Feykir


Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 3

Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 3
4/1986 FEYKIR 3 spurt og spjallaö — A Hvammstanga I síðasta blaði var þáttur undir sama nafni og þessi, „Spurt og spjallað”, og þá var spjallað við Orn Þórarinsson. Samtalið fór fram í gegnum síma og var ákveðið að halda þessu fyrirkomu- lagi áfram, hringja í menn víðsvegar um kjördæmið og reyna að fá örlitla innsýn í félags- og menningarlíf á viðkomandi stað. Að þessu sinni varð fyrir valinu Hóhnfríður Bjamadóttir á Hvamms- tanga. Vonum við að þeir sem við komum til með að hringja til í framtíðinni taki því vel. Jafnframt þakka ég Erni og Hólmfríði fyrir þeirra góðu undirtektir. Hólmfríður var fyrst spurð hvemig Hvammstangabúar eyddu sínum fristundum og hvaða félög og klúbbar væru starfandi. „Það eru hér ýmis félög starfandi, misjafnlega lífleg eins og gefur að skilja. Ungmenna- félag og Kvenfélag, þetta hefðbundna, Lionsklúbbur og Bridgefélag eru starfandi. Svo er Leikflokkurinn að setja upp Ieikritið Grenið eftir Kjartan Heiðberg. Hér eru margir sem eiga hesta og eyða miklum tíma í að sinna þeim. Starfrækt er líkamsræktarstöð og boðið er — bragamál — upp ájógaleikfími og þrekþjálfun. Einnig er sundlaugin vel stunduð, enda ansi fullkomin og vel úr garði gerð”. Nú eru kosningar í vor. Eru menn farnir að stinga saman nefjum í tilefni þeirra? Ekki er það nú opinberlega. Fólk er aðeins farið að tala um þetta, en ekkert sem hægt er að byggja á ennþá. Það getur vel verið að menn séu farnir að skjálfa bak við tjöldin. Ég hef trú á því að það verði einhverjar mannabreytingar, en það verður allt að koma í ljós”. umsjón: Ingi V. Jónasson Nú er mál að standa við gefin fyrirheit frá síðasta Feyki, og gefa mönnum færi á að bota fyrriparta. Var haft samband við nokkra góðkunna hagyrðinga hér á Krók og þeir beðnir að gefa startið með nokkrum fyrripörtum. Að sjálfsögðu birtast ekki nöfn þessara ágætu manna, að þeirra eigin ósk, vegna annálaðrar hógværðar og lítillætis. En það er einlæg von mín að hér eftir komi frumkvæðið að fyrripörtum frá lesendum. Ekki veit ég hver er ástæðan fyrir þessari deyfð í mönnum, en kannski er kveð- skapur þeirra Gyrðis og Geirlaugs farinn að skipa hærri sess en eldri bragarháttur. Það væri kannski rétt að gefa mönnum kost á að koma á framfæri einhverjum léttum atómkviðlingum með djúpri og óalþýðlegri speki. Það gæti kannski lyft þessu á örlítið hærra plan eins og nóbelsskáldið okkar sagði forðum. Hvað um það, Feyki hefur borist vísa frá manni sem furðar sig á þeirri furðulegu náttúru Islendinga að spreða húsgrunnum um allar jarðir og gera svo ekkert í mörg ár. Vísan hljóðar á þessa leið: Af mammons mærum brunninum, marga fýsir heyra. Gumar Hreinn af grunninum, gerist nokkuð meira? Og þá eru það fyrripartarnir sem ortir eru af ýmsu tilefni, s.s. sunnanátt á miðjum þorra og komandi kosningum. Þetta ber þó vorkomunni vitni. Sunnanáttin sæl og blíð, syngur norður fjörðinn. Kosningarnar koma brátt, kviknar á gömlu skari. Botna má senda inn hvort sem er skriflega eða í síma 5757. Og botnið nú! í síðasta blaði Feykis kom frétt um það að einhverjir hefðu áhuga á að koma upp kapalkerfi. Heldur þú að þetta sé almennur áhugi hjá Hvammstangabúum? „Það er erfitt að segja. Það er talsvert mikið um að fólk eigi vídeótæki. Ég held kannski að þegar fer að minnka í buddum hjá fólki þá vilji það alveg eins kaupa efnið á þennan máta. Það var gerð einhver könnun í haust og skipuð nefnd í