Feykir


Feykir - 02.04.1986, Qupperneq 1

Feykir - 02.04.1986, Qupperneq 1
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA í Sauðárkrókskirkju voru fermd 42 fermingarbörn fyrir páska. Hér sést síðasti hópurinn ganga til kirkju á skírdag kl. 13.30. Skagafjörður: Aðalfundur Félags sauðfjárbænda N.k. mánudag verður haldinn í Selinu á Sauðárkróki aðal- fundur Félags sauðfjárbænda í Skagafirði. Er þetta fyrsti aðalfundur félagsins, en það var stofnað fyrir um ári síðan. Verður fundurinn ekki með hefðbundnu sniði aðalfunda, því hann er öllum opin og jafnhliða honum verður sýning, sem höfðar til fleiri en sauðfjár- bænda. Sýndar verða ullar- og skinnavörur, allt frá upphafi vinnslu til lokafrágangs. Að þessari sýnin^u standa Iðnaðar- deild S.Í.S., Alafoss og Loðskinn á Sauðárkróki. Ennfremur verða flutt erindi og sýndar myndir. Tilgangurinn með þessum fundi Félags sauðfjárbænda er fyrst og fremst sá, að vekja athygli á mikilvægi sauðkindar- innar og hvað eitt sauðfjárbú leiðir af sér Qölbreytileg atvinnu- tækifæri. Einnig verður lögð áhersla á hversu mikilvægt er að vanda framleiðsluna og bent á í því sambandi hvað ein lítil skemmd t.d. á gæru getur verið stórt atriði þegar til þarf að taka. Fundurinn verður í Selinu eins og áður sagði og hefst kl. 13.00 (hás) Frá Stafnsrétt. Erfiðleikar í ul lariðnaði Ullariðnaðurinn í landinu á við vaxandi erfiðleika að etja um þessar mundir eins og komið hefur fram í fréttum. Fram- leiðslan á síðasta ári varð mun minni en árið 1984 og vegna stöðu dollarans er verðmæti í ísl. krónum, sem fæst fyrir fram- leiðsluna, sífellt óhagstæðara. Blaðamaður kannaði stöðu nokkurra fyrirtækja hér um slóðir í framhaldi af þessum fréttum. Guðmundur Haukur Sigurðs- son framkvæmdastjóri sauma- stofunnar á Skagaströnd sagði að hjá þeim hefði verið um 15% samdráttur í magni á síðasta ári. Um skeið framleiddi sauma- stofan nær eingöngu fyrir Álafoss en nú væri reynt að afla markaða víðar. T.d. hefur að undanförnu mikið verið unnið fyrir fyrirtækið Árblik, sem er vaxandi fyrirtæki á sviði út- flutnings á ullarvörum. Einnig er saumastofan að fara út í eigin framleiðslu til þess að reyna að halda í horfinu. Nú starfa 14 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Baldur Valgeirsson fram- kvæmdastjóri hjá Pólarprjón hf. á Blönduósi sagði að þar hefði verið framleidd um 50% minna í fyrra en árið 1984. Nú starfa milli 30 og 40 manns hjá fyrirtækinu á Blönduósi og Sveinsstöðum. Baldur sagði að framundan væru næg vérkefni fyrir þetta fólk, en engar líkur væru á aukningu í bráð. Elín Líndal verkstjóri á Saumastofunni Borg í Víðidal sagði að hjá þeim hefði framleiðslan verið nálægt því hin sama í fyrra og árið áður. Verðið sem fengist fyrir fram- leiðsluna væri hins vegar alltaf óhagstæðara vegna gengisþróunar- innar. Nú starfa 15 konur á saumastofunni og er það með mesta móti á þessum árstíma. Framundan eru verkefni fram í júní en það er það venjulega í þessum iðnaði að hafa aðeins trygg verkefni til nokkurra mánuða í einu. (mó) Skagafjörður: Sæluvika í nánd Næstkomandi laugardag hefst árleg Sæluvika Skagfirðinga. Að vanda er dagskráin hin fjöl- breytilegasta og margt sér til gamans gert. í opnu blaðsins er gerð frekari grein fyrir helstu