Feykir


Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 2

Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 4/1986 Óháð fréttablað w fyrir Norðurland vestra Feykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón Gauti Jónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Hermann Sæmunds- son, Magnús Ólafsson, Skúli Þórðarson ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 45 krónur hvert tölublað; í lausasölu 50 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 140 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern mið- vikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf., Sauðárkróki. leiöari — Um Wutleysi Þegar hlutafélagið Feykir var stofnað fyrir fimm árum til að standa að útgáfu á fréttablaði, er næði til Norðurlands vestra, var það eitt af megin markmiðum félagsins að blaðið yrði óháð og hlutlaust. Þetta hlutleysi skyldi ná jafnt til stjórnmála á landsvísu og málefna einstakra sveitarfélaga. Ætíð ætti þó að standa dyggan vörð um hagsmuni kjördæmisins í heild sinni. Vart dregur það nokkur í efa, að það er bæði erfitt og vandasamt að ufrpfylla þetta hlutverk um hlutleysi svo öllum líki. A það sérstaklega við um málefni einstakra bæjar- og sveitarfélaga. Nokkuð ljóst virðist vera að hlutleysi í fjölmiðlun verður einkum nálgast með tvennum nokkuð ólíkum hætti. Er þá í báðum tilvikum gengið út frá því að þcir sem sjá um fréttaöflun geri það á eins hlutlausan hátt og hægt er að fara fram á. í fyrsta lagi er hægt að nálgast það með því að loka fyrir allt aðsent efni, ef það tengist á einhvern hátt málefnum líðandi stundar. Hin leiðin er sú, að halda viðkomandi fjölmiðli opnum fyrir aðsendu efni þannig að allir, og er þá alveg sama hvaða stjórnmála- eða lífsskoðanir þeir hafa, hafi jafnan rétt til að tjá sig. Vissulega þarf þó alltaf að gæta þess að alls siðgæðis sé gætt og að ekki sé farið ófrægðarorðum um þá, er ekki geta svarað fyrir sig. Ástæðan fyrir því að um þetta er fjallað hér í Feyki nú er sú, að í hönd fer tími undirbúnings fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, sem fram fara í vor. Afstaða Feykis til þessa undirbúnings er skýr, og var sú stefna mörkuð strax í upphafi. Hún er sú að halda blaðinu opnu fyrir öllum skoðunum. Einn meinbugur er þó hér á, en það er fyrirsjáanlegt plássleysi gerist menn óvenju ritglaðir. Til að tryggja það að ekki þurfi að koma til þess, að tafir verði á aðsendu efni hefur Feykir nú sent þeim aðilum bréf, er hyggjast bjóða fram í þéttbýlisstöðunum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir samvinnu við þá um lausn á því máli. Það er einlæg von aðstandenda Feykis, að blaðið geti með þessu sinnt hlutleysisstefnu sinni á sem farsælastan hátt, jafnframt því sem öllum sem þess óska, verði gefinn kostur á að tjá sig í blaðinu. Feykir gerir sér þó fyllilega grein fyrir því, að aldrei tekst að gera alla ánægða, enda slíkt varla í mannlegu valdi. sitt úr huerri áttinni Eins og alþjóð er kunnugt, lifir maðurinn ekki á brauði einu saman, og það felst fleira í hugsuninni, að lífið sésaltfiskur en munnbiti. Menningin, ástin, fegurðin, skáldskapurinn og Guð, eru mönnum ekki síður nauðsynleg tii vaxtar og viðhalds og augljóslega miklu merkilegri en blessað brauðið. Samt er hugur Króksa bundnari við brauðið þessa dagana en hin andlegu verðmœti, þrátt fyrir það að yfirleitt líti hann á sig fremur sem andans mann en efnis. Ef til vill er það svo vegna þess, að um þessar mundir standa yfir kjarasamningar, sem að sögn vinnuveitenda og