Feykir - 25.06.1986, Side 3
13/1986 FEYKIR 3
spurt og spjallaö
Þórður Þórðarson bæjarstjóri
inga við landeigendur um árangurinn lætur ekki á sér
Nú ert þú að hœtta sem
bœjarstjóri á Sauðárkróki og
hvað er framundan?
„Ætli ég byrji nú ekki á því að
taka mér gott frí áður en ég fer
að snúa mér í alvöru að nýjum
verkefnum. Eg hef lengi stefnt
að því að fara í sjálfstæðan
rekstur á lögfræðiskrifstofu þar
sem áhugasvið mitt liggur fyrst
og fremst á vettvangi lögfræð-
innar. Eg neita því hins vegar
ekki að fleiri valkostir eru til
staðar sem ekki er tímabært að
ræða, en þetta kemur brátt í
ljós”.
ómetanlega reynslu á því sviði.
Það voru því gífurleg viðbrigði
að taka við starfi bæjarstjóra á
Sauðárkróki á sínum tíma, en
starfið hefur verið fjölbreytt og
skemmtilegt og dýrmæt reynsla”.
Hvernig hefur þér almennt
líkað við Sauðárkróksbúa og
sveitarstjórnarmenn?
„Það verður ekki á betra
kosið. Hér í Skagafírði býr
lífsglatt og gott fólk oghérhefur
fjölskyldunni liðið vel. Um-
hverfið og staðurinn hafa upp á
allt að bjóða. Eg hef gaman af
veiðiskap og útivist og það verða
Þórður Þórðarson.
Er það dœmigert fyrir lögfræð-
inga að vinna í fyrstu hjá hinu
opinbera og fara síðan útí
sjálfstœðan rekstur?
„Að mínu mati verða lögfræð-
ingar að afla sér sem fjöl-
þættastar reynslu áður en farið
er í praxis, það þýðir ekkert að
koma beint frá prófborðinu,
enda verða menn fyrst að afla sér
lögmannsréttinda áður en lengra
er haldið. Eg starfaði um 10 ára
skeið að opinberum málum,
fyrst sem rannsóknarlögreglu-
maður og síðan í 5 ár hjá
fikniefnadómstólnum og öðlaðist
mikil viðbrigði að fara aftur á
mölina á suðvesturhorninu. - En
hvað viðkemur starfinu þá hefur
samstarf við meiri- og minni-
hluta verið með ágætum og
samstaða í flestu er máli skiptir.
Samstarfsfólkið á bæjarskrifstofunni
er alveg einstakt og þar er valinn
maður í hverju rúmi”.
Er eitthvað sérstakt sem þú
hefðir viljað sjá framkvœmt í
þinni bœjarstjóratíð en ekki varð
af?
„Það er nú erfitt að setja fram
einhvern óskalista í þessu
sambandi. Ég tel að vel hafi
Vídeóhornið. 4. Silence of the heast.
I. Jane Doe. 5. The legend of Billy Jane.
2. A death in California l-2. 6. Löggulíf.
3. Einskonar kraftaverk.
4. Hot pursute. Versl. Sigurðar Pálmasonar.
5. St. Elmos fire. I. Dirty Harry.
6. Blóð og orkideur. 2. Miami supercups.
3. St. Elmos fire.
Söluskálinn Skagaströnd. 4. The river.
I. If tomorrow comes l-3. 5. Vitnið.
2. Fletch. 6. Jamica Inn l-3.
3. Weird science.
4. Mad Max 3.
5. Song writer. Essoskálinn Blönduósi
6. The Deep. l. Vitnið.
2. Fletch.
3. Weird science.
Bláfellsvídcó. 4. Mad Max 3.
I. Amateur. 5. Moonlightning.
2. Dinasty 52-60. 6. Of unknown orgin.
3. Of unknown orgin.
4. Mad Max 3. Nýja bílasalan
5. Dirty Harry. l. Moonlightning l -18.
6. Best Defence. 2. Mannaveiðarinn l-IO.
3. Missing in action l-2.
Ábær. 4. The sackettes l-2.