dagskráratriðum vikunnar. Á sama tíma er Fjölbrauta- skólinn á Sauðárkróki með opna vinnuviku 'þar sem hefðbundið skólastarf verður lagt á hilluna. Á bls. 8 er að finna nánari upplýsingar um fyrir- komulag vinnuvikunnar. í þessu tilefni sendir Feykir öllum Skagfirðingum og öðrum sem koma til með að sækja Sæluvikuna heim, sínar bestu kveðjur og óskir um að allir megi finna sér þar eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. Góða skemmtun Blaðstjórn og starfsfólk Feykis Blönduós: Alþýðubankaútibú? Bankastjórn Alþýðubankans hefur mikinn áhuga á að opna bankaútibú á Blönduósi. Nú er verið að kanna með kaup á húsnæði undir útibúið á Blönduósi og virðist það velta á því máli hvenær Alþýðubankinn opnar útibú á Blönduósi. Að sögn Stefáns Gunnars- sonar bankastjóra Alþýðubankans standa nú yfir viðræður við Pólarprjón hf. um að bankinn kaupi hluta af húseign fyrirtækisins að Húnabraut 13. Bankinn telur sig þurfa um 3/5 hluta af neðri hæð hússins og að sögn Stefáns eru þessi kaup dálítið bundin því að aðrir aðilar vilji kaupa hinn hluta hússins. Nokkrum aðilum hefur verið boðin þátttaka í þessum kaupum. „Stefna okkar er að setja upp bankaútibú í öllum kjördæmum landsins”, sagði Stefán Gunnars- son bankastjóri í samtali við blaðamann. „Enn sem komiðer er bankinn aðeins með eitt útibú á landsbyggðinni, en við ætlum okkur smá saman að bæta þar um. Norðurlandskjördæmi vestra er eitt fátækasta kjördæmi landsins af bankaútibúum, og því viljum við að næsta útibú okkar rísi þar. Vonum við að af húsakaupum geti orðið sem fyrst þannig að bankaútibú Alþýðubankans á Blönduósi verði að veruleika”. (mó) Hvammstangi: Gæðakjöt á páskum Fyrir síðastliðna páska var að vanda slátrað hjá verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvamms- tanga um 140 páskalömbum. Kjöt þetta er að meginhluta til selt ferskt til verslana í Reykjavík og víst er að Reykvíkingar kunna vel að meta þessa nýjung því að sögn Karls Sigurgeirssonar framkvæmda- stjóra þá var eftirspurn meiri en hæ^t var að anna. I máli Karls kom fram að á síðasta ári hefði verið slátrað hjá V.S.P. 8300 fjár þar af 1550 ám áherslu á það að halda fitu í lágmarki. „Mesta vandamálið í sölu á lambakjöti í dag er fitan, og ég held að það sé auðveldast að bregðast við því á þann hátt að dreifa slátruninni á lengri tíma yfir árið. Þrátt fyrir þetta þá er það ljóst að undir fitulaginu er yfirleitt betra kjöt en af mögrum lömbum, en þetta er aðeins spurning um vinnslu og verð. Hvað varðar verð til bænda þá tel ég það vera nokkuð gott. Þeir fá 10% álag ofaná gildandi verðlagsgrundvöll, en Sláturhús Verslunnar Sigurðar Pálmasonar. fyrir utan hinn hefðbundna sláturtíma. Sagði Karl þetta eðlilega þróun sem kæmi til vegna aukinna krafna frá neytendum um nýtt og fitu- minna kjöt. í framhaldi af þessum auknu kröfum markaðarins þá sagðist Karl halda að sauðfjárbændur yrðu að skoða hug sinn vel og leggja mikla það er í dag 188 kr. pr. kíló fyrir 1. flokk. Að lokum vil ég koma því á framfæri að bændur gætu vel komist af með heldur minni bústofn og þá haft um leið betri stjórnun á framleiðslunni. Jafn- framt þessu fengju þeir og hærri tekjur því kostnaðarhliðin mundi stórlækka”. (sþ)

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.