Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 36
að mínu viti það sem flestum yfirsést þegar fjallað er um stíl og það er hin
klassíska mælskufræði. Þar er leiðin að hinum fágaða texta og þar eru stíl-
brögðin eins og þau hafa verið skilgreind um aldir, allt frá því Grikkir fóru
að rita um mælskufræði á sjöttu öld fyrir Krist þar til hún hverfur nánast
sporlaust úr námsefni vestrænna háskóla.
Hvað stíl texta varðar almennt er þar ekki aðeins um smekkinn að deila
heldur er um fræðigrein að tefla, um stílfræði sem er ein elsta og virðulegasta
fræðigreinin í sögu vestrænna háskóla. Þetta er kjarni málsins.
Kiassísk stílfræði eða mælskufræði er að minni hyggju helsta leiðin til þess
að efla vitund um stíl. Þann grundvöll höfðu Lúther og aðrir siðbótarmenn
og Biblíuþýðendur langt fram eftir öldum og slíkur grunnur hlýtur að hafa
verið ómetanlegur fyrir þýðingarnefndir.
Eg taldi það mikilvægt að beita klassískri stílfræði í mun meira mæli en
raunin varð á í störfum þýðingarnefndar, það hefði auðveldað störf nefnd-
arinnar og það hefði jafnframt gert textann markvissari og þróttmeiri. Þegar
þýðingarvinnan hófst var ég að vinna að útgáfu Vídalínspostillu, sem kom
svo út 1995, og komst þar í kynni við klassíska stílfræði sem ég gerði síðan
allítarleg skil í inngangi verksins, þar er fjöldi dæma um þau tök sem meist-
ari Vídalín hefur á íslenskri tungu.
Vídalín beitir öllum stílbrögðum mælskufræðinnar, svo sem hliðstæðum,
andstæðum, ofhvörfum, ýkjum, samanburði, ítrekun, samhverfum, hrynj-
andi og hnígandi svo eitthvað sé nefnt - af leikandi list.
Stílfræðin er einn af leyndardómum biblíuþýðingar Lúthers eins og fram
er komið. Ég get ekki stillt mig um að taka eitt stílfræðilegt dæmi úr biblíu-
texta Lúthers, það er dæmi um að hann horfir ekki aðeins framan ífólkið eins
og hann orðar það til að finna rétta stílinn heldur eys hann óspart af hinum
djúpa brunni klassískrar stílfræði. Eitt dæmi er úr jólaguðspjalli Lúkasar:
„Ihr werdet finden das Kind in Windeln gewickelt / und in einer Krippen
liegen. [1984: 2.12 Und das habt zum Zeichen: ihr werdet finden das Kind
in Windeln gewickelt und in einer Krippe liegen.fi Hér gengur sérhljóðinn
„i“ eins og rauður þráður í gegnum málsgreinina. Slík dæmi sýna að stíllinn
er ekki að öllu leyti persónubundinn og hann er ekki handahófskenndur,
hann er úthugsaður og þar er markvisst beitt klassískri mælskufræði til þess
34