I. If tomorrow comes l-3. 5. Cut run.
2. A night in heven. 6. The river.
3. Chase.
tekist til hér á Sauðárkróki á
undanförnum árum. Mikill
samdráttur hefur verið í þjóð-
félaginu og fjárveitingar til
verkefna á landsbyggðinni mjög
takmarkaðar. Hér á Sauðár-
króki hefur tekist að halda uppi
blómlegu atvinnulífi og öflug
uppbygging verið á öllum
sviðum. Við megum því vel við
una. Ég hefði þó kosið að
uppbygging varaflugvallar á
Sauðárkróki væri hafin og
fjármagn hefði fengist til þess að
koma byggingu bóknámshúss
fyrir Fjölbrautaskólann á rek-
spöl”.
Aðeins meira um flugvöllinn.
Finnst þér sama hverjir fjár-
magna hann og til hvaða nota
hann verður?
„Ég tel það mikið hagsmunamál
byggðarlagsins að flugvöllurinn
verði byggður hér svo ekki sé nú
talað um þýðingu þess fyrir
flugsamgöngur frá öryggissjónar-
miði. Sú umræða sem verið
hefur að undanförnu um
fjármögnun framkvæmda við
völlinn hefur að mínu viti
stórskaðað hagsmuni okkar og
til þess eins að sundra
Skagfirðingum í þessu sjálf-
sagða hagsmunamáli. - Það sem
fyrir liggur er að fá endanlega
ákvörðun um staðsetningu vallar-
ins hér og að því hefur verið vel
unnið og um það breið
samstaða. Þegar sú ákvörðun
liggur fyrir kemur til kasta
fjárveitingavaldsins og flugmála-
stjórnar. Bæjaryfirvöld hér á
Sauðárkróki stjórna ekki upp-
byggingu vallarins. Þau hafa
hins vegar lýst því yfir að bærinn
muni hafa forgöngu um samn-
viðbótar landrými fyrir lengingu
vallarins til þess að leggja
áherslu á hug heimamanna til
málsins og greiða fyrir því”.
Hverja lelur þú vera vaxtar-
mögu/eika Sauðárkróks iframtíðinni?
„Vaxtarmöguleikar Sauðár-
króks eru ótæmandi ef rétt er á
málum haldið. A undanförnum
árum hefur það háð bæjar-
félaginu að það hefur orðið að
setja mun meira fé til að treysta
undirstöður atvinnulífsins en
bæjarfélag af þessari stærð hefur
ráð á og hefur þetta leitt til þess
að ekki hefur verið kostur að
sinna ýmsum öðrum aðkallandi
málum sem skyldi. Þessi
uppbygging er forsenda fyrir
blómlegri stöðu bæjarins í
framtíðinni. Einn þeirra mála-
flokka, sem orðið hefurútundan
hér í gegnum árin voru
umhverfismálin, en allra síðustu
árin hefur nokkurt átak verið
gert í þessum efnum og
standa.
Einn er sá þáttur sem ég tel að
ekki hafi verið lögð nægileg rækt
við hér á Sauðárkróki í gegnum
árin. Við höfum verið aðilar að
Fjónðungssambandi Norðlendinga
og'tekið virkan þátt í samstarfi
þéttbýlissveitarfélaga á Norður-
landi vestra og er allt gott unt
það að segja. Ég tel ekki síður
ntikilsvert fyrir Sauðárkrók að
byggja upp nánara samstarf við
sína nágranna hér í Skagafirði,
sá þáttur hefur verið van-
metinn”.
Eitthvað sem þú vildir segja að
lokum?
„Ég vil þakka öllum hér á
Sauðárkróki og í Skagafirði
fyrir einstaklega ánægjuleg
kynni og samstarf á þessum
árum. Þó ég flytji nú suður á
bóginn eru góðir vinir í
Skagafirði ekki gleymdir”.
(ivj)
Aðalfundur
Sögufélags Skagfirðinga
verður haldinn í Safnahúsinu á
Sauðárkróki föstudaginn 4. júlí kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Kosning tveggja manna í stjórn.
Félagar hvattir til að mæta
Stjórnin
Innlánsdeild KS minnir á
SAMVINNUBÓKINA!
Enn sem fyrr býður Innlánsdeild Kaupfélags Skag-
firðinga einhver hagstæðustu innlánskjörin.
Nafnvextir SAMVINNUBÓKAR eru nú 15% eða
15,56% ársávöxtun
Að auki eru verðtryggingarákvæðin áfram í gildi, ávöxtunin er
borin saman við ávöxtun 6 mánaða vísitölureiknings, og
mismunurinn færður til tekna í bókinni, ef sú ávöxtun er hærri.
Ávöxtum spariféð í okkar eigin innlánsstofnun
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga