Feykir


Feykir - 19.02.1986, Page 12

Feykir - 19.02.1986, Page 12
Sœlkerahúsiö Njótiö góöro ueitinga í pœgilegu umhuerfi 19. febrúar 1986 Feykir 4. tbl. - 6. árg. 4~° cf1 ALDREI GLÆSILEGRA vV / ALDREI SKEMMTILEGRA Borðapantanir í síma 5265 o^V?°V > HÓTEL MÆLIFELL Hvammstangk Skólínn tekinn í notkun Búið er að taka neðri hluta nýja skólahússins á Hvammstanga í notkun. Þar eru fjórar kennslustofur. Við þetta batnar aðstaða til kennslu mjög mikið, en áður fór kennsla fram víða í þorpinu. Enn er eftir að ganga frá efri hluta nýja skólahússins. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu var búið að ráða smiði til þess að ljúka þar frágangi í trausti þess að fé fengist til verksins á fjárlögum. En þar sem litlar fjárveitingar fengust er allt óljóst með framhald á því verki, en um þessar mundir liggur öll vinna við þær framkvæmdir niðri. (mó) Blönduós: Fhignámskeið Kaupfélag Skagfirðinga: Styttist í flutninga Að undanförnu hefur staðið yfir á Blönduósi bóklegt námskeið til undirbúnings fyrir einkallugmannspróf. Námskeiðið hófst á sunnudag fyrir rúmri viku síðan og er kennt alla daga frá morgni til kvölds. Um eða upp úr næstu helgi munu nemendur þreyta próf í þessum fræðum og er það próf sagt nokkuð strangt. A námskeiðinu eru 18 nemendur. Flestir eru úr Austur-Húnavatnssýslu, en einnig eru þar þrír Vestur-Húnvctningar og einn Borgfirðingur. Kennari er Ottó Tynes, flugstjóri. Það er tæpt ár síðan mcnn á Blönduósi og í næsta nágrenni loru að stunda flugnám. A vormánuðum tóku allmargir svokallað sólópróf, m.a. nær allir sem nú eru á bóklega námskeiðinu. Tvær flugvélar, önnur fjögurra sæta, en hin tveggja sæta eru í eigu þessara manna. Síðan eiga Vestur- Húnvetningarnir einnig tveggja manna flugvél. A bóklega námskeiðinu er m.a. kennd siglingafræði, flug- eðlisfræði, veðurfræði, flugvéla- fræði, landafræði og heilsufræði. Til þess að öðlast skírteini einkaflugmanna þurfa menn í fyrsta lagi að hafa staðist bóklegt próf í þessum greinum og í öðru lagi hafa rúma 60 klukkustunda flug að baki og hafa staðist hæfnispróf á flugvél. (mó) Fyrirhugað er að skrifstofur Kaupfélags Skagfirðinga verði fluttar í næsta mánuði í nýtt skrifstofuhúsnæði í Skagfirðinga- búð. Önnur hæð verslunarinnar verður tekin undir skrifstofumar, og víst er að mikil breyting verður á aðstöðu og aðbúnaði starfsfólks. Framkvæmdir allar eru þar vel á veg komnar jafnframt því sem búið er að festa kaup á skrifstofuhúsgögnum frá Selfossi. Hvað varðar skrifstofuhúsnæði K.S. í gamla bænum þá er enn óráðið hvað við það verður gert, en frést hefur að það muni jafnvel verða selt. (sþ) -------feykjur--------------- Kýr á tvöföldu Við fréttum þá sögu nýlega úr V.estur-Húnavatnssýslu að þar hefði fjárbóndi nokkur fengið sér eina kú til að þurfa ekki að kaupa mjólk. Gárungamir segja nú raunar að þetta hafi einnig verið til þess að skapa atvinnu fyrir konuna, sem icu vera látin mjólka. Nú gerist það að kýrin tekur upp á þeim ósið að sjúga sig, voru þá góð ráð dýr og greip bóndi til þess ráðs að setja dekk um háls kýrinnar. Ekki dugði þetta og var það ekki fyrr en búið var að bæta öðru dekki við að kýrin hætti að geta sogið sig. Tala menn nú um kúna, sem er á tvöföldu. Þegar fram á vetur kom fóru menn að tala um hvort