Feykir


Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 4

Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 4/1986 9. bekkur í starfskyraiingu í síðustu viku fckk Feykir nokkuð óvænta aðstoö. Á skrifstofuna mættu þeir Pétur Ingi Björnsson og Óli Brynjars- son úr 9. bekk Grunnskólans á Sauðárkróki. Tilefnið var árleg starfskvnning, þar sem nemendum 9. bekkjar er gefinn kostur á að kynnast hinum ýmsu þáttum atvinnulífsins að eigin raun. Þessi síða er afrakstur þeirra Pétursog Óla auk þess sem þeir sáu um þáttinn Feykir spyr. Við Feykis- menn þökkum aðstoðina og ánægjulega viðkynningu. Eggert Ólason var í starfs- kynningu á Bifreiða- og véla- verkstæði K.S. og við lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Hvað færð þú að gera hérna? „Ég sópa og hjálpa til”. Hvað hefurðu nú lært? „Ég hef lært að logsjóða og rafsjóða svo hef ég fylgst með þegar gert hefur verið við bíla”. Geturðu hugsað þér að verða bifvélavirki? „Nei, ég hugsa ekki”. Af hverju fórstu hingað í starfskynningu? „Ættingjar mínir kvöttu mig til þess, sögðu að ég hefði gott af að læra þetta. Ég get kannski nýtt mér þetta í framtíðinni”. Við fréttum að þú hefðirfengið uppncfnið Týri. Af hverju? „Ég veit það ekki, held að þetta sé bara stríðni. Vinur minn er nú kallaður Snati”. Næst fórum við í Rafsjá, en bar ætluðum við að hitta þá Sigurð Björnsson og Aðalstein Aðalsteinsson. Er við komum þangað var okkur sagt að þeir hefðu verið sendir út í sveit, eða sem allra lengst í burtu. Það kom á daginn að þeir höfðu verið sendir suður í Hátún og þar voru þeir að hlýja sér þegar við komum þarað. Við Nýja bílasalan Sauðármýri 1 - 550 Sauðárkróki - Sími 95-5821 Hefur tekið að sér söluumboð fyrir Heklu hf. á Mitsubishi og Audi bifreiðum COLT LANCER TREDIA GALANT PAJERO L300 GOLF AUDI Vantar nýlega bíla á söluskrá. Mjög mikil eftirspurn. Vorvertíðin er byrjuð af fullum krafti. Helgina 1.-2. mars frá kl. 13.00-19.00. Bílasýning á nýjum bílum frá Heklu VW og Mitsubishi. Nýja bílasalan spjölluðum við þá og lögðum nokkrar spurningar fyrir þá. Hvað fáið þið að gera? „Hitt og þetta og aðalléga þetta”. Og er þetta gaman? „Þetta er alveg pottþétt”. Hafið þið lært eitthvað af þessu? „Já, t.d. hvernig rafmagn virkar”. Hafið þið hugsað ykkur að leggja þetta starf fyrir ykkur, þ.e. starf rafvirkja? „Við höfum ekki ákveðið það ennþá”. Við þökkuðum fyrir spjallið og kvöddum. Skiptmemi í heimsókn Feykir hafði spurnir af því að á Sauðárkróki væri staddur ungur skiptinemi, Derek Young frá Höfða- borg í S-Afríku. Dvaldist hann aðeins nokkra daga í bænum en sá sér þó fært að koma í smáviðtal í skrif- stofu Feykis. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir hann var hversvegna hann hefði komið til Islands. „Það var dálítið spennandi að fara til Islands. Landið er gjörólíkt S-Afríku, t.d. er veðurfarið allt öðruvísi og sömuleiðis tungumálið.” Hvemig líkar þér við Islendinga? „Mér finnst þeir mjög skemmtilegir. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér þegar ég er hjá fjölskyldu minni í Keflavík”. í hvaða skóla ertu? „Ég er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann er ólíkur skólum í S-Afríku. Þar þurfa nemendur að ganga í skóla- búningum, það er bannað að kalla kennara fornafni, og það má alls ekki reykja í skólunum. Það eru mjög strangar reglur þar.” Hvað ertu að gera á Sauðárkróki? „Heimsækja og sjá annan stað á landinu. Mig langaði að sjá Norðurland, mér finnst það mjög fallegt. Svo býr S-Afrísk kona á Hólum í Hjaltadal og núna einhvern næstu daga ferég og heimsæki liana”. Er við spurðum hann út í ástandið í S-Afríku sagði hann að ástandið væri mjög bágborið. Fyrir tveimur árum hefði hafist borgarastyrjöld, hún stæði aðal- lega yfir í þeim hlutum landsins þar sem svertingjarnir byggju, en lítið sem ekkert væri barist þar sem hvíta fólkið býr. Hann sagði að hann ásamt nokkrum vinum sínum hefðu skroppið í veislu til Durban. Það varekkert mál, en á meðan þau skemmtu sér létu sextíu manns lífið í bardögum. Við spurðum því hvernig honum líkaði að búa í S-Afríku. „Mér finnst gott að búa þar. Ég er afrískur og er fæddur þar og uppalinn. Mér finnst þetta góður staður og mig langar til að búa þarna”. Hann sagði að nú væri mikið um að hvítt fólk flyttist burt til Astralíu eða Ameríku vegna ótta við sprengingar eða bardaga. Við lukum viðtalinu en spjölluðum áfram um heima og geyma og fengum okkur kaffi og bollur. Loks þökkum við honum fyrir skemmtilegt spjall. Sauðkrækingar og aðrir Norðlendingar Það koma nýjar myndir til okkar í hverri viku. Úrvalið hefur aldrei verið fjöl- breyttara. Þú finnur eitthvað við þitt hæfi í ÁBÆ. Videoleigan Ábæ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.