Feykir - 02.04.1986, Side 8
8 FEYKIR 7/1986
Opin vimiuvika hjá F.á S.
Sæluvikudagana 4.-13. apríl
verður mikið um að vera hjá
fjölbrautarskólanemendum á
Sauðárkróki. Halda á svo-
kallaða opna starfsviku í
skólanum. I stað þess að rýna í
bækurnar ætla menn að standa
upp, líta í kringum sig og tengja
starf skólans umhverfinu. Reynt
verður eftir megni að koma
vinnu nemenda á framfæri og
kynna hana. Til þess verða
notaðir tveir fjölmiðlar sem
starfa munu í vikunni. Þar er um
að ræða dagblað sem dreift
verður í öll hús á Sauðárkróki án
endurgjalds. Einnig verður rekin
útvarpsstöð frá miðvikudegi 9.
apríl til 13. apríl.
Vikan hefst á föstudag 4.
apríl, á forsæludag Sæluviku
Skagfirðinga. Þá munu koma
um 100 manns frá Mennta-
skólanum á Akureyri og etja
kappi við fjölbrautaskólanemendur
í ýmsum íþróttum.
Tungumálanemendur hafa unnið
að þýðingum á bókmennta-
perlum þjóðtungna þeirra, er
numdar eru við Fjölbrauta-
skólann, og hyggjast standa að
kynningu á viðkomandi landi og
þjóð. Verður það efni flutt í
útvarpinu, ásamt fleira fræðslu-
efni í léttum dúr. Nemendur
ætla að koma sínu starfi á
framfæri eftir ýmsum öðrum
leiðum en í gegnum dagblað og
útvarp. í ljósi þess að skólinn er
fyrir allt Norðurland vestra
munu nemendur fara með
kynningu í alla grunnskóla á
svæðinu sem útskrifa upp úr
níunda bekk. Kynnt verður
námsefni það er skólinn hefur
upp á að bjóða og félagslíf
nemenda. Þá munu verknáms-
og iðnnámsnemar kynna sér
störf ýmissa fyrirtækja. Heima
fyrir, í skólanum sjálfum mun
hópur starfa að andlitslyftingu á
útliti skólahúsanna, jafnt að
innan sem utan og er ekki
Verknámshús Fjölhrautaskólans.
Má þar nefna knattspyrnu,
körfuknattleik, frjálsar íþróttir,
sund og ræðukeppni. Verða
viðburðir þessir öllum opnir er
hug hafa á.
Hin eiginlega starfsvika mun
síðan standa yfir frá mánudegi
til föstudags. Nemendur hafa
skipað sér í ýmsa hópa er þeir
munu vinna í. Fyrripart vikunnar
munu hóparnir vinna úr þeim
verkefnum er verið hafa í
undirbúningi. Mörg þeirra eru
tengd náminu beint eða óbeint.
vanþörf á. Af menningarmálum
er nóg að taka og hljóta
uppákomur Fásara að krydda
Sæluvikuna til muna.
Fengin verða nokkur af yngri
skáldum okkar Islendinga til að
hafa kynningu á verkum sínum,
og kynning á skagfirskum
rithöfundum og ljóðskáldum er
í deiglunni. Tónlistarmenn
innan veggja skólans ætla
heldur ekki að láta sitt eftir
liggja og flytja lifandi tónlist við
öll möguleg og ómöguleg
Breyttir
Hitaveitureikningar
Hitaveita Sauðárkróks tekur nú í
notkun nýtt innheimtukerfi. Helstu
breytingar því fylgjandi eru:
1. Breytt útlit reikninga.
2. Gleggri upplýsingar um notkunar-
tíma, gjalddaga, eindaga og
dráttarvexti.
3. Reikningana má greiða í
Búnaðarbankanum og Sam-
vinnubankanum á Sauðárkróki.
4. Hafi greiðsla ekki verið innt af
hendi fyrir eindaga, reiknast
dráttarvextir sjálfkrafa og koma
til innheimtu á næsta reikningi
á eftir.
