Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 37

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 37
að auka á fegurð málsins, það verður litríkara og blæbrigðaríkara, fegurð þess verður meiri en ella og kraftur þess eykst að sama skapi. Látum þetta nægja um klassíska stílfræði. Ollum er ljóst að hún hefur ekki ráðið ferðinni í bókmenntum þessarar aldar, hvorki í fagurbókmennt- um né heldur öðrum rituðum textum. Hvernig eru þá stílseinkenni samtím- ans? Við hvaða stíl á að miða, hvaða pól á að taka í hæðina. Nú gildir ekki handahófskennd ákvörðun einstaklings og jafnvel ekki heldur samkomulag um óvissu í stíl eða um smekk. Hér hlýtur að gilda meðvituð ákvörðun um stílgerð að svo miklu leyti sem slík ákvörðun er framkvæmanleg. Að öðrum kosti er lágkúran og allt það sem Þórbergur telur réttilega upp sífellt á næstu grösum. Líkt og um stíl í arkitektúr, í tónlist, í myndlist eða í leiklist gildir hið sama um ritað mál: Hinn góði vilji nægir ekki einn saman, ósamstæðar góðar ráðleggingar ágætra smekkmanna nægja ekki heldur og svo mikilvæg sem hreintungustefna er þá má líkja henni við grunnkúrs málarans í teikn- ingu og litameðferð. Stíllinn er að verulegu leyti fólginn í vinnu út frá stíl- fræði. En fjarri fer því að þar með sé öll sagan sögð. Við þýðingu Biblíunnar er augljóst að flestir nútímaþýðendur gera sér far um að viðhalda hinum hebreska blæ textans - auk klassískrar stíl- fræði. Nýjasta dæmið um það er þýðing bandaríska hebreskufræðingsins og bókmennafræðiprófessorsins Roberts Alters sem hefur fengist við að þýða rit Gamla testamentisins á ensku, nú síðast Davíðssálma. Fyrir þremur árum komu Fimmbókaritið og Samúelsbækur út. Umfjöllun um það verk í bandarískum tímaritum er afar fróðleg. í umfjöllun James Wood í The New Yorker 1. okt. s.l. segir að Alter sé sér þess sterkt meðvitandi og augljóst sé að hann vill koma því áleiðis til les- andans að hann sé að þýða ævaforna texta sem eiga sér blandaðan uppruna og menningarlegar rætur þeirra liggi víða. Þessi vitund var ekki til staðar í hefðbundnum þýðingum, t.d. Biblíu Jakobs konungs þar sem mannsmynd og heimsmynd Hebreanna er breytt með því að tala inn hugtök eins og sál- arhugtakið eða vítishugtakið. Hvort tveggja hafði raunar gerst þegar með þýðingu Hieronymusar á latínu.4 En það eru fleiri hliðar á stílnum. 4 James Wood, „Desert Storm. Understanding the capricious God of the Psalms." The New Yorker 1. okt. 2007. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.