málið eins og fram kom í Feyki. Þessi einstaklingur sem hafði látið athuga aðstæður er fyrir sunnan á námskeiði í sambandi við þetta. Ég veit ekki hver framvindan verður”. Nú eruð þið með starfandi deild innan Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Hvað er að frétta af hcnni? „Þetta er fyrsta deildin innan samtakanna sem fer að starfa reglulega, verður þriggja ára gömul núna í mars. Við tökum virkan þátt í heildarstarfi samtakanna. Við leggjum til breytingar á stjórnkerfinu og viljum dreifa valdinu til byggðanna. Þetta viljum við gera með því að koma á fót þriðja stjórnstiginu. Einnig viljum við gera þátttöku fólks til alþingiskosninga miklu meiri. Þó að okkur sé sagt í dag að við eigum að kjósa sextíu þingmenn, þá kjósum við ekki nema tuttugu, hinir eru sjálf- kjörnir. Unnið er að því að endurskoða stjómarskrá Islands og nú er að koma út þriðja útgáfan af þeirri endurskoðun frá okkur. Þær eiga ábyggilega eftir að verða fleiri. Við höfum haldið fundi með þingmönnum kjördæmanna á Norðurlandi. Þeir voru á Hvammstanga 23. nóvember og á Akureyri í janúar. Það er fyrirhugað að halda fundi í hinum kjördæmunum, en það er ekki búið að dagsetja þá ennþá”. Að lokum Hólmfríður. Er eitthvað sérstakt á döfinni hjá Hvammstangabúum? „Ég veit ekki hvað ersérstakt öðru fremur. Það hefur alltaf verið haldin vorvaka um páskana, en ég veit ekki hvernig það verður núna. Þar hafa myndlistarmenn sýnt og þá listamenn sem eiga ættirsínarað rekja hingað, sem dæmi má nefna Nínu Björk. Einnig hefur verið reynt að fá heimatilbúnar sýningar. Nemendur frá Lauga- bakkaskóla voru t.d. einu sinni með sýningu á verkefni sem þau höfðu unnið um byggðaröskun í héraðinu. Það hefur verið gert svolítið að því að sal'na saman gömlum myndum og stækka þær og sýna. Og það hafa verið dregnir fram í dagsljósið ýmsir listamenn, sem maður vissi ekki Hvernig eru viðtökurnar? „Þær eru góðar. Fólk er kannski hikandi og það spyr mikið, en það vill breyta og vera með. Það tekur sinn tíma að vekja til umhugsunar heila þjóð, sem búið er að berja niður í svaðið”. að væru listamenn og bjuggu jafnvel í næsta húsi”. Nú er mál að linni. Við Feykismenn þökkum Hólmfríði enn ög aftur fyrir spjallið og sendum Hvammstangabúum okkar bestu kveðjur. (hás) Tilkynning Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki hefur tekið að sér sölu á II flokks steinull fyrir Steinullarverksmiðjuna hf. Viðskiptavinir eru beðnir að snúa sér til Byggingavörudeildar K.S. á Eyri sími 95-5200. Ullin er nothæf sem varma- og hljóð- einangrun en uppfyllir ekki þærströngu kröfur sem verksmiðjan gerir til I flokks einangrunar. m Steinullarverksmiðjan hf. Samvinnubók! Hagstæð ávöxtun í heimabyggð! > « ' Á síðasta ári varð ávöxtun Samvinnubókar 40,65%! Það er 5,06% yfir verðbólgu samkv. lánskjaravísitölu. Miðað við núgildandi vexti Samvinnubókar verður lágmarksávöxtun hennar á þessu ári 43,4%! Þess utan erávöxtunin á þriggja mánaða fresti borin saman við ávöxtun verð- tryggðs 6 mánaða reiknings með 3.5% vöxtum, og sé sú ávöxtun hærri, er mismuninum bætt við höfuðstólinn á 6 mánaða fresti, sem þýðir í raun, að ávöxtun Samvinnubókar verður ætíð hærri, því slík vaxtaviðbót lögð við höfuðstól, er þá vöxtuð jafnframt honum næsta tímabil. Samvinnubókin er því bakhjarl þinn í tvennum skilningi. Annarsvegartryggir hún hámarksávöxtun sparifjár þíns og hinsvegar stuðlar hún að bættu atvinnuöryggi þínu og fjölskyldu þinnar. Samvinnubókm, hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.