Feykir


Feykir - 02.04.1986, Page 5

Feykir - 02.04.1986, Page 5
7/1986 FEYKIR 5 á rítuellinum Ingi V. Jónasson: Nýtt afl Nýtt afl er framboðshópur fólks með misjafnarlífsskoðanir og ólíkan bakgrunn, jafnt flokkspólitískan sem annan. Þessi hópur, sem við fyrstu sýn virðist all sundurleitur á sér þó eitt sameiginlegt hagsmunamál. Við teljum að bjartsýni á framtíð okkar bæjarfélags hljóti að byggjast á breyttum viðhorfum til margra af grundvallar- atriðum íslenskrar samfélags- stjórnunar í dag. Við lítum svo á að málefni hvers einstaks sveitarfélags sé ekki hægt að skoða öðruvísi en í ljósi málefna landsbyggðarinnar í heild. Til að gæta hagsmuna okkar teljum við að til séu ýmsar vænlegri leiðir, en að lúta miðstýringar- alræði fjórflokkakerfisins, sem teygir anga sína áþreifanlega inn í bæjarstjórnir víða um land. Þetta kerfi fjórflokkanna hefur tröllriðið pólitísku siðferði al- mennings síðastliðna áratugi. Við teljum okkur eiga hljómgrunn meðal ungra sem aldinna. Við teljum óæskilegt að æska þessa lands, sem veðsett hefur verið fyrir hundruðir þúsunda á erlendri grund njóti ekki þeirra sjálfsögðu mann- réttinda að geta hlutast til um stjórn á eigin landi og mótun eigin framtíðar. Gamla flokka- kerfið er gengið sér til húðar, en þar gefst mönnum ekki kostur á þátttöku í mótun samfélagsins fyrr en þeir eru komnir á miðjan aldur. Hafa þeir þá gengið í gegnum eldskím pólitísks „þroska” í ungliðahreyfingum flokkanna. Pólitískt uppeldi fjórflokkanna samanstendui- af þriþættu mennta- kerfi sem notað er bæði til uppbyggingar og viðhalds pólitískrar skoðanamyndunar. Það er að spila félagsvist og bingó eða gefa náðarbrauð á kökubasara, flokk- num til fjáreflingar og fram- dráttar. Ergó, menn ná pólitísku stórbingói og alslemmu. Sá lúmski áróður hefur t.d. gengið hér í bæ að kökur sjálfstæðis- kvenna beri af öðrum, sökum glæsilegra skreytinga. Aftur eru kökur framsóknarkvenna heldur fábrotnar, enda bakaðar úr Juvel hveiti frá Kaupfélaginu. Síðan prýða umbúðir hveitis þess sem alþýðubandalagskvenna- fylkingin notar í hálfmána sína, rnyndir af alkunnum uppreisnar- manni úr hrísmóum Englands. Ut á þetta virðist hið pólitíska ATVIN N UMÁLARÁÐSTEFN A Fellshreppur, Hofshreppur og Hofsóshreppur boða til Atvinnumálaráðstefnu í Höfðaborg Hofsósi föstudaginn 4. apríl kl. 14.00. Málshefjendur verða m.a.: Álfhildur Ólafsdóttir, ráðunautur Árni Snæbjörnsson, ráðunautur Atli Benónínsson, iðnráðgjafi Einar E. Gíslason, bóndi Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri Sigfús Jónsson, sveitarstjóri Stefán Guðmundsson, alþingismaður og formaður Byggðastofnunar Teitur Arnlaugsson, framkvæmda- stjóri Tumi Tómasson, fiskifræðingur Ráðstefnustjóri verður Björn Níels- son, oddviti. Sveitarstjórnirnar starf ganga. Kæra borgarar á Sauðárkróki sig um stjóm þessara afla á okkar bæjarfélagi. Nýtt afl, telur brýnna að efla eftir mætti sjálfsforræði sveitarfélaganna og landsbyggðarinnar fremur en þau mál séu í höndum spekulanta suður í Reykjavík er hvorki hafa séð hringorm eða færilús. Við höfum lýst yfir fullum stuðningi við Samtök um jafnrétti milli landshluta og teljum að í samvinnu við nágrannasveitarfélög okkar þurfum við að ná fjármagninu heim, svo við þurfum ekki að gegna hlutverki tilberans í augum Reykvíkinga eins og verið hefur hingað til. Ingi V. Jónasson OÐINSVE NÖTAL Kjósendur á Sauðárkróki Margir gera mjög skýran mun á landsmálapólitík og hins vegar á málefnum sveitarstjórna. Það skiptir að sjálfsögðu miklu hverjir eru í framboði en ekki síður skiptir máli fyrir hverju er barist og á hvaða hátt markmiðum er náð. Frambjóðendur A-listans á Sauðár- króki til bæjarstjórnarkosninga í vortelja að grundvallarregla í sveitarstjórnar- málum sé að sem mestur og bestur árangur náist fyrir það fjármagn sem bæjarbúar leggja í sameiginlegan sjóð og einnig