Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 8
8 FEYKIR 4/1986
Um fjármál Sauðárkróksbæjar
Ásdís á Skörðugili við rokkinn.
Halldór Sigvaldason frá Axar-
firði.
Skagqfjörður:
Námskeið á Löngumýri
Á dögunum var haldið
námskeið í hrosshársvinnu á
Löngumýri í Skagafirði. Um 9
manns sóttu námskeiðið þar af
tveir sem komu alla leið frá
Reykjavík. Kennari var Halldór
Sigvaldason frá Dýrhaga í
Axarfirði.
Tíðindamenn Feykis komu á
námskeiðið eitt kvöldið og var
þá unnið af miklu kappi við
hrosshárið. Hópnum hafði verið
skipt i tvennt og því var aðeins
hluti lians að störfum þetta
kvöld. Þar var unnið við rokk,
snældur og kamba. verkfæri sem
ckki eru mikið notuð í dag og
hafa vikið fyrir nútímatækjum.
Hrosshársvinna er heldur ekki
algengt fyrirbæri í dag og
sennilega hverfandi iðngrein.
Halldór hafði lært þessa iðju
tyrir um 70 árum síðan og
kenndi margra grasa í poka-
horni hans, s.s. haglega unnir
múlar og gjarðir. Mikil vinna
liggur að baki slíkra hluta, en
þátttakendur á námskeiðnu létu
það ekki á sig fá, enda var létt
yfir þeim í vinnustofunni á
Löngumýri. Talað var um einn
gárungann í sveitinni, sem hafði
ráðlagt að nota ekki hár af
dauðum hrossum, heldur lifandi,
því þá væri hárið einfaldlega
meira lifandi. Það sem hægt er
að vinna úr hrosshári eru
hinir eigulegustu ntinjagripir og
verða trúlega vel þegnir í
ferðamannabransanum i sumar.
Eitthvað fleira verður um
námskeiðahald á Löngumýri á
næstunni. Má þar nefna vefnaðar-
námskeið og félagsmálanámskeið.
Eru Skagfirðingar, sem aðrir,
hvattir til að nýta sér þetta, og
óhætt er að segja að aðstæður
eru vel fallnar til slíkra hluta á
Löngumýri.
(hás)
Fjármál Sauðárkróksbæjar
hafa verið í umfjöllun manna í
milli undanfarna daga og vikur
hér á Sauðárkróki. Og fer ekki á
milli mála að þegar upplýsingar
berast manna í milli er hætt við
að þær brenglist í meðförum.
Það er einnig ljóst að mismunandi
mikill áhugi er hjá þeim sem um
þessi mál fjalla, að túlka málin á
jákvæðan hátt.
Því er haldið óspart á lofti í
þessari umræðu að skuldir
bæjarins séu geigvænlegar. Og
jafnvel svo að við gjaldþroti
liggi. Eg vil því með nokkrum
orðum gera bæjarbúum og
öðrum sem áhuga hafa á þessum
málum nokkra grein fyrir
skuldastöðu bæjarsjóðs eins og
hún liggur fyrir nú við gerð
fjárhagsáætlunar 1986
Heildarupphæð langtímalána
Sauðárkrókskaupstaðar er að
frádregnum skuldabréfum sem
bæjarsjóður á vegna B-gatnagerðar-
gjalda 65,5 milljónir króna. Ef
skuld ríkissjóðs við Sauðárkróks-
bæ að upphæð kr. 10,5 milljónir
króna er dregin frá þeirri
upphæð standa eftir 55 milljónir.
Til samanburðar má geta þess að
langtímaskuldir bæjarsjóðs voru
fyrir fjórum árum, eða í árslok
1981, á sama verðlagi, rúmlega
23 milljónir króna, enda þótt
framkvæmdir hafi þá verið í
lágmarki um nokkurt skeið.
Mismunur, eða aukning skulda
á þessum fjórum árum eru því
33 milljónir. í árslok 1985 höfðu
verið greiddar um 15 milljónir til
Steinullarverksmiðjunnar og það
skal tekið fram að ætíð hefur
verið full samstaða í Bæjarstjórn
Sauðárkróks um það mál. Þar
með taldar allar lántökur til þess
verkefnis.
Fermingarfótin
eru komin.
