eða neitað með
beinum hætti.
Að yfirlýsingar hafa verið gefnar
um að staða bæjarsjóðs og
fyrirtækja hans væri í fullu
samræmi við íjárhagsáætlanir.
Að fjárhagurinn var sagður
traustur og staðan um
áramótin 1985/86 yrði sú
besta hjá bæjarfélaginu fyrr
og síðar.
ÚTSKRIFT Á STÖÐUNNI
Veist þú:
Að fyrsta útskriftin á stöðunni
fyrirárið 1985 varfyrstlögð
fram 2. jan. 1986!!! miðuð
við stöðuna 1. des. 1985.
Að rökstuddar áhyggjur okkar
reyndust að öllu leyti réttar
og alvarleg fjárhagsstaða
blasti við.
Að ný útskrift 20. jan. 1986
dekkti myndina enn. Þó
hún næði einvörðungu til
rekstrarþátta.
Að útskrift 10. feb. 1986 gaf
síðan heildarniðurstöður við
árslok 1985. Umbúarlaus
niðurstaða á fádæma lélegri
fjármála- og fjárfestinga-
stjórn meirihlutaflokkanna
í bæjarstjórn.
BLINDA FRAMSÓKNAR
Veist þú:
Að ástæður þess að svo illa er
komið eru einkum þær að
Framsóknarmenn hafa aldrei
skilið afleiðingu Ólafslaga
(Jóhannessonar) frá 1979
um verðtryggingu lánsfjár.
Að þeir hafa stöðugt stagast á
því að lánsfé skuli fá til allra
hluta svo lengi sem nokkurt
fé fæst.
Að endurgreiðslur á lánum
með verðbótum, vöxtum og
gengisbreytingum hefur verið
þeim algjört smámál, lítið
og léttvægt.
Að þeir halda enn a.m.k. sumir
að lánsfé verði nánast að
engu eins og í þá „gömlu
góðu” daga frá 1966-1978.
TÍMASKEKKJA
FRAMSÓKNAR
Veist þú:
Að tímaskekkja framsóknar-
manna er mikil með
Alþýðubandalagið í eftir-
dragi sem viljalaust verkfæri
i fjármálum bæjarins.
Að þessir ágætu samherjar
hafa alveg gleymt að hlusta
á almenning í landinu, sem
er að sligast undan lána-
byrðinni.
Að árstekjur duga vart til
greiðslu afborgana vaxta og
verðbóta hjá ungu fólki,
húsbyggjendum og öðrum
þeim sem í bjartsýni sinni
hafa tekist á við sjálfsagða
hluti eins og stofnun
heimilis.
Að sömu lögmál gilda hjá
bæjarfélaginu og einstaklingum
að lántökur megi aldrei fara
framúr greiðslugetu. Þá
hrannast upp illleysanleg
vandamál.
K- FYRIR KRÓKINN
Veist þú:
Að K-listinn bauð í mars sl.
uppá þverpólitíska sam-
stöðu um aðhaldsaðgerðir í
peninga- og fjárfestinga-
málum bæjarins, til að
draga verulega úr íjármagns-
kostnaði. Við endurtókum
tilboð okkar síðar á árinu.
Að forseti bæjarstjómar hafnaði
• samstöðu og góðum ráðum.
Að K-listinn er enn reiðubúinn
til sameiginlegra átaka um
aðhaldsaðgerðir og skyn-
samlega fjármálastjórn.
LEGGÐU ÞETTA Á
MINNIÐ
Veist þú:
Að tekjur af útsvörum og
aðstöðugjöldum árið 1985
voru 45,8 m.kr.
Að innheimt fasteignagjöld námu
11.3 m.kr.
Að jöfnunarsjóður gaf 6,7
m.kr.
Að dráttarvaxtatekjur bæjarins
nániu 4,8 m.kr.
Að rekstrartekjur bæjarins námu
samtals 69,8 m.kr.
Veist þú
Að reksturinn sem áætlaður
var 54,3 m.kr. varð með
fjármagnskostnaði 81,4 m.
kr.
Að fjárfestingaliðir sem áætlaðir
voru 35,3 m.kr. en urðu 55
m.kr. að meðtöldum 5
m.kr. sem vantar vegna
stofnkostnaðar íþróttahúss
sem að mestu hefði átt að
færast fyrir áramót.
FJÁRÞÖRF UMFRAM
TEKJUR
Veist þú:
Að lánsfjárþörfin 1985 var
áætluð 23,7 m.kr. en varð
62,1 m.kr., að frádregnum
ófærðum fjármagnskostnaði
á fjámagnsyfirliti, er fjár-
þörfin 47,4 m.kr. eða
19.800 kr. lántaka á hvern
einstakling í bænum eða
99.000 kr. á hverja 5 manna
fjölskyldu.
Að fjármagnskostnaður bæjarins
varð 27,7 milljónir 1985 eða
11.600 kr. á hvern íbúa í
bænum eða 58.000 kr. á
hverja 5 manna fjölskyldu.