ríkisvalds eru einhverjir þeir erfiðustu og þýðingarmestu, er um getur, með ti/liti til aðstœðna í þjóðarbúinu. Og nú, einmitt nú, er tœkifceri, segja þeir föðurlega, til að ráða bug á verðbó/gu og minnka erlendar skuldir - að því tilskildu, auðvitað, að laun hækki lítið. Sei, sei, jú - mikil ósköp. Ætli maður hafi ekki heyrt það. Skyldi vera meira að marka orð þessara manna I ár en í fyrra eða hittifyrra eða hittihitti- fyrra? Já, á því er ekki vaft, nú er tækifœri, og er vonandi að takast megi að nýta það þannig að það komi þjóðinni að gagni en ekki einungis fáeinum gróðapungum. Að baki þessu tœkifæri búa tvær megin ástæður: hækkandi verð á fiski á mörkuðum okkar er/endis og hríðfallandi verð á oh'u og bensíni. Þrengingar launþega á undan- förnum árum hafa verið skýrðar og afsakaðar með ýmsum hætti. Þannig hafa þeir Þorsteinn, Steingrímur og allir hinir, gjarnan útskýrt slæma og versnandi afkomu launþega á grundvelli svo kallaðra óviðráðan- legra, utanaðkomandi, áhrifa, þrátt fyrir góðœri til sjós og lands. Þessi óviðráðanlegu, utanaðkomandi, áhrif hófust með o/íukreppunni 1973, þegar OPEC ríkin mynduðu með sér bandalag um mjög mikla hækkun á olíu og bensíni svo að hrikti í Vesturlöndum öllum. Islendingar öxluðu auðvitað þessar byrðar eins og aðrir - og bera enn. En hversu lengi enn? Tja, það er nú spurningin. En svona okkar á mi/li sagt, þá er olíukreppan búin, það er að segja annarsstaðar en á íslandi. Að vísu var hér víst einnar krónu lækkun á dögunum, og útgerðin hefur fengið fyrirheit um nokkra lœkkun á árinu. Auk þess sem eitt aðal tromp ríkisstjómarinnar í kjarasanviing- unum er lítilsháttar lækkun á o/íu og bensíni. Ójá, það er nú það. Eg varð satt að segja alveg gáttaður, þegar ég heyrði Asmund Stefánsson tala um það sem framlag ríkistjórnarinnar, að lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu fengi að hafa áhrif hér innanlands, eins og hann orðaði það í Kastljósi um daginn. Ég hélt í einfeldni minni, að um það þyrfti ekki að semja, - ekki frekar en það þurfti að semja um hækkunina á sínum tíma. En ef til vill skiptir það launþega á íslandi engu máli, hvort heimsmarkaðsverð á olíu er itoppi eða tá, verðiðsem þeir greiða er hvort sem er að mestu fólgið í gjöldum, sköttum og kostnaði og olían sjálf bara skítur á priki. Hvernig svo sem samningar fara og hver svo sem makar krókinn í olíunni, þá er þó víst að nú eru utanaðkomandi aðstæður góðar og geta vart verið betri. Og með hverju sky/du þeir þá afsaka sig þeir Steingrímur og Þorsteinn ef illa tekst til? Sögum af Bryndísi? Hver veit? KRÓKSI Lögðu sítt að mörkum Þessar ungu stúlkur efndu á dögunum til tombólu. Tilgangurinn með tombólunni var að safna fé handa hungruðum heimi og láta ekki sitt eftir liggja í þeim málum. Söfnuðust inn 755 krónur sem eflaust á eftir að koma að góðum notum þar sem þeirra er þörf. Þær heita Halldís Hulda Hreinsdóttir og Sólrún Júlíus- dóttir. Guðráður Jóhannsson á Beinakeldu í Torfalækjarhreppi A-Hún. gerir nokkuð að því að teikna samtíð sína á skemmtilegan hátt. T.d. teiknaði hann margar myndir af samstarfsfólkinu þá hann vann á Sláturhúsinu á Blönduósi á síðastliðnu hausti. Feykir hefur fengið Guðráð til þess að teikna nokkrar myndir um atburði líðandi stundar og birtist hér sú fyrsta. Hún sýnir hvaða augum Guðráður lítur þann mikla vanda, er nú blasir við kúabændum. Rndslc... geturilu ekk* bundict betur fijrir spenana lc'erlimjarandsk... á meá’an vií fáum eklci sbsrri k'uófa.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.