Feykir - 02.04.1986, Page 4
4 FEYKIR 7/1986
á ritvellinum
Slys og slysavamir
Hörmulegt slys á Aðalgötunni
nú nýverið leiðir ósjálfrátt
hugann að því hvað hægt sé að
gera til varnar slíkum atburðum.
Og ekki síður hvarslysagildrur
eru. Við Hótel Mælifell eru
aðstæður þannig, að einungis
rúmlega gangstéttarbreidd er
frá dyrum útá götu. Oft eru
fjömennar samkomur í hótelinu
bæði barna og fullorðinna sem
lýkur með því að fólkið þyrpist
úr húsinu og útá götu. En
Aðalgatan er mikil umferðar-
gata sem kunnugt er.
Víða hefir maður séð
aðstæður sem þessar og þá
hefir sumstaðar sést að sett er
grindverk viðgangstéttarbrún.
Er það til að hindra að anað sé
beint útá götu. Væri ekki e.t.v.
þörf á því hér? Gildir hér
raunar einu hvort fullorðnir
eru að koma af mannfagnaði
eða börn, því að þeir gá
stundum ekki að sér frekar en
börnin.
Önnur slysagildra er augljós.
Og það sem verra er, að hún er
beint af mannavöldum. Seint í
sumar, eða í haust var komið
bannmerki við því að aka
vestur Ránarstíg frá Hólavegi,
inná Skagfirðingabraut. Þetta
leiddi til stóraukinnar umferðar
um Freyjugötu. Sú gata er mjó
og ber ekki mikla umferð. Það
sem einkum skapar hættu
þarna, er að stoppistaður
skólarútunnar er á þessari
þröngu götu. Undan hliðinu
inná skólalóðina er þó grind-
verk á gangstéttarbrún. Þarria
safnast fjöldi barna kl. 12 að
bíða eftir rútunni og um kl. 1
eftir hádegi fara á þessum stað
mörg börn úr skólarútunni og
úr einkabílum á leið í skólann.
Þó að enn haFi ekki orðið
þarna siys er augljóst að
slysahættan er mikil. Mikið
yrði til bóta að stoppistöð
rútunnar yrði færð, t.d. þannig
að aka inná skólalóðina að
austan, frá Sæmundargötu.
Eða opna leið fyrir rútuna
milli Freyjugötu og Sæmundar-
götu, meðfram skólahúsinu að
norðan. Jafnframt yrði Ránar-
stígur opnaður að nýju til
vesturs frá Hólavegi að
Skagfirðingabraut, til að létta
á umferðinni á Freyjugötunni.
Jón Karlsson.
Félag áhugaslökkviliðsmanna
„Átak í þágu aldraðra”
í lok síðasta árs fór Öldrunar-
nefnd Skagafjarðar fram á það
við Lionsklúbb Sauðárkróks og
Lionsklúbbinn Höfða á Hofsósi,
að þeir sameinuðust um loka-
átak til að hægt yrði að taka í
notkun nýja álmu fyrir aldraða
við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Lionsklúbburinn á Sauðárkróki
baðst undan almennri fjár-
söfnun en lýsti sig reiðubúinn til
að safna fyrir sjúkrarúmum
ásamt fylgibúnaði í hina nýju
álmu, samtals 25 rúm.
Að sögn Rraga Haraldssonar
formanns fjáröflunamefndar Lions-
klúbbs Sauðárkróks var ákveðið
að leita bréflega til um 100
fyrirtækja, verslana og þjónustu-
aðila á Sauðárkróki og í
vestanverðum Skagafirði um
framlög. Bragi sagði að undir-
tektir hefðu verið mjög góðar,
hæsta framlag fyrirtækis hefði
t.d. numið 162.000 kr. Þá hefðu
og verið opnaðir bankareikningar
til að gefa einstaklingum kost á
að leggja sitt að mörkum. Þaðan
hefði komið hæst framlag, þegar
einn einstaklingur gaf 250.000
kr. Þá hafa ýmiss félagasamtök
lagt fram fjármagn í söfnunina.
Lionsklúbburinn Höfði á
Hofsósi ákvað hins vegar að
v * ■PW'rn?
Sjúkrarúmin sem Lionsmenn hafa safnað fyrir.
gangast fyrir almennri fjár-
söfnun að sögn Guðna Óskars-
sonar formanns klúbbsins, og
hafa þeir nú afhent 50.000 kr. í
söfnunina.