AÐ BREGÐAST VIÐ
VANDANUM
Veist þú:
Hvernig bregðast skal við
þegar lánsþörfin á einu ári
nemur hærri upphæð en
tekjum af útsvörum og
aðstöðugjöldum.
Veist þú:
Hvernig bregðast skal við
þegar fjármagnskostnaður
er rösklega tvisvar sinnum
hærri en öll fasteigna-
gjöldin í bænum.
Svarið er einfalt þú velur
þér ábyrga fulltrúa í
Bæjarstjórn sem kunna að
fara með skattpeninga
þína. Fulltrúa sem sýna
ábyrga fjármálastjórn, sem
leiðir til stöðugleika í
peningamálum ogtilvaran-
legra framfara.
Hörður Ingimarsson
bæjarfulltrúi óháðra
Á vegum Fjórðungssambands
Norðlendinga hafa farið fram
umræður um nauðsyn þess að á
Norðurlandi verði komið á
kynningarsýningu fyrir norð-
lenska framleiðslu og þjónustu.
Á sínum tíma þegar var ráðist í
útgáfu kynningarrits sambandsins,
sem nefnist „Lykill að norðlenskri
framleiðslu og þjónustu”, var
ákveðið að næsta verkefni yrði
að leita eftir samstöðu um að
koma á fót norðlenskri vöru-
sýningu, sem gæti verið norð-
lensk kaupstefna jafnframt.
Fjórðungsþing Norðlendinga
1985 ákvað að leita eftir
samstarfi við norðlenskra aðila í
framleiðslu og þjónustu um að
koma á norðlenskri kynningar-
sýningu. Leitað verði eftir því
við þessa aðila, að mynduð verði
samtök norðlenskra framleiðenda
og þjónustuaðila um sameigin-
lega kynningarstarfsemi með
vörusýningum og kaupstefnum
eða með öðrum hætti.
Með tilliti til þessarar sam-
þykktar síðasta fjórðungsþings
ákvað stjóm Fjórðungssambands
Norðlendinga að gangast fyrir
könnun meðal framleiðslu- og
þjónustuaðila á Norðurlandi,
um hvort efnt skyldi til
kynningarsýningar á norðlenskri
framleiðslu og þjónustu, sem
jafnframt væri kaupstefna. í
þessu tilefni hafa verið sendir
spurningalistar til yfir 200
fyrirtækja og einstaklinga og til
allra sveitarstjórna á Norður-
landi.
Fáist jákvæðar undirtektir í
þessari könnun verður þegar
hafist handa um að mynda
samtök um sýninguna og í því
efni verður treyst á forystu
þeirra aðila, sem mestra hags-
muna hafa að gæta á þessum
vettvangi, auk þess frumkvæði
atvinnumálanefnda, iðnþróunar-
félaga og sveitarstjórna. Öllum
þessum aðilum verður kynnt
málið. Stefnt er að því að aðilar
sendi könnunarbréfin til baka
fyrir 1. mars n.k.
Hlutverk Fjórðungssambands
Norðlendinga er að hvetja
Norðlendinga til samstarfs og
átaka. Nú er verkefnið kynningar-
sýning norðlenskrar framleiðslu
og þjónustu. Það er á valdi
Norðlendinga sjálfra að gera
þetta áform að framkvæmd, en
Fjórðungssambandsins að tengja
kraftana saman, til að gera
áformin að veruleika.
Styöjum Dvalarheimili aldraða
til þess að kaupa 25 rúm
fyrir aldraða Skagfirðinga. Kaupverð án tolla og aðflutnings-
gjalda er kr. 2.020.705,-
Fjársöfnunin stendur yfir út febrúar. Leitað verður bréflega til
allra fyrirtækja, verslana og þjónustuaðila á Sauðárkróki og í
Varmahlíð, um aðstoð.
Við leitum einnig til þín!! Getur þú lagt lið núna?? Gerum það
meðan við enn erum ung og á starfsaldri!
Einstaklingar, vinnuhópar, áhafnirskipa, félagasamtök, klúbbar
í bæ og í sveit o. fU! Lionsmenn skora á ykkuraðstyðjaaf öllum
mætti þetta febrúarátak 1986!
Heimaverkefni standa okkur næst!
Styðjum aidraða!
Framlögum er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum á opnunartíma:
Búnaðarbanki ísl. útibú Sauðárkróki og Varmahlíð sp.sj.bók nr. 12500.
Samvinnubanki ísl. útibú Sauðárkróki sp.sj.bók nr. 2810.
Skrifstofa sóknarprests. Skrifstofa Skagfirðingabúðar.
Skrifstofa Verkamannafél. Fram. Skrifstofa K.S. Varmahlíð.
Skrifstofa Sjúkrahúss Sauðárkróks.Verslun Haraldar Júlíussonar
Skrifstofa Fiskiðju Sauðárkróks.
Sé ósk um að sækja framlög heim hringdu þá í síma:
5392 - 5394 - 5413 - 5190 á kvöldin.
Framlög eru skattfrjáls
Lionsklúbbur Sauðárkróks