að fyrirhyggja og hagsýni verði látin ráða um framkvæmdir á vegum bæjarins. í síðasta blaði Feykis var framboðs- listinn kynntur og einnig nokkur mál sem áhersla verður lögð á, í þessu og næstu tölublöðum Feykis munu enn frekar verða kynnt mál sem A-listinn leggur áherslu á að unnið verði að næsta kjörtímabil. Frambjóðendur A-listans telja nauðsyn- legt að gæsluvellir verði starfandi, einkum á sumrin. Til greina kemur að hluti gæslunnar verði í höndum elstu krakkanna í bæjarvinnunni. Frambjóðendur A-listans telja að aðstoða þurfi einstæða foreldra eftir því sem frekast er kostur m.a. með því að taka þátt í greiðslu vegna barnagæslu og koma á dagvistun. Hluti af þessari aðstoð gæti verið að aðstoða dagmæður og veita þeim ýmsa þjónustu t.d. námskeið o.fl. Frambjóðendur A-listans telja það skyldu þeirra sem nú eru í blóma lífsins að leitast við að uppfylla óskir og fullnægja þörfum þeirra sem aldraðir eru. Sú kynslóð sem nú er hætt störfum í þjóðfélaginu á sannarlega skilið að henni sé þökkuð unnin verk og þeim létt ævikvöldið. M.a. er hægt að stuðla að því að aldraðir bæjarbúar geti sem lengst búið í eigin húsnæði með að auka enn frekar heimahjúkrun og aðra nauðsyn- lega þjónustu. Æska landsins er ekki síður auðlind en þær auðlindir sem fyrirfinnast í fall- vötnum, jarðhita eða fiskimiðum umhverfis landið. Frambjóðendur A-listans telja að það fjármagn sem notað ertil uppbyggingar í skólastarfi og íþrótta- og æskulýðsstarfi skili sér margfalt síðar með æskufólki sem betur er tilbúið til að axla ábyrgð fullorðinsáranna. Mikil umræða hefir verið um fíkniefna- vanda unglinga. Öllum ber saman um að besta vörnin gegn þeim vágesti er að gefa unglingum kost á góðu og heilbrigðu tómstundastarfi. Hér á Sauðárkróki hefir Umf. Tindastóll lyft Grettistaki í íþróttalífi æskufólks bæjarins undir styrkri stjórn dugandi manna. Glæsilegt íþróttahús er risið af grunni og með tilkomu þess má búastvið enn glæsilegri árangri íþróttahópa héðan. Frambjóðendur A-listans munu leita eftir að enn frekar verði stutt við starf Umf. Tindastóls, m.a. á þann hátt að aðstoða félagið við að byggja félagsaðstöðu. Áætlun verði gerð um frekari fram- kvæmdir á íþróttavelli og einkum sundlaug t.d. heita potta og aðstöðu fyrir fatlaða. X-A Frambjóðendur A-listans munu einnig beita sér fyrir því að önnur félög sem vinna með og fyrir æsku bæjarins fái þann stuðning sem kostur er. Kjóstu Alþýðuflokkinn i vor og þá verður þú þátttakandi í öflugri sókn og uppbyggingu á Sauðárkróki Alþýðuflokkurinn kynnir að þessu sinni stefnu sína í atvinnumálum og skólamálum. Atvinnumál Frambjóðendur A-listans munu standa að og beita sér fyrir eftirfarandi meginatriðum: : Tryggja rekstur Útgerðarfélags Skagfirðinga og annarra þeirra fyrirtækja sem hafa grundvallarþýðingu í afkomu bæjarbúa og bærinn er eigandi að. : Hafa jafnan tilbúnar lóðir fyrir atvinnufyrirtæki. Athugaðar verði leiðir til ívilnunar á gjöldum eða samningum um greiðslutíma á gjöldum til bæjarins vegna stofnunar nýrra fyrirtækja. : Gera sérstakt átak í að vekja athygli á Sauðárkróki sem vænlegum stað fyrir ný iðnfyrirtæki. : Vinna skipulega og markvisst að undirbúningi stofnunar nýs meðalstórs iðnfyrirtækis. : Vinna sérstaklega að því að komið verði upp ýmiskonar smærri iðn- og þjónustufyrirtækjum. : Fylgst verði með þróun atvinnulífsins, og gerðar ráðstafanir til að hamla gegn atvinnuleysi. Skólamál Frambjóðendur A-listans munu leggja áherslu á: að áfram verði haldið uppbyggingu Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. að frágangi heimavistar F.á S. verði hraðað. að hafist verði handa um að byggja bóknámshús F.á S. að Grunnskólinn verði efldur og hann búinn nútíma kennslugögnum (t.d. bókasafn) og húsnæði (t.d. eðlisfræðistofa). að Tónlistaskólinn verði efldur.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.