Feykir - 19.02.1986, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 4/1986
umsjón:
Þórhallur Ásmundsson
r
Gunnar Mandsmeístarí
í þrístökki
Frjálsíþróttafólk UMSS hefur
æft nokkuð vel í vetur undir
öruggri oggóðri stjórn Gunnars
Sigurðssonar. Inniæfingar hafa
verið tvisvar í viku og hefur
aðstaðan batnað til muna með
tilkomu nýja íþróttahússins, þó
skortur á tækjum sé bagalegur.
Þrátt fyrir mikinn aðstöðumun
við frjálsíþróttamenn á höfuð-
borgarsvæðinu, hefur skagfírskt
íþróttafólk staðið sig mjög vel á
Meistaramótum Islands undan-
farið. Sjö keppendur frá UMSS
tóku þátt í MI, aldurflokkum
15-16 og 17-18 ára, sem fram fór
í Reykjavík í byrjun mánaðarins.
Árangurinn var m.a. þessi:
Flokkur 17-18: Björn Jónsson
sigraði í hástökki, stökk 1,80 m,
Friðrik Steinsson í 50 m hlaupi á
5,0 sek., Helgi Sigurðsson í
langstökki, stökk 3,04 m og
hafnaði í þriðja sæti í þrístökki
með 9,05 m. Flokkur 15-16 ára:
Berglind Bjarnadóttir komst í
úrslit í 50 m hlaupi og náði
fjórða sæti á 7,0 sek., Þuríður
Þorsteinsdóttir hljóp á fimmta
besta tímanum 7,1 sek. en komst
ekki í úrslit. í langstökki varð
Þuríður fimmta, stökk 2,50 m,
Berglind kom næst henni með
2,46 m. Fimm skagfirskir
keppendur fóru síðan á MI í
flokkum fullorðinna um næst-
síðustu helgi. Þar náði Gunnar
Sigurðsson frábærum árangri:
Varð íslandsmeistari í þrístökki,
stökk 14,17 m og þriðji bæði í
langstökki (6,72 m) og hástökki
(1,90 m). Bætti hann héraðsmet
sín bæði í þrístökki og
langstökki. Með þessum árangri
hefur Gunnar sýnt að hann er
kominn í fremstu röð frjáls-
íþróttamanna hér á landi og má
búast við miklu af honum á
næstu árum. Til viðbótar má
geta þess að Sigfús Jónsson varð
í 4-5 sæti í hástökki, stökk 1,85
m sem er góður árangur.
Gunnar Sigurðsson má vera
ánægður með árangur sinn og
íþróttafólksins sem hann þjálfar.
Segir hann að með áframhaldandi
æfingum og bættri tækni megi
vænta mikils af því í framtíðinni.
Átta keppendur frá UMSS
munu fara á MÍ, í flokkum 14
ára og yngri, sem fram fer í
Reykjavík í byrjun mars.
Tindastóll steig enn eitt
skrefið í átt að sigri í sínum riðli í
annarri deild Islandsmótsins,
þegar liðið sigraði ÍBÍ hér á
Króknum sl. föstudagskvöld.
Staðan í hálfleik var 54-34
Tindastól í vil og lokatölur 90-
64. Greinilegur styrkleikamunur
var á liðunum og ísfirðingar
íþróttir
reyndar eins og byrjendur í
greininni. Kári Marísson skoraði
mest og var besti maður
Tindastóls í annars jöfnu liði.
Næstu leikir liðsins eru að
heiman, gegn Skallagrími og IA
um næstu helgi.
(þá)
Tindastóll vann ÍBÍ
Ódýr steinull
Seljum steinull II fl. á verksmiðjuverði
2” 41 kr. 3” 61.50 kr. 4” 82 kr. 6” 123 kr.
pr. m2 staðgreitt.
Hentug í grípa- og geymsluhúsnæði svo og
í milliveggi og eldra húsnæði.
ATH. möguleiki á flutningi í Húnavatnssýslur um þjóðveg 1 gegn vægu gjaidi.
Byggingavörudeild Eyrí
Innanhússmót UMSS
Héraðsmót UMSS var haldið
í Árgarði 29. des. sl. Keppt var í
langstökki, þrístökki og há-
stökki. Ungmennafélagið Glóða-
feykir í Akrahreppi hlaut flest
stig á mótinu. Gunnar Sigurðs-
son og Sigrún Bjarnadóttir
sigruðu í öllum greinum. Bæði
eru þau í Glóðafeyki.
Skólamót UMSS voru haldin
í Árgarði 16. nóv. og í Miðgarði
22. sama mánaðar. Grunnskóli
Sauðárkróks hlaut flest sig á
báðum þessum mótum. I
karlagreinum sigruðu: Gunnar
Gestsson Skr. í þrem greinum,
Bessi ' Vésteinsson Vhl. og
Sæmundur Sæmundsson Akr. í
einni grein. I kvennagreinum
sigruðu: Berglind Bjarnadóttir
Skr. í þrem greinum, Þuríður
Þorsteinsdóttir Vhl. í tveimur og
Guðbjörg Bjarnadóttir Skr.,
Sonja Sif Jóhannsdóttir Hof.,
Sigríður Hjálmarsdóttir Skr.,
Þórhildur Jónsdóttir Ste. og
Sigurlaug Gunnarsdóttir Skr. í
einni grein.
(þá)
Leiðrétting
Sú villa slæddist inn í síðasta
íþróttaþátt þar sem fjallað var
um uppskeruhátíð Tindastóls að
einn verðlaunahafmn var rang-
feðraður. Sigurvegarinn í sundi,
yngri flokki er Dagmar Valgeirs-
dóttir.
ritstjóri
Eigum fyrirliggjandi
mikið úrval heimilistækja
frá SIEMENS.
Siemens heimilistækin
eru heimsþekkt
vestur-þýsk gæðavara.
Gott verð
og frábærir
greiðsluskilmálar
(j$\ raf sjá hf
Sæmundarqötu 1
Sæmundargötu
Sauðárkróki
Sími 95-5481