Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 15

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 15
eru um að texti Stjórnar III hafi á sínum tíma einnig náð yfir fyrsta hluta Mósebókanna, semsé þann hluta sem textinn í Stjórn I spannar. Um þetta er margt gott að segja, en ef til vill hefur þó þessi sókn eftir einni heildarskýringu á tilurð og þróun norrænna biblíuþýðinga á miðöld- um bundið sjónarhorn okkar of mikið við uppruna textanna - minna hefur verið hugað að dreifingu þeirra og viðtökum. Hverjum voru þessir textar ætlaðir og hverjir brúkuðu þá? I annan stað má vera að heildarskýring ýti of mikið undir þá hugmynd að biblíuþýðendur miðalda hafi haft svipaðar hugmyndir um textaheild og við. Okkur nútímamönnum er tamt að líta á biblíuna sem fasta stærð (jafnvel þótt við höfum kynnt okkur það hvernig kanón hennar varð til) og hugsanlegt er að það liti um of sýn okkar á mið- aldaþýðingarnar. Biblíutextar á ýmsum bókum Þegar hugað er að biblíuhandritum miðalda, hvort sem er á latínu eða þjóð- tungum, kemur í ljós að þau geyma ekki endilega allar bækur biblíunnar. Hlutabiblíur voru algengar, til dæmis handrit með Mósebókum eða handrit með spámannabókunum, ýmist meiri spámennirnir, minni spámennirnir eða hvorutveggja.11 Þegar horft er yfir handrit norrænna biblíutexta frá því fyrir siðbreytingu, bæði Stjórnartexta og annarra, virðist hið sama vera uppi á teningnum. Reyndar hamlar það yfirsýn að varðveislan er stundum brotakennd, og ekki gott að segja hvaða textar gætu hafa staðið á þeim bókum sem við höfum nú e.t.v. einungis blað eða blöð úr. Það kemur engu að síður í ljós, að fyrir utan Stjórnarhandritin finnst efni úr Genesis í brotinu AM 238 fol. XIX og brotið Stock. Perg. fol. 12 IV geymir texta úr Exodus (4.19-7.16). I AM 764 4to er svo texti sem greinilega er byggður á svipuðu efni. Um önnur Fimmbókarit er Stjórn ein til frásagnar. Af þessu má draga þá varfærnislegu ályktun að meiri eftirspurn hafi hugsanlega verið eftir frásögnum fyrstu Mósebókar og upphafs annarrar en öðru efni Fimmbókaritanna. Hinar sögulegu bækur Gamla testamentisins eru 11 Hlutabiblíurnar voru í smærra broti en handritin sem höfðu alla ritninguna að geyma. Sjá um þetta t.d. Richard Marsden, „The Old Testament in late Anglo-Saxon England: preliminary observations on the textual evidence,“ The Early Medieval Bible. Its production, decoration and use, ritstj. Richard Gameson (Cambridge: Cambridge University Press, 1994), 101-124. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.