Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 37
að auka á fegurð málsins, það verður litríkara og blæbrigðaríkara, fegurð
þess verður meiri en ella og kraftur þess eykst að sama skapi.
Látum þetta nægja um klassíska stílfræði. Ollum er ljóst að hún hefur
ekki ráðið ferðinni í bókmenntum þessarar aldar, hvorki í fagurbókmennt-
um né heldur öðrum rituðum textum. Hvernig eru þá stílseinkenni samtím-
ans? Við hvaða stíl á að miða, hvaða pól á að taka í hæðina. Nú gildir ekki
handahófskennd ákvörðun einstaklings og jafnvel ekki heldur samkomulag
um óvissu í stíl eða um smekk. Hér hlýtur að gilda meðvituð ákvörðun um
stílgerð að svo miklu leyti sem slík ákvörðun er framkvæmanleg. Að öðrum
kosti er lágkúran og allt það sem Þórbergur telur réttilega upp sífellt á næstu
grösum. Líkt og um stíl í arkitektúr, í tónlist, í myndlist eða í leiklist gildir
hið sama um ritað mál: Hinn góði vilji nægir ekki einn saman, ósamstæðar
góðar ráðleggingar ágætra smekkmanna nægja ekki heldur og svo mikilvæg
sem hreintungustefna er þá má líkja henni við grunnkúrs málarans í teikn-
ingu og litameðferð. Stíllinn er að verulegu leyti fólginn í vinnu út frá stíl-
fræði. En fjarri fer því að þar með sé öll sagan sögð.
Við þýðingu Biblíunnar er augljóst að flestir nútímaþýðendur gera
sér far um að viðhalda hinum hebreska blæ textans - auk klassískrar stíl-
fræði. Nýjasta dæmið um það er þýðing bandaríska hebreskufræðingsins og
bókmennafræðiprófessorsins Roberts Alters sem hefur fengist við að þýða
rit Gamla testamentisins á ensku, nú síðast Davíðssálma. Fyrir þremur
árum komu Fimmbókaritið og Samúelsbækur út. Umfjöllun um það verk
í bandarískum tímaritum er afar fróðleg.
í umfjöllun James Wood í The New Yorker 1. okt. s.l. segir að Alter sé
sér þess sterkt meðvitandi og augljóst sé að hann vill koma því áleiðis til les-
andans að hann sé að þýða ævaforna texta sem eiga sér blandaðan uppruna
og menningarlegar rætur þeirra liggi víða. Þessi vitund var ekki til staðar í
hefðbundnum þýðingum, t.d. Biblíu Jakobs konungs þar sem mannsmynd
og heimsmynd Hebreanna er breytt með því að tala inn hugtök eins og sál-
arhugtakið eða vítishugtakið. Hvort tveggja hafði raunar gerst þegar með
þýðingu Hieronymusar á latínu.4
En það eru fleiri hliðar á stílnum.
4 James Wood, „Desert Storm. Understanding the capricious God of the Psalms." The New Yorker
1. okt. 2007.
35