5. Þeir sem vilja að bankarnir
annist greiðslu hitaveitureikn-
inganna með millifærslu og
hafa ekki gengið frá slíku
fyrirkomulagi áður, þurfa að
skrifa undir beiðni þess efnis,
að hitaveitureikningurinn skuli
sendur bankanum og úttekt af
bankareikningi sé heimil.
6. Innheimt verður á tveggja
mánaða fresti, eins og verið
hefur.
Hitaveita Sauöárkróks
Tilkynningar um
bilanirog beiðn-
ir um breytta
innmælingu skal
tilkynna í síma
5257.
Skrifstofa veitu-
stjóra er að
Borgarteigi 9-15
Áhaldahús, sími
5257, þósthólf
í
tækifæri, þannig að fólk ætti að
geta skrúfað niður í glym-
skröttum heima í stofu og stillt á
rás Fás vilji .það hlýða á hvað
ungt fólk með ferskar hugmyndir
hefur fram að færa. Og ekki er
allt upp talið enn, því komið
verður upp svo kölluðu „Speakers
corner” líkt því sem er við Hyde
park í Lundúnum. Gefst þar
mönnum kostur á að koma með
kassa eða stól svo þeir geti hafið
sig yfir mannfjöldann og sagt
það sem þeim á hjarta liggur,
sjálfum sér og öðrum til ánægju
og uppfræðslu. Málæði og
handapat mun þó verða víðar
því áformaður er fundur um
skólamál með forsvarsmönnum
stjórnmálaflokkanna hér í bæ.
Til að athygli umheimsins nái
að verða vakin, verður sett
heimsmet af nemendum Fjöl-
brautaskólans, en hvað það
verður mun ekki látið hér uppi.
Loks mun Leikhópur Fjöl-
brautaskólans standa fyrir tveim
sýningum í Sæluviku á leikritinu
,,Sjö stelpum”.
Getur nánar að líta um það í
ýtarlegri grein á öðrum stað hér í
blaðinu. Til að allt þetta starf
varðveitist víðar en í minningum
þeirra sem að því stóðu mun
myndbandahópur og ljósmynda-
hópur verða á þönum við að
festa það sem fram fer á filmu til
varðveislu.
Opin vika sem þessi verður
vonandi að árlegum viðburði og
fer vel á því að láta slíkt bera
upp á sama tíma og Sæluviku.
Með því er fengin ágætis viðbót í
Sæluvikuna sem allir ættu að
fagna.
Frá aðalfundi M.O.R.F.Í.S.
Aðalfundur M.O.R.F.I.S.
Aðalfundur M.O.R.F.Í.S. var
haldinn á Sauðárkróki í boði
nemendafélags íjölbrautaskólans
laugardaginn 15. mars. Fyrirþá
sem ekki vita er þarna um að
ræða „Mælsku- og rökræðu-
keppni framhaldsskóla á Islandi”.
Fundinn sátu fulltrúar flestra
framhaldsskóla á íslandi, rúm-
lega 30 manns. Hulda Gústafs-
dóttir flutti skýrslu um starf
liðins vetrar fyrir hönd fráfarandi
stjórnar. Kom fram í máli
hennar, að upp kom deila vegna
keppni Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og Fjölbrautaskólans
á Akranesi. Snérist deilan um
meint meiðyrði þejrra Breið-
hyltinga. Ákvaðstjóm M.O.R.F.Í.S.
að víkja viðkomandi ræðumanni
úr keppninni en Akurnesingar
voru ekki ánægðir og hafa nú
ákveðið að slíta öllu sambandi
við M.O.R.F.Í.S. um ókomna
tíð. Furða menn sig á því að
stjórn nemendafélags sem ein-
ungis situr einn vetur geti tekið
sér slíkt vald. Að lokum
fordæmdi Hulda frekju þá og
yfirgang sem sjónvarpsmenn
sýndu við úrslitakeppnina í
Háskólabíói þann 5. mars sl. og
er vonandi að slíkt endurtaki sig
ekki.
Gerðar voru umtalsverðar
lagabreytingar er afmarka mun
betur en áður starfssvið stjómar-
innar. Að lokum var kosin ný
stjóm, þ.á.m. einn úr Fjölbrauta-
skólanum á Sauðárkróki.