Bragi Haraldsson sagði að
kostnaður við hvert sjúkrarúm
væri liðlega 80.000 kr. og
heildarupphæð því rúmar 2
millj. króna. Nú þegar hafa
safnast andvirði 20 rúma, en
ætlun Lionsmanna er að halda
bankareikningum áfram opnum
fyrir framlögum. Sagðist Bragi
bjartsýnn á að það tækist, að
safna fyrir því sem upp á
vantaði.
Kosningar
Undirbúningur fyrir kosn-
ingarnar í vor er mis langt á
veg kominn hér í kjör-
dæminu. Á stærri þéttbýlis-
stöðunum, Sauðárkróki og
Siglufirði, eru nokkuð margir
framboðshópar búnir að
kunngjöra sína frambjóðendur,
en engir á smærri stöðunum.
Verða nú birt nöfn efstu
frambjóðenda á þeim listum
sem lagðir hafa verið fram.
Sauðárkrókur:
Alþýðuflokkur
1. Björn Sigurbjörnsson, skóla-
stjóri.
2. Jón Karlsson, form. verka-
mannafél. Fram.
3. Pétur Valdimarsson, kaup-
maður.
4. Sigmundur Pálsson, hús-
vörður.
5. Helga Hannesdóttir, verslunar-
maður.
Sjálfstæðisflokkur
1. Þorbjörn Árnason, fram-
kvæmdastjóri.
2. Aðalheiður Arnórsdóttir,
snyrtifræðingur.
3. Knútur Aadnegard, tré-
smiður.
4. Þorgeir Ingi Njálsson,
fulltrúi.
5. Elísabet Kemp, hjúkrunar-
fræðingur.
Siglufjörður:
Alþýðubandalagið
1. Sigurður Hlöðversson, tækni-
fræðingur.
2. Brynja Svavarsdóttir, hús-
móðir.
3. Hafþór Rósmundsson, starfsm.
lífeyrissj. verkal.fél. á NV.
4. Svava Baldvinsdóttir, iðn-
verkakona.
5. Þormóður Birgisson, sjó-
maður.
Hinn 8. mars sl. var stofnað
að Hreðavatni „Félag áhuga-
slökkviliðsmanna á íslandi”.
Voru mættir slökkviliðsmenn
víðsvegar af landinu.
Tilgangurinn með stofnun
félagsins er að vinna að bættum
launamálum, tryggingarmálum
og allri aðstöðu fyrir slökkviliðs-
menn.
Ýmsar tillögur voru lagðar
fram á fundinum og voru
eftirfarandi ályktanir samþykktar:
Að allir slökkviliðsmenn verði
tryggðir gegn slysum í starfi fyrir
eigi lægri upphæð en 2 millj.kr.
miðað við fulla örorku eða
dauða, og að greiddar verði eigi
lægri dagpeningar en kr. 12.000
á viku í allt að 40 vikur.
Að félagsmálaráðherra vinni
að því, að stofnsettur verði
sérstakur sjóður til eflingar
brunavarna í landinu. Fundar-
menn töldu eðlilegt, að aflað
verði tekna í þennan sjóð með
því að leggja 1% gjald á allar
brunatryggingar í landinu.
Að stjórn félagsins hefji nú
þegar viðræður við samtök
sveitarfélaga í landinu og víð
einstök sveitarfélög í þeim
tilgangi, að vinna að og
samræma launamál áhugaslökkvi-
liðsmanna.
Þar sem sveitarfélög telja
1000 íbúa eða fleiri, verði
skipaður slökkviliðsstjóri í fullt
starf og hafi hann jafnframt á
hendi eldvarnareftirlit í um-
dæminu.
Stjórn félagsins skipa:
Formaður: Björn Sverrisson,
Sauðárkróki.
Ritari: Bjarni Þorsteinsson,
Borgarnesi.
Gjaldkeri: Símon Aðalsteins-
son, Bæjarsveit.
Og til vara:
Guðjón Jónsson, Suðureyri og
Sævar Benediktsson, Hólmavík.
Stjórn Félags áhugaslökkvi-
liðsmanna á Islandi.
Fréttatilkynning
Ferðaskrifstofan Terra
Sunnudaginn 6. apríl n.k. kl.
15.00 verður ferðakynning á
vegum Ferðaskrifstofunnar Terru,
á Hótel Mælifelli.
