Feykir - 02.04.1986, Qupperneq 3
7/1986 FEYKIR 3
umsjón:
Ingi V. Jónasson
Eins og fram kom í síðasta
blaði var Bragamálum þröngt
skorinn stakkur og náðist ekki
að birta alla seinniparta. Rétt er
að geta þess að til að
seinnipartar nái birtingu verða
þeir að hafa borist eigi síðar en á
föstudag áður en blaðið kemur
út. Einnig skal það tekið fram að
seinnipartar verða einungis
birtir í næsta tölublaði á eftirþví
sem viðeigandi fyrripartar birtust
í, þannig að nú verða menn að
gerast hraðkvæðir. Þó munum
við þiggja allt efni með þökkum,
þar sem stefnt er að vísnasafni
við Feyki. Mun þarallt efni sem
berst blaðinu verða varðveitt,
hvort sem það nær birtingu eður
ei.
Er nú mál að afgreiða að fullu
þá seinniparta er borist hafa við
fyrriparta í 5. tölublaði Feykis
1986.
Þó mín eyðist orka há,
ýmsir meiði klafar.
Áfram greiðir orkan smá,
okkar leið til grafar.
S.J.G.K.
Þroska skeiði er ég á,
alla leið til grafar.
Andrés H. Valberg.
Við næsta fyrripart barst botn
frá 12 ára stúlku og kunnum við
henni góðar þakkir fyrir.
Vonandi á eftir að berast meira
frá henni og öðrum á því
aldursskeiði.
Oft er heimsins yndi valt,
að því skaltu hyggja.
Af þeim sökum ei þú skalt,
elskuna þína hryggja.
Ein 12 ára.
Framhleypnina forðast skalt,
á framtíð áttu að byggja.
S.
Skýjaborgir út um allt,
eru menn að byggja.
Valnastakkur
Áður en lengra er haldið er
rétt að geta þess að prentvillu-
púkinn hefur angrað okkur
tvisvar. í síðasta blaði vantaði þá
aftast í hendingu eftir F.K. og í
vísu eftir Jóhannes Sigurðsson
frá Engimýri sem um var spurt,
á síðasta orð vísunnar að vera
..minni í stað þinni.
Nokkuð hefur borið á því að
vísur sem berast séu ekki með
réttum bragarhætti t.d. ofstuðlaðar.
Öll viðleitni er góðra gjalda
verð, og reynum við að koma á
framfæri öllu efni sem berst,
einkum og sérí lagi vísum ortum
um líðandi stund og helstu
viðburði dagsins í dag.
í síðasta blaði lofaði ég að
gera nánari grein fyrir eftirfarandi
vísu:
Við hér enda verðum grín,
vegir skilja að sinni,
en haltu á, vinur, heim til þín,
hjartans kveðju minni.
Tveir ágætis menn, þeir
Hannes Pétursson skáld og Árni
Rögnvaldsson veittu upplýsingar
um höfund hennar og tildrög.
Vil ég hér grípa niður í bréf
Hannesar er hann hafði spurt
Magnús Gíslason frá Vöglum
um höfund vísunnar. „Magnús
svaraði strax: Jóhannes á
Engimýri. Hann bætti því við,
að framan af okkar öld hefðu menn í
Skagafirði oft gripið til þessarar
vísu þegar þeir kvöddust að
loknum kveðskap”. Að sögn
Árna Rögnvaldssonar hafði
Jóhannes Jónsson á Þorleifs-
Vídeóhornið.
1. Forced witness.
2. Carmen.
3. Othello.
4. Marbella.
5. Siam I-II.
6. Nighthawks.
Söluskálinn Skagaströnd.
1. A view to a kill.
2. A fortunate life.
3. Stick.
4. Hefnd busanna.
5. Funny people I-II.
6. Police Academy II.
Nýja Bílasalan.
1. A fortunáte life I-IV.
2. Cut and run.
3. Fox Trap.
4. Gorky park.
5. The big score.
6. Hörkutólið Knox.
Bláfellsvídeó.
1. Funny people I-II.
2. A view to a kill.
3. Police Academy I-II.
4. Chishols I-III.
5. Póstflugið.
6. Lassy I-III.
Ábær.
1. Perfect.
2. A view to a kill.
3. A burning bed.
4. The man from Snowy river.
5. Funny people I-II.
6. Police Ácademy.
Versl. Sigurðar Pálmasonar.
1. A view to a kill.
2. Police Academy I-II.
3. The Emerald Forest.
4. Stick.
5. Prodocol.
6. Oh God you Devil.
Essoskálinn Blönduósi
1. A view to a kill.
2. Lögregluskólinn I-II.
3. Stick.
4. Shaker run.
5. Turk 182.
6. The burning bed.
bragamál
stöðum í Blönduhlíð komið í
Engimýri til nafna síns er síðan
fylgdi honum á leið.
Vísan var ort er þeir félagar
skildu við Bakkasel í Öxnadal.
Kunnum við Feykismenn sem
og aðrir þeim Árna og Hannesi
bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.
Bragamálum hefur borist
skýrt og greinargott bréf frá
Agli Helgasyni. Agli er meðal
annars hugsað til kosninga.
Senn eru að koma kosningar.
Enn kraftur auðvalds ræður.
Nú alþýðunnar eflum far -
að því vinnum bræður.
Og Egill sendir Valnastakki
og bragskælingum sunnan heiða
kveðjur.
Elliglöp víst af sér sver,
enginn sannur drengur.
Nú „Valnastakkur” virðist mér,
ei viss um rímið lengur.
Ferskeytlan nær eyrum enn.
Þó ýmsa skorti tíma.
Aumast þegar ungir menn
ekki nenna að ríma.
Hér hagyrðingar hafa völd.
Hót ei því ég kvíði.
Þó lifum nú á atómöld,
er endarím við líði.
Þó einhver fari enn á stjá,
atóms-hræra-sullið.
Látið þið ei ykkur á,
óðar sannað bullið.
Kristján í Gilhaga sendi Feyki
tvær gullfallegar vísur, sem með
sanni má segja að séu óður til
landsins.
Eyðisandar órafirð,
ótal myndir geyma.
Gulli brydd í grafar kyrrð,
glitra fjöllin heima.
Auðnar fegurð-undraland.
Iss í veldi og sólar,
upp sig heíja yfir sand,
Eyfirðingahólar.
Með fylgir mynd af yrkis-
efninu, en ekki er víst að hún
prentist nógu vel til að hennar
verði notið að fullu.
Nú skal bæt’ í andans eld
svo okkur taki að hlýna.
Nú skal taka hnakk og hest,
halda á fornar slóðir.
Nú verðið þið að gerast
hraðkvæðir lesendur góðir til að
botnarnir nái birtingu. Botnar
verða að hafa borist eigi síðar en
föstudag 13. apríl. Sem fyrr, má
senda inn efni skriflega til
Feykis Aðalgötu 2 550 Sauðár-
króki, eða í síma 95-5757.
Vöndum gerð þó vissir menn,
vísna herði nöldur.
Hún mun verða áfram enn,
okkar sverð og skjöldur.
Að lokum koma hér tveir
fyrripartar fyrir menn að
spreyta sig á.
f . ' ..
Sæluvikugestir
Bílasýning á nýjum og notuðum bílum
alla sæluvikudagana.
Opið frá kl. 13-18 daglega.
Nýja bflasalan - Sauðárkróki - Sími 5821
————- 'J