ekki þyrfti að setja kúna á negld dekk, bóndi kvaðst ekki þurfa þess enda notaði hann keðjur (batt kúna á bás). Þegar allar hiiðar þessa máls eru skoðaðar má ljóst vera að þarna er mikil kostaskepna á ferðinni segja heimildir blaðsins. Venjulega er kýrin látin vera með tvö dekk og mjólkar vel f'yrir heimilið, sé hins vegar ekki tími til að mjólka, t.d. cf fólkið þarf að skreppa á bæ, þarf aðeins að kippa dckkjunum af og sér þá kýrin sjálf um alla hluti. Ráðið í stöður Félagsmálaráð Sauðárkróks- bæjar hefur m.a. ráðið í stöður forstöðumanna við íþróttahús og sundlaug bæjarins. Einnig var ráðið í eina stöðu aðstoðarmanns við íþróttahús. Pálmi Sighvatsson var ráðinn forstöðumaður íþróttahúss og Guðmundur Jensson forstöðu- maður sundlaugar. í stöðu aðstoðarmanns við íþróttahús var ráðinn Sigurbjöm Arriason. Feykir óskar þcim öllum til hamingju með nýja starfið. Maðkað pakkasnakk Hér á öldum áður höfðu nýlenduherrar okkar Danir, þann háttinn á að láta okkur í té maðkað og myglað korn. En nú í dag gerist enn slíkt hið sama. Fyrir skömmu var ungur drengur á Hofsósi að snæða Cheerios sem árbít. Vildi þá ekki betur til en svo að ormur einn langur, ljótur og stór skreið uppá diskbarminn á Hótta undan syndaflóði úr mjólkurfernu frá K.S. En núer öldin önnur en á dögum danska maðkamjölsins. Nú getur sá stutti í Hofsósi valið og hafnað, og borðað hafragraut eða skyrhræring í morgunmat, í stað maðkaðs pakkasnakks frá útlandinu. Drangey lengd.. Fyrirhugaðar eru stórfelldar breytingar á Drangey, einum þriggja togara Útgerðarfélags Skagfirðinga. Lengja á skipið um tæpa 7 metra ásamt því sem sett verður í það frystilest, ný vél, og annað sem ekki verður rakið hér. Lánafyrirgreiðsla til breytinga sem þessara er mjög óljós, en beðið er reglugerðar frá stjórnvöldum sem væntanlega mun leysa úr allri óvissu hvað þetta varðar. Lengingin á Drangey mun verða fyrsta breytingin á þeim japönsku skuttogurum sem til eru á landinu, og því er hugsanlegt að þetta muni ýta á fleiri til ámóta framkvæmda. Atvinnulausir iðnaðarmenn Nokkuð er um atvinnuleysi á Hvammstanga. Sérstaklega á þetta við um iðnaðarmenn, enda lítið um byggingar- framkvæmdir á staðnum. Fjölbýlishúsið, sem þar var reist í sumar er fyrir löngu orðið fokhelt, en síðan hefur ekkert verið unnið við það, enda engir lýst áhuga á að kaupa þar íbúðir. Nýtt vatnsfyrirtæki í Lögbirtingablaðinu 5. febr. sl. voru tvær tilkynningar um fyrirtæki til firmaskrár Sauðárkróks. Það erfyrirtækið íslenskt lindarvatn, sem er í eigu Hreins Sigurðssonar Aðal- götu 20. Tilgangur þess er útflutningur á lindarvatni úr Heiðarhnjúkslindum við Tinda- stól og önnur skyld starfsemi. Hitt fyrirtækið er í eigu Ágústs Kárasonar Grenihlíð 9, og heitir Rafeindavirkinn. Verk- svið þess er öll altnenn þjónusta á sviði rafeinda- virkjunar. FEYKIR spyr á Sauðárkróki Hverjir eru í meirihluta í bæjarstjórn Sauðárkróks? Jósep S. Jóhannesson: „Segjum framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur”. Ingimundur Sverrisson: „Framsóknarklíkan og Stebbi í ríkinu”. Sigurður N. Jóhannsson: „Framsókn og alþýðubandalag”. Erla Valgarðsdóttir: „Ég hef ekki hugmynd um það”. Eiríkur Hilmisson: „Framsókn og alþýðubandalag”.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.