Sýnt verður myndband frá
ítölsku Rivierunni og einnig
munu tveir starfsmenn Terru
kynna glæsilegt úrval ferða, þar
sem m.a. er um að ræða,
seglbátaferð um Miðjarðarhaf,
söngnámskeið á Ítalíu og
sérstaka ferð fyrir ellilífeyris-
þega, þar sem hjúkrunarfræðingur
verður með til halds og trausts.
Skagfirðingar, komiðog kynnið
ykkur eitt ódýrasta og fjöl-
breyttasta úrval sumarleyfis-
ferða sem kostur er á.
Umboðsmenn Ferðaskrifstof-
unnar Terru á Norðurlandi
vestra eru:
A Sauðárkróki: Björn Björns-
son Öldustíg 4, sími 5254.
A Blönduósi: Sveinn Kjartans-
son Brekkubyggð 30, sími 4437.
A Hvammstanga: Flemming
Jessen Kirkjuvegi 8, sími 1368.
Fréttatilkynning
Sr. Hjálmar Jónsson formaður
Lionsklúbbsins vildi í þessu
tilefni koma á framfæri hjartans
þökkum til allra þeirra er tekið
hefðu þátt í söfnuninni eða lagt
henni lið, en ætlun klúbbsins er
að veita þeim sem lögðu fram fé í
söfnunina sérstaka viðurkenningu.
Sr. Hjálmarsagðiaðlokum: ,,Þá
vil ég leyfa mér að minna á að við
tókum þetta verkefni að okkur
með mikilli ánægju, því klúbburinn
er farvegur fyrir hjálpsemi og til
að mynda samstöðu um fram-
fararmál á hinum ýmsu sviðum
þjóðlífsins”.
(jgj)
Listi óháðra (K-listi)
1. Hörður Ingimarsson, kaup-
maður.
2. Sverrir Valgarðsson, húsa-
smíðameistari.
3. Hulda Jónsdóttir, húsmóðir.
4. Steinunn E. Friðþjófsdóttir,
húsmóðir.
5. Jón Jósafatsson, verkstjóri.
Hljómsveitin Fást á göngu eins og Bítlarnir forðum á Abbey Road.
Ékkert svartnættiskukl hjá Fást
Hljómsveitin Fást hefur ný-
verið gefið út snældu er hefur að
geyma 8 lög eftir þá Magnús
Helgason og Eirík Hilmisson.
Fyrir tveim árum kom út snælda
með lögum þeirra félaga,
Magnúsar og Eiríks og er hún
nú með öllu ófáanleg. Snælda sú
er nú er komin út nefnist
Svartnættiskukl. Er hún tekin
upp í Stúdíói Mjöt í Reykjavík.
Upptökumaður var Bergsteinn
Björgúlfsson. Segja má að
útkoman á snældu þessari sé
kraftaverk þar sem hún er
einungis tekin upp á 40 tímum,
sem er meðal vinnslutími á einu
lagi. Ef litið er á hvert lag fyrir
sig og það skoðað finnast gallar
víða, sem aðallega virðast stafa
af tímaleysi. Á hlið A. er
eftirtalin lög að finna.
Surrender: Gott lag í anda
Brians Ferry með Bowie
töktum. Vel unnið lag með góðri
melódíu og ber af öðrum á
snældunni.
Waiting: Hressilegt danslag en
slæmt „faiht” í endinn.
Solution in a nighttime: Mikið
vantar á að þetta lag sé
fullunnið.
Dusty days: Ágætis lag með
frábærum söng Magnúsar.
Hlið B. stendur þeirri fyrri
nokkuð að baki í gæðum.
Vor: Kraftmikið og gott lag en
útsetningu er nokkuð ábótavant.
Mambó: Illa mixaður HLH
poppari.
Out of control: Heavy metal
rokkari í ætt við Skinnard.
Magnús stendur sig vel í söng
nema helst í þessu lagi.
Eyjólfur á Melum: Skemmtilegt
partýlag fullt af húmor.
Hljómsveitina Fást skipa:
Eiríkur Hilmisson, gítar og
raddir, Magnús Helgason söngur,
Sólmundur Friðriksson bassi,
Guðrún Oddsdóttir söngur og
raddir, Kristján Baldvinsson
trommur og Ægir Ásbjörnsson
hljómborð.
Aðstoð veittu þeir Sigurður
Ásbjömsson og Magnús Hávarðar-
son.
í heild er snældan mjög góð
og hvet ég sem flesta til að
tryggja sér eintak í tíma. Og
síðan syngjum við; Eyjólfur á
Melum var algjör kettlingur í
sjómann.....
Ingi V. Jónasson