Feykir


Feykir - 25.06.1986, Qupperneq 8

Feykir - 25.06.1986, Qupperneq 8
8 FEYKIR 13/1986 Sumarbúðír að Reykjum í Hrútafirði Það var gleði og gaman í sumarbúðum, sem starfræktar voru í Keykjaskóla í Hrútafirði í vor. Það voru ungmennasamböndin í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum, sem stóðu fyrir þessum sumarbúðum ásamt Héraðssambandi Strandamanna. Fimm leiðbeinendur voru í búðunum, en sumarbúðastjóri var Sigurður Guðmundsson. Þetta er í fyrsta sinn, sem samstarf tekst milli þessara þriggja héraðssambanda um rekstur sumarbúða. Reynslan af þvi samstarfi er mjög góð og gæti orðið vísir að öðru og miklu meira samstarfi á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Áhugi unglinganna á að koma í búðirnar var líka mun meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona og eftir því hvcrnig til tókst i þetta sinn bendir flest til þess að enn meiri þátttaka verði að ári ef þá verður öðru sinni boðið upp á svona starfsemi. í sumarbúðunum var lögð áhersla á að flétta saman starf, kennslu og leik. Krakkarnir fengu að kynnast fjölmörgum störfum, m.a. var bæði farið á sjó og upp í sveit. Þá vargefið út blað í búðunum og fjölmargt fleira mætti telja. En hér verður punktur settur við lesmál, en látum myndirnar tala. (mó) Fánahylling: „Klukkan 8:30 vöknum við og klukkan 9:30 byrjar fánahylling. Þá var dreginn upp íslenski fáninn og sungið; „Öxar við ána”. „Loksins voru allir mættir á staðinn og þá vorum við kölluð á sal í skólanum og lesin upp. Síðan var okkur raðað í hópa og klúbbastarfið byijaði. í klúbbunum vorum við í hestamennsku, blaðamennsku, tölvum, bátum og að undirbúa kvöldvöku”. Bátsferð. „Við fórum út á sjó í bát. Það var lítill rauður plastbátur með utanborðsmótor. Allir fóru í björgunarvesti nema þeir sem vildu ekki fara á sjóinn. Allir fengu að stýra nema þeir sem þorðu ekki”. Hótel Blönduós Hjá okkur er opið allan ársins hring og nægt gistirými fyrir hendi. Hvað hentar þér? Herbergi með eða án baðs, eða bara svefnpokapláss. Þitt er valið, þjónustan er til staðar. Viltu mála yfir gráa litinn í tilverunni eina kvöldstund og lifa lengi á því? Við leggjum til itina í mat, drykk og Ijúfri tónlist. Sjáum um allar minni og stærri veislur. Hótel Blönduós Sími 95-4126

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.