Einnig mikið
úrval af nýjum
fatnaði.
Sjón er sögu ríkari
ff: fiskiwcntlimin
SVMITÍI
Aðalgötu 20-550 Sauðárkrókt sími 5802
íþróttahúsið sem verið var að
taka í notkun nú íjanúarkostaði
56 milljónir á verðlagi í jan. sl.
Þar af er hlutur Sauðárkróks-
bæjar á sl. ljórum árum um 33
milljónir. Það skal einnig tekið
fram að samstaða hefur verið
með þetta mikla verkefni.
Eg hefi hér nefnt aðeins tvö
verkefni bæjarstjórnar, en mörg
smærri mætti nefna sem kostað
hafa bæjarsjóð fjármuni, en fáir
vilja láta óunnin.
Það má geta Hjúkrunar- og
dvalarheimilis aldraðra, sem nú
á að fara að taka í notkun.
Væntanlega efast enginn um
nauðsyn þess. Grjótvörn á
ströndina til að verja bæinn fyrir
ágangi sjávar. Bundið slitlag á
götur. Ný innakstursleið í
bæinn, til samræmis við fram-
kvæmdir Vegagerðar ríkisins.
Miklu fé hefur verið varið til
skipulagsmála. Þar ber hæst
skipulag gamla bæjarins, sem
vafist hefur fyrir mönnum að
gera í áratugi. Átak gert í fegrun
bæjarins. Svona mætti lengi
telja, en verður ekki gert í stuttri
blaðagrein. Það er vissulega
áhyggjuefni hve rekstur bæjar-
lélagsins vex með hverju árinu
sem líður. Allt kostar þetta
mikla peninga. En hver vill hafa
á móti þjónustu eins og góðum
skólum, leikskólum sem anna
eftirspum eftir leikskólaplássum,
heilsugæslu sem á að stuðla að
því að fólk haldi heilsunni sem
lengst, öldrunarþjónustu sem
gerir fólki kleift að vera sem
lengst á heimilum sínum. Og
dvalar- eða hjúkrunarheimili
fyrir þá sem þess þarfnast.
Það er vissulega nauðsynlegt
að hafa góða fjármálastjórn.
Hún felst ekki að ntínu mati í því
að sitja á hækjum sínum og
hafast ekkert að.
Magnús H. Sigurjónsson
Hlntafé aukíð
Ákveðið hefur verið að auka
hlutafé í Steinullarverksmiðjunni á
Sauðárkróki. Kemur það til af
skilyrðum sem sett voru í
upphafi að hlutafé verksmiðjunnar
skyldi vera 30% af endanlegum
stofnkostnaði.
I samtali við framkvæmda-
stjórann Þorstein Þorsteinsson
kom fram, að á árinu 1983 var
ákveðið hlutafé 68,3 milljónir
króna. Þessar tölur hafa nú
verið endurskoðaðar með tilliti
til endanlegs verðs verksmiðjunnar
ásamt öðrum verðhækkunum
og því hefur verið ákveðið að
auka hlutaféð um 22 milljónir
svo 30% hlutfallið haldist.
Hvað varðar hlut ríkisins í
verksmiðjunni þá sagði Þorsteinn
að hann héldist óbreyttur þ.e.
40%. Hins vegar kom l'ram að
viðræður standa nú yfir milli
eignaraðila verksmiðjunnar, annarra
en ríkisins, hvernig skipta skuli
hlutafjáraukningunni þeirra á
milli.
(sþ)
Hæfileika-
keppni
1986
Ertu hæfilelkarikur eöa getur þú gert
eltthvaö skemmtilegt. T.d. dansaö,
sunglö, sagt brandara, spilaö á hljóöfæri
eöa eltthvaö annað. Þá er þetta þltt
tæklfæri til aö koma þér á framfærl.
Hótel Mælifell efnir til hæfilelkakeppni.
Innrltun stendur yfir nú, og til febrúar-
loka, á fimmtudögum, föstudögum og
laugardögum.
Glæsileg verðlaun í boði:
1. verðlaun 20.000 kr.'
2 verðlaun 5.000 kr.
3. verðlaun 3.000 kr.
Nánari upplýsingar eru veittar á
Hótel Mælifelli.