Feykir


Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 5

Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 5
4/1986 FEYKIR 5 Askell Eimrsson: Sveitarstjómarlög í brennipunkti í ráðherratíð Svavars Gests- sonar var skipuð endurskoðunar- nefnd sveitarstjórnarlaga. Þessi nefnd var skipuð fulltrúum tilnefndum af þingflokkum og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Formaður nefndarinnar var tilnefndur af ráðherra, án tillagna frá öðrum aðilum. Fyrir valinu varð kunnur dómari við bæjarþingið í Reykjavík, sem ekki var kunnur af að hafa fengist við sveitarstjómarmálefni í starfi sínu. Hér var ólíkt farið að þegar félagsmálaráðherra skipaði á sínum tíma nefnd er undirbjó frumvarp til núverandi sveitar- stjórnarlaga. Til formennsku valdist þáverandi ráðuneytis- stjóri félagsmála, sem hafði að baki langa reynslu sem bæjar- stjóri og sýslumaður. Með honum í nefndinni voru m.a. valinkunnir menn úr hópi landsbyggðarmanna. Sumar tillögur nefndarinnar bera vott um að auka eigi á ný umsjón valdsmanna ríkisins, með sveitarstjórnarmálefnum. Einnig vottar í verulegum mæli fyrir þeirri áleitni að taka upp í íslensk sveitarstjórnarlög ýmis ákvæði erlendra laga, sem ekki eiga rætur í ríkjandi sveitar- stjórnarhefð. Sumir þessara ágalla voru lagfærðir áður en frumvarpið kom til Alþingis, en aðrir hafa flotið áfram í frumvarpi því sem nú er til afgreiðslu. Sömu reglur um sameiningu sveitarfélaga Sú almenna regla er í frumvarpinu að ekki megi breyta mörkum sveitarfélaga, nema að um það sé samkomulag á milli viðkomandi sveitarfélaga eða með lögum frá Alþingi. Hins vegar gegnir öðru máli um sveitarfélög með færri en 50 íbúa. Ráðherra getur sameinað þau öðrum sveitarfélögum eða jafnvel skipt sveitarfélagi upp á nrilli tveggja eða fleiri sveitar- félaga, ef honum sýnist svo miðað við landfræðilegar aðstæður, þótt ekki liggi fyrirsamkomulag á milli sveitarfélaga um samruna. Hér virðist gilda tvöfaldur réttúr, sem er ákaflega hæpinn og reyndar mismunar stöðu sveitarfélaga, sem eru með áþekkan íbúafjölda. Ekki er hér verið að draga dul á það, að minnstu sveitarfélögin eru oftast ein sér of fámenn til að annast verkefni sín. Hinsvegar verður ekki á móti mælt að mörg hinna fámennari sveitarfélaga hafi í samstarfi við önnur sveitarfélög leyst sín mál það vel að ekki er klögunarefni, því að mörg þeirra stærri hafa staðið verr í ístaðinu. Það ereðlilegt og nauðsynlegt, að ráðherra hafi frumkvæði um sameiningu sveitar- félaga að ákveðnu íbúamarki og hafi frumkvæðið að lagasetningu, ef samkomulag á milli aðila næst ekki, og ef full rök eru fyrir því að sameina sveitarfélög. Það verður hins vegar að vera á valdi Alþingis hverju sinni að meta það hvort leggja skuli niður sveitarfélög með lögum. Frumvarpið ber með sér að stækkunarmenn sveitarfélaga hafa rifað seglin nú um sinn. Ljóst er að fyrri hugmyndir um æskilega stærð sveitarfélaga, fá ekki staðist, ef stofna á til sveitarfélags, sem er nægilega fjölmennt til að veita nútíma- þjónustu á viðunandi hátt. Mönnum er að verða æ Ijósara að sveitarfélög þurfa að vera með a.m.k. 1 þús. íbúa til þess að geta verið fullburða um nútíma- þjónustu, án þess að þurfa að leysa hin nærtækustu verkefni í samvinnu við önnur sveitarfélög. Það er öllum að verða ljóst, að ekki eru fyrir hendi félagsleg eða landfræðileg skilyrði til þess að koma á almennt séð sameiningu sveitarfélaga til að ná þessu marki. Þótt ekki megi afneita sameiningarleiðinni, er ljóst að sveitarfélög verða að leita í vaxandi mæli eftir því að leysa verkefni sín í samstarfi. Vafasöm nýmæli Meðal ákvæða í frumvarpinu eru uppáfinningar, sem telja verður hæpnar. Ætlast er til þess að gefin séu út sérstök kjörbréf til varamanna í sveitarstjórn. Gangur mála er sá, að oft kemur fyrir að kalla þarf til varamann með stuttum fyrirvara, svo að iðulega þarf að boða menn á sveitarstjórnarfund, sem eru neðar á lista en eðlileg röðum segir til um. Gefa út kjörbréf í hvert sinn er hæpið mál í daglegri önn. I kaupstöðum og stærri sveitarfélögum hefur markast hefðbundin verkaskipting á milli formanns sveitarstjórnar og framkvæmdastjóra sveitar- félagsins, en miðað við ákvæði frumvarpsins er komið losi á þá skipan, sem er vísasti vegurinn til að koma á truflunum í samstarfi þeirra manna, sem eru í forsvari fyrir sveitarfélagið. Það kann að vera lýðræðislegt að hafa í sveitarstjórnarlögum heimild sveitarstjórna til að skjóta málum sínum til úrskurðar í atkvæðagreiðslu eða til afgreiðslu á borgarafundum. Ennfremur að tiltekinn hópur kjósenda geti krafist atkvæðagreiðslu um mál. Vandinn er sá að þetta veikir sveitarstjórnirnar nema að baki sé samheldur pólitískur meiri- hluti, en svo er ekki í flestum sveitarstjórnuni. Hætt er við að raunin verði sú, að upp komi í mörgum sveitarfélögum eins- konar lýðræði götunnar, sem gerir sveitarstjómir nánast óvirkar í störfum. Það er vægast sagt gáleysi að setja svona ákvæði í lög, án skoðanakannanna á meðal sveitarstjórna um málið áður en ákvæðin eru sett í frumvarpið. Gagngerð endurskoðun frunivarpsins A síðasta fjórðungsþingi Norð- lendinga 1985, var samþykkt að gagngerð endurskoðun fari fram á fyrstu átta köflum frum- varpsins, sem fjalla um stjórn- sýslu sveitarfélaga, samvinnu og samtök sveitarfélaga og samskipti ríkis og sveitarfélaga, áður en frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi nú í vetur. Jafnframt lagði þingið til að niður verði felldur 9. kafli frumvarpsins, sem fjallar um héraðsnefndir. I stað hans konri sérstök lög urn millistjórnstig, sem kosið verði til með beinum kosningum. Millistjórnstigið hafi sjálfstæða tekjustofna og fái verkefni frá ríkinu. Það hefur komið fram gagnrýni á þessa ályktun þingsins, um það að ekki hafi komið fram rökstuðningur fyrir því hvað er átt við með gagngerðri endurskoðun. I því sambandi er rétt að taka fram að framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga vann fyrir rúmu ári athugasemdir á frumvarpi nefndarinnar, með vitund fjórðungsráðs, sem sendar voru sveitarstjórnum á Norður- landi til leiðsagnar og félags- málaráðuneytinu vegna um- fjöllunar um tillögur endur- skoðunarnefndar. Nú í haust, þegar frumvarpið var lagt fyrir Alþingi til afgreiðslu, vann framkvæmda- stjórinn breytingartillögur upp úr athugasemdunum og sendi félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis, sem hefur frumvarpið til meðferðar. Breytingartillögum þessum var skipt í tvo meginflokka. I fyrsta lagi voru breytingartillögur við fyrstu 8 kafla frumvarpsins, sem fjalla um stjórnsýslu sveitarfélaga og í öðru lagi breytingartillögur við ákvæði, sem íjalla um sameiningu sveitarfélaga, samstarf sveitarfélaga og samskjpti við ríkisvaldið. Gleggri ákvæði um samstarf sveitarfélaga Aberandi er að í frumvarpinu er mikil áhersla lögð á fyrirmæli til félagsmálaráðuneytisins um að ástunda sameiningu sveitar- félaga. Jafnvel er gcrt ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veiti verulega styrki, uni lengri tíma til þess að efla sameiningu sveitarfélaga. Ekki er gert ráð fyrir þesskonar styrkveitingum til að koma á samstarfi fleiri sveitarfélaga um verkefni sín. I þessum efnum gerir frum- varpið upp á milli leiða til þess að efla sveitarfélög til að leysa hlutverk sitt. Akvæði um byggðasamlög eða byggðabanda- lög bera vott um að ekki er lögð nægilega rík áhersla á þá leið til að efla sveitarfélögin, Akvæði um landshlutasamtök sveitar- félaga eru nánast sýndaratriði. Sambandi ísl. svéitarfélaga er einu ætlað að vera tengiliður gagnvart ríkisvaldinu, en ekki landshlutasamtökum sem eru þó málsvari íbúanna, eftir búsetu þjóðarinnar í landinu. Verður frumvarpið hespað í gegn á þessu Alþingi? Meginatriði er að landsbyggðar- menn átti sig á því að hér er um veigamikla löggjöf að ræða. I þessum efnum mega menn ekki vakna til vitundar eftir á, þegar ýmis vafasöm lagaatriði hafa hlotið staðfestingu á Alþingi, eins og oft hefur brunnið við. Grein þessi er rituð í þeirn tilgangi að hvetja menn til þess að fylgjast með gerðum Alþingis nú og til að gefa mönnum kost á því að kynnast þeim sjónarmiðum, sem hafa verið færð fram á vegum Fjórðungssambands Norð- lendinga og frá framkvæmda- stjóra þess persónulega. Askell Einarsson. f ra mkvæmdastjóri Fjórðungssambands Noiðlendinga. Fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu Eruð þér ekki áhugasamur um að koma upp norðlenskri kynningarsýningu á vörum og þjónustu? Skilið eyðublaði vegna skoðanakönnunar um kaupstefnu Norðlendinga fyrir 1. mars. Fjórðungssamband Norðlendinga Glerárgötu 24 Pósthólf 354 602 Akureyri

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.