Sem áður sagði bauð nemenda-
félag Fjölbrautaskólans á Sauðár-
króki til þessa fundar og sá
öllum fundargestum fyrir fæði
og gistingu þeim að kostnaðar-
lausu. Var almenn ánægja með
framkvæmd fundarins.
Minning:
Ólafur Gunnar Ragnarsson
Hátúní Skagafirði
Fæddur 16. des. 1970
Dáinn 27. febr. 1986
*
Tignarsjóli himna hár,
heyr mitt kvak frá lægsta inni,
þó að ég sé smærri en smár,
og smæðar minnar sárt til
finni.
Græddu þegna þinna sár,
þrautastundum svo að linni,
svo ei streymi sorgartár,
svo að birti í veröldinni.
Helgi Gíslason
Menn setti hljóða þegar
fréttist um hið sviplega slys
sem hinn ungi drengur varð
fyrir föstudaginn 21. febr. sl.
En hann lést á Borgarspítalanum
í Reykjavík, fimmtudaginn 27.
febr. sl.
Það er okkur hulin ráðgáta
þegar svo ungur og efnilegur
drengur er burt kallaður með
svo sviplegum hætti og hér
varð.
Foreldrar Olafs heitins eru
María Valgarðsdóttir og Ragnar
Gunnlaugsson bóndi Hátúni,
Skagafirði. Þar ólst hann upp,
ásamt 3 systkinum og í skjóli
afa og ömmu.
Allir þeir sem fæðast inn í
þennan heim geta eigi vikist
undan því að dauðinn kemur í
heimsókn fyrr eða síðar. Það er
svo óráðin gáta hversu lengi
hver og einn fær að lifa í
þessum heimi.
Dauðinn getur verið velkominn
þeim sem lifað hafa langan
dag, eiga við heilsuleysi að
stríða og eru þrotnir kröftum
og heilsu.
En þegar dauðinn kemur
með svo sviplegum hætti og
hér varð, skiljum við ekki. Já
við skiljum ekki þegar ungur
drengur í blóma lífsins er
burtu kallaður. Það hefur
stundum verið sagt að þeirsem
Guðirnir elska deyi ungir.
Eg var við guðþjónustu í
Glaumbæjarkirkju á nýársdag
sl. og skammt frá mér sat þessi
frændi minn er hér er kvaddur.
Það rifjast upp á þessum
döpru dögum að mér varð
hugsað þá er ég horfði á
þennan unga pilt í kirkjunni að
það væri gleðiefni hvað hann
væri hneigður til búskapar og
myndi feta ötullega í fótspor
feðra sinna í Hátúni. Þeir hafa
gert jörðina að einu stærsta og
myndarlegasta býli í Skagafirði,
landinu öllu og íslenskri
bændastétt til sóma.
En vegir Guðs em órannsakan-
legir, enginn veit hvenær kallið
kemur eða hver verður næstur,
verður það ég eða verður það
þú lesandi góður.
Allt frá því ég man fyrst eftir
mér, já reyndar löngu fyrr,
hefur staðið traustur frænda-
garður í Hátúni mér og mínu
ættfólki til halds og trausts.
Þar óx úr grasi stór og
mannvænlegur barnahópur hjá
þeim hjónum Steinunni Sigurjóns-
dóttur og Jónasi Gunnarssyni,
langömmu og langafa Olafs
heitins. Blessuð sé minning
þeirra hjóna.
Að lokum flyt ég Ragnari og
fjölskyldu, Gunnlaugi og fjöl-
skyldu, Valgarði og fjölskyldu
svo og öðrum ættingjum og
vinum, innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og fjölskyldu
minni og bið algóðan Guð að
styrkja þau öll í þeirra miklu
sorg.
Blessuð sé minningin
góðan dreng.
um
Aldrei er svo bjart yfir
öðlingsmanni,
að eigi geti syrt jafn sviplega
og nú.
Aldrei er svo svart yfir
sorgarranni,
að eigi geti birt fyrir eilíf trú.
(M.J.)
Sigurður Haraldsson